Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 5
11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. AGUST 1989 C 5 sem Gala hafði skrifað honum, en Gala var ekki á sama máli og geymdi öll bréfin sín vandlega. Hún lét síðan gefa þau út eftir að Paul féll frá. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um hina óstjórnlegu pen- ingagræðgi Gölu. Nusch lést óvænt úr heilablóðfalli í nóvember 1946 og lét eftir sig Paul sem brotnaði aigjörlega niður. Cécile dóttir þeirra eignaðist dóttur um svipað leyti, svo Gala var orðin amma án þess að hafa orðið mikið vör við að hafa verið mamma. Dali-hjónin ákváðu að flytjast aftur til Katalóníu á Spáni, til Port Lligat, litla fiskimannaþorpsins. Litla fiskimannahúsið hafði að vísu | tekið stakkaskiptum, því því var breytt eftir súrrealísku hugmynda- flugi Dalis og var orðið að furðu- legu listasafni. Stöðugur straumur fólks var til Dali-hjónanna og gest- irnir voru flestir listamenn, kónga- fólk og stjórnmálamenn. Þau hjón- in voru mikils metin alls staðar í heiminum og „fína fólkinu" fannst „fínt“ að heimsækja þau. Uppljómun Dalis Á tímabili gekk Dali í gegnum eins konar trúarlega uppljómun. Myndir hans voru fullar af alls konar trúarlegum táknum; Guðs- móðirin, Kristur á krossinum, hi- minninn og Guð voru helstu mynd- efni hans. Að sjálfsögðu var Gala ennþá í aðalhlutverki í myndum hans og hann málaði hana sem heilaga Guðsmóður, eina af konun- um við kross Krists, og til hægri við Krist í „Heilagri kvöldmáltíð." Gala var gerð að ódauðlegri gyðju, fyrst í ljóðum Paúls Éluards og síðan í myndum Salvadors Dali, og eru þá ótaidir minna þekktir lista- menn sem fengu inspírasjón frá Gölu. Dali gat ekki málað annað en Gölu, leyndardómsfulla, nakta og lostafulla Gölu. Á árunum 1960—70 breyttust viðfangsefni Dalis. Hann naut þess að leika sér með ímyndunaraflið og mála alls kyns furðurverur og ófreskjur. Hann gekkst líka upp í því að umgangast alls kyns furðufugla og meðan hann bjó á Hótel Regis í New York voru meðal gesta hans: dvergar, kona með geysistórar nas- ir sem sagðist koma frá Tíbet, menn sem reyktu ópíum daginn út og daginn inn, magadansmær, snillingur í tattóveringum og mað- ur sem sagðist geta öðlast eilíft líf ef hann gæti skipt á kynfærum sínum og kynfærum apa. Þegar Gala varð 75 ára gaf Dali henni kastalann í Pubol í af- mælisgjöf. Hún var orðin þreytt á öfgafullu lífi og vildi fara að hafa það rólegt. Hann vildi hins vegar halda áfram uppteknum hætti og fann endalaust upp á nýjum að- „ ferðum til að vekja á sér athygli. ““ Þau rifust oft og sagt er að þau hafi líka oft slegist. Síðla ársins 1981 voru þau á hóteli í París. Dag einn, árla morguns fór Dali til hót- elstjórans og sagðist hafa komið að konu sinni slasaðri í herbergi sínu. Hún var flutt á sjúkrahús og við rannsókn kom í ljós að tvö rif- bein höfðu brotnað, og handleggir og fótleggir voru marðir og brákað- ir. Fáir vita fyrir víst hvort þau hjónin höfðu lent í slagsmálum um nóttina. Gala veiktist vorið 1982 og var þá iögð á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir skurðaðgerð. Hún lá meira og minna meðvitundarlaus í fjórar vikur, en var þá flutt til Spánar í fiskimannahúsið sitt þar sem hún lést 10. júní 1982. Hún hafði beðið um að vera jörðuð í rauðum kjól í grafhýsi hlöðnu úr svörtum múrsteinum í Pubol-kasta- lanum og það var orðið við þeirri bón. Grafhýsið er skreytt með nökt- um mönnum og gíröffum með log- andi höfuð, og fyrir framan það er gipsstytta af hesti í fullri stærð. Meistari Dali var einnig lagður til hvílu í grafhýsinu, en eftir dauða Gölu veslaðist hann upp og hætti að koma fram opinberlega. Hann háði iangt veikindastríð áður en hann hélt á vit forfeðra sinna — og Gölu. HITAMÆLAR TILBOÐ OSKAST í Ford Bronco II XLT 4x4 árgerð ’87 (ekinn 19 þús. mílur), Chevrolet Spectrum árgerð ’85, Chrysler LeBaron árgerð ’84 (ógangfær), ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 22. ágúst kl. 12-15 Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna. ... sv • ■ : ■__________________________________________________________________ • • Skiny nærföt fást í eftirtöldum verslunum: í Rvík og nágrenni: Dinah, Grímsbæ : Evito, Eiðistorgi 11 Gullbró, Nóatúni 17 Karen, Kringlunni 4 Madam, Glæsibæ Seljahlíð, Fellaseli 55 Snotra, Álfheimum 4 S.Ó. búðin, Hrísateigi 47 Trimmið, Klapparstíg 40 H-búðin, Hrísmóum 4 Garðabæ Embla, Strandg. 29. Hafnad. Fell, Þverholti Mosfellsbæ Barnabær, Gerðubergi 1 og Hraunbæ 102 Hlíð, Grænatúni 1, Kópovogi Landsbyggðin: Lísa, Keflavík Rún, Grindavík Mdan, Sandgerðí Líkamshreysti, Þorlókshöfn Ólabúð, Eyrarbokko Adam og Evo, Vestmannaeyjum Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli Skoftfellingabúð, Vik í Mýrdal Hornabær, Höfn í Hornafirði B.H. búðin, Djúpavogi Sportvöruversl. Hókonar Sóffuss, Eskifirði Nesbær, Neskaupstað Skógar, Egilsstöðum Aldan, Seyðisfirði Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði Kaupfélag Fóskrúðsfirðinga, Fóskrúðsfirði Signar og Helgi, Þórshöfn Askja, Húsavík Amor, Akureyri Klæðoversl. Sig. Guðmundss., Akureyri Sogn, Dalvik Norma, Ólofsfirði Sýn, Sauðórkróki Pez, Blönduósi Krismo, isofirði Patreksapótek, Patreksfirði Fell, Grundarfirði Litlibær, Stykkishólmi Ósk, Akranesi Elin, Siglufirði Vík, Ólafsvik Einkaumboð á ísiandi Hannes Wöhler & Co., II Akralandi :i. 108 Rcykjavík, símar 34050 -4í:l574. Póslhóll 8029 - 128 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.