Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ sa.NTKl|Í)A(H;R M/ Á'GtlST, 1989 HESTAMENN IITSALA - UTSALA BAKÞANKAR Hænsnakom Suðurlandsmót í hestaíþróttum verður haldið á Flúðum 26. og 27. ágúst. Gisting og tjaldstæði hjá Hótel Flúðum í síma 98-66630 og Ferðamiðstöðinni Flúðum í síma 98-66756. Skráning í símum 98-66028, 98-78688 og 98-21276 fyrir 24. ágúst. Mikil verðlækkun GLUGGINN, Laugavegi 40 Ævintýraferð fyrir minna verð Flugfar til Thailands kostar litlu meira en til evrópskra sólarlanda. Á móti kemur að verðlag í Thailandi er svo lágt að í heildina er ódýrara að ferðast til Thailands en annarra sólarlanda. Upplifun í Thailandsferð verður hins vegar ekki jafnað við venjulega sólarlandaferð. f Thailandi kynnist þú framandi menningu, fjölskrúðugu mannlífi, stórkostlegu landslagi og glæsilegri baðströndum en finnast annars staðar. Er ekki kominn tími til að breyta til? FLUCLEIDIR áOB SÍMI: 690300 * í september býðst þér helmings afsláttur af gistingu á hinu stórglæsilega hóteli Royal Cliff á Pattaya haðströndinni.* Ef þú t.d. borgar fyrir gistingu í fimm nætur færðu tíu. Svo er tilvalið að dvelja í Bangkok í nokkra daga fyrir eða eftir dvölina á Pattaya. Bæklingur um Thailand liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum. Þar færðu allar nánari upplýsingar um Thailandsferðir. * Afslátturinn miðast við að greitt sé fyrir minnst fimm nætur. m/SAS Laugavegur 3, simi 62 22 11 Sá maður sem í heilan vetur hefur mokað sig niður á hurðina á hænsnakofa í kafalds- byl til þess að gefa hænsnfuglum vatn og korn hefur fullan rétt á því að skrifa hænsnapistil. Ég er sá maður. Foreldrar mínir áttu hæn- ur þegar ég var barn að aldri og ég hef haldið við þeim sið. í gamla daga hafði ég meiri vísindaleg- an áhuga á hænsnum en nú. Þá var ég helst að fást við rannsókn- ir á vængjum þeirra og að reyna að kenna þeim að fljúga svo skikkanlegt væri, og þær mættu vera fullsæmdar af, á meðal ann- arra fugla. Ég tók þess vegna tvær og þrjár á bakið í strigapoka stundum, settist klofvega á mæninn á húsinu heima og lét þær gossa fram af sjálfum sér til góðs. Ærið þungar og bosma- miklar sýndust mér þær vera á fluginu. Stéttaskipting tíðkast meðal hænsna eins og frægt er orðið. Eitt sinn eignaðist ég hænu sem var '/4 hærri en aðrar hænur og eftir því frek. Hún var svo frek að hún át þau egg sem hún verpti sjálf. Hún var vitskert, þessi stóra hæna, það sá ég þegar ég horfði í augu hennar. Ég kallaði hana: Herra frú Hitler. Það kom til af því að hinar bundust sam- tökum og gerðu henni fyrirsát. Herra frú Hitler hélt velli en var alblóðug eftir. Þetta bar upp á 20. júlj. Sama dag og hjá Adolf forðum. Ógurleg ógnarstjórn ríkti í hænsnakofanum eftir 20. júlí- tilræðið. Eftir það gátu hinar hænurnar ekki verpt einu ein- asta eggi hvernig svo sem þær rembdust. Að lokum varð ég að drepa Herra frú Hitler til að fá egg handa sjálfum mér úr stöll- um hennar. Ég ætla ekki að segja hvernig ég bar mig að við það,. til að eyðileggja ekki morgunkaff- ið fyrir virðulegum lesendum Morgunblaðsins á þessum fagra sunnudagsmorgni. Já, ég gæti talað lengi um hænur. Ef út í það fer treysti ég mér til að skrifa 600 síðna bók um hænur en ég er að hugsa um að láta það eiga sig. Það er ekki spanderandi svo miklu lesmáli á þær. Eina litla frásögn sem sann- ar það. Eitt sinn þegar ég keypti kjúklingahóp þá var einn þeirra; særður á löpp. Ég batt um og bar á júgursmyrsl, en hin hænsnin gogguðu sárabindið i sundur. Þá batt ég um á nýjan leik og setti aumingjann út fyrir stíu en þá gerði hann ekki annað allan lið- langan daginn en að hlaupa fram og aftur með netinu til að reyna að komast aftur inn. En þær eru ekki allar svona slakir pappírar. Ein hænan mín heitir Eggjalína. Það er bæði fal- legt og frumlegt nafn. Hænum hefur orðið það ágengt við flug síðan ég var að fleygja þeim fram af þakinu forðum að hún Eg- gjalína mín getur lyft sér yfir stíuna. En þó hún hafi lag á því að fljúga út, þá ratar hún alls ekki aftur inn. Á kvöldin kemur hún að hurðinni minni, heggur þar í þéttingsfast, rapp-tapp- tapp, sem er hænsnamors og þýðir: Stóri pabbi hleyptu mér inn. Þá verð ég hrærður i hjarta og labba með henni út að kofa, ég opna dyrnar og hún hoppar hamingjusöm upp á sitt prik. Já, elskuleg er hún Eggjalína. En systur hennar sex éta allt sem að kjafti kemur. Þær eru Jangleiðina komnar með að éta jEilla einangrunina úr hænsna- kofanum, ekki að furða þótt manni verði bumbult af eggjun- um. Fari svo einn góðan veður- dag að ekkert til mín spyrst, þá er óþarfi að kalla út Hjálparsvett skáta. Kíkiðí bará í hænsnakof- ann. Þar gefur að líta: hálfétinn skó, slitur úr sokk og brotin gler- augu. Hænurnar hafa étið hús- bónda sinn. Á prikinu sínu munu þær sitja saman í röð, sakleysið uppmál- að, sanniði til!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.