Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 16.08.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989 21 Evrópumót eigenda íslenskra hesta í Vilhelmsborg: Keppendur óhressir með vellina Hestar íslenska liðsins í góðu formi eftir ferðalagið frá íslandi Vilhelmsborg. Frá Valdimar Kristinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. HELDUR virðast keppendur á Evrópumótinu í Vilhelmsborg óhressir með keppnisvellina, sem boðið er upp á. Þykja þeir lausir í sér og þungir yfirferðar. Auk þess er næsta umhverfi við vell- ina heldur óhrjálegl og gróðurlaust og mikil hætta á mold- eða sandroki ef hvessir. Ekki tekur betra við ef rignir mikið, en þá má búast við að svæðið verði eitt leðjusvað. Sigurður Sæmundsson, liðsstjóri íslenska liðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að eitthvað hefði ver- ið reynt að handdreifa salti úr litlum fötum á vellina til að fá betri bind- ingu í efnið. Sér sýndist að eitthvað meira þyrfti til að koma en slík vinnubrögð, ef takast ætti að laga vellina þannig að skammlaust væri. Hestar íslenska liðsins virðast í góðu ásigkomulagi eftir ferðina frá Islandi og hafa þeir vakið mikla athygli þeirra, sem fylgst hafa með æfingum. í dag hefst dagskráin með kyn- bótadómum og forkeppni í hlýðni, en engin íslendinganna er skráður í hana. Rétt fyrir kl. 16.00 að stað- artíma verða farnir tveir af fjórum sprettum í 250 metra skeiði og verða þar á meðal keppenda Einar Öder Magnússon á Fjalari, Hinrik Bragason á Vafa, Atli Guðmunds- son á Fjalari og Jón Pétur Ólafsson á Glaumi. Athygli vekur að Walter Feld- mann er ekki í þýska liðinu að þessu sinni og er það í fyrsta skipti sem hann er ekki á meðal keppenda á Evrópumóti frá því farið var að halda þessi mót 1970. Mikill fjöldi íslendinga streymir nú á mótsstaðinn og í gær kom stór hópur á vegum ferðaskrifstof- unnar Úrval til að fylgjast með keppninni. Búist er við að kringum 800 íslendingar muni vera hér á meðan á mótirní stendur. Þá má til gamans géta þess að enn halda hross, fædd á Islandi, forystunni á Evrópumótum hvað fjölda varðar, en af þeim 87 hrossum, sem keppa á mótinu nú, eru 53 fædd á íslandi og 34 fædd í Evrópu. Innköllun vegglampa: Lamparnir öðruvísi en sýnishornin VERSLUNIN Borgarljós í Reykjavík hefur tvisvar auglýst innköllun danskra veggljósa að kröfu Rafinagnseftirlits ríkisins. Sýnishorn framleiðandans hlaut viðurkenningu eftirlitsins í vor en við markaðskönnun kom í ljós að lamparnir sem til sölu voru í versluninni stóðust ekki örygg- iskröfur. Umræddir lampar hlutu synjun Rafmagnseftirlits ríkisins er þeir voru fyrst sendir inn til viðurkenn- ingar á þeim forsendum að þeir væru hvorki jarðtengdir og né tvö- falt einangraðir. Síðan komu þeir aftur í bættri útfærslu og hlutu samþykki. Við markaðskönnun Rafmagnseftirlitsins kom síðan í ljós að til sölu voru lampar í gömlu útfærslunni og að I götum á um- gjörð lampanna, sem ætluð eru fyrir aðtaugar lampans, voru engar fóðringar og að i þessum götum voru málmoddar og beittar brúnir sem gátu skorið aðtaugina. Að sögn Bergs Jónssonar rafmagn- seftirlitsstjóra hjá Rafmagnseftir- liti ríkisins þótti vegna þessa ástæða til að innkalla lampana. Haukur Þór Hauksson fram- kvæmdastjóri Borgarljóss sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að útfærsla á þeim lömp- um sem verslunin fékk til sölu hefði ekki verið sú sama og á sýnishorni því sem framleiðandinn sendi til viðurkenningar. Plata aftan á lampanum hafði of skarpar brúnir og kom það í ljós í markaðskönnun Rafmagnseftirlitsins. Sölumenn Borgarljóss hefðu ekki tekið eftir þessu þar sem lamparnir væru yfir- leitt ekki teknir úr umbúðum við sölu. Um 20 lampar hafa'verið seldir og hefur þremur eða fjórum verið skiiað inn eftir að auglýst hefur verið tvisvar. Búðin á um 100 lampa sem verið er að ganga frá til endursendingar til framleiðanda. Haukur sagði að Borgarljós hefði átt mjög gott samstarf við Raf- magnseftirlit ríkisins í 10 ár og væri þetta í fyrsta sinn sem mál af þessu tagi kæmi upp. Kór Flens- borgarskólans söngí Húsavíkur- kirkju Húsavík. KÓR Flensborgarskólans í Hafii- arfirði, sem verið heftir á söng- ferðalagi um Norðurlönd söng í Húsavíkurkirkju laugardaginn 12. ágúst. Kórinn skipa 22 söng- menn og konur og stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir, sem stjórnar vel æfðum kórnum af miklum skörungsskap. Einsöngvarar voru Aðalsteinn Einarsson bassi og Þorsteinn M. Kristinsson tenór. Söngskráin var mikil og fjöl- breytt. Alls sungu þau yfir 26 lög. Áheyrendur tóku kórnum mjög vel og þökkuðu honum komuna og vonuðust til að fá að heyra í honum sem fyrst aftur. - Fréttaritari Hvolsvöllur: Myndlistarsýn- ing á Hlíðar- enda NÚ STENDUR yfir sýning á vatnslitamyndum í Hlíðarenda á Hvolsvelli. Sýnendur eru systk- inin Kallman og Guðrún deFont- enay ásamt Birgi Jóakimssyni. Öll eru þau ung að árum og hafa numið við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Á sýningunni eru 29 verk og stendur sýningin til mánaðamóta ágúst/september. Birgir Jóakimsson og systkinin Kallman og Guðrún deFont- enay. Bindindismótið í Galtalækj arskógi: Happdrættis- vinning-ar dregnir út Dregið hefúr verið í happdrætti barna og unglinga sem efnt var til í tengslum við Bindindismótið í Galtalæk um verslunarmanna- helgina. Aðgöngumiðar barna og unglinga giltu sem happ- drættismiðar. Vinningar komu á eftirtalin númer, sem hér verða birt án ábyrgðar: 1. vinningur - Hitachi útvarps- og segulbandstæki, kom á miða númer 3566. 2.-3. vinningar - Hjólabretti, komu á miða númer 3868 og 1493. 4.-10. vinningar - Þtjár bækur frá Bókaútgafu Æskunnar, komu á miða númer 1332, 966, 3339, 2182, 3429, 2148 og 3916. Vinn- inga skal vitja að Eiríksgötu 5 í Reykjavík, 3. hæð. Barnablaðið Æskan og Bindind- ismótið efntu til spurningaleiks fyr- ir böm á mótinu. Tuttugu verðlaun voru veitt fyrir rétt svör, þijár bækur að eigin vali frá Æskunni. Bækurnar hafa verið sendar verð- launahöfum og verða nöfn vinn- ingshafa birt í 7. tölublaði Æsk- unnar 1989 sem út kemur í næsta mánuði. Galtalækjarkeppnin, söngvara- keppni barna og unglinga, hefur farið fram í Galtalækjarskógi frá árinu 1985 og tóku nú 28 einstakl- ingar og hópar þátt í henni. Keppt var í þremur flokkum. Siguryegari í elsta flokknum var Gunnar Ólafs- son, 13 ára. Með honum komu fram þeir Einar Björnsson gítarleikari og Þorsteinn Aðalbjörnsson trommuleikari, báðir 15 ára. í öðru sæti í flokki 13-18 ára varð söng- hópurinn Búmbó og steinarnir, en hann skipuðu fimm piltar á aldrin- um 16-18 ára. í flokki 9-12 ára sigraði Sigurlaug Jóhannsdóttir, 10 ára. Henni næstar komu Ellen Dröfn og ína Björk. í flokki yngstu þátttakendanna bar Svava Hrönn Gunnlaugsdóttir, 8 ára, sigur úr býtum og fast á eftir fylgdi Gunn- ar Þór Einarsson, 4 ára. Samráðsfund- ur norrænna siglingamála- sljóra Samráðsfúndur norrænna siglingamálastjóra hefst á Hótel Loftleiðum í dag, 16. ágúst. Samráðsfundir sem þessi eru haldnir árlega og á dagskránni að þessu sinni er m.a. að samræma afstöðu Norðuriandanna í siglinga- málum gagnvart Evrópubandalag- inu og Alþjóðasiglingamálastofn- uninni. Önnur mál sem verða á dagskrá fundarins varða m.a. norrænar reglur og staðla um báta og skip, mengun hafsins, öryggi sjómanna og skráningu slysa. Árnessýsla: Númer klippt af óskoðuðum bift*eiðum Selfossi. LÖGREGLAN í Árnessýslu er byijuð að ýta á bifreiðaeigendur með að færa bíla sína til skoðun- ar. Að sögn lögreglumanna er mikið um óskoðaðar bifreiðar í umdæminu. v Næstu daga mega þeir bifreiða- eigendur sem eru með tölurnar 1-4 aftast í bílnúmerinu búast við því að númerin verði klippt af bífreið- unum verði þær ekki færðar til skoðunar. Þeir sem eru með töluna 5 aftast í númerinu hafa frest út þannan mánuð til að fara með bif- reiðina í lögbundna skoðun. — Sig. Jóns. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 57,50 43,00 54,56 61,254 3.342.297 Ýsa 35,00 35,00 35,00 0,016 574 Karfi 35,50 25,00 33,22 52,383 1.739.940 Ufsi 29,00 29,00 29,00 0,035 1.011 Steinbítur 58,00 54,00 55,85 0,321 17.911 Langa 23,00 23,00 23,00 0,372 8.551 Lúða 225,00 215,00 220,22 0,217 47.809 Grálúða 20,00 20,00 20,00 0,020 398 Koli 25,00 25,00 25,00 0,071 1.767 " Skötuselur 120,00 113,00 117,12 0,126 14.716 Samtals 45,07 114,828 5.175.704 I dag verða m.a. seld 40 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu, 10 tonn af karfa, 20 tonn af ufsa, 2,2 tonn af steinbít og óákveðið magn af lúðu úr Otri HF, Sturlaugi H. Böðvarssyni AK og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 70,00 49,00 68,40 0,528 36.113 Þorskur(smár) 23,00 23,00 23,00 0,080 37.953 Ýsa 86,00 49,00 70,36 4,097 288.248 Karfi 30,50 24,00 27,68 1,914 52.989 Ufsi 34,00 25,00 33,06 38,604 1.276.305 Hlýri+steinb. 50,00 50,00 50,00 1,215 60.750 Langa 35,00 35,00 35,00 1,857 64.995 Lúða(smá) 205,00 125,00 201,86 0,051 10.295 Skarkoli 38,00 32,00 36,24 0,381 13.806 Skötuselsh. 330,00 330,00 330,00 0,036 11.880 Samtals 37,27 48,763 1.817.221 Selt var meðal annars úr Ásgeiri RE. I dag verða meðal annars seld 60 tonn af þorski, 6 tonn af ýsu, 30 tonn af karfa og 15 tonn af ufsa úr Engey RE og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 66,00 32,00 57,14 3,887 222.086 Ýsa 71,00 55,00 62,35 3,444 214.716 Karfi 31,50 15,00 30,97 12,659 392.099 Ufsi 33,50 21,00 29,50 13,233 390.417 Steinbítur 51,50 30,00 49,28 1,589 78.310 Langa 28,50 15,00 26,57 0,858 22.800 Lúða 260,00 135,00 202,02 0,292 58.990 Blálanga 31,50 31,50 31,50 1,034 32.571 Keila 10,00 7,00 7,40 0,945 6.995 Lax 180,00 180,00 180,00 0,060 10.800 Humar 1.300 600,00 964,00 0,500 482.000 Samtals 49,03 39,663 1.945.057 Selt var meða annars úr Gnúpi GK, Geirfugli GK, Sigrúnu GK og Bjarna KE. I dag verður selt óákveðið magn úr bátum. t Móðir okkar og tengdamóðir, HALLFRÍÐUR DAGMAR SÖLVADÓTTIR frá Bíldudal, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Þórarinn A. Magnússon, Matthildur Guðmundsdóttir, Rúna Magnúsd. Schröder, Werner Schröder. t Móðir mín og tengdamóðir, ANNA MARTA GUÐNADÓTTIR frá Karlsskála, Hagamel 45, Reykjavík, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 14. ágúst. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Birna Gunnhildur Friðriksdóttir, Egill Jónsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT KRISTJÁNSSON, Vallargerði 16, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir, Eðvarð Benediktsson, Auður Harðardóttir, Árný Benediktsdóttir, Örn Gústafsson, Guðmundur Benediktsson, Jenný Ásmundsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Ingólfur Friðjónsson, Kristjón Benediktsson, Nanna Snorradóttir, Jóhann R. Benediktsson, Sirrý Guðmundsdóttir og barnabörn. t ELÍAS GUÐMUNDSSON skipstjóri, Heiðargerði 9, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 17. ágúst nk. kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysa- varnafélag (slands. Sigríður V. EinarTjörvi Eliasson, Gunnar H. Eliasson, Hreinn Elíasson, ÓlafurT. Elíasson, Edda Elíasdóttir, Iðunn Eliasdóttir, Guðrún Elíasdóttir, Sigriður Elíasdóttir, Einarsdóttir, Inger J. Eliasson, Guðjónfna Sigurðardóttir, Rut Sigurmonsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Wiily Blumenstein, Jón Leósson, Guðmundur Magnússon, Eiríkur Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.