Morgunblaðið - 20.08.1989, Qupperneq 17
C 17
MORGUNBLAÐIÐ RISPUR SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1989
SmG!
engin lög og þetta hratt af stað
Go-Go-byltingunni í Patpong. Núna
eru fleiri tugir slíkra staða í Pat-
pong og nágrenni, ásamt nuddstof-
um, diskótekum og rakarastofum
sem þjóna viðskiptavinunum á mun
fjölbreyttari hátt en tíðkast á ís-
landi.
Á daginn er lítið um að vera á
Patpong. Þar eru nokkrar ferðskrif-
stofur, matsölustaðir, lyfjabúð og
ámóta og mikil bílaumferð. Um
kvöldmatarleytið tekur gatan
stakkaskiptum og á annað þúsund
stúlkna streymir að í vinnuna. Göt-
unni er lokað fyrir bílaumferð og
allskyns söluvögnum er komið fyrir
Það er alvanalegt að sjá börn
á Patpong um miðja nótt, sem
eru að hjálpa pabba og
mömmu. Þessi tvö virtust þó
vera á eigin vegum við að
safnatómum bjórflöskum;
e.t.v. að bíða eftir að mamma
kæmi úr vinnunni.
Á Go-Go-stöðunum dansa
stúlkurnar til skiptis á
upphækkuðu sviði frá um
20.00 á kvöldin og fram á
rauða nótt, ef heppnin er ekki
með. Starfsaldurinn er að
jafnaði ekki langur, en þó má
sjá konur á fimmtugsaldri
sem afgreiða þá gjarnan á
stöðum þar sem lýsing er í
minnsta lagi.
á miðri götunni og kveikt er á
neon-skiitum. Dólgar fara á stjá til
að tæla inn á staðina einhvern af
þeim þúsundum ferðamanna sem
fyllá götuna á kvöldin og fram á
nótt. Þeir fá margir það sem þeir
leita að og sitthvað í kaupbæti, en
talið er að eftir fáein ár verði al-
næmistilfelli í Thailandi fleiri er í
öllum öðrum Asíulöndum til sam-
ans.
Á sjötta áratugnum þurftu fyrstu
nuddstofurnar að fá stúlkur frá
Japan til vinnu, því thailenskar
stúlkur voru of siðprúðar til að taka
til við slíka iðju. Nú eru aðrirtímar.
í Thailandi búa um 56 milljónir
manna og 80% íbúanna búa í sveit-
um landsins. Fátækt er mikil og
þrátt fyrir sterk fjölskyldutengsl,
eru þess dæmi að mæður hafi selt
börn sín og þá helst stúlkubörn, til
að létta á heimilinu. Kaupendurnir
eru gjarnan melludólgar sem ekki
hafa annað í huga en að græða á
fjárfestingunni og eru þessar stúlk-
ur oft settar til starfa á miður vön-
duðum vændishúsum. Nýverið
brann slíkt vændishús í Suður-
Thailandi og létust þá 20 stúlkur.
Þær voru hlekkjaðar við rúmin.
í Thailandi liggja allar leiðir til
Bangkok og algengt er að sveitar-
stúlkur leiti þangað í atvinnuleit að
eigin frumkvæði eða að ósk for-
eldra sinna. Það er ekki létt verk
fyrir þessar stúlkur, sem flestar eru
ekki með nema sex ára skyldunám
að baki að verða sér úti um þokka-
lega vinnu. Það er því varla nema
von að í þjóðfélagi þar sem Iítið
þykir aðfinnsluvert að leigja líkama
sinn að slíkt freisti margra stúlkn-
anna, sérstaklega þegar ráðherra-
laun geta verið í boði.