Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 19.89 f M SS-menn í Goslar (1934): Miðstöð „endurfæðingar" þýzkra Minningarskjöldur í æn a' Goslar: „Bændahöfuð- borg“ nazista. kynstofnsins og „hins sterka bónda,“ boðaði „trúarbrögð blóðs- ins“ og barðist fyrir sameiningu norrænna eða germanskra þjóða í. eitt bandalag. Himmler lærði mikið af Darré, t.d. um hinn „nýja bændaaðal“, og bók hans um Blut und Boden varð kennslurit SS. Seinna var Darré kallaður „hinn illi andi“ Himmlers, sem stjórnaði útrýmingarherferð nazista. Árið 1931 kom Darré á fót „kyn- þátta- og landnámsskrifstofu“ SS, Rasse und Siedlungshauptamt (RUSHA), að beiðni Himmlers. Illa þokkuð hjúskaparlög SS, sem Himmler gaf út í janúar 1932, voru byggð á hugmyndum Darrés og lýstu áhuga hans á blóðflokkum og flokkun kvenna. Auk þess að vera „hjúskaparskrifstofa SS“ fékkst RUSHA við rannsóknir á ættum Þjóðveija erlendis og skar úr um hverjir fengju þýzkan borgararétt. Darré gegndi starfi forstöðumanns RUSHA til 1938. íslandsævintýrið Darré lét málefni Norðurlanda til sin taka. Hann átti sæti í stór- ráði Norræna félagsins í Þýzka- landi, sem var útibú nazistaflokks- ins og rak áróður meðal Norður- landabúa. Það annaðist meðal ann- Hitler á fundi með bændum: „Nýr bændaaðall." ars samskipti við íslenzku íþrótta- hreyfinguna fýrir Olympíuleikana í Berlín 1936. Himmler sat einnig í stórráðinu, ep Rosenberg var „verndari" félagsins og helzti for- ystumaður þess. Sumarið 1934 sendi Darré nefnd manna úr ráðuneyti sínu til íslands til að „kynnast íslensku bændastétt- inni“ og fræða hana um „endurreisn landbúnaðarins“ í Þýzkalandi Hitl- ers. Frá þessu segir i bók Þórs Whiteheads, íslandsævintýrí Himmlers, sem kom út í vetur. Þjóð- veijarnir könnuðu einnig kaup á íslenzkum hestum handa þýzkum smábændum. Tveimur árum síðar sendu Himmler og Darré „rannsóknar- nefnd“ hingað. Nokkrir nefndar- menn urðu seinna illræmdir stríðs- glæpamenn. Að sögn Þórs Whitehe- ads má ætla að nefndin „hafi átt að kanna hér lauslega jarðveginn fyrir umsvif SS . . Heimildir séu til um áhuga SS-manna á landnámi Þjóðveija í sveitum íslands og þátt- taka bænda og búfræðinga í nefnd- inni kunni að einhveiju leyti að hafa stafað af slíkum áhuga. Norræna félagið ofsótt Kreppan kom harðar niður á stór- um býlum en litlum í Þýzkalandi og Darré dró þá ályktun að stundum kynni að vera hagkvæmast að nota plóga. Samkvæmt fyrirmælum hans fengu landbúnaðarverkamenn hús og landskika, svo að þeir gætu orðið sjálfum sér nógir með mat- væli. A árunum 1936-1937 gagn- rýndu umhverfisverndarsinnar framræslu og nýrækt á vegum land- búnaðarráðuneytisins. Þessar fram- kvæmdir voru stöðvaðar að skipun Hitlers, sem stundum fannst hug- myndir Darrés bera of mikinn keim af sósíalisma, vegna uggs um að grunnvatn mundi spillast. Stuðningsmenn Darrés lentu í útistöðum við stjórn nazista og sjálfur komst hann í vandræði. Bramwell segir að hann hafi verið á móti sterku ríkisvaldi, „heims- valdastefnu“ og skilyrðislausri hlýðni við Foringjann, en haldið völdunum vegna þess að bændur hafi stutt hann og hann hafi verið kunnur erlendis. ' Hreyfing „anþrópósófista“ varð að hætta starfsemi sinni 1935. Nazistar ofsóttu bændur, sem að- hylltust kenningar Steiners, og jafnvel norrænu félögin í Þýzka- landi urðu fyrir barðinu á þeim. Þótt undarlegt kunni að virðast stafaði það af andúð nazista á frímúrurum. Nokkur norræn félög voru bönnuð, þar á meðal „regla drúída,“ þótt hún harðneitaði því að hún væri tengd frímúrurum. Bramwell segir að Darré hafi orðið fyrir áhrifum frá nokkrum stuðningsmönnum Steiners, sem störfuðu á hans vegum. Hann hafi tekið nokkrar hugmyndir þeirra traustataki, t.d. að moldin sé, „lif- andi vera“ og „hlekkur í lífkeðju Darré og aðrir yfir- menn landbúnaðar- mála: Hugmyndir um „lífrænan búskap." vaxtar og hnignunar“. Sé hróflað við þessari hringrás muni mikilvæg næringarefni fara forgörðum og hafa áhrif á fæðu mannsins. Nokkrir „mannspekingar“ úr bændastétt reistu tilraunabú í Mari- enhöhe. Þeir héldu skrá um allt, sem máli skipti við búskapinn, gáfu út mánaðarritið Demeter og beittu sér fyrir ljölgun limgerða og skjólbelta, meiri framræslu og aukinni notkun lífræns úrgangs í stað tilbúins áburðar. Ráðherrum nazista var boðið að heimsækja þessa forgöngumenn „lífræns búskapar“ og Hess, Bor- mann og Darré sátu fund RNS um málið 1937. Hess studdi fylgismenn Steiners, en Bormann var andvígur hugmyndum þeirra. Bramwell segir að Darré hafi ekki sannfærzt um kosti hugmyndanna fýrr en í maí 1940, en hafízt þá handa um að tryggja stuðning 22 valdamestu manna nazista við þær. Sjö reynd- ust meðmæltir hugmyndunum, þrír voru í vafa, þrír fjandsamlegir vegna dulspekikenninga Steiners (sem Bramwell segir að Darré hafi tekið afstöðu gegn) og níu voru algerlega á móti hugmyndunum. Landnámið í austri I nóvember 1939 varð Himmler við ósk Darrés um að fá að stjórna landnámi Þjóðveija á pólskum jörð- um, sem voru teknar eignarnámi. Þar með vildi hann sjálfur hrinda í framkvæmd þeim hugmyndum, sem hann hafði kennt Himmler og Hitler 10 árum áður, og sjá hugsjón þýzku ungmennahreyfingarinnar um landnám í austri rætast. Þjóð- veijar utan Þýzkalands áttu að setj- ast að á pólsku jörðunum, en land- námið fór út um þúfur. Tilraunirnar gerðu Darré að „litlum Himmler“ og fyrir þær var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í Nurnberg. Þegar Hess flaug til Skotlands í maí 1941 voru allir stuðningsmenn Steiners handteknir. Þeirra á meðal voru ritstjóri Demeter og einn hán- asti samstarfsmaður Darrés, dr. Hans Markel, sem var með í ís- landsferðinni 1936 og varð síðar veijandi hans í Nurnberg. Darré hélt þó áfram stuðningi við landbúnaðartilraunir og söfnun upplýsinga. Hann skoraði á Himml- er og Heydrich að hætta ofsóknum gegn bændum, en í marz 1942 vár hann sviptur embætti að kröfu Görings og Bormanns. Bramwell segir að hann hafí tekið lítinn þátt í stjórnarstörfum frá því stríðið hófst. Hann hafi ekki hikað við að segja að Hitler mundi tapa stríðinu og sakað hann um að hafa „svikið hugmyndir um blóð og mold“ og lagt hraðbrautir í staðinn. í Bretlandi gerði lafði Eve Bal- four grein fyrir svipuðum hugmynd- um og Darré barðist fyrir í bók sinni The Living Soil 1941. Viðurkennt var að þær ættu vel við á stríðs- tímum. Bændahugsjónin í nóvember 1950 var Darré sleppt úr fangelsi vegna heilsu- brests. Síðustu þijú ár ævinnar skrifaði hann greinar um „lífrænan búskap" og mikilvægi bændastétt- arinnar, en minntist ekki á aðrar fyrri kenningar. Greinar hans birt- ust undir dulnefni í bæjarblaðinu í Goslar, þar sem hann settist að, og í suður-amerísku tímariti, sem gam- all skólabróðir hans ritstýrði. í greinum sínum gagnrýndi Darr i stórfyrirtæki fyrir að virða að vettugi möguleika á nýrri tækni, sem gæti hjálpað bændum. Hann lagðist gegn rányrkju, „verksmiðju- búskap“ og verkaskiptingu í land- búnaði og taldi að allt væri þetta tækni nútímans að kenna. Hann áleit það þráhyggju hjá ríkisvaldinu og atvinnufyrirtækjum að stórbýli gætu leyst allan vanda, en hvatti til vélvæðingar í landbúnaði og notkunar metangass til að fram- leiða orku úr lífrænum úrgangi. Skömmu fyrir andlátið skrifaði Darré lofsamlegan dóm um The Living Soil, sem enskur kunningi hans frá því fyrir stríð sendi honum. Hann fékk einnig send rit eftir Jor- ian Jenks, sem barðist fyrir smábú- skap og hafði verið búnaðarráðu- nautur brezkra fasista. Annar Englendíngur, Rolf Gard- iner, sem hafði hitt Darré í Goslar, setti sig í samband við hann 1951 og kvað það honum að þakka að „lífrænn búskapur" hefði dafnað og eflzt á Englandi. Gardiner var forystumaður á þessu sviði og hafði flutt erindi í BBC 1940 til að láta í ljós aðdáun á Darré og vanþóknun á því hvernig nazistar notuðu hug- myndir hans í áróðursskyni. Demeter var endurvakið eftir stríðið, en Marienhöhe lenti á hernámssvæði Rússa. Demeter- hreyfingin hefur útibú í Norður- Ameríku og Ástralíu og ef hún mælir með einhverri tegund af „heilsufæðu“ er hún talin fyrsta flokks vara. Moldin og gnð Darré lét það verða sitt fyrsta verk þegar hann var laus úr fang- elsi að reyna að koma á fót samtök- um áhugamanna um lífrænan bú- skap og umhverfisvernd. Hann fékk nægan fjárhagsstuðning, en varð að gefa hugmyndina upp á bátinn vegna heilsubrests. Aðrir tóku upp merki hans. The Times fór lofsamlegum orð- um um Herr Darré þegar hann lézt og tók létt á ásökununum gegn honum. Skömmu fyrir andlátið sagði Darré í bréfi til ungs áhuga- manns um „lífrænan búskap“ að sú hugsjón jafnaðist á við landnám erlendis fyrir 1914. Maðurinn hefði í aidanna rás „slitnað úr tengslum við lífrænan mátt moldarinnar og guð, sem lifði og hrærðist í öllu“. Fyrir daga efnishyggju hefði smá- bóndinn verið tengiliður guðs og manna. Það eina, sem gæti gert manninum kleift að njóta sín til fullnustu væri „heilög þrenning“ bóndans, náttúrunnar og guðs. Því miður hefði hann verið svo mikill kjáni að halda að nazistar gætu bætt þessi tengsl. Anna Bramwell telur að tvennt sýni að Darré hafi verið beinn for- veri græningja: áherzla hans á þörf mannsins fyrir tengsl við moldina og áherzla hans á nauðsyn þess að varðveita „lífræna hringrás moldar, vaxtar og hnignunar“. Trú hans á alþjóðasamband bænda beri auk . þess vott um að hann hafi haft óbeit á „útþenslu- og heimsvalda- stefnu,“ eins og græningjar nú og fyrri boðberar „bændahugsjónar- innar,“ þeirra á meðal Bretarnir Cobbett og Goldsmith. Bramwell segir að halda rnegi því fram að án Darrés hefði hreyf- ing umhverfisvemdarsinna liðið undir lok um hans daga í Þýzka- landi. Ekki er víst að öllum líki sú áherzla, sem hún leggur á braut- ryðjandastarf nazistaforingjans í þágu umhverfisverndar, .én að hennar mati er ekki hægt að ganga fram hjá honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.