Morgunblaðið - 02.08.1989, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
Flugleiðir gefa Akureyri listaverk:
„Lauk ekki við hönnunina
fyrr en á síðustu stundu“
- sagði Pétur Bjarnason, sem hlaut 1. verðlaun
NIÐURSTÖÐUR í samkeppni um
gerð útilistaverks, sem sett verð-
ur upp við Strandgötu á Akur-
eyri, voru kynntar á mánudag í
Síðuskóla. Fyrstu verðlaun hlaut
Pétur Bjarnason, myndlistar-
maður, en í öðru sæti varð tillaga
Snorra Sveins Friðrikssonar, og
í þriðja sæti tillaga Guðmundar
Jónssonar. Þá fékk tillaga Ingu
Akureyrin
fiskaði fyrir
53 milljónir
Frystitogarinn Akureyrin kom
til hafnar á sunnudag með rúm-
lega 53 milljón króna aflaverð-
mæti og er það mesta verðmæti
sem veiðst hefúr fyrir í einum túr
sé miðað við krónutölu. í fyrra
kom Akureyrin með um 48 millj-
óna króna aflaverðmæti að landi,
eftir einn túr, og að sögn Þor-
steins Más Baldvinssonar, hjá
Samheija, reiknaði hann með að
verðmæti aflans þá og nú væri
svipað. /
Þorsteinn sagði að reikna mætti
með að verðmæti aflans í sterlings-
pundum væri í kringum 550-60 þús-
und pund og væri það svipað og
mest hefði veiðst fyrir áður. Sagði
hann að aflinn væri aðallega þorskur
og yrði seldur á Evrópumarkað að
langmestu ieyti, en eitthvað færi á
Bandaríkjamarkað.
Alls kom Akureyrin með um 260
tonn af frystum flökum að landi, en
það eru um 615 tonn upp úr sjó.
Skipstjóri í veiðiferðinni, sem tók
rúma 22 sólarhringa, var Amgrímur
Brynjólfsson.
Dagfínnsdóttur sérstaka viður-
kenningu. Flugleiðir efhdu til
þessarar samkeppni í tilefhi af
50 ára afmæli atvinnuflugs á Is-
landi árið 1987, en það hófst með
stofhun Flugfélags Akureyrar
árið 1937. Listaverkið er gjöf
Flugleiða til Akureyrarbæjar.
Þrjátíu tillögur bárustí keppnina,
en heimild til þátttöku höfðu allir
íslendingar, svo og útlendingar
búsettir hérlendis. Hlutskarpastur
varð svo Pétur Bjamason, sem
sagði, að það hefði komið sér veru-
lega á óvart að hljóta 1. sætið í
keppninni.
„Ég var staðráðinn í að taka
þátt í þessari samkeppni frá upp-
hafi, en átti hins vegar í erfiðleikum
með að koma mér niður á almenni-
lega hugmynd til að bytja með. Það
var svo ekki fyrr en undir lokin, sem
ég vissi að hverju ég var að leita,
og lauk ekki við hönnunina fyrr en
á síðustu stundu,“ sagði Pétur
Bjarnason, og kvað orðið nokkuð
langt um liðið síðan hann hefði hlot-
ið fyrstu verðlaun í samkeppni um
gerð listaverks.
Pétur sagði að hann hefði lagt
mikla vinnu í gerð þessa verks, og
sagði að greinilegt væri, að aðrir
þátttakendur í samkeppninni hefðu
gert slíkt hið sama.
„Það er mikil vinna sem liggur
að baki verkinu; ég lagði satt að
segja dag við nótt til að Ijúka því.
Ég hef reyndar áður glímt við þessi
form; bátsformið, fiskformið og
flugformið, en þrátt fyrir það var
þetta stöðug leit að réttu formi. Til
að byija með var ég að velta fyrir
mér frekar flóknum formum, en
kom mér síðan niður á einfaldari
hugmynd, sem virðist hafa hrifið
dómnefndina,“ sagði Pétur að lok-
um.
Sýning á listaverkunum verður í
Síðuskóla fram á mánudag, og
verður hún opin frá 16-20 á virkum
dögum, og 14-18 laugardag, sunnu-
dag og mánudag.
MorgunDlaöiö/KJb
Pétur Bjarnason og Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og dóm-
nefhdarmaður, ræða um listaverkið.
Háskólinn á Akureyri:
Ráðsteftia um líf manns-
ins á norðlægum slóðum
ÞVERVISINDALEG ráðstefha,
þar sem íjallað verður um aðskilj-
anlegustu lræðasvið, verður
haldin á vegum Háskólans á
Akureyri í næstu viku. Alls munu
um 25 fyrirlesarar halda erindi
Skriðjöklarnir.
Skriðjöklar í Ýdölum um
verslunarmannahelgina
HLJÓMSVEITIN Skriðjöklar frá
Akureyri mun ásamt fleiri tónlist-
armönnum gangast fyrir tveimur
dansleikjum í Ydölum í Aðaldal
um verslunarmannahelgina. Fyrri
dansleikurinn verður haldinn á
föstudagskvöldið og sá seinni
laugardagskvöldið. Þá eru einnig
ráðgerðar ýmsar uppákomur
þessa daga í nágrenni Ydala, og
hefur Vaglaskógur verið nefhdur
í því sambandi.
Skriðjöklar hafa verið á faralds-
fæti í sumar og haldið dansleiki um
allt land. Þessir dansleikir sveitarinn-
ar verða hins vegar með síðustu
tækifærum landsmanna til að beija
sveitina augum, því hún er á förum
til Bandaríkjanna með haustinu, þar
sem hún mun dvelja um tveggja
mánaða skeið og leika á sveitakrám.
Auk Skriðjökla mun hljómsveitin
Glaumur, sem einnig er ættuð frá
Akureyri, leika fyrir dansi í Ýdölum.
Sú sveit var stofnuð síðasta haust,
og hefur vakið athygli fyrir sérstíptt
lagaval. Þá mun danski söngvarinn
og lagasmiðurinn Makriien flytja
sérstaka dagskrá með aðstoð Skrið-
jökla og Glaums, en Makríllinn eins
og hann hefur verið nefndur á
íslensku, hefur komið fram með
hljómsveitinni Sköllótt mús.
Vakin er athygli á því að Ýdalir
standa á milli Akureyrar og Húsavík-
ur, örskammt frá Vaglaskógi. Boðið
verður upp á sætaferðir í Ýdali föstu-
dag og laugardag frá Akureyri,
Húsavík, Mývatnssveit og Vagla-
skógi.
á ráðstefhunni, sem hefst á mið-
vikudaginn kemur og lýkur á
laugardeginum þar á eftir. Fyrir-
lesarar á ráðstefnunni munu
koma víða að; frá Kanada,
Bandaríkjunum og Skotlandi,
auk islenskra fyrirlesara, og
ijalla um heilbrigðisfræði,
rekstrarfræði, sagnfræði, bók-
menntir, mannfræði, félagsfræði,
stjórnmálafræði og sjávarútvegs-
fræði.
„Við köllum þetta þvervísinda-
lega ráðstefnu, en ég held að orðið
þvervísindaleg sé nýyrði í málinu;
a.m.k. hef ég aldrei heyrt það áð-
ur,“ sagði Haraldur Bessason, rekt-
or Háskólans á Akureyri, í samtali
við Morgunblaðið vegna fyrirhug-
aðrar ráðstefnu.
Haraldur sagði að hugmyndin að
þessu ráðstefnuhaldi hefði fæðst
fyrir allnokkru, þegar hann og Her-
mann Pálsson í Edinborg hefðu átt
tal saman. Orðið þvervísindalegur
hefði líklega fæðst í kjöifarið, en
Haraldur sagðist hafa ákveðið að
láta það flakka í tengslum við þessa
ráðstefnu.
„Það verður bara að gæta að
því, að ekkert af því sem fram fer
á ráðstefnunni gangi þvert á iðkun
vísindanna, og verði á þann hátt
þvervísindalegt," sagði Haraldur.
Líf á norðlægum slóðum
Á íslensku hefur þessi ráðstefna
hlotið heitið Líf undir leiðarstjörnu,
en á ensku ber hún heitið „Man in
the North“, og verða fyrirlestrar á
henni bæði haldnir á íslensku og
ensku.
„Það sem tengir alla þessa fyrir-
lestra saman, er að viðfangsefni
þeirra lýtur á einhvern hátt að lífi
mannsins á hinum norðlægu slóð-
um. Það er svo hugmyndin að gefa
þessa fyrirlestra út, og ætla ég að
það geti orðið ágæt kynning erlend-
is á Háskólanum okkar hér á Akur-
eyri. í þessum fyrirlestrum verður
Morgunblaðið/KJS
Haraldur Bessason, rektor.
í flestum tilfellum um kynningu á
frumrannsóknum að ræða, þannig
að það sem í boði verður á ráðstefn-
unni, verður að mörgu leyti mjög
áhugavert,“ sagði Haraldur.
Þetta er fyrsta ráðstefnan sem
Háskólinn á Ákureyri gengst fyrir,
og alls ekki sú síðasta, því Harald-
ur sagði að þegar væri farið að
huga að öðru ráðstefnuhaldi á veg-
um skólans á næsta ári og yrði sú
ráðstefna á sviði heilbrigðismála.
„Það er skylda háskóla að halda
almenna fyrirlestra og kynna rann-
sóknir, og ráðstefnuhaldið er auð-
vitað liður í því. Auðvitað kostar
það einhver útgjöld, en það hefur
verið reynt að halda vel um pyngj-
una við þetta ráðstefnuhald, og tel
ég það hafa tekist," sagði háskóla-
rektor.
Sagði hann að Akureyrarbær
hefði verið mjög hjálplegur við und-
irbúning, auk þess sem Menntaskól-
inn á Akureyri hefði lánað ráð-
stefnuhúsnæðið endurgjaldslaust;
en fyrirlestrarnir munu fara fram
í einu húsi MA, sem Möðruvellir
nefnast.
„Þá verður einnig haldinn einn
fyrirlestur á Kristnesi, en það verð-
ur fyrirlestur Hermanns Pálssonar
um Þór og Krist. Er vel við hæfi
að Hermann flytji fyrirlestur sinn
á þessari fornu landnámsjörð Helga
magra, því þeir eru einu mennirnir
sem náð hafa töku bæði á íslensku
máli og írsku,“ sagði Haraldur að
lokum.
Sem fyrr segir verður ráðstefnu-
haldið dagana 9.-12. ágúst og er
þeim sem frekari áhuga hafa, bent
á að snúa sér til Háskólans á Akur-
eyri.
Lóð Akureyrarkirkju:
Enginn sandur í skóna
FRAMKVÆMDUM við lóðina
umhverfis Akureyrarkirkju fer
nú senn að ljúka. Unnið hefúr
verið við hellulögn umhverfís
kirkjuna og snyrtingu á gra-
skanti við hána undanfarnar vik-
ur.
Smári Sigurðsson, hjá Garðverki
sf. tjáði Morgunblaðinu að líklega
yrði búið að helluleggja og snyrta
í kringum kirkjuna sunnudaginn 13.
ágúst.
Frá þeim tíma ættu kirkjugestir
því að geta komist greiðlega að
kirkjunni úr öllum áttum, án þess
að fá sand í skóna sína.
iji íipi