Morgunblaðið - 15.07.1989, Page 25

Morgunblaðið - 15.07.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1989 25 Er virðing Alþingis ótímabært hugftak? eftir Míignús Þorkelsson Gaman eða alvara? Einhvern tíma sátum við saman tveir vinir og sötruðum kaffi, þrátt- andi um landsins gagn og nauðsynj- ar. Málið snerist um það að nýlega hafði verið skipt um ríkisstjórn í iandinu. Það hafði vakið athygli okkar og fleiri, að nýorðinn stjórn- arflokkur þótti haga sér í mótsögn við málflutning sinn utan stjórnar. Þótti sumum kúvendingin snúast um grundvallaratriði í stefnu siíkra flokka. Kunningi minn sötraði kaffið, en bað mig vera rólegan. Hann sagði að þá fyrst yrði illt að vera á Al- þingi ef menn færu að taka mark á stjórnarandstöðunni. Henni bæri að skamma viðkomandi ríkisstjórn af lífsins lyst og vera á móti stjórn- völdum hveiju sinni. Enginn stjórn- arandstöðuflokkur ætti þó að vera bundinn af þessu háttemi ef hann slysaðist í stjórn. í ljósi síðustu vikna virðist mér kunningi minn þekkja stjórnmál betur en ég. Það er kannski ósk- hyggja að ímynda sér það að Kvennalistinn hafi eitthvað í stjórn að gera. Vindhanaháttur eða eðlileg vinnubrögð? Þó sumir líti á þessa smásögu sem gn'n þá er hér um fyllstu al- vöru að ræða. Æ stærri hópur held- ur því fram að Alþingi sé innantómt kjaftaþing. Reynslan sýnir t.d. að kratafíokkarnir tveir geta tekið kúvendingum í málum launafólks. Tökum kennara sem dæmi. Utan stjórnar héldu forystumenn þessara flokka uppi rammri baráttu gegn láglaunastefnu þáverandi stjórn- valda gagnvart kennurum, sem hafa á tuttugu árum lækkað um helming í launum miðað við gamlan viðmiðunarhóp þeirra, — alþingis- menn. Að mati Krataflokkanna (ut- an stjórnar) voru kennarar illa borg- aðir og margsvívirtir hvað réttindi og vinnuaðstöðu varðaði. Og' menntun þeirra var gulls ígildi. Inn- an stjórnar lýsa þessir flokkar þess- um sama hópi sem hálaunamönnum eða frekjulegum þrýstihópi og gefa nánast ekkert fyrir menntun og réttindi til starfsins. Skólastefna er ekki til hjá þeim. Samræmd próf falla úr gildi, skólakerfinu er þeytt upp á gátt, ótímabærs sparnaðar er krafist og síðan beðið um þátt- töku grasrótar í stefnumótun í skólamálum. (Vinsamlega ekki nefna neitt sem þýðir útgjöld.) Maður hefur það helst á tilfinning- unni að það sé aðeins einn ráðherra stjórnarinnar sem hafi áhyggjur af skólamálum. Samt vantar ekki skólafólk þar á bekkinn. Staðreynd- in er sú að þetta er ekkert eins- dæmi um mál eða máiaflokka. Steingleymni - íslenskra stjórnmála- manna og hagsmunaspil er löngu farið að jaðra við siðleysi. Að deila og drottna BSRB sýndi það nú í vor hve alvarleg áhrif verkfallið 1984 hefur haft á hreyfinguna og gerði samn- ing frægan um stöðugleika í efna- hagslífinu (sem varð að gengisfell- ingu 10. maí), — samning sem í besta falli frestar vinnudeilum til haustsins. Þegar atkvæðagreiðslu um hann lauk lýsti fjármálaráð- herra því yfir að hæstlaunaða fólk- ið hjá ríkinu muni án efa sjá gildi þess samnings fyrir láglaunafólk og konur. Þá var BHMR búið að vera í verkfalli í 15 daga. Ólafur Ragnar Grímsson getur átt síria skoðun mína vegna enda á hann varla við þorra verkfalls- manna BHMR. Hann vísaði kannski til alþingismanna, ríkisstjórnarinn- ar, bankastjóra og sendiherra á bið- launum og slíkra. Þeir eru hálauna- menn með ítök í ríkiskassanum og spila úr sínu þannig að þeir hirða biðlaun sem jafnast á við árslaun Sóknarkonu í einu vetfangi, umyrðalaust á leið í annað starf. Svona afstaða fjármálaráðherra sýnir bara valdahroka þess sem ræður og hver framkoma ríkisins er í garð starfsmanna sinna, fram- koma sem er að hrekja gott og hæft fólk úr starfi. Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík afstaða er ljós. Fjármálaráðherrar undan- farinna ríkisstjórna hafa fljótt lært að deila og drottna, — iistina að leysa deilumál með því að villa mönnum sýn með aukaatriðum og loforðum um sporslur. Æðstu yfirvöld skólamála (sem eru hjá íjármálaráðuneyti) virðast enda láta sér fátt um finnast þegar velja skal starfsfólk og telja hvern sem er hæfan. Finnst kannski öllum það? Að spara eða spara ekki Kannski væri afstaða ríkisvalds til aðhalds skiljanleg ef hugur fylgdi máli, því staðreyndir sýna að halla- ævintýri undanfarinna ára eru ótrú- leg og ekki bytjaði félagi Ólafur Magnús Þorkelsson „Forseti Sameinaðs þings kvartaði einu sinni yfir því að þjóð- félagið tæki ekki nógu vel mark á þingheimi og ríkissljórn, virðing þessara aðilaværi dregin í efa. Ég er hætt- ur að taka undir þetta sjónarmið forseta. Þingheimur getur sjálf- um sér um kennt.“ vel á haustmánuðum. Foreldri sem gefur fordæmi eins og ríkisvaldið þjóðinni eignast aldrei hlýðin börn. Það er einnig ævintýralegt að hlýða ávallt á það að þeir kostnaðar- liðir í atvinriulífi sem valdi vaxandi verðbólgu séu laun. Hvað með um- framævintýrin og offjárfestingarn- ar sem þýða morðdýr lán og Olafur vildi eitt sinn sækja menn til ábyrgðar fyrir? Valda þau verð- bólgu og ef svo, eiga launþegar þá að bera ábyrgð stjórnmálamanna sem líta á átta hundruð þúsund sem léttvægan launabitling? Eða at- vinnurekenda sem virðast á þeim mun betri bílum eftir því sem gjald- þrotin eru glæsilegri? Hvað ræður um virðingu stofiiana? Þessi grein átti að fjalla um af- stöðu margbarins menntamanns sem finnst ótrúlegt hvað sljórn- málamenn geta endalaust talað undan vindi og beitt gleymsku þess á milli. Launamanns sem vill kom- ast út úr háskólanámi og ríkis- vinnu, fara að vinna sem verkamað- ur í skurði og láta afskrifa námslán sem offjárfestingu og ótímabæra neyslu. En hún átti líka að benda á fram- ferði stjórnmálamanna og hættu- brautina sem þeir eru á. Smákónga- framferði þingmanna og æviráð- inna embættismanna er orðið ógn- vekjandi. Ég hef oft íhugað það hve tilvalið það væri að fara með nem- endur og verðandi kjósendur á þing- palla. Eg er hættur við. Ég hef heyrt af slíku og jafnan að kennar- ar komi heim með bogna nemendur og vonsvikna. Ég fór í vorog sá hvers vegna nemendur urðu von- sviknir og hissa. Ég horfði á tóma efri deild að frátöldum forseta og tveimur þingmönnum, sem reyndar eru úr sama flokki, en þeir tveir voru að þrasa um umferðarmál. Ég spurði þingvörð hvort það væri raunverulega fundur. Hélt það væri hlé. Hann sagði já og kímdi. Þegar boðað var til atkvæðagreiðslu um málið hringdi forseti bjöllum vel og lengi. Þá kom u.þ.b. hálf þingdeild hlaupandi og greiddi atkvæði, sum- ir spyijandi um hvað málið snérist. Fróðir segja mér að þetta hafi ekki verið einsdæmi. Forseti Sameinaðs þings kvartaði einu sinni yfir þvi að þjóðfélagið tæki ekki nógu vel mark á þing- heimi og ríkisstjórn, virðjng þessara aðila væri dregin í efa. Ég er hætt- ur að taka undir þetta sjónarmið forseta. Þingheimur getur sjálfum sér um kennt. Höfundur er háskólamenntaður. Heimsbikarmót Stöðv- ar 2 er komið út á bók Bein útsending frá heimsmeistaramótinu. í erlendum skáktímaritum hefur Stöð 2 fengið mikið hrós fyrir framkvæmd heimsmeistaramóts- ins, sem þykir það glæsilegasta til þessa. Skák Margeir Pétursson Hið glæsilega heimsbikarmót Stöðvar 2 í vetur er mörgum skákunnendum ennþá í fersku minni, af skákviðburðum hér á landi er það aðeins heimsmeist- araeinvígi aldarinnar árið 1972, sem slær því við. Um mótið hef- ur verið mikið Ijallað bæði hér heima og ekki síður í erlendum skáktímaritum, enda var það sérstaklega vel heppnað. Keppnin var æsispennandi allt til loka, taflmennskan mjög lífleg auk þess sem ýmsir erlend- ir sérfræðingar eru á þeirri skoðun að mótið verði í framtí- ðinni stefnumarkandi fyrir það hvernig stórmót verði gerð að- gengileg fyrir áhorfendur. Páll Magnússon, fréttastjóri, drif- fjöðurin í framkvæmdinni, hefur nú t.d. verið ráðinn til að stjórna sjónvarpsupptökum frá síðasta heimsbikarmótinu í Skellefteá i Svíþjóð í ágúst. Þar munu úrslit í heildarkeppni heimsbikarmó- tanna ráðast. Bragi Halldórsson, menntaskólá- kennari og skákmeistari, hefur í vetur setið við að skrifa bók um heimsbikarmótið, sem nú hefur séð dagsins ljós. Bragi gerir mótinu mjög ýtarleg skil, hann styðst við það mikla efni sem komið hefur út á prenti um mótið, sérstaklega nýjasta hefti hins virta júgóslav- neska rits Informators, en þar er hluti skákanna skýrður af þátttak- endum sjálfum. Skýringar manna þar eru hins vegar æði misjafnar, eins og kemur fram í bók Braga, hann hefur séð ástæðu til að gera æði margar athugasemdir við skýringar stórmeistaranna. Það er vel, margir þeirra sem skrifa í In- formator virðast býsna kærulausir, eða þá að þeir reyna viljandi að villa um fyrir væntanlegum and- stæðingum. Allar skákir mótsins eru með athugasemdum og hefur í bókina verið lagt ótrúlega mikið starf, miðað við að aðeins er rúm- lega hálft ár frá því að því lauk. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt til sjá hvar Bragi hefur leitað fyrirmyndar við samningu bókarinnar, en það er í eina fræg- ustu skákbók allra tíma um áskor- endamótið í Zurich 1953, eftir David Bronstein. Skákprent gaf hana út í tveimur bindum á árun- um 1985 og 1986 í þýðingu Braga. Reyndar held ég að ég hafi býsna gott ráð til þeirra sem vilja auka styrkleika sinn í skák og skilning án þess að þurfa að pæla í gegn um misjafnlega skemmti- legar kennslubækur. Þeir ættu fyrst að fara yfir allar skákir í bók Bronsteins og síðan yfir,heims- bikarmót Stöðvar tvö. Verkið ætti að taka svo sem einn vetur, ef við- komandi situr við svo sem klukku- stund á degi hvérjum. Höfundur gefur bókina út sjálf- ur með styrk frá Reykjavíkuyborg og Einari J. Skúlasyni hf., sem voru aðalstyrktaraðilar mótsins sjálfs. Auk þeirra styrkir Greiðslu- miðlun hf. - VISA ísland, útgáf- una. Verð bókarinnar er kr. 3.500,00 í bókaverzlunum, sem virðist sanngjarnt verð fyrir veg- lega bók. Frágangur bókarinnar, sem er óinnbundin, er ágætur. Hún er 461 blaðsíða að lengd og prýdd íjölda mynda. Yfirburðasignr í áskorendaflokki Guðmundur Gíslason, rúmlega tvítugur ísfirðingur, sigraði með miklum yfirburðum í keppninni í áskorendaflokki á Skákþingi ís- lands, sem fram fór á Akureyri. Þrátt fyrir að aðeins væru tefldar níu umferðir náði Guðmundur að vera tveimur vinningum yfir næstu menn. Þessi glæsilegi sigur gefur honum rétt til þátttöku í landsliðs- keppninni í haust og verður fróð- legt að fylgjast með honum þar. Guðmundur hefur um árabil verið einna fremstur af þeim skákmönn- um okkar, sem búa utan Stór- Reykjavíkursvæðisins, en honum hafa ekki gefist mörg tækifæri til að auka styrkleika sinn. Úrslit urðu þessi: 1. Guðmundur Gíslason 8 v. af 9 mögulegum. 2-3. Ólafur Kristjánsson og Rúnar Sigurpálsspn _6 v. 4-5. Arni Á. Árnason og Kári Elís- son 54 6-9. Magnús Teitsson, Páll Leó Jónsson, Sigurður Daníelsson Þór Valtýsson 5 v. 10-13. Arnar Þorsteinsson, Bogi Pálsson, Siguijón Sigurbjörnsson og Þorvaldur Logason 4?2 v. í einvtó um hitt landsliðssætið sigraði Olafur Kristjánsson með tveimur og hálfum vinningi gegn hálfum. Skákin sem hér fer á eftir var tefld í síðustu umferð keppninnar í áskorendaflokki. Þór Valtýsson, Norðurlandsmeistari, þurfti nauð- synlega á sigri að halda til að eiga möguleika á landsliðssæti. Hann teflir byijun skákarinnar samt ró- lega eins og venjulega og Guð- mundur nær frumkvæðinu. Hann leggur síðan töluvert á stöðuna, en þó aldrei of mikið, og vinnur verðskuldaðan sigur. Guðmundur telur þetta beztu skák sína á mót- inu. Hvítt: Þór Valtýsson Svart: Guðmundur Gíslason Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - Rffi 2. Rf3 - g6 3. Bf4 - Bg7 4. c3 - b6 5. e3 - Bb7 6. Bc4 - 0-0 7.0-0 - d5 8. Be2 Með fjórða, sjötta og áttunda leik sínum hefur hvítur afsalað sér öllum kröfum til frumkvæðisins eða stöðuyfirburða. Hann hefur þvert á móti veifað rauðri dulu framan í svart og vonast eftir að Guðmundur sprengi sig með sókn. 8. Bd3 var auðvitað betri leikur. 8. - Rbd7 9. h3 - c5 10. Rbd2 - Re4 11. a4 - a6 12. Dc2 - Hc8 13. Bd3 - Rxd2 14. Dxd2 - flj 15. De2 - e5 Svartur teflir upp á yfirburði í rými og frumkvæðið, sem honum tekst að halda til loka skákarinnar. 16. dxe5 — c4 17. Bc2 — fxe5 18. Bg5 - De8 19. Rd2 - Rc5 20. e4 - Re6 21. h4 - d4! Svartur verður að fórna peði til að viðhalda sterkri stöðu sinni á miðborðinu 22. Rxc4 - Dc6 23. Bb3 - Kh8 24. f3 — Rc5 25. Ba2 Nú vinn- ur svartur peðið til baka með hag- stæðari stöðu, en 25. Bc2? gekk ekki vegna 25. - d3! 25. — dxc3 26. bxc3 — Rxa4 27. Dc2 - b5 28. Bb3 - Rxc3 29. Dxc3 — bxc4 30. Ba4 — Dc5+ 31. Be3 - De7 Nú er svartur orðinn peði yfir, en vinningurinn er þó injög tor- sóttur, því hvíta staðan er traust og þijú peð svarts eru stök. 32. Habl - Bc6 33. Bg5 - Df7 34. Bxc6 - Hxc6 35. Hfdl - h6 36. Be3 - Dc7 37. Hd5 - Hd8 38. Hbdl - Hxd5 39. Hxd5? Hér hefði hvítur átt að leika 39. exd5 og frípeðið hefði tryggt hon- um töluverð gagnfæri. 39. - Kh7 40. Bf2 - Db7 41. Bg3 - Db3! 42. Dcl - c3 43. Bxe'5 - Db2 44. Df4 - Db7 45. h5 — c2 46. hxg6+ — Hxg6 47. Bxg7 - Dbl 48. Kh2 - cl=D og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.