Morgunblaðið - 02.08.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.08.1989, Qupperneq 20
20 MÁLAÐU BETUR MEÐ BRYNJU Terpentínuþynnt akrýlmálning á múrhúö og steinveggi BRYNJA er terpentínu- þynnanleg akrýlmálning. BRYNJA er opin og hleyp- ir því raka út í gegn um sig. BRYNJA vætir vel hrjúft yfirborð og hefur því góða viðloðun við múr og steypu. BRYNJA hefur mjög gott vatnsþol og frá- bært veðurþol. BRYNJA upplitast ekki né gulnar. BRYNJA fæst f 4 Itr.og 20 Itr.umbúðum. -SHpptéiagíð- ■»Málningarverkamiðja Dugguvogi 4 Sovétríkin: Innfliitningsbanni á ritverkum aflétt Moskvu. Reuter. SOVÉSK tollayfirvöld tilkynntu á mánudag að aflétt hefði verið hömlum á innflutningi ritaðs máls. „Eina undartekningin er klám- kennt efni og rit þar sem hvatt er til ofbeldisfullrar stjórnarbylting- ar,“ sagði Vítalíj Bojarov tollstjóri á fréttamannafundi og bætti því við að ekki væru neinir höfundar lengur í banni. Bojarov sagði einnig að breyttar Sovéskir ríkisborgarar þurfa að tollareglur fælu í sér að ferðamönn- um yrði auðveldað að fara inn í landið og úr því. Um miðjan mánuð- inn yrðu sett upp „græn hlið“ á flugvöllum að vestrænum sið fyrir þá sem ekki hafa neinn tollskyldan varning meðferðis. Bojarov vék sérstaklega að regl- um um innflutning á tölvum. greiða sem svarar u.þ.b. 450.000 krónum í toll fyrir tölvur til þess að hindra svartamarkaðsbrask með þær. Útlendingar sem koma til landsins þurfa að greiða sem svarar 16.000 krónum í tryggingu þegar þeir koma með einkatölvur með- ferðis en féð fá þeir endurgreitt við brottför úr landinu., þ.e.a.s. ef töl- van er enn í þeirra eigu. Bandaríkin: Alþjóðleg frímerkja- sýning í Washington Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgiinblaðsiiis í Washington. PÓSTSTJÓRN Bandaríkjanna gengst fyrir stórfelldri frímerkjasýn- ingu, sem haldin verður í Washington í haust samtímis ráðstefnu Al- þjóða Póstmálasambandsins, sem er elsta sérstofiiun Sameinuðu þjóð- anna. Það verður í fyrsta skifti í 214 ára sögu Pósstjórnar Banda- ríkjanna, að hún gengst fyrir alþjóða frímerkjasýningu. Forystumenn póstmálastjórnar- Sameinuðu þjóðanna, mun gefa út innar segja, að ekkert verði til spar- frímerki til heiðurs Mannréttinda- að til að gera sýninguna, sem eftir- minnanlegasta. Sýningin hefst 17. nóvember og verður opin til hins 20, en verður opin á ný frá hinum 24. til 3. desember. Verðlaun verða veitt fyrir sérstak- ar frímerkjaútgáfur í tilefni sýning- arinnar. Fágæt og dýr frímerki verða boðin upp á sýningunni og er fyrir- fram vitað, að míljónir dollara munu verða boðnir í sjaldgæfustu frímerki veraldarinnar, fræg og eftirsótt frímerkjasöfn og fyrsta dags frímerki. Frímerki og bréfsefiii írá 100 þjóðum. Forystumenn sýningarinnar lofa, að fyrir sýningargestum verði upp- lýsingar um póstmál raunverulega á „ fingrum þeirra" og vísa þá til þess, að á sýningunni verða tölvur fyrir hendi, sem segja til á augabragði hvar leita skal, að öllu, sem hver og einn leitar að og talið er skoðunar vert Jafnvel hreinustu áhugamenn um frímerkjasöfnun munu hafa gaman af að skoða “krúnudjásn" kunnustu frímerkjasafnara heims einsog t.d. Rainers Monaco-fursta, eða söfn furstans af Thum og Taxis, sem hefur lofað að lána úr safni sínu til sýningarinnar. A sýningunni verða 200 sýningar- básar kunnra frímerkjasafnara víða að úr heiminum. Sovétríkin og Svíþjóð, ásamt Öðrum ríkjum, munu gefa út „fyrsta dags“ frímerkjaútg- áfur á sýningunni. Frímerkjaútgáfa yfirlýsingu Frönsku byltingarinnar, sem á 200 ára afmæli á þessu ári. Sérstök deild verður á sýningunni fyrir „frímerkjasafnara framtíðar- innar", þ.e. 16 ára og yngri sýningar- gesti. Aflótta Reuter Ung sómölsk stúlka tínir lýs úr hári litlu systur sinnar á meðan þær bíða þess að móðir þeirra snúi aftur til Hartishek-flóttamannabúð- anna við landamæri Eþíópíu og Sómalíu. Fjöldi flóttamanna hefur leitað þangað frá landamærunum, en þar á marxistastjórnin í Eþíópíu í höggi við uppreisnarmenn. Bandaríkin: Vaxandi loftmengunar gætir í mörgum borgum St. Cloud í Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morg^mblaðsins. VAXANDI loftmengunar gætir á ýmsum þéttbýlustu svæðum Banda- ríkjanna, segir í nýrri skýrslu Umhverfisverndarráðs Bandaríkjanna. Mengunin fór í fyrra yflr hættumörk á svæðum þar sem 110 milljónir manna búa, en slík eiturmengun mældist í mjög mismunandi marga daga ársins á hinum ýmsu stöðum. Mengunin er tvenns konar; annars áður. A þessum svæðum búa um 30 1988 og kolsýringseitrun yfir mörk- um í 51 dag, segir í skýrslunni. Önn- ur menguðustu borgarsvæðin eru þessi: vegar ózoneitrun, sem er lyktarsterkt afbrigði af súrefni og myndast í and- rúmslofti við mikla geislun sólar, og hins vegar kolsýringur, lyktarlaus lofttegund sem myndast þegar kol- efnj brennur í ónógu súrefni. Á síðastliðnum þremur árum, 1986-88, hefur ózoneitrun yfir hættumörkum mælst á 101 borgar- svæði, en kolsýringseitrun yfir hættumörkum á 44 borgarsvæðum. Ozoneitrun yfir hættumörkum mældist í fyrra á 37 borgarsvæðum, sem ekki hafa komist á hættulistann milljónir manna. Þurrkarnir miklu í fyrra eru taldir hafa haft mikil áhrif í þessum efnum. Ozoneitrunin hefur færst mjög í aukana, en borgarsvæðum, þar sem kolsýringseitrunar yfir hættumörk- um gætti, fækkaði um átta í fyrra frá árinu áður. Loftmengaðasta borg Banda- ríkjanna í fyrra var Los Angeles, og raunar er mengunin verst á þétt- býlissvæðum í Kaliforníu. í Los Angeles mældist ózoneitrun yfir hættumörkum 148 daga á árinu Ózoneitr. Kols.eitr. yfir mörk. yfir mörk. (dagafj. (dagafj. ’88) ’88) Bakersfield; Kalifomíu. 54,0 — Fresiio, Kalifomíu 30,3 3 Steubenville, Ohio 24,0 31 Baltimore 19,3 2 Philadelphia 18,2 — New York 18,0 26 Worch., Massach. 17,1 — Chicago 16.2 — Spokane. Washington — 37 Winnebago, Wisconsin — 32 Las Veeas — 26 Frábær Candy uppþvottavél á ótrúlega góðu verði • Falleg hönnun • Ein sú hljóðlátasta á markapinum • Tveir kraftmiklir þvottaspaðar • Sérstök úðun yfir efri grind* Sjálfhreinsandi sigti • Hæð 85 sm, breidd 60 sm, dýpt 60 sm. AFMÆLISTILBOÐ: Áður kr. 47.500, nú kr. 42.750. Staðgreidd kr. 40.610 — spamaður 6.890! M ,1 JJ A Borgartúni 20, sími 26788 Kringlunni, sími 689150 Sömu kjör hjá umboösmönnum okkar um land allt Denver, sem lengi var efst á hættulistanum, hefur tekist að bægja hættunni frá. Þar gætti aidrei ózo- neitrunar í fyrra en kolsýringseitrun- ar í 10 daga. ------» » ♦----- Japan: Hashimoto hafii- að sem arftaka Tókíó. Reuter. LEIÐTOGAR stríðandi fylkinga í stjórnarflokknum í Japan, Frjáls- lynda lýðræðisflokknum, hafa ákveðið að leita að nýju formanns- eftii þar sem þeir gátu ekki sæst á Ryutaro Hashimoto, fram- kvæmdastjóra flokksins, sem arf- taka Sosuke Unos flokksformanns. Stjórnmálaskýrendur sögðu að Hashimoto hefði verið hafnað þar sem öldungunum í flokknum, sem vilja kappkosta að halda áhrifum sínum, hefði þótt hann búa yfir of miklum persónuleika og verið of sjálfstæður í skoðunum. Uno tiikynnti í síðustu viku að hann ætlaði að axla ábyrgð á af- hroði flokksins í kosningum 23. júlí sl. og segja af sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.