Morgunblaðið - 20.08.1989, Side 18

Morgunblaðið - 20.08.1989, Side 18
18-. C Fjölmiðlar Stöð 2 til 97% lands- manna um áramótin Stöð 2 etur kaupstöðum landsins samaii í landsleik — en hve margir landsmenn ná og horfa á Stöð 2? Að sögn þeirra Hannesar Jóhanns- sonar tæknistjóra og Sighvats Blönd- als markaðsstjóra er ekki langt í að Stöð 2 geti talist sjónvarp allra lands- manna. Fastir áskrifendur séu 43 þúsundir en heimili á landinu talin um 74 þúsund. Sighvatur sagði að 92 af hveiju hundraði landsmanna næðu sendingum stöðvarinnar en markmiðið væri að um næstu áramót næðu 96-97% sendingunum. Enn eru t.a.m. Sigluíjörður, Seyð- isfjörður, Grundarfjörður og nokkrir aðrir staðir ekki „inni í myndinni" og einnig væru myndgæðin á ein- staka stöðum um landið ekki sem skyldi, t.d. á Vopnafirði og á Höfn í Homafirði væru þau öldungis ófull- nægjandi. I lok þessa mánaðar verður tækni- búnaður settur upp á Langholtsfjalli við Flúðir og fyllt verður í tvær „hol- ur“ í Reykjavík; móttökuskilyrði í miðbænum og Þingholtum og Skóga- hverfi hafa verið slæm. Nýr sendibún- aður verður settur upp við Blönduós og munu Skagstrendingar þá ná sendingum stöðvarinnar. Næsti áfangi verður um miðjan október, þá munu m.a. Grundarfjörður og Búðar- dalur ná sendingunum og einnig kem- ur Siglufjörður inn í myndina enn- fremur Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker og Seyðisfjörður. Reiknað er með að lokið verði við nýtt dreifi- kerfi um Austfirði í september eða októbermánuði og þá munu mynd- gæðin í Vopnafirði og Hornafirði verða mjög vel boðleg. I árslok er stefnt að því að þrengja hringinn enn frekar; hefja sendingar á Vestfjörð- unum suður af Bolungavík, Mývatns- svæðinu og í Rangárvallasýslu aust- anverðri. Eins og nýlega hefur komið fram í fréttum sótti Stöð 2 um 12 milljón króna lán frá Byggðastofnun til að fjármagna hluta þessara fram- kvæmda en þeirri málaleitan var hafnað. Jón 'Óttar Ragnarsson sjón- varpsstjóri Stöðvarinnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að markmið þeirra stöðvarmanna væru óbreytt þrátt fyrir afsvar Byggðastofnunar en þessi afgreiðsla gæti hugsanlega hægt eitthvað á framkvæmdum. Hann sagðist þó vongóður um að lánafýrirgreiðsla fengist annars stað- ar frá sem gæti gert Stöð 2 kleift að standa nokkum veginn við þessar tímaáætlanir. jMORÓUNBLABH) FJÖUWÐLAR ________ . UR 20. ÁGUST 1089 Fj ölmiðlagagnrýni! ? ■ Ekki sjálfsdýrkun heldur nauðsynlegft menningarlegt aðhald FJÖLMIÐLAR fjalla mijkið um fjölmiðla, — meira en góðu hófí gegnir að mati sumra. Útvarpsraddir tala mikið um aðrar raddir á sömu rás ýmist í kynningarskyni eða vegna þess að raddimar em helstu einkenni þeirra veralda sem rásiraar reyna að skapa. Strákamir á Bylgjunni tala mikið um Valdísi og þar fram eftir götum. Sjálfsdýrkun af þessu tagi þykir víst nauðsynleg til þess að skapa sjónvarps- og útvarþsstöðum sjálfsmynd og fyrir áhang- endur skiptir hið vinalega og kunnuglega andrúmsloft sem skap- ast, miklu máli. Víst er að Islendingar hafa enn sem komið er heyrt minna af þessu en margar aðrar nágrannaþjóðir sem hafa búið lengur við samkeppni á öldum ljósvakans. Þó svo fj ölmiðla- gagnrýnendur Qalli um fjölmiðla í fjölmiðlum þá á það sem þeir gera að vera af allt öðmm toga en það sjálfshól og — gælur sem lýst er hér að ofan. Þetta tvennt er í raun óskylt með öllu. Orðið gagnrýni eða krítík er grískt að uppruna. Kritikos eða krités þýðir í klasSískri grísku dómur eða dómari. Rökhefð Grikkja er kunn og því kemur það ekki á óvart að greining er samof- in þessari skilgreiningu á gagn- rýni því enginn úrskurður getur verið án rökfræðilegrar sundur- greiningar. Fjölmiðlagagnrýni er því samkvæmt þessu rökfræðileg greining á fjölmiðlum og úrskurð- ur í framhaldi hennar, — hún er einskonar tilraun til þess að halda uppi upplýstri umræðu um fjöl- miðla og leit að vitrænum viðmið- unum til þess að meta verk þeirra, er á fjölmiðlum vinna. Smekkur, stjórnmálaskoðanir, lífsviðhorf og aðrir huglægir þættir hafa að sjálfsögðu áhrif en þeir eiga að vera víkjandi. Þegar Qölmiðla- gagnrýnir segir að eitthvað sé betra eða verra en annað þá bygg- ir hann það á öðrum forsendum en þeim sem hann leggur til grundvallar þeg- ar hann gerir upp við sig hvort hann vilji kaffi eða te. En til hvers gagnrýni? Hvers vegna setja einhveijir sig á háan hest og flokka, greina og meta? Sjónvarpið er bara eins og það er. Hvað þarf að velt vöngum yfir því? Þessum spurningum er helst hægt að svara með því að vísa til þess að fjölmiðlar eru mjög áhrifamiklir jafnt félagslega, stjórnmálalega sem menningar- Hannes Hólmsteinn Gissurarson lega. Vondir fjölmiðlar geta haft vond áhrif. Rlöð geta borið út óhróður um saklausa einstaklinga og félagasam- tök, — vont út- varp getur skert málhæfni fólks, — hlutdrægt og óvandað sjón- varp getur orðið áróðursmaskína ófyrirlitins minnihlutahóps sem skert gæti lýðréttindi meirihlutans. Gegn slíku beinist m.a. gagnrýnin. Fjöl- miðlar geta aukið á grósku mann- lífsins og fjölbreytni menning- arlífsins, — þeir geta stuðlað að betra samfélagi, — auknu frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Fjölmiðla- gagnrýnandinn á að halda þeim BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fridgeirsson Þröstur Haraldsson. Illugi Jökulsson. við það sem vel er gert og gott þykir. Gagnrýnandi á að benda á slæm vinnubrögð og mistök og hann á að kalla forsvarsmenn til ábyrgðar. Hann á að veija sjónar- mið almennings, neytandans, sem þegar upp er staðið, borgar allan brúsann. Hann á að gæta þess að neytandinn sé ekki snuðaður. Almenningur á ekki að þurfa að borga fyrir innihaldslaust og leið- inlegt froðusnakk eða slæma tæknivinnu. Fiölmiðlar eiga ekki að komast upp með slíkt. Gagn- rýnirinn á að veita ijölmiðlum fé- lagslegt, faglegt og menningar- legt aðhald. íslensk fjölmiðlagagnrýni er til- tölulega ný af nálinni og er óhætt að segja að hún sé afsprengi hinna svokölluðu fjölmiðlabyltingar. Hún er ekki að neinu leyti fallin í fastan farveg. Útvörp, tímarit og blöð eru mjög að þreifa fyrir sér með hentugt yfírbragð og form. Líklegt er að fjölmiðlakrítík verði á næstu árum meira áber- andi og fastmótaðri, — víst er að Ólafiir M. Jóhannesson. „Gagnrýni á ekki að byggjast á smekk, — ekki á sömu forsendum og sú löngun sumra að vilja fremur kaffi en te.“ hér á landi er af nógu að taka. Engin gagnrýni er algild, allra síst fjölmiðlagagnrýni þar sem hún eltir endalaust ólar við tísku- sveiflur allskonar, — ólíkt sígildri menningargagnrýni. Hins vegar geta forsendurnar verið algildar svo og markmið og tilgangur, þó svo gagnrýnin sjálf sé háð tíma og rúmi. Þótt allt fram streymi endalaust þá er vatn alltaf vatn sem ávallt leitar til sjávar. ...HAHAHA...ERTA MEINIDA?... Það er svo gott að kom- ast upp á golfvöll, ekki síst þegar veðrið er gott. Þarna ríkir svo mikill friður, svo mikil kyrrð að það er engu líkara en maður sé langt úti í sveit. Samt er völlurinn að Jaðri hér rétt í jaðri bæjarins. Án þess að truflast af byggðarhljóðum gengur maður upp og niður hæðir og lautir með kerruna í eftirdragi og reynir að berja boltann smátt og smátt áleiðis að flöt og ofan í holu. Flestir keppast við að slá sem fæst högg og fara sem lengst hveiju sinni en mér þykir ágætt að taka stutta áfanga og tel sjálfum mér trú um að það sé miklu betri líkams- rækt. Því fleiri högg, þeim mun fleiri bolvindur, ekki satt? Þegar ég var að leita að kúlunni minni einn daginn um verslunarmánnahelgina fór ég að huga um útvarp. Það er dálítið merkilegt að fylgjast með því úr fjarska eftir að hafa kynnst inn- viðum þess dálítið. Og það er undarlegt hvaða stefnur geta orðið ráðandr á svona útvarpsstöðvum. Á bemskudögum Svæðis- útvarpsins á Norðurlandi, sem margir kalla í seinni tíð Svæðisnuddið, minnti Jónas Jónasson iðulega á nauðsyn þess að útvarp væri vinur fólksins. Það er vissulega góð kenning því vörpin eiga hvorki að svíkjast að fólkinu með eitthvað sem er því tii ills né drepa það úr leiðind- um. En þessi vináttustefna er vandmeðfarin í meira lagi og skelfilegt þegar svo langt er gengið í vinskapnum að vörpin séu orðin eins og rakkar sem flaðra upp um hvem sem á vegi þeirra verð- ur. Mér hefur orðið tíðrætt um það handa hveijum það útvarp er sem er lítið annað en góðlátlegt og innihalds- laust kjaftæði. Fjarskalega margt er í þá áttina hjá þeim útvarpsstöðvum sem óma sleitulaust daginn út og inn og jafnvel nóttina líka á vinnustöðum, í verslunum, meira að segja hátt og snjallt í heyrnarhlífum þeirra sem hafa þess háttar tæki á höfð- inu til þess að veija eyrun skemmdum. Þessi niður virð- ist meira að segja ekki meira virði en svo í augum þeirra sem ráða til dæmis Stjörnu- bylgjunni og Effemmstöðinni að þeim þykir ástæðulaust að birta dagskrá. Aðeins em birt nöfn þeirra sem velta plötum á þessum stærstu diskótekum landsins. Fæstir hafa þeir nokkuð að segja. Þetta fólk er bara þarna og reynir að vera ósköp vin- gjarnlegt. Rás tvö er oft litlu skárri þó að dagskrárliðir heiti nöfnum. Þó em þar fastir þættir sem almenni- lega er staðið að, til dæmis hjá Gunnari Salvarssyni, Kristjáni Siguijónssyni, Skúla Helgasyni og Svavari Gests. Til þess að spara sér fyrir- höfnina af því að láta sér koma eitthvað í hug í afþrey- ingunni er svo bmgðið á það ráð að hafa símatíma. Þá em saklausir hlustendur píndir til að taka þátt í allsheijar- sauma- og kjaftaklúbbum um trúlofanir, gamlar hræri- vélaskálar, heillegt eintak af Kapítólu, hvað á að gera, borða, fara um helgina, meira að segja hvernig heið- virðar miðaldra konur geti komið því til leiðar að sak- lausum eiginmönnum þeirra rísi hold meira og betur en reynst hefur hingað til! Svo bætast við meinhornin og þjóðarsálirnar með þrasi og blaðri. Allt meira og minna til þess að fólk geti heyrt í sjálfu sér í útvarpi eða sagt við vinnufélagana: „Heyrð- irðu hvemig ég tók þá í gegn í útvarpinu í gær?“ Og rétt eins og trúlofunar- snakkið og plötusnúðarausið á Stjörnubylgjunni er talið á Rás tvö að verða eins og í saumaklúbbi. Allt er að verða svo óskaplega sniðugt, hahaha, og góðlátlegur hlát- ur og stelpnalæti em að verða fastur liður á dagskrá. Hahaha, ertameinaða, elsku bara hringiði ef ykkur langar f óskalag, hahaha, hvemig er veðrið hjá þér skan?, já ég vissiða, sonerett alltaf þama fyrir austan, hvað seg- irðu? hahaha, og fóbbrotnað- ann? og svo era hérna nokkr- ar afmæliskveðjur, hahaha, bið eruð bara ekkert hættir þó að þið hafið oft gefið út alls konar yfirlýsingar, haha- ha, þú ert igja meinida, haha- hahaha, og við ætlum að gefa þeim sem hringja frítt inn á leikinn í kvöld, hahaha, og það er matsölustaðurinn pottlokið á horninu á Suður- vegi og Vesturbraut sem var svo vinsamlegur að senda okkur þessa obbossla góðu hamborgara sem við emm að borða núna, hahaha, ummm! Það er gott að vera uppi á golfvelli, en það er líka gott að sitja heima og hafa slökkt á útvarpinu. En er ekki dálítið fáránlegt þegar það er að verða einn fárra kosta við útvarp að það er hægt að slökkva á því? Sverrir Páll Erlendsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.