Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 12
fr2 % MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SÍINNUDAGUR 20: ÁGUST 1989 MATUR OG DRYKKUR///iwá geristþegarperlum er kastab fyrirsvín? Babettes gæstebud Enn er verið að sýna í Regn- boganum úrvalsmynd danska leikstjórans Gabriels Axel, Bab- ettes gæstebud, sem byggð er á samnefndri sögu danska rithöf- undarins Karenar Blixen (1885- 1962). I verkum sinum Ijallar Blixen mikið um samband lifs og listar, og sjálf hélt hún því fram að forsenda þess að hún gat gef- ið sig skáldskapnum á vald (eða öfugt) hafí verið samningnr sem hún gerði við djöfúlinn: Hún hafi gefið sig honum á vald með því skilyrði að hann umbreytti allri skynjun hennar í sögur. Listanorn og borðhaldssvín * Iathyglisverðri grein um nomir fyrr og nú í síðasta tölublaði Mannlífs farast Lisu von Schmal- ensee svo orð um þá hugmynd sem Karen gerði sér af djöflinum: „Það er þó at- hyglisvert að í augum Karenar Blixen vora Guð og Djöfullinn einn og hinn sami. Hún taldi þá vera tvær hliðar á sama máli og jafn stórkost- legar. Þeir væra ekki andstæður eins og kristnin hefur kennt okkur. Hún hallaðist að þeirri skoðun sem Goethe setti fram að heimurinn hefði orðið til vegna veðmáls Guðs og Djöfulsins. Þeir hafi veðjað um það hvort lífs- eða dauðahvöt mannsins væri sterkari og enn séu úrslit veðmáls- ins ekki ráðin heldur fáum við bæði skemmtun og hvatningu til dáða út úr því að taka þátt í leiknum. Henni fannst það skipta meginmáli að leika hlutverk sitt í þessari til- raun eins vel og hægt væri, ídjúpriog fullri einlægni gagnvart eiginleikum sínum. Þar með ein- kenndist afstaða hennar til mann- lífsins af alvöra.“ Babettes gæstebud fjallar m.a. um þann sársauka eða þá refsingu sem listamaður uppsker ef hann „kastar perlum fyrir svín“, ástundar list sína meðal fólks sem ber ekk- ert skynbragð á hana. Babette, mesti listakokkur París- arborgar, flýrtil dansks sjávarþorps og sér um árabil um fábrotinn kost ofan í tvær trúaðar prófastsdætur og safnaðarsystkini þeirra. Þegar hún vinnur umtalsverða íjárapphæð í happadrætti ákveður hún að bjóða þeim í „almennilegan, franskan kvöldverð" þar sem ekkert er til sparað og sköpunargáfa hennar getur notið sín til fullnustu. En gömlu safnaðarsystkinin, sem sáu hana færa heim skjaldböku og önn- ur furðufyrirbæri, halda að hún ætli e.t.v. að bragga þeim djöfulleg- an nornaseið. Sá eini sem ber skyn- bragð á kúnst Babette er lífsreynd- ur sænskur hershöfðingi sem fyrir tilviljun ergestkomandi á staðnum. Að gamni mínu þýddi ég eftirfar- andi kafla úr Babettes gæstebud lesendum til umþóttunar — og hvatningar til að sjá samnefnda kvikmynd. — Allir ættu reyndar að hafa lent í þeim leiðindum að kasta perlum fyrir svín, við matborðið eða á öðram vettvangi. Hver þekkir t.d. ekki borðhaldssvín sem heimta tóm- atsósu út á allt, sama hversu listi- leg^ur maturinn er?! Skjaldbökusúpa og kampavín í dönsku sjávarþorpi Þegar hinn rauðhærði aðstoðar- piltur Babette opnaði borðstofu- dyrnar og gestirnir frá Fossum stigu hægt inn fyrir þröskuldinn, slepptu gömlu safnaðarsystkinin höndum hvers annars og þögnuðu. En þögnin var af hinu góða því andinn leiddi þau enn og söng. Babette hafði komið fyrir kertum eftir endilöngu borðinu miðju og logi þeirra skein á svörtu frakkana og kjólana og skartlatsrauði ein- kennisbúningurinn endurspeglaðist í björtum, dálítið votum augum. Loewenhielm hershöfðingi virti fyrir sér andlit Martínu í skini kertaljósanna, rétt eins og þegar þau kvöddust fyrir þijátíu árum. Hvemig hafði þijátíu ára dvöl í þessu friðsæla þorpi breytt því? Gullið hárið var nú slegið silfruðum röndum, blómsturijótt ennið hafði smám saman orðið mjólkurhvítt. En hve heiðskírt og göfugt' var þetta enni — augnaráðið milt og fullt trúnaðartrausts og munnurinn svo sætur og hreinn, rétt eins og aldrei hefði nokkurt hnjóðsyrði hrokkið af þessum vöram! Þegar allir vora sestir bað sá elsti í söfnuðinum borðbæn með orðum sjálfs prófastsins: „Megi brauð mitt næra líkama minn í dag, megi líkami minn vera þjónn sálarinnar, megi sál min göfgast, guði til dýrðar." Orðið „brauð“ minnti gestina öldnu, sem sátu niðurlútir með spenntar greip- ar, á loforðið um að víkja ekki einu einasta orði að matnum, og þeir endurnýjuðu loforðið í hjörtum sínum — þeir skyldu ekki einu sinni hugsa um hann. Þeir voru saman komnir við borðið til þess að inn- byrða málsverð — það sama höfðu menn gert við brúðkaupið í Kana- an. Og hafði ekki heilagur andi kosið að opinberast þar — já, meira að segja í sjálfu víninu? Aðstoðarpiltur Babette hellti í lítil glös við disk hvers og eins. Þau báru glösin hátíðlega að vörum sér — sem staðfestingu á loforði sínu. Loewenhielm hershöfðingi, sem hafði vissar efasemdir gagnvart víninu í þessu húsi, dreypti varlega á glasi sínu. Svo kipptist hann við — bar glasið fyrst upp að nefinu og síðan augunum og lagði það frá sér, undrandi og ringlaður. En merkilegt! hugsaði hann. Amont- illado! Og besta Amontillado sem ég hef nokkra sinni drukkið! Til þess að reyna skilningarvit sín tók hann eftir andartaks umhugsun skeiðarfylli af súpunni — þá aðra og lagði svo skeiðina frá sér. Stór- merkilegt! sagði hann við sjálfan sig. Þetta er greinilega ekta skjald- bökusúpa — og hvílík skjaldböku- súpa! — Hann varð gripinn kyn- legri hræðslu og tæmdi glas sitt. Yfirleitt ræddu íbúar þessa þorps fátt meðan þeir mötuðust, en þetta kvöld losnuðu tungurnar úr læðingi á einhvern hátt. Einn af gömlu safn- aðarbræðrunum sagði frá því þegar hann hitti prófastinn í fyrsta sinn. Annar vitnaði í predikun sem olli sinnaskiptum hans fyrir þijátíu árum. Gömul kona — sú sem Martína hafði trúað fyrir vanda sínum — minnti safnaðarsystkinin á að hvert og eitt þeirra væri ætíð reiðubúið að bera byrðar hinna. Loewenhielm hershöfðingi — sem átti að stjórna samræðunum við borðið! — hafði látið þess getið að predikanasafn prófastsins væri meðal uppáhaldsbóka drottningar- innar, en hann setti hljóðan þegar næsti réttur var borinn á borð. Ótrúlegt! sagði hann við sjálfan sig. Þetta eru blinis Demidorff. Hann virti mötunauta sína fyrir sér. Þeir sátu allir sallarólegir og borðuðu sínar blinis Demidorff án þess að sýna nein merki undranar eða velþóknunar, rétt eins og þeir hefðu borðað þennan rétt daglega í þijátíu ár. Ein gömlu systranna hinum meg- in við borðið vakti máls á undarleg- um atburðum sem höfðu átt sér stað á meðan prófasturinn var enn meðal safnaðarbarna sinna — at- burði sem ætti að vera óhætt að kalla kraftaverk. Mundu þau ekki eftir, spurði hún, þegar hann hafði lofað að halda jólapredikunina í þorpinu hinum megin við íjörðinn? I fjórtán daga geisaði þvílíkt óveð- ur, að enginn skipstjóri eða fiski- maður þorði að sigla yfir íjörðinn. Þorpsbúar höfðu nær gefið upp alla von en prófasturinn lofaði þeim, að fengi hann ekki bát til að flytja sig til þeirra myndi hann ganga yfir öldurnar. Og viti menn! Þremur dögum fyrir jól lægði storminn og það kom svo mikið frost að fjörðinn lagði — og slíkt hafði aldrei gerst í manna minnum. Pilturinn skenkti aftur í glösin. En í þetta sinn vissu safnaðarsystk- inin, að þessi drykkur gæti ekki verið vín — vegna þess að hann freyddi. Þetta hlaut að vera eins konar límónaði. Og límónaðið reyndist hæfa hástemmdu hugar- ástandi þeirra fullkomlega — það var eins og það lyfti þeim frá jörð- inni upp á hærra og hreinna svið. Loewenhielm hershöfðingi lagði glasið aftur frá sér, sneri sér að sessunaut sínum til hægri handar Gestaboð Babetta „allir ættu reyndar' að hafa lent í þeim leiðindum að kasta perl- um fyrir svín, við matborðið eða á öðrum vettvangi. Hver þekkir t.d. ekki borð- haldssvín sem heimta tómats- ósu út á allt, sama hversu listilegur mat- urinn er?!“ \Smii'RFEX)\/Þarfsérstaklega ab vemda ceru opinberra starfsmanna? 108. gr. almenimi hegningarlaga Mál Halls Magnússonar, blaðamanns, vegna skrifa hans um séra Þóri Stephensen hefur verið nokkuð í sviðsljósinu að undanfornu. Sem kunnugt er var blaðamaðurinn dæmdur í sakadómi Reykjavíkur þ. 20. júní sl. fyrir ærumeiðandi ummæli í garð séra Þóris. Segir í dómin- um um grein Halls og nánar tilgreind ummæli, að þau séu „ærumeið- andi fyrir séra Þóri Stephensen og brot á 108. gr. almennra hegningar- laga, og er að mati dómsins farið út fyrir þau mörk, sem gilda sam- kvæmt 72. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944 um að mega láta í ljósi hugsanir sínar á prenti." Refsing Halls var ákveðin 40.000,- kr. sekt í ríkissjóð en til vara 15 daga varðhald. Þá vom öll ummæli í um- ræddri grein, sem blaðamaðurinn var sakfelldur fyrir, dæmd dauð og ómerk. Þá var honum gert að greiða séra Þóri kr. 150.000,- í miskabætur og allan sakarkostnað. Fáir hafa orðið til þess að mæla niðurstöðu þessari bót, ef undan er skilinn Haraldur Blimdal, hæsta- réttarlögmaður, í grein í Morgun- blaðinu 8. júií sl. Gagnrýnin hefur að verulegu leyti beinst að 108. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19/1949, sem um- ræddur dómur er reistur á. Blaða- mannafélag Is- lands hefur m.a. Björgvinsson samþykkt ályktun þess efnis, að greinina beri að fella úr gildi. Ályktun félagsins virðist einkum reist á tvennu. I fyrsta lagi að óeðlilegt sé að ákæravaldið hafi það í hendi sér að krefjast refsinga þeim til handa sem meiða æru þriðja manns. Slíkt eigi algjöriega að vera undir þeim komið sem telur æra sína meidda. í öðru lagi er á því byggt að lagagreinin sé til þess fallin að hefta með óeðlilegum hætti gagn- rýni á embættismenn og stjórnvöld yfirleitt. Um sé að ræða alvarlega ógnun við fijáls skoðanaskipti í landinu. Það er í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja að blaðamenn álykti um æskilegar endurbætur á löggjöfinni. Refsilöggjöfin er sífellt í endurskoðun og skynsamlegar ábendingar öragglega vel þegnar af þeim sem að því verki vinna. Hins vegar er tilefni þessarar ályktunar að mínu áliti dálítið óheppilegt. Ég hafði ekki fyrr kynnt mér skrif Halls Magnússonar en mér datt í hug hvort þau skrif sýndu ekki einmitt að full þörf er fyrir slíkt lagaákvæði sem 108.gr. hegningarlaganna er. M.ö.o. það kæmi ekki á óvart þó málaferli þessi yrðu til að minnka áhuga manna á því að að fella hana úr gildi þar sem þörfin fyrir hana hafi nú loksins komið í ljós. Um þetta skal þó ekki fullyrt. Á hinn bóginn virðist 108. gr. ekki hafa plagað neinn fram til þessa vegna þess að flestir geta, sem betur fer, gert greinarmun á gagnrýni og því sem umræddri lagagrein er ætlað að halda aftur af og nefnist skamm- aryrði, móðganir eða ærameiðandi aðdróttanir. Það er annað sem er athugavert við þær umræður sem átt hafa sér stað um 108. gr. Flestir sem taka þátt í umræðunni era á einu máli um að fordæma hana og telja grein- ina til mikillar óþurftar, ef ekki beinlínis skaðlega. Hins vegar virðist enginn þessara aðila hafa reynt að geta sér til um hvers vegna ákvæði þetta var sett í lög á sínum tíma. Þegar dýpra er skoðað kemur í ljós að viss rök era til þess að hafa slíkt .ákvæði í lögum. Hvort rökin nægja verður ekki lagður á dómur hér. Ákvæði það sem hér um ræðir er svohljóðandi. „Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðg- anir í orðum eða athöfnum eða æra- meiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustafi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sekt- um, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Greinin er í XII kafla hegningarlaganna, sem ber yfirskriftina „Brot gegn valdstjón- inni“. Um ákvæði kaflans segir í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu til laganna þegar það var lagt fram á Alþingi á sínum tíma: „Akvæði þessa kafla lúta einkum að því að vernda framkvæmd opinberra starfa.“ Um rökin að baki þeim seg- ir ekki að öðru leyti. Slík rök er heldur ekki að finna í greinargerð- inni þar sem sérstaklega er fjallað um 108. gr., en bent á að vernd opinberra starfsmanna fyrir móðg- unum og ærumeiðingum sé mjög aukin frá því sem áður gilti. Það verður því ekki itíeð vissu sagt um það hvað vakti fyrir löggjafanum. En þegar betur er að gáð má nokk- uð geta sér til um þetta. Rökin virð- ast einkum vera þau að eðlilegt sé að embættismenn njóti sérstakrar verndar við framkvæmd skyldu- starfa sinna, enda þjóni það hags- munum þjóðfélagsins. Stundum er um að ræða framkvæmd ákvarðana sem eru óvinsælar af þeim sem verða að þola þær, en engu að síður nauð- synlegar til að halda uppi lögum og reglu í þjóðfélaginu. Augljóst dæmi um þetta eru ýmsar aðgerðir lögregl- unnar. Þá má nefna þá sem sjá um framkvæmd fógetagerða og nauð- ungaruppboða. Bent skal á að þetta eru aðeins dæmi um opinbera starfs- menn þar sem 108 gr. virðist eiga vel við. Það eru augljós rök til þess að löggjafinn tryggi svo sem kostur er að þeir opinberu starfsmenn sem hafa slík störf með höndum geti óhindrað leyst þau af hendi. Liður í því er að veita einkalífi þeirra og æru sérstaka vernd gegn skammar- yrðum, móðgunum og öðrum æru-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.