Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 28
( MOKGUNBLADLÐ VELVAKAMPI SUNNUffjtGUR 20. ÁGUST 1989 28 C n SKy/otu þeir clt&L efnum cL moJcLarónurnar. " Með morgunkaffínu Morgimleikfimin var alveg að drepa mig, en ég er allur annar maður síðan ég fór að taka loft og veggi... Á FÖRNUM VEGI Höfíi í Hornafirði: Helgarskemmt- anir, gatnagerð ogjöklaferðir Höfii í Hornafirði. HÉR á Höfri í Hornafirði hefiir sumarið verið óvenju fagurt og sólríkt, í það minnsta bjart. Hér ríkir ennþá bjartsýni, þrátt fyrir mikið svartsýnisraus meðal þjóð- arinnar. Eins og fram kemur í viðtölum við eftirtalda þrjá bæj- arbúa, byggja hér allir á afkomu sjávar beint og óbeint. Þjónustu- greinar á landsbyggðinni verða fyrr varar við, þegar illa árar í sjávarútvegi, en sömu greinar í Reykjavík. En nóg um það. Spjallað var við þessa þrjá aðila um hvað væri efst á baugi hjá þeim. Helgarskemmtanir á hótelinu Árni Stefánsson, hótelstjóri á Hótel Höfn: „Það sem er framundan hjá okkur á hótelinu eftir strangt sumar er að reyna að snúa okkur að öðrum verkefnum en eingöngu gestamót- töku. Auðvitað dregur úr gesta- komu á vegum hótelsins á næst- unni og við höfum á undangengn- um árum og sérstaklega í fyrra farið út í það að standa hér fyrir helgarskemmtunum. I fyrrahaust vorum við með mikið „rockshow", en hvort það verður nú akkúrat í þeim anda núna eða einhveijum öðrum, þá geri ég nú ráð fyrir að þar verði breyting á. Það er ekki mikið ráðstefnuhald framundan, én þó eigum við von á góðri innlendri ráðstefnu hér í nóvember. En því miður fækkar gestum. Þó vonum við að töluvert verði að gera sérstaklega að at- hafnalíf hér á staðnum verði í lagi, því ef svo er þá ganga þjónustufyr- irtækiin. Það fylgist alveg að. Ef sjórinn er gjöfull þá kemur það öllum til góða. Nú, hér verða árshátíðir og þess má geta að það eru hafnar viðræð- ur við leikfélagið um að það setji upp sýningar. Miðað við það ástand Ásta H. Guðmundsdóttir sem er á félagsheimilinu þá hafa leikfélagsmenn ekki í mörg hús að venda." Húsnæðisekla Ásta H. Guðmundsdóttir, bæj- arritari: „Það er nu margt sem er ofarlega á baugi hjá bænum. Við sjáum hilia undir lokasprett í gatnagerða- framkvæmdum og lagfæringum við höfnina. Bygging 14 kaup- leiguíbúða er á fullu og miðar eft- ir því ég best veit, ágætlega. Ný- lega var keyptur togari til staðar- ins og stóðu kaupfélagið, bærinn og verkalýðsfélagið að því. Áætlað er að stofna almenningshlutafélag um rekstur hans. Fegrun bæjarins og umhverfismál fá æ meiri at- hygli og í ár mun hafa verið varið 0.8-1,0 milljón króna til gróður- setningar á plöntum. Hér er enn húsnæðisekla, þótt allmikið sé byggt. Fólk hringir Árni Stefánsson Tryggvi Árnason hvaðanæva að og spyrst fyrir uir húsnæði sem því miður er ekk fyrir hendi. Greinilegt er að fóll vill flytja hingað og það að íbúun fjölgaði um 90 manns milli áranm 1987 og 1988 sýnir það glöggt Nú, allt byggir þetta á afkomi sjávarútvegsins hérna og kaup- félagsins þar með. Meðan sjórim er gjöfull verður byggð á Höfi blómleg." 200 til landsins með Concorde-þotu? Tryggvi Árnason í Hafiiar búðinni/Jöklaferðum: „Efst á baugi hjá mér núna e starfsemin uppi á Vatna jökli/Skálafellsjökli. Komið er í ljói að áhuginn fyrir að komast á jöku er mikill og aukningin af fólki sumar er gífurleg. Sjálfsagt hefu veðrið ásamt mikilli kynningi hjálpast þar að. Það þarf að far; að vinna að aukinni uppbyggingi HÖGNI HREKKVÍSI /„FÓÍ2STO ÓT/yiEÐ^ORPlE??" Víkverji skrifar Athygli Víkveija var fyrir nokkru vakin á auglýsingu í Stjórnartíðindum, og lái Víkveija hver sem vill þótt hann væri litlu nær eftir lesturinn. í upphafi segir: „AUGLÝSING um breytingu á viðauka I við lög nr. 55 31. mars 1987, tollalög, sbr. lög nr. 96 31. desember 1987, um breytingu á þeim lögum, og auglýsingu nr. 12 15. mars 1988, auglýsingu nr. 96 23. desember 1988 og auglýsingu nr. 95 21. júní 1989.“ xxx Ekki fer á miili mála að það þarf löglærða menn til þess að átta sig á við hvaða lög þessi auglýsing á, viðauka, breytingar og áður birtar auglýsingar. En þar eru lögfræðingarnir væntanlega á heimavelli og verður ekki skota- skuld úr að ráða fram úr þeim rún- um. Þegar svo kemur að efnisatrið- um auglýsingarinnar gæti málið farið að vandast, jafnvel hjá Iögvís- um mönnum. Víkveiji trúir að minnsta kosti ekki að 1. liður 1. gr. auglýsingarinnar sé auðskilinn þeim öllum. Þar segir: „1. gr. — Á almennum reglum um túlkun tollskrárinnar og ein- stökum köflum hennar eru gerðar eftirfarandi breytingar: 1. Við almennar reglur um túlkun tollskrárinnar. 6. regla orðist svo: í lagalegu tilliti skal flokkun vara í undirliði einstakra vöruliða byggð á orðalagi undirliðanna og sér- hverri tilheyrandi athugasemd við undirliði og, að breyttu breytanda, framangreindum reglum, með því fororði að aðeins jafnsettir undirlið- ir verði bornir saman. Viðkomandi athugasemdir við flokka og kafla gilda einnig með tilliti til þessarar reglu, nema annað leiði af orða- lagi.“ Eftir þennan lestur fór Víkveiji að skilja betur hvernig lögfræðingar geta eytt dögum, vikum og mánuð- um í að þrátta um hvernig túlka beri Iög og reglugerðir. En hvað skyldi það kosta þjóðarbúið? Talað er um að 'alls staðar þurfi að spara, en engu er líkara en að það gleymist oft þegar verið er að semja lög og reglur. Málfarið er tíðum slíkt að kveðja þarf tii „sérfræðinga“ til þess að skera úr um hvað löggjafinn meinti. Skýrara var nú ekki það mál. Og þegar svo aðrir sérfræðingar eru á annarri skoðun um við hvað átt var byijar ballið. Auðvitað skapar þetta mörg- um vinnu — en vinnu, sem hægt væri að spara með skýru og af- dráttarlausu orðalagi. Kannski nægir það eitt að beita tungunni rétt til þess að troða upp í öll fjár- lagagöt? Víkveiji neitar að minnsta kosti að trúa því að málið okkar sé svo takmarkað að ekki sé hægt að tjá heilbrigða hugsun á íslensku svo að vel skiljist. Sumir halda því fram að sérfræð- ingar (nema í íslensku) semji öll lög og reglugerðir og hagi orðavali svo að þeir einir skilji. Þingmenn og ráðherrar þori þar engu að breyta af ótta við að opinbera „fávisku" sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.