Morgunblaðið - 26.07.1989, Page 18

Morgunblaðið - 26.07.1989, Page 18
18 MÓRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 Skógareldar í Manitóba-fylki: 18.000 manns hafa flúið heimili sín Eldarnir ógna ekki Islendingabyggðum „ELDARNIR eru á stóru svæði norður af Winnipeg-vatni Qarri íslend- ingabyggðum í fylkinu," sagði blaðamaður við Winnipeg Free Press, stærsta blað Manitóba-fylkis í Kanada, er Morgunblaðið spurði hann í gær hvort skógareldar þar um slóðir ógnuðu íslendingabyggðum. SKógareldarnir, sem blossuðu upp í síðustu viku, eru hinir mestu sem sögur fara af í Kanada. „Um 18 þúsund manns hafa orð- ið að flýja heimili sín vegna eldanna og hafa þeir verið fluttir á brott, Ungveijaland: Rússnesku- nám gert að refsingu Búdapest. Reuter. DUGLEGUM nemendum i ungverskum skólum er leyft að læra ensku en þeim slak- ari er gert að læra rússn- esku, að sögn dagblaðsins Magyar Nemzet. Ungverskir nemendur verða að læra a.m.k. eitt erlent tungumál í fimm ár. Blaðið segir að lögð séu próf fyrir nemenduma í nokkmm skólum í Búdapest og víðar; hæsta mögulega einkunn sé fimm. „Þeir sem ná fjómm eða fimm í einkunn fá að læra ensku en þeir sem fá aðeins tvo eða þijá em dæmdir til að læra rússnesku í fimm ár.“ Embættismaður í ráðuneyti menningarmála tjáði frétta- manni Reuters að vegna skorts á enskukennumm yrðu sumir nemendur að sætta sig við læra rússnesku sem opinberlega var gerð að valgrein á þessu ári. flestir til Winnipeg. Menn, sem beij- ast við eldana, hafa ekkert fengið við ráðið og vindar um helgina hleyptu miklum krafti í þá,“ sagði blaðamaður Winnipeg Free Press. Samkvæmt fréttum Reuters- fréttastofunnar geisa skógareldarn- ir á 800 þúsund hektara skóglendi í norðurhéruðum Manitóba en þar er að finna afskekktar námaborgir og indíánabyggðir. Tilraunir til að hefta útbreiðslu þeirra hafa lítinn sem engan árangur borið. Reynt hefur verið að úða vatni úr flugvél- um en þykkur reykjarmökkur hefur byrgt þeim sýn. Vonast var til að skúraleiðingar sem vart varð í gær myndu hjálpa til við að hefta eld- ana. Eldamir hafa einnig breiðst til Saskatchewan-fylkis og Ontaríó. Höfðu 900 manns flúið heimili sín vegna eldanna í fyrrgreinda fylkinu í gær og 500 í Ontaríó. Reuter Skálað fyrir nýjum forseta íkóki Frakkinn Claude Autant-Lara, aldursforseti á þingi Evrópubandalagsins, (t.h.) óskar Spánveijanum Enrique Baron til hamingju með kjör hans sem forseta þingsins. Baron er 45 ára sósialisti og fyrsti Spánveijinn sem kjörinn er forseti EB-þingsins. Autant-Lara er Iiðsmaður Þjóðernisfylkingar franska öfgamannsins Jean-Marie Le Pen. Kom það í hans hlut sem aldursforseta að stýra fyrsta fundi nýkjörins þings og forsetakjöri. Flestir þingmanna gengu af fundi undir setningarræðu hans. Að kjöri loknu fógnuðu stuðningsmenn Barons með því að skála í kóka kóla, og sögðu þann vökva vera sameiningardrykk and-fasista. Autant-Lara, 87 ára kvikmyndagerðarmaður, hafði skorað á evrópska æsku í ræðu sinni að hundsa kóka kóla en svala fremur þorsta sínum með góðu hvítvíni. Ágreiningur innan Fatah-hreyfíngar Palestínumanna: Hart lagt að Arafat að fallast á aukið ofbeldi Túnisborg'. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sem undirbýr nú mikilvægan fund F atah-hreyflngarinnar í næstu viku, á í erfiðleikum með að halda aftur af félögum í hreyf- ingunni sem vilja að barist verði af meiri hörku gegn Israelum á Skæruliðar í Angóla skutu niður flugvél með 42 mönnum Lissabon. Reuter. 42 fórust er angólskir skæruliðar skutu niður farþegaflugvél í austur- hluta Angóla á sunnudag. Portúgalska fréttastofan Lusa hafði eftir heimildarmönnum innan angólska sljórnarhersins að árásin stofhaði friðarsamningi Angólastjórnar og UNITA-hreyfingarinnar í hættu. Angólska fréttastofan Angop til á sínu valdi. Sprenging hefði greindi frá því að flugvélin, sem 0rðið í vélinni er flugmennirnir var af gerðinni Antonov-26, hefði hefðu reynt að nauðlenda henni. orðið fyrir flugskeyti á svæði, sem Tveir farþegar og fjórir flugliðar UNITA-skæruliðar hafa að hluta komust lífs af. Angólskir heimildarmenn sögðu fréttastofunni Lusa að árásin stofn- aði friðarsamningnum, sem An- gólastjórn og UNITA-skæruliðar undirrituðu í Zaíre 22. júní, í hættu. Réttlætanlegt væri fyrir Angóla- stjórn að binda enda á viðræðumar við UNITA um framkvæmd samn- ingsins, sem nú fara fram í Zaíre. hernumdu svæðunum, að sögn ráðgjafa Arafats og embættis- manna PLO. Heimildarmennirnir segjast bú- ast við miklum átökum þegar hundruð fulltrúa Fatah-hreyfingar- innar koma saman í næstu viku, annaðhvort í Túnisborg eða Algeirs- borg, á fyrsta þingi hreyfingarinnar frá árinu 1980. „Forystan er enn sterk og byggir stefnu sína á sterk- um rökum en samt sem áður mun hún mæta mikilli andstöðu," sagði Salah Khalaf, fulltrúi Arafats í Fatah. Khalaf sagði að þeir sem gagnrýndu stefnu Arafats héldu því fram að PLO hefði ekkert orðið ágengt í friðarumleitunum sínum frá því í nóvember í fyrra. Þeir vildu að PLO tæki harðari afstöðu tii ísraelsríkis og hæfi á ný hernaðar- aðgerðir gegn ísraelum utan her- numdu svæðanna. Bassam Abu Sharif, stjórnmála- ráðgjafi Arafats, sagði á sunnudag að leiðtogi PLO ætti í miklum erfið- leikum með að halda aftur af rót- tækum félögum í Fatah, sem vildu að tilraunum ísraela til að bijóta uppreisn Palestínumanna á her- numdu svæðunum á bak aftur yrði svarað með auknu ofbeldi. „Fulltrú- ar hafa komið til hans frá her- numdu svæðunum og sagt við hann: „Hafðu ekki áhyggjur af peningum eða matvælum, sendu okkur aðeins byssur,“ sagði Sharif. Hann spáði því að draga myndi úr áhrifum PLO og að uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum færi úr bönd- unum næðist ekkj árangur í friðar- umleitunum PLO á næstunni. Uppstokkunin í stjórn breska íhaldsflokksins: Thatcher reynir að rétta flokk sinn við eftir erfiðleikatímabil Lundúnum. Reuter. UPPSTOKKUNINNI í ríkisstjóm Margaretar Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, á mánudag er ætlað að breyta ímynd breska íhalds- flokksins og rétta hann við eftir ósigur í kosningum til þings Evrópu- bandalagsins og erfitt tímabil í eftiahagsmálum. Eru þetta mestu breytingar sem gerðar hafa verið á breskri ríkisstjórn í hartnær 30 ár. Félagar í íhaldsflokknum sögðu að þessi mikla uppstokkun á stjórn- inni hefði komið sér mjög á óvart, en þeir kváðust þó sannfærðir um að hún styrkti stöðu flokksins eftir mesta erfiðleikatímabil stjómar- innar frá því hún komst ti! valda fyrir tíu árum. Ágreiningur varð- andi Evrópubandalagið, vaxandi verðbólga, vaxtahækkanir, vinnu- deilur og óvinsælar breytingar á heilbrigðiskerfinu - allt þetta stuðlaði að minnkandi fylgi flokks- ins í skoðanakönnunum og ósigri hans í kosningum til þings Evrópu- bandalagsins í síðasta mánuði. Þetta var fyrsti kosningaósigur flokksins frá því Thatcher varð leið- togi hans árið 1975. Næstu þing- kosningar verða ekki síðar en árið 1992. Mikla athygli vakti að Kenneth Baker, áður menntamálaráðherra, var valinn í áhrifamikla stöðu flokksformanns. Baker er þekktur á meðal Breta og sagður koma vel fyrir í sjónvarpi. John Mayor, áður aðstoðarfjár- málaráðherra, varð fyrir valinu í embætti utanríkisráðherra, sem er eitt af þremur valdamestu ráð- herraembættunum, og kom Thatcher bæði honum og forvera hans, sir Geoffrey Howe, mjög á óvart með þeirri ákvörðun. Major er talinn mjög fær stjórnmálamað- ur en hann hefur þó ekki veríð mikið í sviðsljósinu í breskum stjórnmálum. Þykir upphefð Majors benda til þess að Thatcher vilji að hann verði arftaki sinn. Majorsagði er hann tók við embættinu að hann myndi leggja mesta áherslu á Evr- ópu og samskipti austurs og vest- urs. Hann hefur enga reynslu af utanríkismálum og því er óvíst hvort hann muni framfylgja stefnu Thatcher betur en Howe varðandi málefni Evrópubandalagsins, en hún er til að mynda andvíg fullri aðild Breta að Evrópska myntkerf- John Major inu. Stjórnmálaskýrendur sögðu að uppstokkunin endurspeglaði þá skoðun Thatcher að stefna hennar væri rétt en stjórninni hefði hins vegar ekki tekist að framfylgja henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.