Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 30
30 r<E MORGITNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ sunnúdagór 20,'ÁGUST:1Í)89 ÆSKUMYNDIN... ERAF JÓNIMÚLA ÁRNASYNI Varð ungur hændur að djassinum yarla er til það mannsbarn í landinu sem ekki þekkir rödd Jóns Múla Ámasonar, sem borið hefur okkur ógrynni fróðleiks í gegnum útvarps- tækin undanfarna áratugi, hvort sem er í formi fréttalesturs, tónlistar- kynninga eða bara spjalls við hlustendur. Auk þess er Jón Múli einn þekktasti djass-áhugamaður landsins og hefur sjálfur samið fjölda dægurlaga, meðal annars við texta Jónasar Árnasonar bróður síns. Kotroskinn á svip, I matrósafötum. Jón Múii sex ára gamall árið 1927. UR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON ísiglingu Jón Múli Árnason fæddist á Vopnafirði þann 31. mars 1921. Hann er sonúr hjónanna Árna Jóns- sonar í Múla og Ragnheiðar Jónas- dóttur frá Brennu í Reykjavík. Jón er næstelstur fimm systkina, Val- gerður er elst en Jónas og tvíburarn- ir Guðríður og Ragnheiður eru yngri. Fjölskyldan fluttist frá Vopnafirði til Reykjavíkur árið 1924 og settist að á Bröttugötu 6, rétt ofan við Fjal- arköttinn. Frá 1930 til 1933 bjó Jón Múli ásamt fjölskyldu sinni á Seyðis- firði en flutti svo aftur til Reykjavík- ur tólf ára gamall. Heimili foreldra Jóns var opið og frjálslegt og minnast heimildarmenn einkum einstakrar ljúfmennsku Ragnheiðar móður Jóns í garð félaga hans og vina. Einnig átti Jónas móð- urafi Jóns gott bókasafn sem Jón Múli og vinir hans sóttu mikið í. Mikill tónlistaráhugi var á æsku- heimili Jóns og var Árni faðir hans góður söngvari. Gestir komu oft á heimilið og þar var gjarnan spilað og sungið. Smitaðist Jón því snemma af tónlistarbakteríunni og segja heimildir að hann hafi jafnvel ekki farið á koppinn sinn nema að spilað væri fyrir hann á grammófóninn á meðan. Djassinn kom einnig snemma inn í líf Jóns Múla. Jón kynntist djassin- um austur á Seyðisfirði í gegnum útvarpsstöðvar frá Lúxemborg sem auðveldlega náðust þar. Eftir að hann flutti aftur til Reykjavíkur fór hann að reyna' að ná útsendingum BBC og var fljótur að finna þar djass- þættina. Þetta gerði pilturinn algjör- lega að eigin frumkvæði, því þessi tónlist var lítt þekkt á Islandi á þeim tíma, enda vilja sumir halda því fram að Jón Múli hafi verið fyrsti hrein- ræktaði djassistinn á íslandi. Á Hverfísgötunni bjó Jón beint á móti danska sendiráðinu þar sem Birgir Muller átti þá heima. Birgir var einnig mikill djassunnandi og átti þar að auki forláta grammófón. Sátu þeir Jón oft, ásamt fleiri drengj- um, tímunum saman í herbergi Birg- is og hlustuðu á hljómplötur gömlu djasssnillinganna. Heimildarmönnum ber saman um að Jón hafi verið glaðlyndur piltur og alltaf með bros á vör. Hann tók snemma út vöxt, var hávaxinn eftir aldri og sterkur. Hann var ósmeikur við áflog enda beið hann varla nokkru sinni lakari hlut. Fór líka svo að Jón Múli æfði síðar hnefaleika um tíma. Á æskudögum á Bröttugötu áttu Jón og Jónas ásamt nokkrum fleiri borgarabömum í stöðugum etjum við verkamannastrákana Gunnar Huseby og fleiri. Var þar barist nieð trésverðum í portinu aftan við Fjalar- köttinn og fóru leikár yfirleitt svo að verkamannasynirnir báru sigur úr bítum. Hvort að þessir ósigrar hafi átt einhvern hlut í vinstrisinnuð- um skoðunum Jóns síðar meir skal ósagt látið. Jón virtist aldrei óttast neitt í æsku, var forvitinn og uppátækja- samur. Flest virtist leika í höndum hans og hæfileikar hans lágu á mörg- um sviðum. En hann var staðfastur og þijóskur og gaf sig aldrei, þó hann þyrfti að berjast fyrir því. Fyrir tuttugu og tveimur árum leigði ferðskrifstofan Sunna, sem um alllangt skeið var áberandi í íslenskri ferðaþjón- ustu, tvö skemmtiferða- skip frá Austur-Þýska- landi og bauð upp á siglingu til Evrópu. Fyrri ferðin var farin um páska á skipinu Fritz Heckert. Hin síðari var í ágústmán- uði á glæsifleytunni Volkefrendsc- haft en meðfylgjandi myndir eru einmitt þaðan. Alls fóru um 400 manns í fyrri siglinguna en 5(50 í þá síðari, svo nærri lætur að 1.000 manns hafi farið í skemmtisiglingu með þessum tveimur skipum. Volkefreundschaft var smíðað í Svíþjóð, hét upphaflega Stockholm og sigldi sænsk-amerísku sjóleiðina. Skipið var svo selt til Austur- Þýskalands 'og gefið nýtt nafn. Þetta var tilkomumikið skip, 14.800 smálestir og tók 550 farþega. Þess má geta að Gullfoss okkar íslend- inga var nærri fjórfalt minni. í upphafi ferðarinnar var stefnan tekin til Björgvinjar og þaðan með- fram Noregsströndum til Óslóar. Frá Noregi var haldið til Kaupmannahafnar og lagt við Löngulínu. Siglt var eftir Kílar- skurði niður til Amst- erdam og þaðan til Lundúna áður en snúið var heim á leið. Alls tók siglingin hálfan mánuð. Mikið fjör var um borð og fjöldi íslenskra skemmtikrafta sá til þess að engum þyrfti að leiðast. Nætur- klúbbur var starfræktur og skemmtiatriði á hveiju kvöldi. Auk skemmtikrafta var 20 manna farar- stjórn með í för. I veitingasölum skipsins var borinn fram íslenskur matur sem matreiddur var af aust- ur-þýskri áhöfn skipsins. Þrátt fyrir að vel hefði tekist til var þessi sigling ekki endurtekin og er þessi ferð líklega síðasta skemmtiferðasiglingin með þessum hætti sem íslenskir aðilar hafa stað- ið fyrir. Guðni Þórð- arson í Sunnu ásamt hin- S TlSllS um austur- þýska skip- stjóra Volk- efreundsc- halit. STARFIÐ ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON SKIPSTJÓRIÁ AKRABORGINNI Siglirþjóð- arskútunni Þorvaldur Guðmundsson skip- stjóri á Akraborginni hefur ferjað ferðalanga á milli Akraness og Reykjavíkur í 15 ár. Hann fer 8 sinnum á milli hafna á dag eða nærri 3.000 ferðir á ári. Þorvaldur er gamalreyndur skip- stjóri bæði hér á landi sem er- lendis. „Ég er búinn að vera skip- stjóri síðan 1961, fyrst á Haraldi Böðvarssyni. Frá 1968 til 1974 var ég skipstjóri hjá hafrannsóknardeild FAO, landbúnaðar- og matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna, og sigldi' þá frá Argentínu. Verkefni okkar þar voru rannsóknir á fiski- göngum og veiðarfæratilraunir." Þorvaldur lætur vel af starfi sínu á Akraborginni. „Hér er mikið að gerast, maður hittir margt fólk og þetta er í alla staði líflegt og skemmtilegt starf.“ Hann kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af því að valda tjóni á bílunum í feijunni. „Ég hafði meiri áhyggjur af að skemma á eldra skipinu en eftir að við fengum þetta skip, því það er miklu rólegra. Við höfum sloppið ágætlega við slíkt, enda er yfirleitt stillt í sjó og ekki mikil hætta á skemmdum." Þorvaldur leiðist alls ekki að sigla svo oft sömu leiðina. „Ég er búinn að þvælast svo víða hér áður að þetta eru bara rólegheit. Fyrir vikið getur maður líka verið heima hjá sér á kvöldin." ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... Magnús L. Sveinsson, for- seti borgar- stjórnar á borg- arstjórnarfundi 5. des. 1985. Ekki sjoppufæói Þegar séð var hversu fundur myndi dragast þá var ákveðið að athuga með mat handa borg- arfulltrúum, en þar sem tíminn var svo naumur þá var ekki hægt að fá heitan mat, en brauð verður hér á borðum . . . (Gunnar Eydal: Það tókst að bjarga heitum mat.) Nú jæja, en þó ekki kótilettum eins og við hefðum helst viljað fá . . . BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU Þorkell Sig- urlaugsson viðskiptafræð- ingur Eg hef verið að renna í gegnum bókina The Green Capitalists; Industry’s search for environmental excellence“. Bókin sem er eftir John Elkington fjallar um mikilvægi umhverfisverndar. Ég hef skrifað svolítið um bækur og hef aðallega áhuga á að lesa fræðibækur. Ég ákvað að kíkja í þessa bók núna enda eru umhverfismál og gróður- vernd meira á döfinni nú en oft áður“, Lárus Már Björnsson framkvæmda- stjóri Yfirleitt er ég að lesa nokkrar bækur samtímis og nú er það heildarsafn ljóða eftir gríska skáld- ið Constantin Cavafy og aðra um hollensk-bandaríska listmálarann Willem de Kooning eftir Diane Waldman. Úr klassísku deildinni er ég að lesa Endurtekninguna eftir Soren Kirkegrd í íslenskri þýðingu. PLATAN ÁFÓNINUM Páll Heiðar Jónsson löggiltur skjalaþýðandi Þessa dagana er ég að hlusta á sinfóníur Beethovens, en hann er það tónskáld sem ég hef -hvað mest dálæti á. Á afmælinu mínu í fyrra fékk ég allar sinfóníurnar hans á geisladiskum og hef ég haft mikla unun af að hlusta á þær. Ég á eingöngu klassíska tónlist og fyr- ir utan sinfóníur og píanókonserta Beethovens hlusta ég á Mozart við sérstök tækifæri auk annarra verka. Páll Kr. Pálsson for- stjóri Síðast hlustaði ég plötuna New York, New York með Frank Sinatra en hún er í hvað mestu uppáhaldi hjá mér og hefur verið reglulega á fóninum síðastliðin átta ár. Ég hlusta ekki svo oft á plötur en þegar þannig liggur á mér verða gamlar kempur yfirleitt fyrir valinu s.s. Alan Parson, Leonard Cohen og John Lennon. MYNDIN ÍTÆKINU Síðast horfði ég ásamt níu ára gömlum syni mínum á mynd- bandið Á ævintýraeyjunni eftir samnefndri bók breska rithöfundar- ins Enid Blyton. Ég las allar ævin- týrabækurnar eftir Blyton þegar ég var lítil og sonur rninn var nýbúinn að lesa bókina Á ævintýraeyjunni svo við lifðum okkur bæði inn í myndina. Við skemmtum okkur Atli Þór Albertsson, 9 ára * Eg fékk lánað myndbandstæki um daginn og er búinn að horfa dálítið mikið upp á síðkastið. Síðast horfði ég á mynd sem heitir Blue Grass og er um konu sem hóf hrossarækt á búgarði og ræktaði veðhlaupa- og verðlaunahesta. Hún er bara mjög skemmtileg. Ég horfi annars á alls konar myndir. konunglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.