Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1989 14 C Nazistaforingínn WaltherDarré hélt fram umhverfisvemdarsj'onarmibum ir og hálftýndjr forfeður Þjóðverja og þýzkrar menningar og smá- bændur Evrópu væru gæddir sömu eiginleikum og norrænir menn. (Hreinn norrænn bændaaðall þyrfti ekki að vera þýzkur; finna mætti þýzkar manngerðir nánast hvar sem væri og Þjóðverjar yrðu að soga til sín allt norrænt blóð í heim- inum.) Allt frá dögum Rómveija hefðu Þjóðveijar verið leiksoppar erlendra áhrifa, sem hefðu grafið undan menningu þeirra. Þjóðveijar hefðu fengið lög sín, kirkju og menntun frá sigurvegurunum og allt þetta yrði að hverfa. Þegar heimskreppan skall á 1929 tók Darré þátt í ráðagerðum þrýsti- hóps í Thiiringen um að auka áhrif smábænda í íhaldsflokki Hugen- bergs eða Nazistaflokki Hitlers. Hann ræddi við þá báða og hvatti til bændabyltingar. Hitler, sem Hess kynnti hann fyrir, taldi að hann gæti aukið fylgi nazista til sveita og fpl honum að semja land- búnaðaráætlun fyrir flokkinn. Fram til þessa höfðu nazistar aðallega notið stuðnings lægri mið- stétta í smábæjum. Stuðningsmenn Darrés náðu undirtökunum í flest- um félagasamtökum smábænda GRÆNINGJAR hafa ó- víða eins mikil áhrif og í Þýzkalandi og það er eðli- legt. Margar hugmyndir þeirra eru upphaflega komnar þaðan og hafa lengi átt miklu fylgi að fagna meðal Þjóðverja. Líklega gera ekki allir sér grein fyrir því að nazistar börðust fyrir mörgum baráttumálum græningja. Hugmyndirnar eru eldri, en nazistar komust oft merkilega líkt að orði og græningjar nú. Enginn nazistaleiðtogi barð- ist eins ötullega fyrir hug- myndum græningja og Ricardo Walther Darré, landbúnaðarráðherra Hitl- ers og „bændaforingi" Þriðja ríkisins 1933-1942, sem var dæmdur fyrir stríðsglæpi í Numberg 1946. Hlut- verk hans var svo mikilvægt að brezkur sagnfræðingur, Anna Bramwell, hefur varpað fram þeirri spurningu hvort hann geti kallast „faðir græningjanna". Hún er höf- undur ritsins Blóð & mold: Walther Darré & Græningjaflokkur Hitlers, en „blóð og mold“ — Biut und Bod- en — var eitt helzta vígorð nazista á fyrstu valdaárum þeirra og Darré hafði gert það vinsælt. Um tíma hafíh Darré áhuga á þýzku landnámi á íslandi sem víðar. Síðustu ár ævinnar hélt hann áfram að beijast fyrir „vistfræðilegum“ hugmyndum, þótt hann væri rúinn trausti vegna ferils síns á nazista- tímanum, og beitti sér einkum fyr- ir „lífrænum búskap". Hann lézt 1953 og á næstu tveimur áratugum kom fram vaxandi áhugi á hug- myndum hans um „samband manns og náttúru" og „lífræna hringrás dýra, moldar, fæðu og manna“. Nú ná þessar hug- myndir inn í rað- ir flestra stjóm- málaflokka, þó að ekki hafi verið viðurkennt hvað- an kjami flestra þeirra er kominn. Ungmennafélög Darré fæddist í Argentínu 1895 og stundaði nám í ensk-þýzkum skóla evangelísku kirkjunnar í God- esberg. Á síðustu ámnum fyrir heimsstyijöldina 1914-1918 hélt hann áfram námi í enskum mennta- skóla og þýzka nýlenduskólanum, sem bjó nemendur undir búskap erlendis. Hann lauk búfræðiprófi að lokinni fjögurra ára herþjónustu, lagði stund á nám í kynbótarækt í Hallé í nokkur ár og gerðist starfs- maður prússneska landbúnaðar- ráðuneytisins, en var rekinn 1929 vegna ágrein- ings við yfir- menn sína. Á yngri ámm hreifst Darré af hugmyndum far- fuglahreyfingar þýzkra námsmanna — Wandervögel — sem ráfuðu um skóga og fjöll í leit að nýjum lífsháttum og sættu sig ekki við „ruglað gildismat" og „firringu borgarlífs". Hann varð einnig fyrir áhrifum frá dulspek- ingnum Rudolf Steiner og svokall- aðri anþrópósófíu — mannspeki — hans. Hugmyndir Steiners tóku til stjörnuspeki, endurholdgunar og segulfræði, en barátta hans gegn rányrkju og náttúruspjöllum hafði mest áhrif. Margar hugmyndir Darrés mátti rekja til þýzku ungmennahreyfing- arinnar, sem hafði mikil áhrif á fyrstu áratugum aldarinnar. Einn æðsti draumur ungmennafélaganna var landnám í „austurhéruðum" þýzkumælandi manna. Ungmennin höfðu sjálfshjálp og spartverskar hugsjónir í hávegum og eitt félag þeirra hafði að kjörorði„vélvæðing er undirrót alls ills“. Frægð Darrés byggðist á tveimur bókum, sem hann samdi til að sýna fram á að maðurinn yrði að varð- veita tengsl sín við móður jörð, ef hann vildi öðlast hamingju og lífs- fyllingu. Hin fyrri kom út 1928 og nefndist Bóndinn er lífsuppspretta þýzka kynstofnsins, en hina síðari kallaði hann Nýjan aðai bióðs og moldar. Norrænn aðall Darré aðhylltist „vísindalega kynþáttastefnu“ og studdi ýmsa þrýstihópa, m.a. áhugamanna um umbætur í landbúnaðarmálum og mannkynbætur. Hann vildi að iðnaðarþjóðfélagið yrði lagt niður með öllu og að hrein- ræktað smábændaþjóðfélag tæki við. Kapitalismi og iðnaður mundu smám saman líða undir lok og þar með mundu myndun stórborga og vélvæðing stöðvast. Borgarþjóð- félaginu mundi ekki takast að halda velli og þegar það hryndi — með dyggri aðstoð smábænda, sem mundu hindra samgöngur við borg- irnar — risi nýtt þjóðfélag á rústum hins gamla og kjarni þess yrðu hraustir og heilbrigðir smábændur. Darré trúði á yfirburði norræna kynstofnsins. Hann leit svo á að norrænir menn væru löngu gleymd- ■ ERLEND ■ HRINCSIÁ eftir Gu&m. Halldórsson Darré og samstarfsmenn (í landbúnaðarráðuneytinu): „Bændaforingi" Hitlers. Landnámsjörð: Þjóðveijar áttu að nema land í austri. 1930-1932 og velskipulagðar „sell- ur“ hans tryggðu nazistum mikla fylgisaukningu meðal sveitafólks ~á mettíma. Kennari Himmlers í júlí 1933 var Darré skipaður landbúnaðarráðherra og „bænda- foringi.“ Fyrir atbeina hans var komið á fót „Matvælastofnun ríkis- ins“ — Reichsnáhrstand (RNS) — til að hafa eftirlit með öllu því sem laut að landbúnaði. Tryggt var með lögum að bændur hefðu full umráð yfir jörðum sínum en raunar voru þeir hnepptir í átthagaijötra, þar sem kveðið var á um að jarðimar gengju í erfðir. Miðaldabærinn Goslar við rætur Harz-fjalla var valinn „bændahöfuðborg“ og þar voru haldnar fjölmennar bændahá- tíðir. Goslar átti að verða miðstöð „endurfæðingar" þýzkra bænda. Darré lét sig dreyma um að bærinn yrði einnig miðstöð „græns“ al- þjóðasambands þjóða Norður-Evr- ópu og bænda. Fjöldi manna flykkt- ist til Goslar. Áhugamenn um lífrænan búskap, sem höfðu stutt þýzku ungmennahreyfinguna, hylltu fyrirætlanir Darrés. Fulltrúar danskra og norskra félaga, sem höfðu afturhvarf til náttúrunnar að markmiði, sóttu ráðstefnur hans um blóð og gróður jarðar. Bækur Darrés gerðu hann að einum helzta „hugsuði" nazista ásamt Alfred Rosenberg' og hug- myndir þeirra fóru saman. Rosen- berg hélt fram yfirburðum ariska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.