Morgunblaðið - 20.08.1989, Side 11

Morgunblaðið - 20.08.1989, Side 11
og sveitir. Hagur fólks og fyrir- tækja á þessum stöðum er misjafn rétt eins og á Reykjavíkursvæðinu. Frystingin? Það er engin ein og algild frysting heldur mörg frysti- hús, á annað hundrað talsins, sem eru misjafnlega vel rekin og búa að ýmsu öðru leyti við ólíkar að- stæður. Um fátt hefur verið meira rætt á undanförnum misserum en fjár- magnskostnað, sem lagst hefur með þunga á einstaklinga og fyrirtæki. Sú umræða hefði verið ögn fijórri ef þess hefði oftar verið minnst, að lán sem ekki eru tekin, bera enga vexti. Tveir einstaklingar hafa ný- lega skýrt mikilvægi þessa einfalda atriðis með eftirminnilegum hætti. Frú Álfhildur Ólafsdóttir er að- stoðarmaður landbúnaðarráðherra og minkabóndi. Hún rekur loð- dýrabú í Vopnafirði ásamt fjöl- skyldu sinni. I viðtali við dagblaðið Tímann 5. ágúst skýrir hún frá því að hagnaður sé af rekstri búsins. Blaðið spyr hver sé skýringin á því að betur gengur í loðdýrarækt í Vopnafirði en annars staðar á landinu. Ásthildur svarar blaða- manni því, að á þessu séu ýmsar skýringar, m.a. þær að bændunum hafi aldrei verið hleypt í neinar skuldir að ráði við fóðurstöðina og menn hafi verið vandir á það að borga sitt fóður á tilsettum tíma, eins og komist er að orði. Einnig hafi loðdýrabændur í Vopnafirði farið varlegar í fjárfestingar en víða annars staðar. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski, hinn kunni athafnamaður sem hófst af sjálfum sér, greiðir enn eitt árið hæstu skatta sem lagð- ir eru á einstaklinga. í viðtali við blaðamann DV 4. ágúst svarar hann spumingu um það hver sé galdurinn að velgengninni á þessa leið: „Ég hef aldrei eytt um efni fram. Það hefur verið unnið fyrir peningum áður en þeim hefur verið ráðstafað. Móðir mín kenndi mér það strax í uppeldinu.“ MORGUNBLAÐIÐ MAMNLIFSSTRAUMARsvnnudagur 20. AGUST 1989 4 VtSXHOÍ/Afhverju hefur „veika kynid“ hetra litarskyn? Litblinda hjá öpum Litblinda getur verið hvimleið, þó hún hamli ekki alvarlega fólki sem af henni þjást. Ég minnist gamals vinar í skóla norður á Blönduósi sem var lit- blindur og höfðum við bekkjar- félagarnir gaman af því að „leið- beina“ honum i litavali í teikn- itímum. Hlutirnir voru oft skrautlegir á litinn, grænir kálf- ar og rauð laufblöð, en við nut- um þess að heyra athugasemdir kennarans, sem hafði lítinn skilning á vandamálum vinar okkar. En litblinda er ekki alltaf jafn spaugileg. Rétt litaskyn getur ráðið miklu um það hvemig lífver- um reiðir af í lífsbaráttunni. Það nýtist þeim til að greina hættur og eins til að finna mat. Dýr sem lifa á ávöxtum og grænmeti sjá til að mynda muninn á van- og full- þroska gróðri og þurfa því ekki að eyða tíma í að bragða á grænj- öxlum, áður en þau finna ætan ávöxt. Sjónhimna manna og nokkurra annarra hryggdýra hefur að geyma þijár mismunandi tegundir „keilufruma". Ljósgleypni þessara fmma er mismunandi. Ein tegund- in gleypir best blátt ljós, önnur grænt, en sú þriðja er næmust á Sumar tegundir karlapa verða að sætta sig við lit- laust líf. rautt og gult ljós. Mismunandi örv- un framanna þriggja sendir mis- munandi taugaboð til heilans sem greinir á milli framlitanna og ann- arra mismunandi litabrigða. Litblinda er kynbundin erfða- galli sem þjáir u.þ.b. 20 sinnum fleiri karla en konur. Kjarni hverr- ar framu í lífvera hefur að geyma 46 litninga, en af þeim eru tveir kynlitningar. Þeir eru kvenlitning- urinn X og karllitningurinn Y. Kvenverur einkennast af tveimur X-litningum en karlverar hafa einn X og annan Y-litning. Genin sem stýra litarefnum keiluframanna era staðsett í X litningi, sem skýr- ir af hveiju karlmenn era gjarnir á að þjást af litblindu. Nýlega hafa þrír erfðafræðingar sagt frá áhugaverðum niðurstöð- um tilrauna sem þeir gerðu á erfða- fræði litblindu, eins og hún kemur fyrir hjá smáöpum af gerðinni Saimirisciureus. Þeir fundu að meiri hluti allra kvendýra hefur . litarskyn, en öll karldýr og hluti kvendýra era litblind. Hjá manninum er hvert litargen staðsett á mismunandi stöðum inn- an X-litningsins. í X-litningum smáapanna er málum öðravísi háttað því einungis einn staður er „frátekinn“ fýrir „rauðu“ og „grænu“ genin, sem keppast um að ná honum. Kvenapi, með tvo X-litninga, hefur góða möguleika á að hafa rautt gen á öðram og grænt á hinum, en slíkt leiðir til rétts litarskyns. Beri hinsvegar báðar X-litningarnar sema litarge- nið, hvort sem það er rautt eða grænt, er afleiðingin litblinda. Karlapagreyið er öllu ver í stakk búinn, þar sem hann hefur einung- is einn X-litning, sem getur aldrei borið meir en eitt litagen. Hann er því ævinlega dæmdur til að vera litblindur. Vísindamennirnir telja að fyrir löngu hafi forverar okkar búið við svipaða tilhögun á erfðafræði litar- skyns og smáaparnir en að stökk- breyting hafi leitt til þess að öll litargenin gátu tekið sér stöðu á sama X-litningnum og því stuðlað að fullu litarskini beggja kynjanna. Þetta gæti gefið karlöpunum nokkra von, jafnvel þó trúlegt sé að biðin eftir annarri ámóta stökk- breytingu á erfðaefni þeirra geti orðið löng, þúsund — hundrað- þúsund — milljón eða jafnvel fleiri ár! Þangað til verða þeir að lifa við alla þá ókosti sem fylgja lit- blindu. — Stefán Jónsson meinafræðingur og dósent hér við Háskólann hefur líklega orðið fyrstur til að skrifa á íslensku um blóðflokka. Hann skýrði frá því í Læknablaðinu 1922 að hann hefði með aðstoð nokk- urra stéttarbræðra blóðflokkað 800 manns, konur og karla, og birti tölur um fjöldann í hveijum flokki. Stefán fluttist búferlum til Danmerkur og haustið 1926 tók Níels Dungal við stöðu hans, þá nýkominn heim að loknu fram- haldsnámi. Eftir því sem næst verður kom- ist fór fyrsta blóðgjöf á íslandi fram á Landakotsspítala í árs- byijun 1927. Þeir Dungal og Hall- dór Hansen fluttu þá blóð í sjúkl- ing sem var langt leiddur vegna blæðandi sára í maga. Þetta mun hafa verið óbein blóðgjöf því að í heimild stendur skrifað „cítrat- blóð“ en natríumsítrat er það efni sem löngum hefur verið notað til að koma í veg fyrir storknun. — Tveimur áram síðar fóra Dungal og aðstoðarmaður hans á Rann- sóknarstofu Háskólans í Kirkju- stræti, læknastúdentinn Karl Sig- urður Jónasson, upp á spítala og ungi maðurinn gaf vænan skammt af blóði sínu konu sem hafði feng- ið ofsalegar blæðingar eftir bams- burð. Karl man gjörla að hann lá á bekk hjá rúmi sjúklingsins með- an Dungal framkvæmdi blóðgjöf- ina og hefur blóðið því að þessu sinni verið gefið „beint“. Landspítalinn tók til starfa í árslok 1930 og fyrsta blóðgjöfin þar fór fram 1932, önhur árið eft- ir en sú þriðja 1935, svo að allt var þetta nú í hægagangi fyrsta kastið. Þeir sem gáfu blóð vora skátar og 1940 var stofnuð „Blóð- gjafasveit skáta í Reykjavík" en Jón Oddgeir Jónsson hafði umsjón með starfsemi sveitarinnar í sam- ráði við Guðmund Thoroddsen I yfirlækni skurð- og fæðingar- deilda. Þárna var merkilegt starf margra manna af hendi leyst með sóiha en kröfur tímans fóra sívax- andi og enn var Níels Dungal í fararbroddi. Seint á fimmta ára- tugnum hóf hann að undirbúa byggingu blóðbarika, trúlega við litla hrifningu manna sem voru kjörnir til að sitja sem fastast á galtómum ríkiskassa. En þeir sem sjá lengra en nef annarra nær láta ekkert aftra sér þegar þörfin blás- ir við þeim — svo að blóðbankinn reis af granni og tók til starfa 1953. Fyrstu árin var Elías Ey- vindsson læknir forstöðumaður hans, síðan tóku aðrir við og nú- verandi bankastjóri er dr.Olafur Jensson. — Starfsemi bankans hefur aukist jafnt og þétt með áranum og gerist æ fjölbreyttari. Vaxandi umsvif ýmissa sérgreina læknisfræðinnar kalla á marg- þætta þjónustu: Blóðvinnslu af ýmsu tagi, mótefnarannsóknir og rhesusvamir, vefjaflokkanir, erfðafræðikannanir, sem að nokkra era í samvinnu við vísinda- menn i öðram löndum og stór- merkar að dómi þeirra sem til þekkja. Þannig má lengur upp telja, en hér segjum við þessu sögulega yfirliti lokið og framhaldið er öllum kunnugt. Nú sér blóðbankinn til þess að ævinlega er. hægt að skaffa þeim blóð sem þurfa, og til að afla þess hefur hann úti all- ar klær. Honum verður líka vel ágengt, almenningur skilur nauð- syn þess að leggja inn í þennan banka allra landsmanna og mætti sem best víkja gömlum málshætti við og gera hann að einkunnarorð- um blóðgjafans sem getur orðið blóðþegi sjálfur fyrr en vonum varin I dag þér, á morgun mér! ATR BÓTEL ÖDK vf)> Hveragerði, sími 98-34700. Ánægjuleg dvöl á Hótel Örk Hvernig væri að njóta góðrar þjónustu, borða góðan kvöldverð við kertaljós, dansa við ljúfa tónlist, fara á diskótekið, taka góðan sundsprett og fara nokkrar ferðir í vatnsrennibrautina eða í sánu? Allt þetta fyrir aðeins kr. 8.900 á mann í tvær nætur. Innifalið: Morgunverður, gisting, kvöldverður, sund og sána. Stótglieiilep kaffihlað- borðlaugardags-og Miiimidagsftdrniiðd,ig.i Sundlaugjn Sun Jlaugm og vatnsrcnni- brautin veráa opin um alla helgína, jafntsem aðra daga.Verðkr. 100. Frkt i rennibraut. Frittfynrhótelgesti. Diskótekið verðuropið fðstud. og laugard. frá kl. 22-03. Aðgangseyrirkt. 300. : Frittinntil kl. 24- Fríttfýrirhótelgesti iSS. UÓTEL ÖCK yf)> Hveragerði, sími 98-34700.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.