Morgunblaðið - 02.08.1989, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MtÐVIKUDAGUK 2. AGÚST 1989
25
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hin nýja flugstöð á Blönduóssflugvelli. Framan við flugstöðina stend-
ur Twin Otter-flugvél Arnarflugs sem þjónað hefiir innanlandsflug-
inu til fjölda ára áfallalaust.
Blönduós:
Ný flugstöð opnuð
Blönduósi.
NÝ flugstöð á Blönduóssfluvelli
var formlega tekin í notkun sl.
laugardag. Við opnunina voru
viðstaddir allir helstu menn
flugmála á íslandi ásamt þing-
mönnum, fulltrúum bæjaryfir-
valda á Blönduósi svo og bygg-
ingaraðilar flugstöðvarinnar.
Trésmiðjan Stígandi á Blöndu-
ósi annaðist allar byggingarfram-
kvæmdir á flugstöðinni og var
hafist handa við verkið sl. haust.
Hin nýja flugstöð er um 90 fer-
metrar að flatarmáli og er það
um þreföldun á fyrri aðstöðu. Hin
nýja bygging bætir til mikilla
muna alla aðstöðu fyrir farþega
og starfsfólk á flugvellinum. Það
er Arnarflug hf. sem sér um áætl-
unarflug til Blönduóss og með til-
komu hinnar nýju Dornier-flug-
vélar félagsins hefur flugtíminn
til Reykjavíkur styst mikið. Hin
nýja flugvél Arnarflugs kom í sína
fyrstu áætlunarferð til Blönduóss
4. júlí á eins árs afmæli bæjarrétt-
inda á Blönduósi. Jón Sig.
Kjarvalsstaðir:
SýningKarsh
framlengd
Ljósmyndasýningu Yosuf Karsh
sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum
hefúr verið framlengt til 10. sept-
ember, vegna mikillar aðsóknar.
í frétt frá Kjarvalsstöðum kemur
fram að mikil aðsókn hefur verið að
sýningu á nútímalist í vestursal
Kjarvalsstaða en í austursal stendur
yfir hin árlega sumarsýning á vekum
Kjarvals.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega
frá kl. 11 til 18 og er Veitingabúðin
opin á sama tíma.
(Úr fréttatilkynningu)
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 1. ágúst
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 73,00 30,00 48,15 28,681 1.381.090
Þorskur(smár) 25,00 25,00 25,00 0,205 5.138
Ýsa 106,00 80,00 91,60 1,411 129.296
Karfi 31,00 15,00 28,86 1,942 56.066
Ufsi 16,00 12,00 14,01 0,326 4.568
Ufsi(smár) 12,00 12,00 12,00 1,230 14.766
Steinbítur 49,00 31,00 42,89 2,479 106.333
Langa '29,00 20,00 22,23 0,277 6,157
Lúða 380,00 110,00 195,86 0,649 127.211
Koli 53,00 38,00 47,66 0,877 41.844
Keila 14,00 14,00 14,00 0,008 112
Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,089 1.790
Samtals 49,10 38,178 1.874.371
Selt var úr Víði, ivari Baldvinssyni og bátum. í dag verður selt
úr Hjalteyrinni Otri, Jóni á Nesi og humarbátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 56,00 30,00 52,09 26,136 1.361.369
Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,469 9.380
Ýsa 122,00 29,00 79,40 3,593 285.336
Karfi 32,00 30,00 31,13 58,647 1.825.682
Ufsi 30,00 20,00 27,57 66,992 1.847.299
Ufsi(undir- máls) 15,00 15,00 15,00 0,432 6.480
Steinbítur 19,00 19,00 19,00 0,336 6.384
Langa 22,00 22,00 22,00 3,538 77.851
Lúða(stór) 170,00 140,00 155,20 0,350 54.320
Lúða(smá) 200,00 200,00 200,00 0,070 14.000
Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,207 3.105
Skötuselshalar 250,00 240,00 244,69 0,145 35.480
Samtals 34,34 160,918 5.526.688
Selt var úr Bergey VE o.fl. í dag verður selt úr Skipaskaga,
Drangey og bátum, ufsi 60 t, karfi 45 t og þorskur 20 t.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 57,50 35,00 44,84 7,912 354.806
Ýsa 56,00 35,00 48,99 1,528 74.861
Karfi 28,50 20,00 24,08 4,575 110.211
Ufsi 28,50 15,00 19,19 1,238 23.779
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,067 1.005
Hlýri 23,00 15,00 18,23 0,100 1.832
Steinbít- ur/Hlýri 28,00 15!,00 26,12 1,479 38.630
Langa 29,50 29,50 29,50 1,729 51.006
Lúða 200,00 70,00 187,55 0,451 84.680
Sólkoli 35,00 35,00 35,00 1,404 49.140
Skarkoli 21,00 21,00 21,00 0,632 13.283
Keila 10,00 5,00 9,49 0,049 465
Skata 58,00 58,00 58,00 0,089 5.162
Skötuselur 100,00 80,00 89,04 0,112 9,972
Lax 205,00 205,00 205,00 0,053 10.865
Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,395 7.900
Undirmálsfisk- 15,00 15,00 15,00 0,016 240
ur Blandað 23,00 23,00 23,00 0,278 6.394
Samtals 38,18 22,110 844.231
Selt var úr ýmsum bátum. í dag verður selt úr Eldeyjaf-Hjalta GK, 48 t þorskur og 2 t ýsa. Einnig verður selt úr bátum.
Gengur vel í Soginu
ÁGÆTISVEIÐI hefur verið í Sog-
inu það sem af er, um 130 laxar
hafa veiðst og besti tírninn að
renna í hlað. Best hefur veiðin
verið í Alviðru og Ásgarði, en
þokkaleg í Bíldsfelli og afleit á
Syðri Brú, þar hafði aðeins einn
fiskur veiðst fyrir nokkru, en vel
getur verið að eitthvað 'hafi bæst
við. Enn hefur ekki veiðst stærri
lax í Soginu en 19 pund.
Sá stóri úr Vatnsdalsá
Veiði er enn slök í Vatnsdalsá,
en ögn batnandi síðustu daga.
Heildarveiðin nemur nú rétt tæp-
lega 300 löxum. Nýlega veiddist
þar 25 punda hrygna á flugu í
Saurbæjarhyl og er það stærsti
laxinn sem frést hefur um á ís-
landi á þessu sumri. Það sem nú
veiðist er þó mest nýi-unninn smá-
lax.
Langá enn léleg
Þær upplýsingar fengust í
veiðihúsinu við Langárfoss, að
menn væru að reyta upp þetta 5
til 10 laxa á dag á neðstu svæðun-
um og enn væri treg veiði á mið-
svæðinu og ijallinu. Heildarveiðin
er nú nærri 450 laxar, þar af um
330 á neðstu svæðunum. Um 100
fiskar hafa veiðst á miðsvæðinu
og afgangurinn á fjallinu. Þar
.veiddist þó sá stærsti úr ánni til
þessa, 17,5 punda hængur í Hóls-
breiðu á maðk. Laxinn veiddi Jó-
sef Reynis og fékk hann fimm
laxa aðra, alls sex þennan dag
fyrir um 10 dögum síðan. Vógu
hinir um 7 pund hver. Áin hefur
minnkað töluvert síðustu daga og
vona menn að laxinn gangi greið-
ar fram ána, en megnið af þeim
laxi sem gengið hefur í ána er
enn að gaufa á neðstu svæðunum.
Gott í Laxá í Leir
„Þetta hefur verið ágætt, það
eru stöðugar smágöngur í ána og
töluverður lax genginn upp um
alla á. Það eru komnir um 700
laxar á land,“ sagði Jón Oddur
leiðsögumaður við Laxá í Leirár-
sveit í gærdag. Jón sagði að uppi-
staðan í veiðinni væri 5 til 6 punda
fiskur, en það veiddust alltaf
nokkrir 10 til 12 punda fiskar í
hverri viku.
Langholtið líflegt
Lífleg veiði hefur verið í Lang-
holti í Hvítá eystri að undanförnu
og komnir um 150 laxar á land.
Fyrir stuttu veiddist 21 punda lax
á svæðinu og áður höfðu veiðst
þar 19 og 20 punda laxar. Þetta
er rómaður stórfiskastaður og
hafa menn séð þá vænni í ánni
heldur en hafa veiðst.
Kippur í Stóru Laxá
Þau undur og stórmerki urðu
í Stóru Laxá í Hreppum á laugar-
daginn, að eigi færri en 14 laxar
veiddust þar á svæðum 1 og 2.
Eitthvað fiskaðist einnig á svæði
3, en tölur vantar þaðan. Þar með
voru komnir 28 laxar á land á
neðstu svæðunum tveim og eitt-
hvað hefur veiðst ofar og þeir sem
lentu í stórveiðinni sáu töluverða
fiskför fram ána. Egill O. Kristins-
son var með eina stöng við annan
mann og fengu þeir sjö fiska.
Sagði Egill í samtali við Morgun-
blaðið að laxarnir hefðu veiðst
víða, flestir þó í Skarðsstrengjum,
eða sex talsins, en þrír komu úr
Kálfhagahyl og jafn margir úr
Nýpum. Hinir tveir úr Ófæru og
Flatastreng. Þetta voru ýmist 5
punda fiskar eða 10 til 12 punda
laxar. Veiddust flestir á spón, en
Egill tók íjóra á flugu.
Laxinn hvarf úr Brynjunni
Eitthvað um 20 laxar hafa veiðst
í Brynjudalsá í Hvalfirði í sumar,
en undarlegt atvik hefur átt sér
stað á þeim slóðum og Stanga-
veiðifélag reykjavíkur, leigutak-
inn, athugar nú hvort að ein-
hveijir aðilar kunni að hafa farið
í ána með net. Friðrik D. Stefáns-
son framkvæmdastjóri SVFR
sagði í samtali við Morgunblaðið
að sannorðir menn sem fóru í ána
fyrir nokkru hefðu séð all mikinn
lax ganga í ána og talið það boða
gott fyrir framhaldandi veiðiskap
í ánni, en aðrir sem fóru stuttu
síðar hefðu lítið líf séð í ánni.
Málið væri nú í athugun, en áður
hefðu fundist net falin við ána.
Líflegt í Selá
Hörkuveiði hefur verið í Selá
að undanförnu, nýlega fór þaðan
holl með 76 laxa og hópurinn sem
tók við nældi í 20 fiska á fyrsta
deginum. Var mikill lax að ganga,
mest smálax. Stærst úr Selá í
sumar vóg 17 pund, en margir
12 til 16 punda fiskar hafa veiðst.
Á fiórða hundrað laxar eru komn-
ir á land.
Upplagseftirlit tímarita og fréttablaða:
Upplag Þjóðlífs stækkar
en Æskunnar minnkar
VERZLUNARRÁÐ íslands hefur
kynnt niðurstöður upplagseftir-
lits tímarita og fréttablaða fyrir
fyrstu fióra mánuði þessa árs.
Þar kemur meðal annars fram
að prentað upplag tímaritsins
Þjóðlífs hefiir verið stækkað úr
10.000 eintökum í 11.850 eintök,
ef borið er saman meðaltal fyrstu
fiögurra mánaða þessa árs og
meðaltal síðustu fjögurra mán-
aða liðins árs. Á sama tíma hefur
prentað upplag Æskunnar verið
minnkað úr 9.300 eintökum að
meðaltali í 8.560 eintök.
í upplagseftirliti tímarita og
fréttablaða hjá Verzlunarráðinu eru
nú tvö landsmálablöð og fjögur
tímarit; Hafnfirska fréttablaðið,
Víkurfréttir, Heilbrigðismál,
Heimsmynd, Þjóðlíf og Æskan.
Nu liggja fyrir tölur um prentuð
upplög og dreifingu fyrstu fjóra
mánuði þessa árs. Kemur þar fram,
að á því tímabili var upplag Hafn-
firska fréttablaðsins að meðaltali
5.357 eintök, en var á síðustu fjór-
um mánuðum ársins 1988 5.313
eintök. Prentað upplag Víkurfrétta
var 5.500 eintök á fyrstu ljórum
mánuðum ársins og hafði ekki
breyst frá tímabilinu september til
desember 1988.
Samkvæmt upplagseftirlitinu
hafði Þjóðlíf mesta útbreiðslu tíma-
rita. Prentað upplag þess var
Leiðrétting
í frásögn af þolreiðarkeppni frá
Laxnesi að Þingvöllum, á síðu 27
í blaðinu í gær, var rangt farið með
nafn sigurvegarans, Hjördísar
Bjartmars Arnardóttur. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
10.000 eintök síðustu fjóra mánuði
ársins 1988 en á tímabilinu janúar
til apríl í ár var upplagið að meðal-
tali 11.850 eintök. Heimsmynd var
prentuð í 10.000 eintökum á þeim
tíma og var upplagið hið sama
mánuðina september til desember
í fyrra. Þá var Æskan prentuð í
9.300 eintökum en upplag hennar
var komið niður í 8.560 eintök á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs.
Tímaritið Heilbrigðismál var að
meðaltali prentað í 8.525 eintökum
síðustu íjóra mánuði ársins 1988
en í 8.520 eintökum fyrstu mánuði
þessa árs.
Barbara Hershey og Bette Midler í hlutverkum sínum í kvikmynd-
inni „Alltaf vinir“ sem sýnd er í Bíóborginni.
Bíóborgin:
Sýningar á „Alltaf vinir“
BÍÓBORGIN hefúr tekið til sýn-
inga kvikmyndina „Alltaf vinir“
nieð Bette Midler og Barbara
Hershy í aðalhlutverkum. Leik-
stjóri er Garry Marshall en hand-
rit gerði Mary Agnes Donohue
eftir sögu Iris Rainer Dart.
Myndin fjallar um vinkonurnar
CC og Hillary sem kynnast þegar
þær eru ellefu ára. Þær koma úr
mjög ólíku umhverfi, CC úr fá-
tækrahverfi en Hillary úr efnaðri
ijölskyldu. Þær ákveða að skrifast
á og fylgjast hvor með annarri. CC
verður vinsæl söngkona og Hillary
lögfræðingur sem berst fyrir þá sem
minnst mega sín í þjóðfélaginu. Þær
ganga báðar í hjónaband en að því
kemur að það slettist upp á vinskap-
inn og Hillary hættir að svara bréf-
um CC. Þær skilja báðar við.eigin-
menn sína, ferill CC er á niðurleið
og Hillary fær hjartasjúkdóm. Að
lokum ná þær saman og vinskapur
þeirra verður eins og forðum.
(Fróttatilkynning)