Morgunblaðið - 02.08.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
15
fellssýslu
Höfn.
BREYTINGAR á prestastétt í
Austur-Skaftafellssýslu verða
innan skamms. Prófasturinn á
Kálfafellsstað, séra Fjalar Sig-
urjónsson, lætur af störfum
1. október nk. og séra Baldur
Kristjánsson á Höfn hefur
fengið ársleyfi frá störfum.
Verður því prestlaust í sýsl-
unni einhvern tíma.
Séra fjalar lætur af störfum
sökum aldurs en hann hefur
þj'óðnað söfnuðunum í 26 ár.
Nýbúið er að auglýsa Kálfafells-
prestakall laust til umsóknar.
Séra Baldur heldur til fram-
haldsnáms við Harvard Divinity
School í Cambridge við Boston
í Bandaríkjunum þann 1. sept-
ember. Ekki er ljóst hver muni
annast Bjarnanesprestakall í
fjarveru hans.
. - JGG
Krakkar! Ánetjist ekki
Stóra stjórnkerfinu
eftir EyjólfKonráð
Jónsson
Ameríkumaðurinn Robert F.
Ringer skrifaði fyrir rúmum áratug
bók sem hann nefndi „Endurreisn
ameríska draumsins". Þar talar
hann m.a. um þau vonbrigði sem
frjálst fólk fyllist þegar það gerir
sér ljóst að Stóra stjórnkerfið er til
að vera og vaxa. Þá sé um tvennt
að gera, örvilnast eða ánetjast því.
Hið síðara vilji menn gjarnan því
að notalegt og áhyggjulítið líf sé þó •
í öllu falli betra en vonleysi eða
langvinnur hugsjónadauði. Menn
halli sér þessvegna að þeirri
lífsskoðun sem rík var þegar bókin
var rituð en ennþá öflugri nú og
hana kallar hann „to-hell-with-
itism“ eða til-helvítis-með-þaðism-
inn. Gegn þessum isma verða sjálf-
stæðismenn að hamla þótt við sigr-
um hann kannski aldrei. Oft var
þörf en nú er nauðsyn.
Allt of margir aðhyllast vítis-
kenninguna og raða sér á jötu Stóra
stjórnkerfisins. En gífurlega er það
ánægjulegt þegar a.m.k. einn opin-
ber stuðningsmaður verstu ríkis-
stjórnar sem við höfum mátt þola,
Guðmundur G. Þórarinsson, rís upp
og segir hingað og ekki lengra.
Raunar leyfi ég mér að lesa ýmis
ummæli hans svo að hann kreíjist
þess að skattþján og ofstjórn
minnki, hann sé í hjarta sínu sjálf-
stæðismaður í vitlausum flokki.
ísland er besta land heims og
það er ekki lengur „á mörkum hins
byggilega heims“. Hér þróast þrátt
fyrir allt listir og hvers kyns atorka
og afrek. En mesta „afrekið“ er það
að koma á kreppu, atvinnuleysi og
fjárhagslegu hruni ijölskyldna og
fyrirtækja á mestu gósentímum í
sögu þjóðarinnar. Auðvitað vill
Stóra stjórnkerfið þetta ekki, en það
gerir það í eigin þágu — að það
heldur — þótt það vilji það ekki.
„Þeir skammt’ okkur frelsi og
skammt’ okkur brauð“, og mottóið
er „Vér skipuleggjum" o.s.frv.
Skattheimtubrjálæðið af brýn-
ustu nauðsynjum er afsprengi
stjórnspeki tvíburasystranna Of-
stjórnar og Óstjórnar en þær bera
blessaðan rikissjóðinn sífellt fyrir
bijósti. Svo springur blaðran. Hing-
að kemur erlendur hagspekingur,
frægur held ég, og segir okkur það
sem allir máttu vita að ijárlagagerð
okkar i áratugi sé della, allar aðrar
fijálsar þjóðir íjármagni hluta ríkis-
framkvæmda með lánsfé frá borg-
urunum í stað þess að svipta þá
eignarráðum að fjármunum með
skattlagningu. Þjóðin sé auðvitað
hvorki ríkari né fátækari fyrir það
Prestslaust
í A-Skafta-
eitt að lána ríkissjóði fé og eiga
kröfur á hendur honum, kröfur á
hendur sjálfri sér. Og hann ráðlegg-
ur okkur að veija innlendu lánsfé
til nytsamlegra og arðvænlegra
ríkisframkvæmda. Ur því að útlend-
ingur segir þetta hlýtur það að vera
rétt!
Unga fólkið sem ég veit að er
að langstærstum hluta sjálfstæðis-
fólk, þótt það sé ekki allt sjálfstæð-
isflokksmenn, verður nú að skera
upp herör gegn Stóra stjómkerfis-
bákninu og ofsköttuninni.
Ríkisstjórnin er liðið lík þótt hún
fremji hveija kviðristuna af annarri
— og við sjálfstæðismenn verðum
að taka sjálfa okkur í hnakka-
drambið.
Höíundur er einn af
alþingismönnum Sjálistæðisilokks
fyrir Reykjavíkurkjördæmi.
Bomamte
J J J Jj J S ir J
„Hingað kemur erlend-
ur hagspekingnr, fræg-
ur held ég, og segir
okkur það sem allir
máttu vita að fjárlaga-
gerð okkar í áratugi sé
della, allar aðrar ftjáls-
ar þjóðir íjármagni
hluta ríkisframkvæmda
með lánsfé frá borgur-
unum í stað þess að
svipta þá eignarráðum
að fjármunum með
skattlagningu“.
Kópavogur / Mosfellsbær Hafnarfjörður / Garðabær Keflavík / Suðurnes Akureyrí Austfirðir
Seltjarnarnes Björn Árnason, Einar Traustason, Magnús Gíslason, Malland hf.
Steypuþrykk sf. múrarameistari múrarameistari múrarameistari Borgarland 14
Guðmundur Björnsson Hjallabraut 19 Hafnargötu 48 Lerkilundi 28 765 Djúpivogur
Smiöjuvegi 11e Sími 91-53468 Sími 92-13708 Sími 96-21726 Sími 97-88821
Sími 91-641740 Vinnusími 92-12500 985-28931
Bomanite er tákn nútíma hellulagnar. í stað venjulegra hellna er notuð jámbent steinsteypa sem mótuð er á hverjum
stað fyrir sig í það mynstur sem óskað er. Bomanite fæst I ótal litum og margs konar grófjeika og mynstrum.
Það er þægilegt og hagkvæmt að leggja bæði i halla og á jafnsléttu, að niðurföllum, veggjum og öðrum mishæðum.
Á stígum, stéttum, bílastæðum, heimkeyrslum, sólstofum og gróðurhúsum - alls staðar sómir Bomanite sér
jafn vel; áferðarfallegt og níðsterkt.
TPr»1 i
Á ÍSLANDI
Smiðjuvegi 11e • sími 91-641740
fyrir stíginn, gólfið og stéttina
Eyjólfiir Konráð Jónsson