Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 19
■morgunblaðið FJÖLMIÐlAk sijknod^ur 20. ÁUUST 1989 c n Ný spurn- ingakeppni á Stöð 2 Fyrsta spurning: Hver er þessi maður? Kvíðnir Qöbniðlamenn EVRÓPUÐEILD Alþjóðasambands blaðamanna; Evrópusamband starfs- manna í prentiðnaði; Evrópunefnd listamanna, skemmtikrafta og tækni- manna við fjölmiðla stendur stuggur af þróun „fjölmiðlabyltingarinn- ar“ í álfunni og sendu fyrr í sumar frá sér ályktanir þar að lútandi. Innan vébanda fyrrgreindra samtaka eru um 700 þúsund meðlimir. STÖÐ 2 hefur ekki farið leynt með þann ásetning sinn að efla innlenda dagskrárgerð. Ómar Ragnarsson sljórnar „Landsleik" á sunnudagskvöldum næsta vet- ur. Landsleikurinn verður spurn- ingakeppni. Öllum kaupstöðun- um þijátíu verður boðið að taka þátt. Gert er ráð fyrir að fyrsti leikurinn verði sýndur 8. október næstkomandi. ættirnir verða útsláttarkeppni innan hvers kjördæmis; eftir fyrstu umferð keppa kjördæma- meistararnir í átta og síðar ijög- urra-liða undanúrslitum. Að lokum verður úrslitaleikurinn um lands- meistaratitilinn. Dómari verður Ólafur B. Guðna- son. Ómar og Ólafur sögðu nánari tilhögun iandsleiksins ekki vera fullákveðna og enn væri eftir að semja spurningar sem hæfðu því ágæta hæfileikafólki sem myndi mæta til leiks. Dómarinn sagði að ekki væri hægt að svara því hvort þrautirnar yrðu erfiðar. Það væri engin leið að vita fyrirfram hvaða spurningar stæðu í mönnum. Vand- inn væri að finna hinn gullna meðal- veg; spurningarnar verða ekki létt- ar en menn heima í stofu hafa held- ur ekki gaman af því að standa algjörlega á gati. Það fellur í hlut heimamanna að velja þrjá keppendur og ekki er ástæða til annars en að ætla að fyrir valinu verði þeir menn sem fróðastir og skarpastir eru taldir. íbúar á hveijum stað styðja undan- tekningarlítið sína menn — en Ómar Ragnarsson tjáði Morgun- blaðinu að trúlega myndu Reyk- víkingar ganga sundraðir til leiks í byijun. Höfuðstaðurinn hlutaður í sundur. — Og hvar ætti að draga þennan „Berlínarmúr" sem hugsan- lega gæti sundrað nánum skyld- mennum? Ómar sagði að Kringiu- mýrarbrautin, Elliðaárnar og Blesu- grófin hefðu verið nefndar. Ómar fullvissaði blaðamann um að engar ákvarðanir yrðu teknar nema að höfðu samráði við borgaryfirvöld Reykjavíkur. Ómar var að lokum inntur eftir því hver munur það væri að vera í þjónustu ríkisins eða einkafram- taksins. Hann sagði erfitt að svara spurningunni; því hann hefði alla sína tíð barist á báðum vígstöðvum. Það væri helst lífeyrissjóðurinn sem væri öðruvísi. Fjölmiðlabyltingin svonefnda hef- ur einkennst af örum tækni- breytingum og því að eignaaðild að fjölmiðlunum hefur safnast á færri hendur; alþjóðlegar ijölmiðlasam- steypur eni komnar til sögunnar. Ofangreind hagsmunasamtök ijöl- miðlafólks telja þessa þróun grafa undan lýðræðinu, eyðileggja þjóðleg verðmæti og leiða til einhæfar flölda- menningar. Viðbrögð Evrópuráðsins og Evrópubandalagsins eru talin ófullnægjandi. í ályktunum er sagt að í frétta- flutningi verði lýðræðisleg og menn- ingarleg verðmæti að hafa forgang umfram forsendur markaðsafianna; KANNANIR sýna að íslending- um þykir vænt um fyrstu rás Ríkisútvarpsins „gömlu góðu gufuna". En er samt ástæða til að breyta einhveiju þar á bæ, er hægt að gera betur? Elva Björk Gunnarsdóttir fram- kvæmdastjóri hljóðvarpsins vill athuga það mál; að hennar frumkvæði hefur verið skipuð nefnd þriggja manna. Formaður nefndarinnar er Margrét Odds- dóttir deildarstjóri fræðslu- og skemmtideildar og henni til full- tingis eru. Jón Örn Marínósson frá- farandi tónlistarstjóri og Ævar Kjartansson dagskrárgerðarmað- ur. Nefndin er nýtekin til starfa og hafa aðeins tveir fundir verið ekki megi vanrækja útsendingar í almannaþágu á öldum ljósvakans. Ráðamenn í Evrópu eru hvattir til að sjá um að ákveða með kvótum að meginhluti sjónvarps- og kvik- myndaefnis skuli gerður í Evrópu. Reisa skorður við því að yfirráð og eignaraðild yfir íjölmiðlum safnist í fárra hendur, t.d. verði takmarkað í hve miklum mæli unnt sé að eiga bæði prent- og ljósvakamiðla. Fjöl- miðlafólkið er þeirrar skoðunar að það verði að virða margbreytileika Evrópu og því þurfi íjölmiðlarnir að vera fríir og fijálsir af „mddalegum afskiptum, hvort heldur af hálfu markaðsafla eður ríkisins.“ haldnir. Nefndarmenn voru því ekki margmálir í samtölum við Morgunblaðið en heimildir herma að þríeykið kanni hvort ástæða sé til að breyta yfirbrágði, áferð, tóni og jafnvel niðurröðun efnis rásar eitt. Allt er breytingum undirorpið — jafnvel „gamla góða gufan“. En formaður nefndarinnar benti Morg- unblaðsmanni á að hjá Ríkisútvarp- inu væri vinnulagið frekar eðlileg þróun og framfarir heldur enn bylt- ingar og kollsteypur. Margrét Oddsdóttir sagði að fólk yrði að sýna nokkra biðlund og sjá til. Heimildir Morgunblaðsins herma þó að líklega verði árvökulir hlustendur varir við árangur af starfi nefndarinnar fljótlega eftir næstu áramót. Nýr tónn á rás 1? BSSS. if fe fe I w as %' iGISELLA ISLAND f sérílokki SUMARHÚS ER EKKI BARA FJARLÆGUR DRAUMUR - ÞAÐ SANNA OKKAR VERÐ OG GREIÐSL UKJÖR Sjón er sögu ríkarim Ur eldhúsi Hjonaherbergi 2-4 manna herbergi SYNNG m § .7^“------------------------------------------------------------------------------------------------ i : a .% . " *• , -» . .... ' tJvi - í ; im Setustofa SYNING t og næstu daga í ihrauni 8 Hafnarfirði Okkur hjá TRANSIT hf. er sönn ánægja að tilkynna yður að á j 30 ára afmæli fyrirtækis okkar bjóðum við til sölu mjög traust, hlý og vönduð (heilsárs) sumarhús, sem við erum afskaplega stoltir af. TRÖNUHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652501 Frábært hugvit svo og alúð hefur einkennt alla hönnun og smíði á þessum húsum. Húsin eru mjög hlý vegna góðrar einangr- unar m.a. er 6 tommu einangrun í gólfi og lofti. Tvöfalt verksmiðjugler er í gluggun- um. Allir viðir húsanna eru sérstaklega traustir, svo sem gólfbitar (7,5 cm x 20 cm), þaksperrur og aðrir burðarbitar. TRANSIT hf. býður nú glaesilegt sumarhús af GISELLA ÍSLAND gerð, sem er 48 fm að flatarmáli auk 22 fm svefnlofts eða alls 70 fm innanhúss. Auk þess er yfirbyggð verönd 35 fm. Sam- tals eru því 105 fm undir þaki. Við hönnun húsanna hefur hver þumlungur verið skoðaður gaumgæfilega af fagmönn- um og vegna hagstæðra viðskiptasamninga okkar getum við haldið öllum kostnaði í algjöru lágmarki. •s’" Itíli&iiafe-jílS . m mm Verð á GISELLA ÍSLAND sumarhúsi óupp- settu er frá kr. 1.250.000,- Við munum á næstu dögum bjóða nokkur hús af GISELLA ÍSLAND gerð á einstöku kynningarverði, sem er aðeins frá kr. 1.110.000,-. Greiðslukjör eru frábær og við erum mjög sveigjanlegir í samningum. DÆMI: 1) Við samning greiðist 15% af verði. 2) Við afhendingu greiðist 40% af verði. 3) Eftirstöðvar greiðast síðan á t.d. 2 árum. Ef þér viljið kynnast GISELLA ÍSLAND sum- arhúsinu nánar, þá verið velkomin ITRÖNU- HRAUN 8, HAFNARFIRÐI, skoðið sýninga- húsið og fáið nánari upplýsingar. ATH. Þeir sem þegar hafa látið skrá sig í sumar, staðfesti pöntun sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.