Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 17

Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989 17 Mannskæð umferðar- helgi á Grikklandi Aþenu. Reuter. RUMLEGA 40 manns hafa farist i umferðarslysum í Grikklandi frá þvi á föstudag en þá hófst ein mesta ferðahelgi ársins þar í landi. Spánn; Þekkti ræn- ingjann aftur Madríd. Reuter. SPÆNSK þjúkrunarkona bar nýlega kennsl á sjúkling sem lagður var inn á sjúkrahúsið þar sem hún starfar og sá að þar var kominn maður sem hafði ógnað henni með hnífi og rænt hana nokkrum dögum fyrr. Maðurinn var lagður inn á sjúkrahúsið vegna þess að hann hafði tekið inn of stóran skammt af eiturlyíjum. Hann játaði strax á sig sökina og var handtekinn jafn- skjótt og hann hafði náð sér. Hjúkrunarkonan var að taka pen- inga út úr hraðbanka, þegar ræn- inginn veittist að henni. Talsmaður lögregluyfirvalda skýrði frá þessu í gær og kvað tölu slasaðra vera um 320 manns. Bor- ist hefðu tilkynningar um 180 um- ferðarslys og væru um 70 þeirra slösuðu í lífshættu Umferð er ævinlega mikil í Grikklandi um þessa helgi sem Gríska réttrúnaðarkirkjan heldur hátíðlega til að minnast himnafarar Maríu meyjar. Talið er að um ein milljón manna hafi haldið á vit sveitasælunnar en fríhelgin er fjórir dagar og nær hátíðin hámarki þann 15. ágúst, á Maríumessu hinni fyrri. „Þetta er brjálæði líkast. Fólk sem hyggst eiga náðuga daga týnir lífi á vegum úti. Grískir ökumenn eru margir hveijir hræðilegir, verri ökumenn finnast tæplega í Evrópu. Þeir hundsa fyrirmæli um hraða- takmarkanir og nota aldrei öryggis- belti,“ sagði talsmaður lögreglu í samtali við Reuters-fréttastofuna í gærmorgun. Hann sagði viðbúnað lögreglu mikinn en kvaðst engu að síður óttast að fleiri ættu eftir að týna lífi á þjóðvegum Grikklands er borgarbúar tækju að flykkjast aftur til síns heima. Afganistan: Reuter De Klerk sver embættiseið F.W. de Klerk lyftir hægri hendi þegar hann sver embættiseið sem forsætisráðherra Suður-Afríku i gær. Hann tók við embætt- inu af P.W. Botha sem neyddist til að segja af sér á mánudag. De Klerk á hægri hönd er kona hans Marike. Najibullah festist í sessi en skæruliðar vega hver annan Reuter Lögreglan'í San Sebastian á Spáni skýtur gúmmikúlum að ungum Böskum er til átaka kom þar í gær. Slær í brýnu með Böskum og lögreglu San Sebastian. Reuter. YFIR eitt hundrað manns særð- ust í átökum milli ungra Baska og lögregju í borginni San Se- Þyrlan bjarg- aði Ljómalind London. Reuter. LYNDON Wilton bóndi bað nýlega breska flotann um þyrlu, þegar kálfiúll kýr, sem hann á, Ljóma- lind, hrapaði firam af þverhníptum sjávarhamri — um 60 metra fall — og komst upp á grynningar. Það var við Rame Head í Corn- wall-skíri, sem kýrin tók fiugið. Sjó- menn á leið á miðin komu auga á hana og lélu bóndann vita. Hann klffraði niður til hennar og hélt henni félagsskap um nóttina. Þar sem ekki reyndist unnt að fá strandgæslubát til aðstoðar daginn eftir var leitað til flotans. Dýralækn- ir aðstoðaði Wilton bónda við að róa kúna og koma henni út á dýpra vatn, svo að þyrluáhöfnin gæti athafnað sig. Þá var net dregið undir dýrið og fest í taug úr þyrlunni, sem sveif mjúklega með byrðina upp á klettinn. bastian á Norður-Spáni aðfarar- nótt þriðjudags, að sögn starfs- manna Rauða krossins. Óeirðar- lögregla beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum er hún réðst til atlögu við unglinga sem höfðu fleygt flöskum og gijóti að emb- ættismönnum er tóku þátt í skrúðgöngu við upphaf árlegrar hátíðar í borginni. Unglingarnir, sem hrópuðu slagorð til stuðnings aðskilnaðar- hreyfingu Baska, ETA, köstuðu einnig gijóti að lögreglunni og stóðu átökin fram í dagrenningu í gær, að sögn lögreglu. Árla gærmorguns sprungu tvær sprengjur fyrir utan banka og sýn- ingarsal franskra bíla í Baskahér- aðinu Vizcaya. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum en fólk sak- aði ekki. ETA hefur margoft staðið fyrir sprengjuárásum á frönsk fyrirtæki í Baskahéruðunum frá því að Frakkar hófu að vísa útlægum Böskum úr landi fyrir þremur áram. Kína; Flugvél ferst í flugtaki Peking. Reuter. FLUGVÉL af gerðinni An- tonov-24 í eigu kínversku flug- málastjórnarinnar fórst við Hongqiao-flugvöllinn í Shang- hæ skömmu eftir flugtak í gær. Að sögn fréttastofúnnar Nýja Kína var tala látinna á reiki en í fyrstu fréttum af atburðinum sagði að 33 af 40 manns um borð í vélinni hefðu farist. Seinna var tölu látinna breytt í 18 án frekari útskýringa. Vestrænir kaupsýslumenn sem sneru frá Shanghæ til Peking í gærkvöldi sögðu að flak vélarinnar sæist í um 200 metra fjarlægð frá brautarendanum. „Flugumsjónar- maður sagði einum félaga okkar að vélin hefði ekki náð að lyfta sér í flugtaki,“ sagði einn hinna vest- rænu kaupsýslumanna. í fréttum Nýja Kína var skýrt frá því að vélin hefði farist um klukkan hálffjögur í gær en hún var á leið til'Nanchang í héraðinu Jiangxi í Suður-Kína. Flugeftirlits- menn sögðu að rannsókn væri hafin á tildrögum slyssins. Skotland; Edinborgarhátíðin hafín St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímai LISTAHÁTÍÐIN í Edinborg, hin 43. í röðinni, hófst síðastliðinn laugardag. Mikill mannfjöldi sækir hátiðina nú sem endranær. Dagskrá hátíðarinnar er mjög fjölbreytt. Stór hluti hennar er helg- aður spænskri menningu. Leiksýn- ingar, danssýningar og ýmislegt annað frá Spáni má nú sjá í Edin- yni, fréttaritara Morgunblaðsins. borg. Þjóðaróperan í Stokkhólmi færir óperu Richards Strauss, Salóme, á fjalirnar með aðstoð söngvara frá Edinborg og skosku kammersveitinni. Þjóðaróperan hefur nú um nokkurra ára skeið sótt hátíðina og sýningar hennar hafa jafnan vakið mikla athygli. Einnig verður sett upp leikrit Os- cars Wilde, Salome, sem óperan er unnin upp úr. Ballettinn Makbeð, eftir Johann Kresnik frá Bremer-leikhúsinu, hef- ur vakið mikla athygli, og sömuleið- is ætluðu ítalskir leikarar að setja upp samnefnt leikrit Shakespeare á eyjunni Inchcolm á Forth-firði, en ekkert verður af því að þessu sinni vegna veikinda. Uppselt er á hljóm- leika sinfóníunnar frá Birmingham undir stjórn Símonar Rattles í Us- her-salnum. Jaðarhátíðin býður upp á mikla ijölbreytini og nú þegar er búið að banna þijár uppákomur í sirkusnum Archaos; tvær, þar sem viðarsög var í aðalhlutverki, og eina þar sem hænur voru dáleiddar. Einn starfs- maður sirkusins endaði í sjúkrahúsi með brotinn hrygg. Mjög vel hefur gengið að selja miða að sýningum hátíðarinnar. Talið er að selt hafi verið fyrir um eina milljón punda eða um 95 millj- ónir ísl.kr. áður en hátíðin hófst. Það er álíka mikið og seldist á allri hátíðinni í fyrra. Samt telja for- svarsmenn hátíðarinnar þörf á auknum opinberum framlögum til að tryggja að gæði hennar haldist óbreytt. Um hálf milljón manna leggur leið sína til Edinborgar þær þijár vikur sem hátíðin stendur yfir. sú saga á kreiki, sönn eða login, að skæraliðar dræpu alla fanga sína. „Stefnan er sú að veija borgirn- ar og láta lítilvægari landsvæði eiga sig. Skæruliðarnir verða að koma með stríðið til okkar og við forðumst ónauðsynlegt mannfall og átök um land, sem litlu máli skiptir,“ sagði einn foringja stjórnarhersins. Najibullah hefur einnig bætt fyrir sér með því að hampa íslamskri trú og reka harðan áróð- ur fyrir þjóðarsátt, samningum, sem leyfðu skæruliðum að halda vopnunum og stjórna þeim svæð- um, sem þeir ráða nú. Síðar yrði mynduð samsteypustjórn og kosn- ingar látnar skera úr um fram- haldið. Bandaríkjamenn og Pakistanar hafa hingað til ekki viljað ljá máls á, að Najibullah og flokkur hans kæmu nærri nýrri stjórn í Afganistan en allt kann það að breytast. Najibullah vonast eftir stuðningi Samtaka óháðra ríkja og sambúðin við Irani hefur batn- að. Þá hefur Benazir Bhutto Pa- kistanforseti mikinn áhuga á pólitískri lausn. „SvO er að sjá sem Allah sé á bandi Najibullah," sagði stjórnar- erindreki frá Austur-Evrópu. „Zia er látinn, guð kallaði til sín Kho- meini og skæruliðar beijast hver við annan.“ Kabúl. Reuter. FYRIR sex mánuðum fór síðasti sovéski hermaðurinn frá Afg- anistan en sá, sem situr á for- setastóli, heitir þó ennþá Naji- bullah. Spáðu honum flestir bráðu falli en reyndin hefiir orðið önnur. Það er ekki aðeins, að stjórnar- herinn ráði mikilvægum borgum og herstöðvum í landinu, heldur hefur hann náð yfirhöndinni í stríðinu við skæraliða. Banda- ríkjamenn styðja enn þá síðar- nefndu en vestrænir stjórnarer- indrekar telja litlar líkur á, að aðrir hvorir beri endanlegan sigur af hólmi. í Kabúl hafa embættis- menn stjórnarinnar látið huggast og með hveijum mánuði, sem líður, verður Najibullah öraggari um sig. Erfiðleikarnir eru þó ærn- ir. Efnahagslífið gengur enn fyrir gjafafé frá Moskvu og stjórnar- flokkurinn, Lýðræðislegi alþýðu- flokkurinn, er í litlum metum meðal landsmanna. Sagt er, að mikill óeining sé innan flokksins en Najibullah hefur þó tekist að halda henni í skefjum og æ fleiri Afganar leggja eyrun við ákalli hans um frið í landinu. Skæruliðar geta sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Þegar Sovétmennirnir fóru var einnig úti friðurinn milli hreyfinganna og nýlega gerðist það til dæmis, að liðsmenn einnar drápu 30 menn Najibullah forseti fyrir annarri. Eldflaugaárásir skæruliða hafa ekki heldur orðið til að afla þeim vinsælda enda verða óbreyttir borgarar oftast fyrir barðinu á þeim. Frá 25. júní sl. til 12. ágúst sprungu a.m.k. 445 eldflaugar í Kabúl með þeim afleiðingum, að 335 manns fórast og 900 slösuðust, undantekning- alítið venjulegir borgarar. Síðan Sovétmenn fóra hafa mestu átökin milli skæruliða og stjórnarhersins orðið um borgina Jalalabad og kom þá í ljós hvað þeir fyrrnefndu kunna lítið fyrir sér í hefðbundnum hernaði. Þótt sótt væri að borginni úr öllum áttum létu stjórnarhermennirriir engan bilbug á sér finna enda var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.