Morgunblaðið - 20.08.1989, Page 13

Morgunblaðið - 20.08.1989, Page 13
og sagði: „Er þetta ekki Veuve Cliquot 1869?“ Sessunauturinn leit vingjamlega á hann, brosti dálítið vandræðalega og kom með athuga- semd um veðrið. Babette hafði gefið drengnum ákveðin fyrirmæli: Að hella aðeins einu sinni í glös safnaðarsystkin- anna, en fylla glas hershöfðingjans um leið og það tæmdist. Og hers- höfðinginn drakk fljótt í botn, aftur og aftur. Því hvað á maður sem aðhyllist skynsemina að gera þegar hann getur ekki treyst eigin skyn- semd? — Betra er að vera fullur en vitlaus. Oftast var það þannig í þessu þorpi að fólk fann til þyngsla þegar líða tók á góða máltíð. En þetta kvöld var því ekki þannig varið. Nei, það hýrnaði yfir gestunum eft- ir því sem þeir borðuðu og drukku meira. Þeir þurftu ekki lengur að vera minntir á loforð sitt; kenningin sannaði að það sem þau átu og dmkku — jörðin og allt sem jarð- neskt er — era aðeins sjónhverfing- ar og draumar. Loewenhielm hershöfðingi hætti skyndilega að borða og sat alveg grafkyrr. Honum fannst sem hann væri komin'n að veisluborði í París fyrir mörgum áram. Þar hafði verið borinn á borð hreint ótrúlega fram- úrskarandi góður réttur — hann spurði einn sessunauta sinna, Galli- fet ofursta, hvað hann héti, og sá hafði svarað brosandi að hann kall- aðist „Cailles en Sarcophage". Ofurstinn hafði jafnframt látið þess getið, að rétturinn hefði einmitt verið fundinn upp af yfirmatreiðslu- meistara þess veitingastaðar þar sem veislan var haldin — frábærum meistara, sem þrátt fyrir að vera kona, væri þekktur um alla París sem mesti matreiðslusnillingur Evr- ópu. „Og í sannleika sagt!“ bætti Gallifet ofursti við. „Þessi kona getur breytt hverri máltíð á Café Anglais í eins konar ástarsamþand — göfugt og rómantískt — þar sem þrár og fullnægja líkama og sálar renna saman í eitt. Ég hef þegar gengið á hólm vegna fallegrar konu, en, ungi vinur, fyrir enga konu í gjörvallri Parísarborg er ég jafn reiðubúinn að úthella blóði mínu óg þá sem hér um ræðir!“ Loewenhielm hershöfðingi sneri sér nú að þeim sem sat honum á vinstri hönd og sagði: „Já, en þetta eru Cailles en Sarcophage!" Sessu- nauturinn, sem hafði setið og hlust- að á lýsingu á kraftaverki, leit á hann annars hugar, kinkaði kolli og svaraði: „Já, auðvitað! Hvað annað?“ meiðandi aðdróttunum sem að þeim kanna að verða beint vegna starfa þeirra þegar framkvæmd starfans er ekki neinum þeim annmörkum háð sem réttlæta slíkt. Það er því mikill misskilningur að grein þessi sé til komin vegna hörandsárra emb- ættismanna sem þola ekki gagn- rýni. Hún sprettur af þeirri trú að það þjóni best hagsmunum almenn- ings að opinberir starfsmenn fái leyst störf sín af hendi á þann hátt sem lög bjóða án þess að þeir þurfi að sæta því að æra þeirra sé lögð að veði eða einkalíf atað auri í fjöl- miðlum. Slík vernd stuðlar að því að einkalífi starfsmannsins og per- sónulegum skoðunum sé haldið fyrir utan umræðu um framkvæmd starfa hans, en jafnframt dregur það úr hættu á að hann láti óttann við slíkt hafa áhrif á þau. MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPIIMIM SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1989 C 13 Kristján frá Hlíðargerði Þú slærð garðinn þinn með orfi og ljá þó fluttur sé í kaupstað, varð mér fyrst að orði, þegar ég hitti Kristján Jónsson, bónda frá Hlíðargerði, en hann fluttist til Húsavíkur á síðastliðnu ári. — Það er gott að halda þjálfun- inni við, þetta er ekki síðra en morgunleikfimin, sem þeir era með í útvarpinu. Ég er ekki að kaupa vél við að slá þennan blett. Við íslendingar eram full djarfír í ýms- um kaupum, kaupum oft meira en við höfum efni á. Ég hafði vélar við minn búskap, en stillti kaupun- um í hóf, fjárfesti ekki meira en ég hafði efni á og var aldrei í efna- hagskreppu, þekkti ekki þennan nú umtalaða fjármagnskostnað, sem er að ríða sumum bændum að fullu. Það er víða of mikið fjár- fest í landbúnaðinum og þess vegna bera búin sig ekki. — Nú flytur þú í kaupstað, rúm- lega sjötugur. Datt þér ekki í hug að fara á elliheimili? — Ég er of ungur og hress til þess. Hefí búið einn tæp 40 ár — verið einbúi sem kallað er — og líkað það vel. Ég keypti mér hér lítið einbýlishús, og á mína jörð og hús fyrir norðan, því ég er ekki orðinn rótgróinn Húsvíkingur. Elli- heimili eru ágæt, en maður á ekki að fara á elliheimili eftir aldursá- ram, heldur ástæðum og aðstöðu. — Hver urðu nú mestu viðbrigð- in við bústaðaskiptin? — Hitaveitan tvímælalaust. Að hafa þennan jafna og góða hita, það er ómetanlegt. Mitt gamla hús var orðið það lélegt og aldurslúið að rafmagnið hélt þar ekki góðum hita. Og svo að geta haft heitt og kalt vatn með því aðeins að skrúfa frá krana, það urðu mikil við- brigði. En kranavatn hefur ekki verið í mínum húsum áður. Það hefur verið erfitt með vatn í Keldu- hverfi. Ég sótti lengi vatn í hraungjótu og notaðist líka við rigningarvatn, eins og þeir gerðu lengi í Vestmannaeyjum. — Þú nefndir hraungjá. — Já, þær eru margar í minni landareign, sem er skammt frá Ásbyrgi. Og þeim fjölgaði og þær stækkuðu við jarðskjálftana 1976, svokallaða Kópaskersskjáifta. Það var heldur ónotalegt, þegar allt lék á reiðiskjáifi í húsunum og hlutir færðust til í hörðustu hviðunum, sem gátu staðið allt að 5 mínútum og oft á sólarhring. Það voru líka ijót ummerki í kringum húsið mitt. Jörðin gliðnaði, svo við lá að raf- magnslínan slitnaði og það þurfti að bæta í hana 1 metra kafla, svo að endar næðu vel saman. Það mynduðust stórar sprangur og veg- urinn frá bænum fór í sundur í báðar áttir, svo ég var einangraður milli tveggja sprangna, en fljótlega voru trébrýr byggðar yfir sprang- urnar til að komast yfir um vetur- inn. En um vorið voru sprangurnar fylltar með grjóti og möl. Rétt við húsvegginn varð meira en metra- djúpt jarðfall og skammt frá urðu Kristján Jónsson — við slátt í garðinum sínum. svo stór jarðföll, að þar hefðu heil hús horfið niður, ef þau hefðu stað- ið þar. Þetta var heldur leiðinlegur tími. Ég hefði aldrei byggt þarna, ef mér hefði dottið í hug, að þetta ætti eftir að gerast. T — Þú ert tregur að leyfa mér að hafa eftir eftir þér vísur, sem þú hefur margar ort. Leyfðu mér að heyra jarðskjálftavísuna þína. — Já, — á ég að gera það, — hún er svona: Fundu kippi fleiri í senn, fljóð og landsins synir. Skikkanlegir skírlífsmenn skókust eins og. hinir. — Þu hættir búskap fyrir nokkru. — Það kom upp riðuveiki í bú- stofninum svo ég fargaði honum öllum haustið 1975. Þá fór ég að grípa inn í hluta af störfum ann- arra bænda, ef þeir veiktust eða forfölluðust á annan hátt. Ég var síðast við þetta nú um sauðburðinn á liðnu vori. Annas hefi ég unnið við landgræðslugirðingar undan- farin sumur. — Svo ertu veiðimaður. — Ekki í vötnum. En ég var lengi grenjaskytta, lá á grenjum í meira en 25 ár, og ég hefi lengi haft gaman af því að handleika byssu, skotið ijúpur á haustin og gæsir þá þær eru ekki friðaðar, þær skýt ég með riffli. Það er frek- ar gott ijúpuland þama fyrir aust- an, en erfitt yfirferðar og töluverð- ar hættur þá snjóar koma. — Þú kannt vel við þig á Húsavík? — Já, hér býr ágætt fólk, sem ég þekkti sumt áður en ég kom og svo hefur kunningjunum fjölgað síðan ég flutti. Svo er því ekki að neita, að þó ég hafí verið hraustur og lítið til læknis þurft að leita, þá er gott að vera í návist slíkrar þjónustu, þegar aldurinn færist ’ yfir, þó ég voni að ég þurfi sem minnst á þeirra þjónustu að halda, og geti sem lengst haldið á orfinu mínu og slegið umhverfís húsið. Og þar með lauk samtalinu og Kristján hélt áfram að slá. Folkið a gotunm ÉG FER sjaldan svo út úr dyrunum heima hjá mér, hér neðarlega á austurhluta Manhattan, að betlarar reyni ekki að fá mig til að styrkja þá með einhverju móti í lífsbaráttunni. Og sú barátta er hörð og misk- unnarlaus fyrir marga. Nú er talið að í New York séu á milli 70 og 90 þúsund heimilslausra, menn, konur og börn. Ástæðuraar era Qöl- margar. Eiturly Q aplágan, sem heijar með sívaxandi þunga, atvinnuleysi, drykkja, vonleysi og niðurskurður á félagslegri aðstoð ... Stundum gef ég 10 sent, stundum 25 eða 50 sent, stundum tvær, þrjár sígarettur — og stundum strunsa ég framhjá þessu ólánsama fólki (eins og reyndar flestir aðrir New York-búar gera) og læt sem ég sjái það ekki. En maður lendir samt alltaf í sömu mórölsku þumal- skrúfunni og þegar maður var sjö ára og lumaði á gotteríi: Á ég að gefa öllum, bara sumum, eða engum? Þar Sem ég var alinn upp í þvi að „gefa hinum líka“, þá verður þessi daglega samviskuspuraing þeim mun meira nagandi. Þessi spurning leitar greinilega ekki bara á mig í þessari borg. í könnun sem the New York Times og CBS fréttastofan gerðu fyrir skömmu kom í ljós að 82% New. York-búa sjá heimilislaust fólk í hverfinu sínu daglega eða á leiðinni til og frá vinnu. I sams konar könn- un fyrir fjóram árum sögðust bara 62% kjósenda hér verða varir við heimilislausa. Götufólkið er kosningamál núna: í sömu könnun var forvitnast um það, hvaða vandamál fólk vildi að næsti borgarstjóri einbeitti sér að að leysa öðram fremur. Flestir settu glæpa- og eiturlyfjavandamálið í fyrsta sæti en þar á eftir komu vandamál heimilislausra og hús- næðismál almennt. Nýr borgarstjóri verður kosinn í nóvember og það er á brattan að sækja fyrir Ed Koch, núverandi borgarstjóra. Ekki þar fyrir að Koch borgar- stjóri hafi ekki gert sitt af hvetju fyrir heimilislausa. Borgin rekur fjöldann allan af fátækraheimilum þar sem heimilislausir fá að borða og dvelja þangað til borgin finnur þeim betra húsnæði. Það eru mjög skiptar skoðanir um það hversu virk þessi áætlun hefur reynst, en það er þó verið að gera eitthvað. Staðreyndin er sú, að stór þáttur þessa vandamáls verður aldrei rakinn til borgarstjórnar New York, heldur til ríkisstjórnar Ronalds Reagans, sem á sínum tíma skar harkalega niður í almannatryggingakerfinu. Sá niðurskutður lenti sérstaklega heift- arlega á þeim sem áttu um sárt að binda vegna geðrænna vandamála. Þetta fólk missti gjaman þá litlu fótfestu sem það hafði í lífinu og streymdi út á göturnar. Ríkis- og borgaryfirvöld hafa unn- ið mál þessa fólks fyrir alríkisdóm- stólum, og það á inni stórar fúlgur hjá stjórninni í Washington D.C. Nokkur þúsund manns í New York eiga t.d. inni að meðaltali um 840.000 kr. ísl. í ógreiddar bætur. En kerfið lætur ekki að sér hæða. Ef þetta fólk fengi þessa peninga borgaða þá missti það hugsanlega rétt sinn til annarra bótagreiðslna. Fjölmargir hafa alveg gefist upp á kerfinu. Þeir vilja ekki sjá að dvelja í fátækraskýlunum og leggjast því út, eða koma sér fyrir neðanjarð- ar — í göngum hins umsvifamikla lestarkerfis borgarinnar. í byijun júlí Íétu borgaryfirvöld til skarar skríða gegn nokkrum hundruðum heimilislausra hér í hverfinu. Þetta var í Tomkins Square Park í East Villqge. Þeir höfðu hróflað upp Fjölmargir hafa alveg gefist upp á kerfinu. Þeir vilja ekki sjá að dvelja í fátækraskýlum og leggjast því út, eða koma sérfyrir neðanjarðar — í göngum hins umsvifamikla lestakerfis borgarinnar. hreysum úr rusli og tjaldað yfir höf- uð sér í þessum garði — þvert ofan í nýsettar reglur sem klárlega banna fasta búsetu í almenningsgörðum. Almennt hafði verið búist við samskonar óeirðum i kjölfarið og urðu á þessu stað í fyrrasumar þeg- ar lögreglan gekk harkalga fram í því að rýma garðinn. En núna gerð- ist ekkert annað en það, að farið var í kröfugöngu að lögreglustöðinni i hverfinu. í slagorðum göngunnar var ekki verið að vega að lögreglunni heldur að yfirvöldum húsnæðismála. Það sem gerir þessa birtu baráttu enn beiskari íyrir þetta fólk núna er sú þróun í vissum hverfum, að ódýrt leiguhúsnæði er að hverfa. Efnaðra fólk flyst inn í nýuppgerðar byggingar þar sem leigan hefur tvö- eða þrefaldast og orðið 60-100 þús- und kr. ísl. á mánuði, gamlar leiguí- búðir verða söluíbúðir sem kosta sex til níu milljónir ísl. kr. Fólk sem dreg- ur fram lífið á örorkubótum (ef það þá fær þær) eða fólk í láglaunastörf- um á ekki möguleika á að ná uppí þessi verð. Það er spáð heitu síðsumri í þess- um hverfum. á kosningarári, The Lower East Side, Harlem, Brooklyn, The Bronx. Það kemur stundum ískalt „fuck you!“ í bakið á manni þegar maður gengur framhjá biðj- andi fólki án þess að láta neitt af hendi rakna. Og hann er kaldhæðins- legur húmorinn hjá betlaranum sem hefur endurbætt alkunnan frasa af götum New York: „Brother, can you spare að credit card . . .?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.