Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 16
16
Síðasta tala númersins
segir til um
skoðunarmánuðinn.
I síðasta lagi tveimur
mánuðum seinna skal
skoðun hafa farið fram.
Skoðunarmiðinn segir til
um hvaða ár á næst
að færa bílinn til skoðunar.
& I
BIFREIÐASKOÐUN
ÍSLANDS HF.
Hægt er að panta skoðunartíma,
pöntunarsími í Reykjavík
er 672811.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. AGUST
Japan;
Fómarlamba styrj-
aldarinnar minnst
Tókíó. Reuter.
AKIHITO Japanskeisari og Tos-
hiki Kaifú, hinn nýkjörni forsæt-
isráðherra Japans, voru við
minningarathöfh í Martial-lista-
höllinni í Tókíó í gær þegar
þess var minnst að 44 ár voru
liðin frá lokum síðari heims-
styrjaldar. Þar flutti Akihito
sitt fyrsta opinbera ávarp frá
því að hann var krýndur keisari
í janúar síðastliðnum.
„Hér, á meðal þegnanna, bið
ég fyrir stöðugri velferð þjóðar
okkar og fyrir heimsfriði og syrgi
þá sem féllu á vígvellinum, fórn-
arlömb styrjaldarinnar," sagði
Akihito.
í ávarpi sínu sagði Kaifu, sem
var kjörinn forsætisráðherra í
síðustu viku, að fórnir þeirra sem
féllu í stríðinu mættu ekki falla í
gleymsku og að þjóðin yrði að
varðveita þann lærdóm sem hún
hefði dregið af síðari heimsstyij-
öldinni. Hvergi var minnst á þær
miljónir manna sem féllu í öðrum
Asíu- og Kyrrahafslöndum sem
voru fórnarlömb stríðsreksturs
Japana.
Yfir 6,800 fulltrúar þeirra 3,1
miljóna manna sem féllu í stríðinu
voru við athöfnina sem og 1,000
embættismenn og aðrir opinberir
aðilar. Á hádegi héldu viðstaddir
ásamt fjölda Japana víðsvegar um
landið þagnarstund til að minnast
hinna látnu.
Reuter
Akihito Japanskeisari og Michiko keisaraynja við minningarathöfh-
ina í gær.
Filippseyjar;
Gíslataka í fangelsi
endar með blóðbaði
Davao. Reuter.
Filippeyskir hermenn réðust
inn í herfangelsi og skutu 15
fanga til bana í gær eftir að saka-
mennirnir höfðu nauðgað og ban-
að ástralskri konu og vegið fjóra
gísla til viðbótar. Tíu gíslar
sluppu heilir á húfí efftir skot-
Kosningabarátt-
an hafín í Noregi
Ósló. Heuter.
Kosningabaráttan hófst í
Noregi um helgina og flest
bendir til þess að framtíð vel-
ferðarkerfísins, almannatrygg-
ingar, aðstoð við erlend ríki og
umhverfismál verði helstu kosn-
ingamálin.
'Gro Harlem Brundtland, for-
sætisráðherra og formaður Verka-
mannaflokksins, veittist harðlega
að hinum hægrisinnaða Fram-
faraflokki, sem vill minnka útgjöld
ríkisins til almannatrygginga,
draga úr aðstoð við erlend ríki og
lækka skattal „Þessar þingkosn-
ingar snúast um framtíð velferðar-
kerfisins," sagði forsætisráðher-
rann og bætti við að Framfara-
flokkurinn berðist gegn velferðar-
kerfinu.
Atvinnuleysi hefur aldrei verið
jafn mikið í Noregi og nú og virð-
ist Verkamannaflokkurinn vera að
missa fylgi til hægriflokkanna.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun,
sem birt var á laugardag, hyggj-
ast 19 'prósent Norðmanna greiða
Framfaraflokknum atkvæði og
tæplega 20 prósent íhaldsflokkn-
um. Fylgi Ihaldsflokksins hefur
aldrei verið jafn lítið frá því árið
1975.
Forystumenn íhaldsflokksins
sögðust geta dregið úr atvinnu-
leysinu og aukið hagvöxt. Fram-
faraflokkurinn vill taka þátt í sam-
steypustjóm en íhaldsflokkurinn
vil! mynda stjórn með miðjuflokk-
unum.
bardaga milli hermanna og fanga
í herfangelsinu, sem er í Davao-
borg, um 1.000 km suðvestur af
Manila.
„Hún var skorin á háls og skotin
í hnakkann," sagði hermaður, sem
kom að líki Jacqueline Hamill, ung-
um trúboða frá Sydney. Filippeyskur
prestur, Fred Castillo, sem var einn
af gíslunum en slapp áður en her-
mennirnir létu til skarar skríða,
sagði að fangarnir hefðu nauðgað
nokkrum konum, þar á meðal Ham-
ill, á mánudagskvöld. Hann sagðist
hafa heyrt ópin í konunum og kvað
Hamill hafa sagt sér að fangarnir
hefðu ógnað henni með hnífi er þeir
nauðguðu henni.
Yfirmaður hersins, Mariano Bacc-
ay, sagðist hafa gefið fyrirskipun
um árásina eftir að hafa komist að
því að fangarnir hefðu myrt Hamill
og fleiri gísla.
Fangarnir, sem sumir hverjir
höfðu verið dæmdir fyrir morð, náðu
Hamill og fleiri félögum í trúflokki
er nefnist Fagnaðarsöfnuður Guðs,
þar af níu konum, á sunnudag er
trúboðinn stjórnaði biblíulestri í
fangelsinu. Sakamennirnir hótuðu
að myrða Hamill yrði ekki gengið
að kröfum þeirra um að þeir fengju
rútu, sem þeir hugðust nota til að
flýja úr fangelsinu. Því hafnaði her-
inn. Fangarnir reyndu snemma í
gærmorgun að sleppa út úr fangels-
inu með því að halda Hamill og
fleiri gíslum fyrir framan sig og
miða að þeim byssum. Leyniskytta
úr hernum skaut foringja sakamann-
anna og hinir fangarnir flúðu aftur
í fangelsið. Síðar heyrðust byssu-
hvellir innan úr fangelsinu og svo
virtist sem fangarnir væru að skjóta
gíslana. Nokkrum stundum síðar
skutu hermenn táragasi inn í fangel-
sið og réðust til atlögu við fangana.
Enginn hermaður féll í aðgerðunum.
Auk Hamill skutu fangarnir níu
ára gamlan dreng og þijár konur
en þeirra á meðal var 16 ára gömui
stúlka, sem foringi mannræningj-
anna skaut eftir að hafa orðið fyrir
skoti frá leyniskyttunni.
Afleiðingar Tsjernobyl-slyssins:
Risavaxnar fiirur, hauslausir
kálfar og afskræmdir grísir
ERLENT
Moskvu. Reuter.
MARGAR plöntur og dýr ná-
lægt kjarnorkuverinu í Tsjerno-
byl eru vansköpuð með einum
eða öðrum hætti. Meðal annars
má finna þar risavaxnar fúrur
með barr, sem er tíu sinnum
stærra en eðlilegt má teljast.
Skýrði sovéska fréttastofan
TASS frá þessu á mánudag.
Erfðagallar fundust í broddgölt-
um og snjáldurmúsum en ekki var
nánar sagt hveijir þær væru, að-
eins að ekki hefði orðið vait neinna
merkjanlegra breytinga á hegðan
dýranna. Kjarnorkuslysið í
Tsjernobyl varð í apríl árið 1986
og við athuganir nú kom í Ijós,
að mikil geislamengun er á botni
vatnstökulóns ekki allfjarri.
Reyndist hún mest í geddu og
aborra og í smádýrum, sem í vatn-
inu lifa.
Þijátíu og einn maður lést í
Tsjernobyl-slysinu í Úkraínu en
það voru vísindamenn frá ná-
grannalýðveldinu Hvíta-Rússl-
andi, sem unnu að þessum rann-
sóknum. Með þeim voru staðfestar
þær sögur, sem lengi hafa verið á
kreiki og embættismenn vísað á
bug sem hveiju öðru kvennahjali,
sögur um vansköpuð tré og önnur
óeðlilegheit. Sagði TASS, að furur
og önnur barrtré í allt að sjö km
fjarlægð frá Tsjemobyl væru verst
leikin af geisluninni og viðbúið,
að allur skógur á 1.000 hektara
svæði dræpist.
Sovétmenn óttast, að þeir séu
ekki búnir að bíta úr nálinni með
kjarnorkuslysið enda sagði viku-
blaðið Moskvufréttir frá því fyrr
á árinu, að í 50 km íjarlægð frá
slysstaðnum í Úkraínu hefðu
skepnur borið vansköpuðum af-
kvæmum. Kálfar voru hauslausir
og grísirnir með afskræmt höfuð
og engin augu.
Aðstoðarmaður
Yamamotos látinn
fct
1 L
UIVL
1 I
Æ I l
„JL
itæKninam
einn um tölvu
Sli klnnrk
JII lolUÍ IUo
o,
A
Tókíó. Reuter.
MINORU Genda, sem átti þátt í
að skipuleggja árás Japana á
flotahöfii Bandarikjainanna í Pe-
arl Harbour á árum síðari heims-
styrjaldarinnar, lést í gær, 84 ára
að aldri.
Genda var flugmaður í japanska
flughernum og aðstoðaði Isoroku
Yamamoto flotaforingja við að
skipuleggja skyndiárás Japana á
Pearl Harbour þann 7. desember
1941. Árásin kom Bandaríkjamönn-
um algjörlega í opna skjöldu og
markaði þáttaskil í Kyrrahafsstyij-
öldinni. Yamamoto var almennt tal-
inn slyngasti herforingi Japana en
Bandaríkjamenn náðu síðar fram
hefndum er þeir náðu að þýða dul-
málssendingar japönsku herstjórn-
arinnar og grönduðu flugvél flota-
foringjans.
Minoru Genda tók aftur til starfa
í flughernum árið 1954 og var for-
seti herráðs hans um skeið. Hann
vann sæti á þingi fyrir Fijálslynda
lýðræðisflokkinn í kosningum árið
1962 en hætti afskiptum af stjórn-
málum árið 1986.