Morgunblaðið - 26.07.1989, Page 7

Morgunblaðið - 26.07.1989, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 7 Reykjavíkurmaraþon ’89: Búist er við rúmlega 1500 þátttakendum HIÐ ARLEGA Reykjavíkurmaraþon verður hlaupið þann 20. ágúst næstkomandi, og er þetta í sjötta sinn sem hlaupið er haldið. Búist er við mikilli þátttöku í ár, en í fyrra tóku um 1200 hlauparar á öllum aldri þátt í hlaupi á þeim þremur vegalengdum sem boðið er upp á. Skráning er hafin fyrir nokkru, og nú þegar hafa um 40 útlendingar tilkynnt komu sína til að hlaupa maraþonið sjálft, og 83 erlendir hlaup- arar ætla enn sem komið er að þreyta sig við aðrar vegalengdir. Maraþonið nú verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, hlaupnar verða þijár vegalengdir, 7 kílómetra skemmtiskokk, 21 kílómetra hálf- maraþon og svo maraþonið sjálft, sem er 42,195 kílómetrar að lengd. Eftir því sem Ágúst Þorsteinsson, sem hefur umsjón með undirbúningi hlaupsins segir, er búist við að um 1500 manns hlaupi á vegalengdunum þrem, þar af um 150 útlendingar, en skráningu þeirra lýkur þann 1. ágúst. Vemdari hlaupsins verður Davíð Oddson borgarstjóri. í ár verða gefn- ir nýir verðiaunapeningar til viður- kenningar fyrir þátttöku, auk þess sem bryddað verður upp á ýmsum nýjungum tengdum hlaupinu. Þrír boðsgestir hafa þegar þegið boð um þátttöku. Þar eru á ferðinni enski hlauparinn Robin Nash, sem á bestan Lóðadeila í Skorradal; Dag’sbrún dæmt í vil DÓMUR hefúr verið kveðinn upp hjá sýslumanni Mýra- og Borgar- Ijarðarsýslu í deilumáli Dags- brúnar og hreppsnefiidar Skorra- dalshrepps um kaup Dagsbrúnar á sumarbústaðalóð í hreppnum. Málsaðilar voru einnig erfingjar Hauks Thors, sem seldu Dagsbrún lóðina. I dómnum segir að sýkna beri Dagsbrún og landeigendur af kröfum hreppsneftidar. Forsaga málsins er sú að í fyrra fésti Dagsbrún kaup á lóð undir sum- arbústað í Skorradal. Seljendur lóð- arinnar voru erfingjar Hauks Thors. Hreppsnefndin stefndi báðum aðilum þar sem hún taldi að henni hefði ekki gefist kostur á að nýta for- kaupsrétt sinn að lóðinni. Við málflutning í málinu héldu Dagsbrún og landeigendur því fram að samkvæmt jarðarlögum hefði liðið sá frestur sem hreppsnefnd er gefinn til að taka afstöðu til forkaupsréttar án þess að nefndin hefði gert slíkt. Á þau rök var fallist af dómara. I dómsorði er hreppsnefndinni gert skylt að greiða gagnaðilum 350.000 krónur hvorum í málskostnað. Húnavatnssýslur: 60-70 teknir fyrir of hrað- an akstur LÖGREGLAN á Blönduósi tók 60-70 ökumenn fyrir of hraðan akstur um síðustu helgi. Þrátt fyrir mikla umferð var um- ferðin óhappalaus og þakkar Jón Isberg sýslumaður það eftirliti lögreglunnar og góð- um vegum. Nú er sá hluti hringvegarins sem liggur um Húnavatnssýslur að mestu komin með bundið slit- lag. Slitlagið nær frá Brú í Hrútafirði að Húnaveri. Bólstað- arhlíðarbrekkan er eftir og kafli við hana en síðan er komið bund- ið slitlag á töluverðan hluta Vatnsskarðsins. Jón sagði að ekið væri nokkuð greitt á þess- um góðu vegum en lögreglan reyndi að halda hraðanum niðri. tíma 2 klukkustundir, 15 mínútur og 12 sekúndur, Skotinn Terry Mitc- hell sem á bestan tíma 2:19,24 og hollenska hlaupadrottningin Wilma Rusman, sem hefur hlaupið maraþon á 2:35,28. Skráning í hlaupið fer fram hjá Ferðaskrifstofunni Urval. Morgunblaðið/Júlíus Snjósleðar á auðri braut Óvenjuleg sjón mætti þeim sem áttu leið að Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni á laugardag. Þar þeyttust snjósleðar eftir brautinni, við hlið sérútbúinna kvartmílubifreiða. Snjósleða- kapparnir tóku skíðin undan sleðunum og settu lítil dekk í staðinn. Ekki var um formlega keppni að ræða á laugardag, en líklegt er að slíkri keppni verði komið á innan skamms. Snjósleðarnir stóðu sig vel í spymunni og sá þeirra, sem fljótastur var, fór brautina á 12,81 sekúndu. Einn sleða- mannanna lenti í óhappi og kastaðist af sleðanum, sem valt út í hraun. Maðurinn slasaðist þó ekki mikið. ■ ■ sem m\\\ AUSTURSTRÆTI 22, SÍMI 22925

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.