Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUWIAR SUNNUDAGUR 20. ÁGUST.1082 20 C LEIKLIST / magnib til marks um áhugann? Shakespeare í efsta sæti Alþýðuleikhúsið heldur merki Shakespeares á lofti þessar vikumar með sýningu í ís- lensku óperunni. Erlingur Gíslason í hlutverki Mak- beðs. Alþýðuleikhúsið frumsýndi Mak- beð eftir William Shakespeare þann 30. júlí sl. í leikstjóm Ingu Bjamason. Fullyrða má að ekki hafi verk annars höfundar komist mmmmmm^^^ jafnoft á íslenskt leiksvið það sem af er þessu ári. Mér telst til að fjögur leikrita Shakespeares hafi verið fmmsýnd á árinu, þ.e. Ofviðrið í Þjóðleikhúsinu og Makbeð hjá Al- þýðuleikhúsinu; þar að auki hafa tvær áhugamannasýningar komist á fjalimar, Draumur á Jónsmessu- nótt hjá framhaldsskólanemum á Húsavík og Allt í misgripum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Þá flutti Ríkisútvarpið á Páskadag nýja upp- töku á Hamlet í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Og með haustinu verður væntanlega flutt í Ríkisút- varpinu ný upptaka á Makbeð í leik- stjórn Hallmars Sigurðssonar. Skemmst er einnig að minnast Hamlets hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir rúmu ári. Sumum kann að fínnast nóg um og spyrja má hvað það sé sem geri verk Shakespeares svona heillandi. Upptalningin hér að ofan sýnir a.m.k. svo ekki verður um villst að áhuginn er svipaður hvar sem borið er niður, því ofantaldir flytjendur mynda prýðilega þversneið af íslensku leiklistarlífi. En nær þessi áhugi út fýrir raðir leikhúsfólks? Hefur almenningur sama áhuga á þessum ijögur hundruð ára gömlu leikritum og leikhúsfólkið sjálft? Ég lagði ofangreindar spurning- ar fyrir þijá þeirra leikstjóra sem leikstýrt hafa verkum Shakespeare nýverið. Inga Bjarnason sagði það grundvaliaratriði fyrir leikhúsfólk að fá að spreyta sig á Shakespeare- verkum. „Leikrit Shakespeares eru sú undirstaða sem leikhús Vestur- landa byggir á og ég vona að áhorf- endur hafi bæði gagn og gaman af. Það er jafn lífsnauðsynlegt fýrir leikara að glíma við hlutverk í verk- um Shakespeares og það er fyrir tónlistarmenn að spila Bach og Beethoven svo þeir nái til einhvers þroska í list sinni. Að ég nú ekki tali um leikstjóra.“ Þórhallur Sigurðsson á þrjár upp- færslur á Shakespeare-leikritum að baki, Ofviðrið í Þjóðleikhúsinu í vor, Þrettándakvöld með Nemenda- leikhúsinu 1987 og Kaupmanninn í Feneyjum í Þjóðleikhúsinu 1974. Þórhallur benti á að aðsókn að klassískum leikritum hjá Þjóðleik- húsinu væri minni nú en t.d. fyrir 20-25 árum. Hamletsýning Þjóð- ieikhússins 1962 hefði fengið á sautjánda þúsund áhorfendur en á seinni árum hefði fjöldi áhorfenda varla farið yfir 5.000 á Shake- speare-uppfærslu. „Ein af ástæðun- um er vafalaust sú að tengsl leik- hússins við skólana eru minni nú en áður, því stór hluti af áhorfenda- hópnum áður fyrr voru skólanemar. Fjölmiðlar virðast einnig ekki sýna frumuppfærslum á verkum Shake- speares hérlendis sama áhuga og áður. Það þótti ekki mikil frétt í vor að Þjóðleikhúsið frumflytti Of- viðrið. Áhugi almennings fer alltaf nokkuð eftir viðbrögðum fjölmiðl- anna. Það má því segja að áhuginn sé meiri innan leikhússins á verkum Shakespeares en utan þess. En ef við gæfumst upp við að vekja áhug- ann með almenningi værum við illa stödd,“ sagði Þórhallur Sigurðsson. Stefán Baldursson hefur einnig fengist við verk Shakespeares, m.a. Hamlet í Ríkisútvarpinu í vor og Dráum á Jónsmessunótt hjá LR fyrir fáum árum. Hann taldi ástæð- una fyrir þessum ijölda uppfærslna síðustu misseri stafa fyrst og fremst af áhuga leikstjóranna og leikhús- fólksins sjálfs. „Verk Shakespeares eru óskaverkefni vegna þess hve auðug og sammannleg þau eru en bjóða jafnframt upp á óendanlega fjölbreytni í túlkun og útfærslu. Þau eru í senn skemmtilegust og erfið- ust. Við getum hinsvegar því miður ekki talað um almennar vinsældir, þó einstaka sýning hafi náð þokka- legri aðsókn hér. Hræðsla íslenskra áhorfenda við verk hans byggist oft á vanþekkingu og fordómum eða hreinlega óheppni. Fólk hefur lent á þrúgandi uppfærslum þar sem innantómur hátíðleiki er alls- ráðandi eða horft á eitthvað af þess- um 'ótrúlega leiðinlegu Shake- speare-upptökum frá BBC. Þeir sem sjá hinsvegar góðar Shakespe- aresýningar sannfærast um ágæti verkanna. Þess vegna er um að gera að sýna verk hans nógu oft og gera það nógu vel. Það er keppi- keflið. Hann var nefnilega alþýðleg- astur allra skálda," sagði Stefán Baldursson. Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins hefur lagt sérstaka rækt við verk Shakespeares og flutningur á Shakespeare-leikritum er fastur liður á verkefnaskrá út- varpsleikhússins. Jón Viðar sagði að reynslan hefði sýnt að Shake- speare ætti sér hér á landi nokkuð tryggan áhorfendahóp.„Ég er þó ekki viss um að sá hópur sé mjög stór en hann er nokkuð stöðugur. Það er ekki ástæða til að halda að hann hafi minnkað, þvert á móti er hann líklegri til að stækka. Sér- staklega þegar fram koma líflegar sýningar á borð við Hamlet hjá LR og Macbeth hjá Alþýðuleikhúsinu. Hinsvegar er ljóst að Shakespeare hefur sérstakt gildi fyrir leikhús- fólk, ekki síst fyrir leikara. Þá á ég við að stærstu hlutverkin í leik- ritum Shakespeares. eru þannig að leikarar hljóta að stækka af því að glíma við þau. Það er enginn annar höfundur sem skapar jafn fjöl- breyttar og margslungnar persón- ur. Þess vegna er nauðsynlegt að hann sé leikinn og verði hluti af leikhúshefðinni á hveijum stað.“ KVIKMYNDIR /Afhvaba myndum erum vib alltafab missaf ____ Ósýnilegu myndimar Hvemig sem á því stendur, það gæti þess vegna verið guðleg forsjón, koma stundum hingað „út- lenskar" bíómyndir eins og sjón- varpsstjórinn sagði þegar hann mis- mælti sig svo við- eigandi í „Stöð 2 er sannleikurinn og lífið“, símhringingaþætti með Helga Pé um daginn. Það eru myndir frá öðmm löndum en Banda- ríkjunum. Þær hafa verið fáar, eru fáar og allt útlit er fyrir að þær verði fáar á almennum sýningum bíóhúsanna í Reykjavík en nokkrar slæðast hing- að uppeftir á þrjóskunni-og planta sér í bestu sætin eins og gamlar frænkur sem enginn þekkir í ferm- ingarveislum. Sú nýjasta er Konur á barmi taugaáfalls eftir spánveijann Pedro Almodóvar, einstaklega kómísk út- tekt á ástarmálum taugastrekktra kvenna sem gætu rifið úr þér hjart- að og sett í örbylgjuofninn en gera það ekki. Það er sannarlega mynd sem allir ættu að sjá en fáir gera og það erú myndir eins og „Tauga- áfaílið" sem alltaf ætti að vera hægt að sjá hér en eru sjaldnast til sýnis. Ástæðan er því miður allt- of einföld: Það borgar sig ekki að sýna þær. En það er önnur ástæða: Þær eru svo leiðinlegar. Svo drephund- helvíti LEIÐINLEGAR. Það gerist aldrei neitt í þessum „útlensku“ myndum nema ef maður er heppinn er einstaka ber kvenmaður að lufs- ast úr sturtu. Það er bara talað bla, bla, bla endalaust. Hver nennir á þetta? Ekki ég. Smekkur manna er auðvitað mis- munandi en líklega er enginn mis- skilningur útbreiddari en sá að myndir þar sem enginn segir „ókei men“ og „bæbæ beibí“ séu leiðin- legar. í gegnum árin hefur það orð- ið að heilagri ritningu meðal þess aldurshóps sem mest fer í bíó að óamerískar myndir séu og verði alltaf að eilífu amen leiðinlegar. Og það er ekki nema von. Almenn- ingur er alinn upp á skyndimyndum og fær sjaldnast tækifæri til að læra að meta neitt annað. Og bíó- ferð á að vera rússíbanaferð; ef þú færð ekki í magann af hlátri eða orgar uppyfir þig í spenningi ferðu ekki að borga þig inní myrkrið. Ef bíómenningin í Reykjavík á að lyftast á hærra plan eins og skáldið sagði verður að eyða þessum fordómum og vekja áhuga fólks á öðru en hreinum afþreyingamynd- um og leyfa því að verða vitni að því að það er svo miklu meira við bíó en bílaeltingaleikir. Fólk kærir sig hins vegar ekki um að komast í snertingu við það í og með af því framboðið er svo lítið. Einhliða has- armyndir gera ekki annað en ala á þröngsýni. Hugarfarsbreyting- verð- ur ekki nema myndunum fjölgi. Og þær eru ekki leiðinlegar. Hver sem „nennti" á myndir eins og Herbergi með útsýni eða Hundalíf þarf að vera súpersvalur til að geta sagt: Hey, þetta var ömurlegt. Það kemur kannski einhveijum á óvart en það vill gleymast svo glatt að önnur lönd en Bandaríkin, merkilegt nokk, fást einnig við kvikmyndagerð. Sannleikurinn er bara sá að þau framleiða að mestu ósýnilegar myndir hvað okkur varð- ar, myndir sem maður heyrir af og les um en sér aldrei. Það sama er að segja um ákveðinn hóp banda- rískra kvikmyndagerðarmanna sem kýs hvort sem er að vinna utan eða innan Hollywood, en gerir myndir sem hafa ekki endilega að mark- miði að hala inn dollaramillur. Hvað er langt síðan við sáum t.d. mynd eftir John Sayles. Hér koma 20 (þær gætu verið 100) athyglisverðar myndir valdar af handahófi sem koma seint eða aldrei í bíóin: • Jean de Florette og Manon de sourse (Frakkland). • Der Himmel iiber Berlin (V- Þýskaland). • Matewan (Bandaríkin). • Distant Voices, Still Lives (Bret- land). • Pelle erobreren (Danmörk). • Salaam Bombay! (Indland) • Hanussen (Ungveijaland). • Tónlistarkennarinn (Belgía). • Sex, Lies and Videotape (Banda- ríkin). • Mystery Train (Bandaríkin). • Trop belle pour toi (Frakkland). • E1 Dorado (Spánn). • Do the Right Thing (Banda- ríkin). • La petite voleuse (Frakkland). • Lawrence of Arabia (endurgerð útgáfa, Bandaríkin). • Bleak Moments (Bretland). • Scandal (Bretland). • Little Dorrit (Bretland). • La historia oficial (Argentína). eftir Arnold Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.