Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNyp^GyR; 20. ÁGUSi; 19ft9 £-1 GLOMA KVRPFV8KI LIIDRIJWVOI OGMIDILL RLDIR l>ni\W! W OG GIDDOMIW umhverfisvernd, mannréttindi, við sjáum manninn fremur sem anda, en hluta af einhverjum trúarbrögð- um.“ Telurðu þessa vakningu, eða auknu vitund, verða meðal fólks úr öllum trúarhópum, jafnvel þeim sem hafna spíritisma? „Já, tvímælalaust. Mér finnst ákafiega heimskulegt að segja að grúsk í andlegum fræðum og kenningum spíritista sé andstætt trúarbrögðum. Það er eins og að segja að líffræði sé andstæð Guði. Allar rannsóknir á vitundinni eru vísindi andans og liggja eins og gylltir þræðir í gegnum öll trúar- brögð mannkynsins. Ef þú rann- sakar öll trúarbrögð, finnurðu að þau eiga sér sama grundvöll. Síðan taka þau breytingum, eftir þeim menningarsamfélögum sem þau þrífast í. En það er hlutverk trúar- bragða að tengja þig við æðri mátt. Og það verður að vera per- sónuleg tenging, það þýðir ekkert að fá hugmyndir að láni. Við get- um deilt hugmyndum og aðferð- um, en ekki fengið þær að láni. Hinn kvenlegi gnðdómur En það er fleira að breytast í vitund okkar. Meðal annars skil- greining okkar á karlkyns Guði. Eg held að Guð sé hafinn yfir kyngreiningu og að hann er hluti af öllu sem lifir. í Guði hlýtur því að felast hið kvenlega og hið karl- lega.“ Hvað geturðu sagt mér um námskeiðið sem þú heldur um næstu helgi? „Námskeiðið fjallar um eitt af mínum helstu áhugamálum, tengslin milli kenninga Biblíunnar og kenninga annarra megintrúar- bragða heimsins og þau ferli sem við göngum öll í gegnum í leit okkar að sambandi við æðri mátt. Ég er ekki nógu hroka- full til að álíta að Guð fari manngreinarálit og flokki fólk eftir túlkun þess á Skaparanum. Eg er sjálf kristin og tilheyri sofnuði sem trúir á alheims Krist, sem við höfum fengið staðfestingu á með Jesús.“ Mig langar að koma aftur inn á heilun. Á nám- skeið- Snæfellsnesi, sem var fyrir konur, skilst mér að þú hafir verið að láta þær skoða sín eigin vana- mynstur og afstöðu þeirra til sjálfra sín. Var þetta enhverskonar sálfræðileg heilun? „Ég er þeirrar skoðunar að þú getir ekki aðskilið sálina frá líkam- anum, andann frá efninu. Og því lengur sem ég vinn að þessum málum, verður sú skoðun mín staðfastari. I öllum mynstrum sem maður temur sér, er maður að framfylgja því sem maður trúir. Ef ég til dæmis trúi ekki ein- hverjum hlut, þá sé ég hann ekki; ég ritstýri honum út úr raunveru- leikanum. Ef fólk hefur tileinkað sér ákveðna afstöðu til sín sjálfs, segjum að einhver segi að hann sé getinn í synd og sé í grundvall- aratriðum vondur, þá velur það sér leiðir í samræmi við það. Fólk eyðir jafnvel miklum tíma í að berjast gegn þessu af mikilli heift og kastar oft barninu út með bað- vatninu, eins og við segjum í Bandaríkjunum. Eða þá að við- komandi gerir allt til að staðfesta fyrir sjálfum sér að hann sé þessi vonda manneskja. Á námskeiðinu tjáðu konurnar sig um hvernig þær sjá sig sjálfar. Við skoðuðum aðra þætti þeirra með því markmiði að hjálpa þeim að breyta um afstöðu; gera sér grein fyrir að þær eru margþættar og þetta er spurning um hvaða þátt þær vilja rækta og hvernig þær vilja sætta andstæð- umar í sjálfum sér. Það er hægt að líkja þessu við það að læra að lesa. Áður en þú lærðir stafina, voru öll þessi tákn þér hulin ráðgáta. Þegar þú síðan lærðir að lesa, var þetta ósköp einfalt. Vandamál þessara kvenna er af ýmsum toga. Sumar hafa þjáðst mjög mikið og þurfa fyrst og fremst að sjá að því geta þær hætt, með hjálp. Aðrar hafa lent í hlutverki einskonar fórnarlambs, og geta ekki fyrirgefið. Það er inni í þeim einhver múr, sem þarf að bijóta niður svo þær geti hleypt fortíðinni út. Svo eru konur sem hafa vaxið burtu frá barnatrú sinni, og kennisetningum kirkj- unnar, en þrá að finna samband. Þær eru mjög einangraðar og upp- lifa sig eins og í „einskis manns landi.“ Þær reyna að vera mjög háðskar, sem er ein mynd á beiskju og þurfa á hjálp að halda, til að tengjast sínum æðra mætti aftur. Ég heyrði einu sinni samlíkingu: Háðfugl er sá sem reynt hefur að skapa Guð í sinni mynd - og mis- tekist. Svo eru það efasemdar- mennirinir. Þeir eru allt öðruvísi. Þeir eru síspyijandi og leitandi. Ég ber mikla virðingu fyrir góðum efasemdarmanni, því hann er svo forvitinn. Stundum gengur hjálpin út á það að ná orkustíflu úr líkaman- um. En það þarf ekki endilega námskeið af þessu tagi til þess. Það er bara ein leiðin. Stundum gerist það við uppskurð, eða aðrar læknisfræðilegar aðgerðir, stund- um nálarstuguaðferð, eða með því að ein manneskja snertir aðra og stundum gerir ástin það. Það er svo misjafnt hvað fólk þarf. Þess- vegna er mjög erfitt að segja hvers konar heilun maður stundar. Til að stunda heilun, þarf maður að vera heill sjálfur og í því felst að maður verður að þekkja sín eigin takmörk." Verður ekki manneskja sem stundar heilun alltaf að vera mjög heil? “Ég heild að því hreinni sem manneskjan er, því heilli og hreinni hjálp geti hún miðlað. En það er mikið til af fólki sem er notað í heilun, án þess það geri sér grein fyrir því. Það er bara svo gott fólk, hefur svo hreina vitund, er fullt af kærleika og fyrirgefningu. Straumar þess eru svo hreinir að þér líður betur af einni saman návist þess. Við gefum svo mis- munandi strauma frá okkur, þess- vegna hefur allt sem við segjum og gerum mikil áhrrf á alla í kring- um okkur og þar sem við erum öll tengd á einn eða annan hátt, höfum við áhrif á allan heiminn. Jafnvel vísindamenn eru famir að viðurkenna þessa strauma og það er mjög gaman að lifa á tímum þar sem andstæður eru að mæt- ast; austur-vestur, hægri-vinstri, karllegt-kvenlegt, vísindi-andleg málefni.“ Þú talar um kvenlega eiginleika Guðs. Er það ekki dálítið bylting- arkennt? „Nei, og ekkert nýtt. Auðvitað hafa allir kristnir menn verið aldir upp í að biðja til Guðs föður og í kristinni trú hefur verið lítið svig- rúm til að tilbiðja hið kvenlega. Við vitum þó að Guð er hafinn yfir allar myndir sem við höfum af honum, hversu mannlegar sem þær eru. Við hér á jörðinni, höfum staðið okkur vel í að losa okkur við kvenlega þætti Guðs. Þar af leiðandi er fólk mjög bæklað á kvenlegum orkusviðum sínum. Við erum svo takmörkuð, að þegar við tölum um kvenlegt-karllegt, tengj- um við það konu- manni. sem eru veraldleg, í stað þess að líta á þetta sem ólíkt orkuflæði. Kvenleg orka gengur út á samskipti og tengsl og hefur verið gróflega vanmetin. Á sama hátt og Guð er heill og felur í sér bæði hið kven- lega og karllega, berum við menn- irnir þessa þætti í okkur - líka karlmenn, því Guð skapaði okkur í sinni mynd. Og ég vil leggja áherslu á að ég er að tala um æðri þætti, ekki líkamlegt atgervi. Þar sem kvenlegu þættirinir hafa verið vanræktir í gegnum aldirn- ar, er mikið verkefni framundan í að heila þessa jörð, því ég held að það eina sem geti bjargað henni er þessi kvenlega orka. Hið kvenlega er forsendan fyrir háværari kröfu um umhverfis- vernd, því í hinu kvenlega felst vitundin um samspil og tengingu allra þátta lífsins. Eitt líf er háð öðru. I gegnum aldirnar hefur hið kvenlega verið tengt visku, sem andstæðu þekkingar. Auðvitað þurfum við að hafa þekkingu, en þekking án leiðsögn viskunnar hefur komið okkur á þann stað sem við erum núna stödd: Við er- um um það bil að sprengja okkur í loft upp. Og hvað ætlum við að gera við þá þekkingu sem við höf- um aflað okkur, án visku? Það hafa margir karlmenn kom- ið til mín og beðið mig um að halda svona námskeið fyrir þá og það getur vel verið að ég geri það einhvern tímann. Mér finnst hins- vegar nauðsynlegt að byija að vinna með konum, til að kenna þeim að virða þessa orku í sjálfum sér og virkja hana á jákvæðan hátt. Konur hafa yfir svo mikilli kvenlegri orku að ráða og konur eru farvegur mannsins. Hið karl- lega hefur verið dýrkað of lengi hér á jörðinni. Við höfum haft þekkingu og landvinninga í háveg- um, í staðinn fyrir samband og heilun og á þeim tímum breytinga sem nú fara í hönd, tel ég að við þurfum að breyta um áherslur." 4 éúro/urf Seglbretlaskúlmn fsland Eurosurf- seglbrettaskólinn v/Sjávargrund, Garðabæ. Síðustu námskeið sumarsins að hefjast. Látið skrá ykkur strax. Höfum einnig til sölu góðan og ódýran búnað til seglbrettasiglinga, bretti, segl, þurr- og blautbúninga o.fl. Upplýsingar og skráning í síma 91-82579. Fiskiskip til sölu Til sölu er fiskiskipið Árni á Bakka Þ.H. 380, eign þrotabús Sæbliks hf. Skipið er 230 tonn að stærð. Tryggingarmat skipsins er 97 milljón- ir. Óveiddur kvóti 1989 er 529,5 tonn. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður skiptastjóri þrotabúsins. Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Garðarsbraut 12, 640 Húsavík - sími 96 41305. Fjölnýtikatlar til kyndingar með raf- magni, olíu eða timbri, margar gerðir. Mjög góð hitanýting og möguleiki á stýrikerfum, til að fá jafnara hitastig, C.T.C. Total er öflugur nýr ketill fyrir rafmagn, timbur og olíu með innbyggðu álagsstýrikerfi, sem nýtir vel rafmagnið fyrir þá sem kaupa árskílóvött. Dæmi: C.T.C TOTAL kW Rafmagn..............15.75 Viður...................15 Olia....................15 UÓSGJAFINN HF. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 • SlMI 23723 • 600 AKUREYRI FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843 Sovéskir dagar MÍR 1989: TÍNLEIKU í MFNMBORG Kammersveit Ríkisútvarps og sjónvarps Moldavíu, undir stjórn A. Samúile, og óperusöngvararnir María Bieshú, sópr- an, og Mikhaíl Múntjan, tenór, halda tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, mánudagskvöldið 21. ágúst kl. 20.30. Áður en tónleikarnir hefjast verða Sové- skir dagar MlR 1989 formlega settir. Aðgöngumiðar seldir á myndlistarsýningunni í Hafnarborg og yið innganginn. Sömu listamenn halda tónleika í Hveragerðiskirkju þriðjudag- inn 22. ágúst kl. 21.00. Aðgöngumiðar við innganginn. Fjölbreytt efnisskrá: Hljómsveitarverk, óperuaríur, einsöngs- lög, þjóðleg tónlist. Frábærir listamenn. MIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.