Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 21
_________ -_________MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR sunnudagur BLÚS///^r er Telecastermeistarinn? 20. AGUST 1989 c Svart/hvítur rafblús ÞVÍ er iðulega haldið fram að biúsinn sé dautt tónlistarform og að allir sem einhverju hafi náð í þeirri tónlist séu dauðir eða svo gott sem. Einn af þeim sem ekki fallast á það sjónarmið er Chicagobúinn Bruce Iglauer, sem rekur útgáfúfyrirtækið Alli- gator. Alligator hefur einbeitt sér að því að gefa út þann blús sem leikinn er í Bandaríkjunum í dag og hefur náð góðum árangri og sífellt bætast við nýjar blússveitir eða blúslistamenn sem fyrirtækið gefur út. Ein helsta stjarnan, Albert Collins, er þó enginn nýgræð- ingur, heldur hef- ur hann verið á meðal fremstu blúsgítarleikara Bandaríkjanna í nærfellt fjörutíu ár. Það var þó ekki fyrr en hann fór að gefa út plötur á vegum Alli- gator fyrir tíu árum að vinsældir hans urðu almennar og síðan 1985 hefur hann m.a. vakið hrifningu fyrir frammistöðu sína með George Thororgood á Live Aid-tónleikun- um, leikið inn á plötu með David Bowie og komið fram með Stevie Ray Vaughan svo eitthvað sé nefnt. eftir Áme Motthíosson Albert Collins lék á tónleikum í New York fyrir skemmstu. Lone Star Roadhouse Tónleikarnir voru í búllu sem kallast Lone Star Roadhouse og er þá vísað til Texas. Upphitunarsveit var sveit Elvins Bishops, sem lék í Butterfield Blues Band á sínum tíma. Bishop hefur leitt eigin hljóm- sveit síðan hann sagði skilið við Paul Butterfield um 1970 og geng- ið þokkalega. Hann leikur rokkblús með kímnitextum og ágætis gítar- leik og hefur sér til fulltingis þokka- lega sveit. Saxófónleikari sveitar- innar var þó framúrskarandi, en það bar mest á Bishop, sem var einkar frískur og léttur á sviðinu. Hann var með senditæki tengt gítarnum og átti það til að bregða sér á barinn til að fá sér bjór eða annan drykk í miðjum lögum og í lokasyrpunni fékk hann föngulega stúlku úr salnum til að leika á gítar- inn með sér, sem vakti mikla hrifn- ingu og vonlegt er. Texasblús Eins og áður sagði hefur tónlei- kastaðurinn Lone Star Roadhouse nafn sitt af „lone star“-fylkinu Tex- as og það var því við hæfi að Texas- blúsleikarinn Albert Collins væri næstur á svið. Collins sjálfur birtist Elvin „Pigboy Cranshaw" Bishop Albert Collins þó ekki strax; lét sér nægja að senda sveitina, Icebreakers, á und- an til að hita aðeins upp. Vakti athygli að gítarleikari var hvít stúlka, sem sýndi að hún var enginn viðvaningur í gítarleik í fyrsta lag- inu sem sveitin lék. Icebreakers var á þessum tónleikum skipuð lítt þekktum tónlistarmönnum að mestu, en þó var á meðal bassaleik- arinn snjalli Johnny B. Gayden og tiymbillinn Morris Jennings. Eftir upphitunarlag kom Albert á svið með Fender Telecaster-gítar- inn sinn á öxlinni og sett var á fulla ferð. Byrjað var á rólegu lei- knu lagi en siðan kom lag sem vakti mikla hrifningu, I ain’t Drunk, með snjöllum texta og virtúósaleik Coll- ins á gítarinn, sem talaði til áheyr- Ijósmynd/Björg Sveinsdóttir enda og hreytti ónotum í þá. Það lag er að finna á síðustu plötu Al- berts, Cold Snap og fleiri lög voru viðruð af þeirri plötu. Til þess kall- aði Albert með sér á svið homa- flokkinn The Uptown Horns, sem vann með honum plötuna. Þá voru komnir á svið sjö blásarar, því þrír voru fyrir, og fundu þeir sem næst sátu sviðinu hár sitt bærast er flokkurinn blés af hvað mestum móð. Sem gítarleikari standa fáir Al- bert Collins á sporði og enginn leik- ur eftir „ískaldan“ hljóm hans á gítarinn. Hann hefur verið kallaður Telecastermeistarinn, en fáir nútíma gítarleikarar leika á Telec- aster-gítar, flestir kjósa heldur Fender Stratocaster eða einhveija Gibson-útgáfu. Collins er ekki góð- ur söngvari, en hefur þó batnað mikið með árunum og hann er ófeiminn við að fá til liðs við sig söngvara úr ýmsum áttum eftir því sem við á. Svo var og þetta kvöld og í síðustu lögunum fékk hann til liðs við sig kunninga utan úr sal, sem söng af mikill íþrótt og innlifun á meðan Collins rölti um salinn og lék af fingrum fram hina ótrúle- gustu tónaklasa. Líkléga hefur Collins leikið í um hálfa aðra klukkustund, og hefði gjarnan mátt leika jafn lengi til viðbótar, en ógjörningur reyndist að klappa hann upþ, enda orðið framorðið og Collins og sveit hans búinn að leika aiinað eins fyrr um kvöldið. Afínæliskveðja; Rögnvaldur Sig- urðsson, bókbindari í dag, sunnudaginn 20. ágúst, á vinum minn 75 ára afmæli. Rögn- valdur Sigurðsson fæddist 20. ágúst 1914 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Sigurður, fæddur 11. desember 1887, dáinn 10. desember 1964, kennari á Siglufirði Björg- ólfsson og kona hans Svava, fædd 20. nóvember 1888, dáinn 29. sept- ember 1960, Hansdóttir. Rögn- valdur hóf nám í bókbandi hjá Árna Árnasyni á Akureyri 1934. Hann flutti til Reykjavíkur 1936 og hélt áfram námi hjá Guðmundi Gamalí- elssyni. Lauk námi í ísafoldarbók- bandi 5. október 1942. Leiðir okkar Rögnvaldar lágu fyrst saman 1939 og því hálf öld sem ég hef þekkt Rögnvald og unnið með honum og aldrei hefur okkur orðið sundurorða að heitið gæti og tel ég það sérs- takt, enda Rögnvaldur sérstakt prúðmenni og þægilegur í um- gengni enda er lífsstíll Rögnvaldar þannig að hann hefur ekki tekið lífinu of alvarlega því hann veit að hann sleppur aldrei lifandi frá því. Sérstaklega man ég eftir árunum í ísafoldarbókbandi árin 1941-1947 var þá oft glatt á hjalla hjá okkur félögunum í bókbandinu. Rögn- valdur vann síðustu 23 starfsárin sín í Ríkisprentsmiðju Gutenberg og lét þar af störfum sökum aldurs Afínæliskveðja: Margrét Jónsdóttir Á morgun, 21. ágúst, hyllum við elskulega ömmu mannsins míns, Margréti Jónsdóttur. Hún verður 90 ára þessi „unga“ kona. í mínum huga minnir amma mig um margt á Bjart í Sumarhúsum. Hún er hetja síns tíma, sjálfstæð, stolt og skap- stór. Auk þess er hún skemmtileg kona og falleg. Bein í baki og með sitt hvíta hár geislar af henni hvar sem hún fer. Já, hún amma á gott! Þó lífið hafi ekki alltaf farið um hana silkihönskum. Hún á gott, því lífið gaf henni djörfung og hug sem fáum. Manninn sinn, Jóhannes Bárðar- son sjómann, missti Margrét fyrir þrjátíu árum og tveimur af börnum þeirra fylgdi hún til grafar í vetur, Elsu stjúpdóttur sinni í janúar og yngsta syninum Ómari nú í apríl. En hún stendur styrk, hin börnin hennar, Jóhannes, Bárður og Kristín, eru hennar stoð og gleði. í tilefni afmælisins samgleðjumst við Margréti Jónsdóttur á heimili dóttur hennar, Kristínar, Ránar- götu 44 eftir klukkan þijú á morg- un. Elsku amma, þína heill og ham- ingju!!! Helga Mattína 1984. Rögnvaldur giftist Guðnýju Guð- mundsdóttur, fædd 17. desember 1917. Átti hann eitt barn með henni, Snorra, fæddan 4. júlí 1942. Þau slitu samvistum. Seinni kona Rögnvaldar, Unnur Sigurðardóttir f. 11. maí 1910. Hún lést þann 11. apríl 1973. Dóttir þeirra er Sigríður Svava, f. 17. mars 1949. Rögnvaldur mun taka á móti vin- um og vandamönnum í húsi Félags bókargerðamanna á Hverfisgötu 21 milli kl. 17 og 19 í dag, afmælis- daginn. Ég og aðrir vinir Rögn- valdar óska honum innilega til ham- ingju með afmælisdaginn. Arnkell B. Guðmundsson Hraðlestrarnámskeið Námskeið í hraðlestri hefst 30. ágúst nk. Þú lærir áhrifaríkar aðferðir í hraðlestri á námskeið- um Hraðlestrarskólahs! Á níu ára starfstíma skólans hafa nemendur að jafnaði þrefaldað lestrarhraða sinn í öllu lesefni. Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans, skaltu skrá þig sem fyrst á námskeið. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. Hraólestrarskólinn HANDGERÐ FUGLAHUS Garðprýði aBt árið 61 x 61 x 71 cm Póstsendum. Sendum bæklinga ef óskað er. Verslunin Klapparstíg 44 Sími 623614 46x63x48 cm 86 x 51 x 76 cm 23 x 28 x 23 cm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.