Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 29
J86I TíjUöÁ ,ö& íl j .. - — MORG U NB tAÐIBÁ TU589-- J2£^29 Sparnaður í heilsu- gæslu? Til Velvakanda. AHúsavík er verið að reisa nýja heilsugæslustöð, sem fullfrá- gengin kostar mikið fé. Þetta er stórt hús, sem mér er tjáð að eigi að vera með torfþaki, þó það verði engum „augnayndi" nema þeim sem á Húsavíkurfiall ganga, því það mun ekki sjást frá bænum. n-vorum við að gera tilboð í 200 manna hóp sem kemur til landsins með Concordeþotu og myndi dvelja hér í tveimur hópum. Þannig virðist bjart yfir ferða- málum hér...“ þar nú þegar. Sérstaklega þarf að laga aðstöðu í sambandi við rekst- ur á tækjunum. Og stærri skála þarf undir gesti. í framhaldi af þessu er kannski hægt að minnast á að fyrir dyrum stendur ferðakaupstefna hjá „Vest-Norden“ samstarfinu og verður hún í Reykjavík 14.-15. september. Kaupstefnan er haldin sitt á hvað á íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Þangað er boðið ferðakaupmönnum frá Evrópu og Ameríku og raunar alls staðar að. I fyrra fór ég til Færeyja að kynna jöklaferðir og ekki síður Austur- Skaftafellssýslu. Ég held að aukn- ingin í sumar sé að hluta til komin vegna þessarar kynningar. Og í sambandi við kaupstefnuna í haust fáum við í fyrsta skipti erlenda ferðakaupmenn hingað í Austur- Skaftafellssýslu til að skoða að- stæður hér. Þegar hafa skráð sig í ferðina hingað 16 ferðakaupmenn frá Hong Kong, Ástralíu, Hollandi, Kanada og Bandaríkjunum. Við væntum að þessi kynning skili ein- hveijum gestum hingað síðar og ekki bara yfir háannatímann held- ur einnig um vor og haust. Við höfum einnig fengið mjög mikið af fyrirspurnum og óskum um tilboð í ferðahópa vegna kom- andi árs og 1991. Og pantanir eru líka farnar að berast, ekki bara fyrir einn og tvo heldur hundruð manna. Síðast í fyrradag vorum við að gera tilboð í 200 manna hóp sem kemur til landsins með Con- cordeþotu og myndi dvelja hér í tveimur hópum. Þannig virðist bjart yfir ferðamálum hér, það er að segja ef við hér heima stöndum okkur í stykkinu og byggjum þjón- ustuna áfram upp. London — New York Eftir þetta liggur leiðin niður að höfninni. Þar hefur legið í fá- eina daga lítill gúmbátur. Hann er á óvenjulegri siglingu, sem hófst í London og er ferðinni heitið til New York. Þrír ungir Bretar skipa áhöfnina og eftir að hafa litið bát- inn augum er ljóst að þægindin eru ekki það sem skiptir höfuðmáli. Bretarnir komu hingað frá Fær- eyjum og tók ferðin 18 tíma í vondu veðri. Næst á að lenda í Vest- mannaeyjum eftir 6 tíma siglingu að sögn eins bátsveija. Eftir við- komu í Reykjavík halda þeir áfram vestur um' haf með viðkomu á Grænlandi og Kanada. En þetta er áreiðanlega það allra minnsta „hafskip“ er hér hefur haft við- komu til þessa. JGG Þetta þak kostar mikið í viðhaldi. Það þarf að vökva það og slá til að halda því í rækt og hvað gerist ef grasrótin þar kelur? Væri þarna venjulegt bárujárns- þak, þyrfti ekki að hugsa um það nema með nokkurra ára millibili. Hver er tilgangurinn með þessu? Því samþykkja heimamenn svona vitleysu að mér finnst, þó arkitekt úr Reykjavík vilji hafa þetta svona? Lítið dæmi um sparnað í rekstri hins opinbera. Júlíus Þingeyingur Oafsakan- legur seina- gangur Til Velvakanda. SSeinagangur sumra háskóla- kennara við að fara yfir próf og skila af sér niðustöðum þeirra er með ólíkindum. Þekktasta og nýleg- asta dæmið er úr Verkfræðideild, þar sem eirikunnaskil í einu fagi hafa dregist um níu vikur.Það er þó ekki eina tilvikið. Ótal sinnum á námsferli mínum hér í Háskóla íslands hafa nemendur orðið að bíða milli vonar og ótta eft- ir niðurstöðum langt umfram þær þijár vikur, sem er hinn umtalaði frestur kennara til að skila af sér. Þetta hefur gert það að verkum, að margir nemendur hafa átt í miklum erfiðleikum með að skipuleggja nám sitt og starf í framtíðinni. Nú er ég ekki að segja að, kennar- ar í skólanum séu almennt slóðar. Þvert á móti. Flestir skila af sér fljótt og vel. En það verður að segjast eins og er, að svörtu sauðirnir í þeirra hópi setja svartan blett á þessa æðstu menntastofnun íslendinga og skaða ímynd hennar meðal almennings. Háskólanemi Leitum ekki langt yfir skammt Til Velvakanda. Það er oft haft á orði, að leita ekki langt yfir skammt. Þetta máltæki hafði ég í huga, eitt fallegt sumarkvöld nýverið, þegar „útþráin" greip mig í höfuðborginni, og mig langaði að komast sem snöggvast í nánari snertingu við náttúruna. Þar sem vinnudagur var næsta dag, og stutt í hann, vatnakerra ekki til í mínum eigum, né heldur eirfuglinn fljúgandi, brá ég mér inn í vélknúinn vagninn minn, og rann af stað með konunni minni inn í stutta en ánægjulega kvöldstund. Eftir skamma „útivist" komu mér fyrrnéfnd orði í hug, því útivistar- svæði borgarinnar búa yfir mikilli náttúrufegurð, sem vert er að hlúa að. Friðsældin þar gefur oft og tíðum algengum ferðamánnastöðum ekkert eftir. Viðkomustaður okkar þetta frið- sæla kvöld, var við lygnt Elliðavatn- ið, þar sem fuglar sungu í grennd, litlir bátar möruðu á vatninu, og mælt mannamálið var hægt að greina hundruð metra. Örfáar mý- flugur stigu dans við kyrrð sumar- kvöldsins, og reyndu að fá aðkomu- fólk til að stíga sporið, sem það og gerði með blakandi höndum. Þá ber að nefna fjölskrúðugan Elliðaárdalinn, skógi klæddan, og árniðinn við grasivaxna bakkana eða fossaniðinn á beru bergi. Ekki má heldur gleyma Laugardalnum, þar sem hinn fallegi grasagarður lúrir í miðjum dalnum, eða þá grænum lautum Öskjuhlíðar innan um. gró- skumikil tré og bera kletta. Vonandi verndar borgarstjórn þessi fallegu útivistarsvæði, og lætur ekki henda aftur slík náttúruspjöll, eins og á liðnum tima, þegar byggð var brúin yfir hinn fagra Elliðaárfoss. Eftir þessa ánægjulegu kvöld- stund, var fátt betra en að kveikja á hljómtækjunum, og hlusta á lista- verk tórilistarmannanna, Etude No. 20 „Tristesse" eftir Chopin, og Air for the G-String eftir Basch. Við hjónin sofnuðum vært eftir þetta unaðslega sumarkvöld. Einar Ingvi Magnússon Snyrtistofa Þórdísar^ Sólheimum 1,sími 36775 Öll almenn snyrting, andlitsböð, húðhreinsun f. unglinga, förðun, litun, handsnyrting, heitur augnmaski, hitamaski f. andlit, vaxmeðferð til að fjar- lægja óæskilegan hórvöxt andliti og ó fótum, PROPIL meðferð til að draga úr hórvexti, lótið ó eftir vax. Verið velkomin Þórdís Lárusdóttir, Sigrún Sæmundsdóttir, snyrtifræðingar. Fótaaðgerðir og fleira. Opið frá kl. 9-18 og á laugardögum eftir 1. sept. Félagi í F.Í.S.F. GM. Collin snyrtivörur FORELDRAFRÆDSLAH HELDUR AFRAM í GERÐUBERGI á fimmtudögum kl. 18.00-20.00 og 20.30-22.30. Námskeiðin hefjast 7. og 28. sept., 19. okt. og 9. nóv. í FJÖRGYN á laugardögum kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00. Námskeiðin hefjast 2. sept., 21. okt. og 11. nóv. Innritun hafin í sfma 30723 (Guðrún) r og 675716 (Hrefna). STÓRÚTSALA Dæmi um irerð Dömudeild áður nú Straufrí lök 690,- 450,- Teigjulök 790,- 650,- Handklæði 250,- 150,- Diskaþurrkur frá 70,- Kjólaefni - metravara ótrúlega lágt verð Herradeild áður nú Buxur 3.400,- 2.000,- Skyrtur, allarstærðir 2.100,- 1.400,- Hlýrabolir 450,- 250,- Buxur 450,- 250,- Síðar buxur 795,- 390,- Sokkar frá 75,- Blússur afls. 20% Jakkar afls.20% Peysur margartegundirfrá 500,- Notið tækifæríð og geríð hagstæð innkaup. Egill 3acobsen Austurstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.