Morgunblaðið - 20.08.1989, Page 24
24?.& Cp______________M,QR,GyNBJLfÐ^
Valur Sveinbjörns-
son, brunavörður
Fæddur 24. desember 1915
Dáinn 6. ágúst 1989
Því er vart unnt að trúa, það er
óskiljanlegt, að hann Valur skuli
var farinn frá okkur, vera dáinn.
Aðeins fyrir örfáum dögum vor-
um við að tala saman og eins og
alltaf var Vaiur kátur og hress og
með spaugsyrði á vörum. Mér finnst
einna líkast því sem Valur hafí
brugðið sér í skamma ferð, en komi
aftur innan tíðar.
Það er hins vegar hryggileg stað-
reynd sem trúa verður að hann er
hér ekki lengur.
Þegar ég hugsa til Vals, þá er
svo margt sem í hugann kemur,
fjöldi einstakra minninga.
Valur fæddist á aðfangadag
1915 í Sæmundarhlíð í Vesturbæn-
um í Reykjavík. Hann hlaut nöfnin
Bjarni Valur, en síðar notaðist hann
aðeins við nafnið Valur. Hann var
sonur hjónanna í Sæmundarhlíð,
Sveinbjörns Sæmundssonar í Sæ-
mundarhlíð og Ólafíu Jónsdóttur frá
Breiðholti ofan við Reykjavík. Valur
var því Reykvíkingur í báðar ættir.
Vitað er að forfeður Vals í móð-
urætt bjuggu í Götuhúsum í
Reykjavík áður en bærinn fékk
kaupstaðarréttindi 1786 og eru
meðal elstu þekktra íbúa Reykjavík-
ur.
Sem ungur maður starfaði Valur
í mörg ár sem stöðvarbílstjóri,
síðast á Aðalstöðinni í Reykjavík.
Árið 1944 hóf hann störf sem
brunavörður hjá Slökkviliðinu í
Reykjavík. Hann starfaði þar alla
tíð þar til að hann hætti störfum í
árslok 1980, enda kominn á eftir-
launaaldur.
Valur átti þijá syni, Sigurð Val-
garð, prentmyndagerðarmann,
Ragnar, bifreiðasmið, og Ólaf,
kortagerðarmann. Allir eru þeir
hinir mestu dugnaðarmenn og eiga
fyrirmyndarfjölskyldur.
Valur kvæntist 1947 Bergljótu
Sigurðardóttur, hárgreiðslumeist-
ara, sem varð honum samrýndur
og einlægur lífsförunautur.
Ekki barst Valur á í þessu lífi,
hann var hæglátur og bar ekki til-
finningar sínar á torg. Hann var
fastur í skoðunum, jafnt í þjóðmál-
um sem í öðru og tryggur vinum
sínum. Hann hélt einlægu sambandi
við systkini sín, bróður á Akranesi,
systur í Kaupmaimahöfn, systur í
New Jersey, USA, og báðar syst-
umar í Reykjavík. Umhyggja hans
fyrir Björgu systur sinni, sem einn-
ig býr í Sæmundarhlíð, var einstök.
Valur var vandvirkur í öllu sem
hann gerði, snyrtimennska og góð
umgengni voru áberandi í fari hans.
Nærri heillar aldar gömlu húsi for-
eldra sinna, Sæmundarhlíð við
Holtsgötuna í Vesturbænum, hélt
hann við af einstakri natni og vand-
virkni.
Valur var í hvívetna hinn mesti
mannkostamaður. Við sem nú
stöndum eftir minnumst góðs
drengs, innilegs vinar, bróður, föður
og lífsförunauts. Hann var ætíð hin
mesta hjálparhella og hollráður.
Það var ætíð ánægja að eiga sam-
neyti við Val.
Nú hefir verið höggvið stórt
skarð í fjölskylduna í Sæmund-
arhlíð, því máttarstoð er fallin.
Að lokum vil ég votta konu Vals,
Bergljótu Sigurðardóttur, sonum
hans og fjölskyldum þeirra, einnig
systrum, Björgu, Guðrúnu og Ernu
og Axel bróður hans, innilegustu
samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar og óska þeim alls
hins besta um ókomin ár.
Útför Vals hefír nú þegar farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hann hvíli í friði.
Gunnar
IIPWíIIímbiwwi
ÁGUST 1989
UIUA.1WIJDHOV
Svo snöggt og svo fljótt! Við
héldum að við hefðum nógan tíma.
Og hann sem ætlaði að koma með
„stelpurnar“ austur í bústað til okk-
ar Sigga núna í sumarfríinu. En
hann Valur, tengdafaðir minn, fór
eins og hann lifði. Hann lifði hljóð-
lega og dó hljóðlega.
Valur fæddist í Sæmundarhlíð,
nú Holtsgata 10, 24. desember
1915. Þar bjó hann alla tíð, þar
vildi hann vera og þar fékk hann
að deyja. Hann var gæfumaður í
sínu einkalífi og mjög umhyggju-
samur fjölskyldufaðir. Hann breiddi
birtu og hlýju í kringum sig, sem
við Siggi og börnin okkar fengum
vissulega að njóta. Hann var nýtinn
og nægjusamur, gekk vel um alla
hluti og vann öll sín verk vel. Það
er viðkvæðið á okkar heimili og
mikið hrós, ef einhver gerði eitthvað
virkilega vel, að það væri eins og
Valur afí hefði gert það.
Gleðin hefur sinn tíma eins og
við fundum er við glöddumst saman
heima í Keilufelli fyrir stuttu. En
sorgin hefur líka sinn tíma og það
höfum við nú reynt.
Ég kveð tengdaföður minn með
þakklæti fyrir það sem hann var
mér og minni fjölskyldu.
Helga K. Eyjólfedóttir
Mitt í hásumarblíðunnf fínnst
okkur á Holtsgötu 12 að komið sé
haust, og sólbjartur sumardagurinn
megnar ekki að bægja gráma þess
úr hugskotinu. Hann Valur á núm-
er 10 hvarf okkur „á snöggu auga-
bragði“, þessi hjálpsami öðlingur,
þetta fágaða ljúfmenni, hann Valur
Sveinbjörnsson í Sæmundarhlíð.
Öll höfum við á númer 12 búið
við hliðina á honum langa tíð, sum
okkar í áratugi, önnur ævilangt.
Höfundur þessara lína þekkti vel
og man foreldra hans og gleymir
ekki hlýju þeirra og alúð jafnharðan
og hann fyrst steig fæti inn í þetta
yndislega samfélag húsanna númer
10 og 12. Og þó þau hyrfu af þess-
um heimi, hélst vináttan óbreytt.
Annað hefði enda vérið fráleitt þar
sem í hlut áttu slíkir fádæma ljúfl-
ingar og Sæmundarhlíðarfólkið er,
allt með tölu. Vinátta milli þessara
heimila hefur alla tíð verið hafin
yfir ágreining, og máske var það
lýsandi og táknrænt dæmi um hana
að þegar gróðursett var limgerði
milli húsanna fýrir nokkrum árum,
þá var skarð haft í miðju til að
auðvelda samgang. Nauðsyn þess
arna nefndi enginn. Þetta kom af
sjálfu sér, og hlaut að vera með
þessum hætti.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund, finn ég glöggt hversu svip-
minna þetta samfélag verður. Hver
verður okkur nú fyrirmynd í fágun,
hreinlæti og snyrtimennsku. Hversu
oft leitaði ég til Vals eftir ráðlegg-
ingum þegar verkleg vandamál mín
urðu óyfirstíganleg, — sem oft bar
við. Á hollráðum stóð aldrei, og
sjaldnast var látið sitja við þau ein,
heldur var verkinu lokið án þess
að vandamálaeigandinn þyrfti þar
nærri að koma. Enda kom það sér
löngum betur.
Ættir Vals Sveinbjömssonar, né
lífshlaup hans mun ég ekki rekja.
Tilgangur þessara fáu orða er að
láta í ljós þakklæti okkar hjónanna
og barna okkar fyrir samfylgdina.
Fyrir elskulegheit hans við okkur
öll og einnig við lítinn tveggja ára
dótturson okkar Huldu, sem dáði
Val umfram annað fólk, utan fjöl-
skyldunnar.
Við sendum Bergljótu, hans ljúfa
lífsfömnaut, sonum hans þremur,
og þeirra fjölskyldum, svo og yndis-
legum systmm hans og öðra vensla-
fólki, innilegar samúðarkveðjur.
í hugum okkar mun minningin
um Val í Sæmundarhlíð ekki fyrn-
ast.
Kristján Benjamínsson
Mig langar með örfáum orðum
að minnast hans afa míns, Bjarna
Vals Sveinbjörnssonar. Þegar ég
frétti að hann hefði látist vom að-
eins örfáir dagar frá því að við
sáumst síðast.
Hugurinn reikaði aftur til þess
tíma er ég fyrst man eftir mér en
það var þegar afi tók mig með sér
í ökuferðir. Og lá þá leiðin iðulega
upp á slökkvistöð en þangað var
mikið sport að koma, einnig vom
það fastir liðir að kíkja í réttirnar
á haustin.
Á mínum uppvaxtarámm unnum
við oft saman á sumrin og varð þá
natni hans og snyrtimennska að
þeirri fýrirmynd sem erfitt var og
verður að líkja eftir, því einstakur
var hann í þeim efnum.
Það leið varla sú stund að hann
hefði ekki eitthvað fyrir stafni. Og
var hann þa'ekki eingöngu að vinn£
fyrir qálfan sig heldur að rétta
þeim hjálparhönd sem á þurftu að
halda.
Alltaf var jafn hlýlegt að koma
í heimsókn á Holtsgötuna enda vel
tekið á móti manni, umhyggja afa
í garð okkar barnabarnanna var
einstök, hann fýlgdist áyallt náið
með okkur.
Afi hafði mjög gaman af því að
slá á létta strengi og glettast við
menn er tilefni gafst til og gat oft
orðið úr því hin besta skemmtun.
Það er með trega en hlýjum hug
að ég kveð hann afa minn, hann
sem alltaf var boðinn og búinn að
gera öðrum greiða. Hann var og
verður alltaf fyrirmynd mín á marg-
an hátt og mun ég minnast hans
með virðingu og þakklæti.
Sveinn Ragnarsson
_ *
Benjamín Olafs-
son - Minning
Fæddur 13. janúar 1934
Dáinn 13. ágúst 1989
Vinur okkar hjónanna, Benjamín
Ólafsson, lézt í Borgarspítalanum
sunnudaginn 13. ágúst. Hann hafði
átt við vanheilsu að stríða síðast-
liðna 18 mánuði. En Benni bar ekki
tilfínningar sínar á torg, og fæstir
vissu hve mikið hann þjáðist stund-
um. Hann var dulur og kvartaði
aldrei við aðra. Elja og dugnaður
var það sem einkenndi hann sér-
staklega.
Benjamín, eða Benni eins og
hann var ávallt kallaður af vinum
sínum, fæddist þann 13. janúar
1934 á Bakka í Bjarnafirði. Hann
ólst þar upp í stómm systkinahópi,
en alsystkinin vom 7. Benni byijaði
snemma að vinna við búskapinn,
eins og þá var siður.
Sem unglingur fór hann til
Reykjavíkur og hóf nám I orgelleik.
Han bjó þá hjá föður sínum og
seinni konu hans, Oddlaugu Valdi-
marsdóttur, í Kópavoginum. Ólafur
og Oddláug áttu 4 börn.
Þar kynntist hann Svölu, sem
síðar varð eiginkona hans. En Odd-
laug er föðursystir Svölu. Svala
átti einn son, Halldór Val, og gekk
Benni honum í föðurstað.
Svala og Benni eiga þijú börn
saman, Ragnheiði, Guðrúnu Lilju
og Jóhann Ólaf. Barnabömin em
orðin sex, og vom þau öll sérlega
hænd að afa sínum.
Benjamín vann við hin ýmsu störf
eftir að hann kom suður, en byijaði
að vinna hjá Strætisvögnum Kópa-
vogs mjög fljótlega, fyrst á verk-
stæðinu og síðan við akstur strætis-
vagnanna. Eftir að hafa eignazt
íbúð fyrir fjölskylduna fór hann að
huga að eigin atvinnurekstri. Hann
keypti sér sendiferðabíl og fór að
vinna á Nýju sendibílastöðinni.
Við kynntumst Benna og Svölu
I Kópavoginum, þegar börnin okkar
voru lítil og við vomm öll að byggja.
Halldór Valur og strákamir okkar
léku sér mikið saman, þegar við
bjuggum í Skólagerðinu, en Svalá
og Benni í Holtagerðinu. Þessi vin-
skapur þróaðist áfram smátt og
smátt og urðu þau okkar beztu vin-
ir. Seinna fómm við öll fjögur sam-
an L okkar fystu sólarlandaferð til
Mallorka. Þetta var bezta og
skemmtilegasta ferð, sem við höf-
um farið, enda var oft talað um
þessa ferð og vitnað í hana, þegar
við komum saman. Mikið var rætt
um að endurtaka slíka ferð, en af
því hefur ekki orðið.
Benni var metnaðargjarn og vildi
komast áfram. Segja má að hann
hafí verið óstöðvandi í vinnu. Hann
keypti sér rútu og fór að keyra
fötluð og lömuð börn fyrir Sérskól-
ana í Reykjavík og Kópavogi.
Heyrnleysingjaskólann, Kjarvals-
hús, Safamýrarskólann, Öskjuhlíð-
arskólann og Þjálfunarskólann á
Kópavogshæli. Hann sótti börnin
heim og ók þeim í skólana og síðan
heim aftur. Þetta er erfitt starf, því
að oft þarf að bera börnin upp og
niður stiga, og reynir þá mikið á
líkamlegt þrek.
Hann keypti fleiri rútur og réði
menn í vinnu til sín, því að starfið
var orðið umfangsmikið. Á sumrin
fór hann með ferðafólk um landið,
bæði útlendinga og Islendinga.
Þetta starf átti vei við Benna, og
hann naut þessara ferða. En slíkar
ferðir tíðkast yfirleitt aðeins á
sumrin.
En Benni fann sér alltaf nóg að
gera og það má segja að hann hafi
aldrei sleppt verki úr hendi. Annað
hvort vann hann við sína atvinnu
eða heima við. 1 frístundum byggði
hann sumarbústað fyrir fjölskyld-
una, og segja má að hvert handtak
í bústaðnum hafi verið hans verk.
Fyrir nokkrum ámm síðan
keyptu Svala og Benni einbýlishús
á Kópavogsbraut 113. Húsið er á
tveimur hæðum og hentaði ágæt-
lega fyrir fjölskylduna á meðan
börnin vom öll heima. Nú eru börn-
in uppkomin og flogin úr hreiðrinu
og húsið orðið of stórt fyrir þau
þijú, því að Jóhann er sá eini sem
eftir er heima. Svo að Benni lagði
í það stórvirki að breyta húsinu.
Þessari breytingu var nýlokið, þeg-
ar Benna versnaði aftur og fór á
spítalann. Hann átti ekki aftur-
kvæmt þaðan. Ferðin var á enda í
þessu lífi.
Fjölskyldan var alla tíð mjög
samrýnd og börnin leituðu mikið á
heimaslóðir. Einnig fóra þau mikið
saman í sumarbústaðinn. Svala og
Benni áttu líka mikið af góðum vin-
um, sem heimsóttu þau oft. En
Benni undi sér bezt heima, en var
lítið fyrir að sækja skemmtanir út
á við. Hann var rólegur og geðgóð-
ur, en fróður og víðlesinn. Það var
gaman að ræða við hann um allt
milli himins og jarðar, því að hann
var vel heima í ýmsum málum.
Landið sitt þekkti hann næstum því
eins vel og puttana á sér, enda
hafði hann ferðast mikið um landið.
Svala og Benni ferðuðust líka nokk-
uð erlendis, en þó áttu ferðir innan-
lands betur við Benna. Hann var
sívinnandi og átti erfitt með að sitja
auðum höndum.
Veikindin settu strik í reikning-
inn, og hann varð að hætta allri
erfíðisvinnu. Hann hætti akstrinum
og Halldór Valur tók við akstrinum
við þjálfunarskólana.
Hlutverki Benna er lokið hér á
jörðu, og ný kynslóð tekur við.
Þannig er lífíð.
Við Magnús minnumst hans með
hlýjum hug og söknum sárt góðs
vinar. Svala mín, við vöttum þér
innilega samúð okkar. Halldór Val-
ur, Ragnheiður, Lilja, Jói og öll
barnabörnin, þið eigið nú um sárt
að binda. Guð blessi ykkur öll og
veiti ykkur styrk í sorg ykkar.
Valborg S. Böðvarsdóttir,
Magnús J. Jósefeson og synir
Kveðja frá starfsfólki
Oskjuhlíðarskóla
Við sem störfum við Öskjuhlíð-
arskóla kveðjum nú góðan sam-
starfsmann og félaga, Benjamín
Ólafsson bílstjóra. Allt frá því er
menntamálaráðuneytið hóf að
skipuleggja þjónustu fyrir börn með
sérþarfir fyrir u.þ.b. hálfum áratug
og þar til fýrir u.þ.b. 2 ámm er
hann lét af störfum vegna veikinda,
hefur Benjamín annast flutning
barnanna frá heimilum þeirra hér
á höfuðborgarsvæðinu í skóla og
til baka að skóladegi loknum. Fyrst
sá hann einn um þennan mikilvæga
hlekk í þjónustukeðjunni sem verið
hefur í nokkuð stöðugri uppbygg-
ingu þennan tíma, en lengst af
starfaði hann með 3-4 öðmm
bílstjórum.
Sá sem lítið eða ekki þekkir til
þessarar sérstöku þjónustu gerir sér
tæplega grein fyrir því hve verkið
sem bílstjórarnir fást við er marg-
slungið og vandasamt. Bílstjórarnir
þurfa að vera líkamlega vel á sig
komnir því vinnudagurinn er langur
og strangur óg mörg bömin þarf
að bera inn í bílana og úr. í hinu
erilsama starfi reynir mjög á lipurð
í samskiptum við æði margar stofn-
anir og starfsmenn þeirra. En það
sem skiptir þó e.t.v. mestu máli er
að bílstjóramir skynji vanda hvers
nemanda, sýni þeim umburðar-
lyndi, skilning pg mannlega hlýju.
Nemendur Öskjuhlíðarskóla og
annarra skóla og stofnana, sem
skólabílarnir hafa annast nemenda-
akstur fyrir, hafa verið einstaklega
heppnir að því leyti, að til þessara
starfa hafa valist miklir úrvals-
menn. Benjamín var einn þeirra og
sá er mesta reynsluna hafði. Hann
var gæddur öllum þeim eiginleikum
sem gerðu hann farsælan bílstjóra
og góðan vin barnanna.
Við samstarfsmenn hans í Öskju-
hlíðarskóla þökkum af alhug sam-
fylgdina og sendum eiginkonu,
börnum og öðmm venslamönnum
innilegar samúðarkveðjur.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Marmorex/Gmít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjöröur