Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Umsamið afurðamagii taki
mið af markaðsþrómi
- segir Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambandsins
Hvanneyri, frá Halli Þorsteinssyni blaðainanni Morgunblaðsins.
í RÆÐU sinni við setningu aðalfundar Stéttarsambands bænda sem
hófst á Hvanneyri í gær gerði Haukur Halldórsson, formaður Stéttar-
sambandsins, meðal annars grein fyrir hugmyndum Stéttarsambands-
ins að eftiisatriðum nýs búvörusamnings. Samninganefnd Stéttarsam-
bandsins hefur setið |>rjá formlega viðræðufundi með ftilltrúum
stjórnvalda um málið, og þar hafa hugmyndirnar verið lagðar fram.
Haukur tók fram að ekki væri um formlega tillögu eða kröfugerð
af háifu Stéttarsambandsins að ræða, heldur aðeins umræðupunkta
sem settir væru firam til að fá fram umræðu um málið á breiðum
grundvelli og kanna viðhorf stjórnvalda.
Forsendur nýs samnings
Haukur sagði að í hugmyndum
Stéttarsambandsins væri gert ráð
fyrir að um verði að ræða ramma-
samning um þróun búvörufram-
leiðslunnar til ársins 2000, og
markmið samningsins yrði að
tryggja framgang þeirrar stefnu
sem mörkuð er í 1. grein búvörulag-
anna. Samningurinn myndi fyrst
og fremst fjalla um framleiðslu
mjólkur og kindakjöts, en hægt
yrði með sérsamningum á samn-
ingstímanum að fella aðrar fram-
leiðslugreinar að samningnum. Þar
væri meðal annars haft í huga að
tengja mætti allar kjötgreinarnar
framkvæmd samningsins ef á tíma-
bilinu tækist að ná samstöðu milli
kjötframleiðenda um sameiginlega
framleiðslustefnu.
Hann sagði að gert væri ráð fyr-
ir að umsamið afurðamagn tæki
mið af markaðsþróun á samnings-
tímanum, og verðlagsárið 1992-
1993 skyldi ríkissjóður ábyrgjast
bændum fullt verð fyrir tiltekið
magn af kindakjöti og mjólk. Magn-
ið breyttist síðan árlega til loka
samningstímans um ákveðinn
hundraðshluta þess sem meðal-
neysla þriggja almanaksára breytt-
ist til hækkunar eða lækkunar, með
þeirri viðbót sem um semdist vegna
útflutnings og breytilegs árferðis.
Með slíku fyrirkomulagi fengist
nauðsynleg tenging við þá þróun
sem yrði á markaðnum, og um leið
ákveðinn hvati til markvissari sölu-
starfsemi heldur en núverandi
samningur felur í sér.
Haukur sagði það ljóst að bænd-
ur gætu ekki fallist á slíka markaðs-
tengingu án þess að ríkisvaldið
kæmi á móti, og tryggði að forsend-
um samningsins yrði ekki raskað
líkt og gert hefði verið með núgild-
andi samning. Því væri sett fram
sú krafa að til þess að tryggja stöð-
ugleika í framleiðslu og eftirspurn
eftir mjólk og kindakjöti á samn-
ingstímanum og jafnframt til þess
að vemda atvinnuöryggi framleið-
enda, þá skuldbyndi ríkisstjórnin sig
til þess að hlutfall niðurgreiðslna í
verði mjólkur og kindakjöts innan-
lands fari aldrei undir ákveðinn
hundraðshluta af óniðurgreiddu
heildsöluverði þeirra, og jafnframt
að á samningstímanum yrði ekki
leyfður innflutningur búvara sem
raskað gæti forsendum samnings-
ins.
Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Bræðurnir Ólafur og Halldór Siguijónssynir hafa forystu til íslands-
meistara á Talbot Lotus og hafa náð verðlaunasæti í öllum mótum
ársins.
Tíunda alþjóðarallið:
Slagur um meistaratitilinn
í DAG klukkan 12 hefst tíunda alþjóðlega rallkeppnin sem skipulögð
hefur verið hérlendis. Þá leggja 28 ökumenn af stað í Bílanaust-
rallið, sem hefst við Bílanaust í Borgartúni í Reykjavík. Keppnin
stendur í þrjá daga og verður ekið um erfiða vegi á hálendinu, á
Suðurnesjum og í Borgarfirði. Þá verður ekin sérstök áhorfendaleið
meðfram öskuhaugunum í Gufunesi á föstudagskvöld kl. 20.00.
Fimm erlendir ökumenn taka Ólafur í samtali við Morgunblaðið.
þátt í Bílanaust-rallinu en þeir þykja
ekki líklegir til að slást um sigur-
inn. Sá skæðasti verður vafalaust
Skotinn Philip Walker á Ford
Escort, sem keppt hefur í átta rall-
mótum hérlendis, og margsinnis í
alþjóðarallinu. Hann er nú í fimmta
sæti til Skotlandsmeistara í rall-
akstri, en hefur ekki sótt gull í
greipar íslendinga til þessa. Það eru
þijár áhafnir sem þykja líklegastar
til að bítast um sigurinn í keppn-
inni. Steingrímur Ingason og Witek
Bogdanski á Nissan eru meðal
þeirra, en þeir sigruðu Japis-rallið
í síðasta mánuði og eru í öðru sæti
til Islandsmeistara.'„Við ætlum að
reyna að vinna, en hugsa líka um
íslandsmeistaratitilinn ef sú staða
kemur _upp. Helstu keppninautarnir
verða Ólafur og Halldór og Jón og
Rúnar, sem kunna vel á þessa
keppni,“ sagði Steingrímur.
Forystu í keppninni hafa bræð-
urnir Ólafur og Halldór Siguijóns-
syni, á Talbot Lotus. Þeir unnu
fyrstu tvö mót ársins, en náðu öðru
sæti í síðustu keppni. Þeir hafa 55
stig á móti 43 stigum Steingríms
og Witeks. „Við höfum hug á að
halda forystunni, en þessi keppni
er mjög erfið og löng. Við lentum
í vélarvandræðum í síðustu keppni,
en höfum tekið allt í gegn núna.
Annar dagurinn verður hvað erfið-
astur, þegar ekið er um Fjallabak,
Dómadal og Heklubraut," sagði
„Við búumst við mestri keppni frá
Steingrími og svo Rúnari og Jóni.“
Þeir feðgar Rúnar og Jón hafa
ekki átt góðu gengi að fagna á
þessu ári, bilanir hafa sett strik í
reikninginn hjá þeim. En reynsla
Jóns kemur sér vel í þessari keppni,
hann hefur ekið í henni í níu skipti
og vann keppnina í fyrra ásamt
Rúnari. „Okkur hefur ekki gengið
vel á árinu, bíllinn hefur verið að
hrekkja okkur. Við ætlum okkur
eitt af þremur efstu sætunum, en
Rúnar hefur ekki náð mikilli æfingu
undir stýri í sumar. Svo eru keppni-
nautamir alltaf að breyta og bæta
bíla sína þannig að róðurinn gæti
orðið þungur. En við verðum þarna
meðal toppbílanna,“ sagði Jón.
Suzuki Swift GTi Ævars Hjartar-
sonar og Ara Arnórssonar hefur
komið geysilega á óvart á árinu,
en bíll þeirra er í flokki óbreyttra
bíla. Þeir hafa tvívegis náð þriðja
sæti í mótum ársins og öðru sæti
í fyrstu keppninni. Eru þeir í þriðja
sæti í meistarakeppninni og í þess-
ari löngu keppni gætu þeir vel gert
öflugri bílum skráveifu með skyn-
samlegum akstri. Þolið mun hafa
meira að segja en ógnarhraði.
Á föstudag verða eknar sérleiðir
um Tröllháls, Kaldadal og Borgar-
ljörð, en bílarnir koma í viðgerðar-
hlé við Bílanaust um kl. 20.30. Á
laugardag verður ekið um Heklu-
braut, Dómadal, Meðalland og
Fjallabaksleið, en á sunnudaginn
fer keppnin fram á Lyngdalsheiði
og í nágrenni ísólfsskála. Þeir kepp-
endur sem eftir verða koma síðan
í endamark við Bílanaust kl. 16.00
á sunnudeginum. _ qjj
Steingrímur Ingason og Witek Bogdanski unnu síðustu rallkeppni á
Nissan og eru staðráðnir í að ná í íslandsmeistaratitilinn. Til þess
þurfa þeir að ná góðum árangri í Bílanaust-rallinu.
Haukur Halldórsson
Aðlögun að nýjum samningi
Haukur benti á að nauðsynlegt
yrði að aðlaga framkvæmd núgiid-
andi búvörusamnings að ákvæðum
nýs samnings. í hugmyndum Stétt-
arsambandsins væri bent á mögu-
leika til þess að spara útflutnings-
bætur og ná niður birgðum, með
því að verðlagsárin 1990-1992
greiddi ríkissjóður einstökum fram-
leiðendum það sem nemur hlutfalli
launa og fjármagnskostnaðar í
verði sauðfjárafurða fyrir allt að
15% af fullvirðisrétti þeirra í stað
þess að þeir framleiði upp í réttinn.
Hugsanlegir valkostir við fram-
kvæmd slíkra ákvæða væru í fyrsta
lagi að færa öll búmarkssvæði niður
um ákveðið hlutfall, og þá hugsan-
lega með innbyrðis frávikum. I öðru
lagi að leitað yrði leiða til þess að
þeir framleiðendur sem eingöngu
búa við sauðfé, og einnig framleið-
endur á þeim svæðum þar sem
sauðljárrækt er undirstaða byggð-
ar, yrðu eftir föngum undanþegnir
þessum aðgerðum. í þriðja lagi yrði
framleiðsluréttur þeirra sem væru
67 ára og eldri færður niður um-
fram rétt annarra.
Stefha við úthlutun
fullvirðisréttar
Varðandi úthlutun fullvirðisrétt-
ar og rétt til hlutdeildar í þeirri
tekjutryggingu sem í búvörusamn-
ingi felst, sagði Haukur að það
meginsjónarmið yrði að vera ráð-
andi við úthlutun fullvirðisréttar
sem til félli á samningstímanum,
að hann yrði til þess að auka hag-
kvæmni og bæta nýtingu þeirra
fjárfestinga sem fyrir hendi væru
og best þjónuðu kröfum um holl-
ustuhætti og hagkvæma vinnuað-
stöðu. Jafnframt yrði að hafa í
huga nálægð markaðar og nauðsyn-
legrar þjónustu, svo og landgæði
og viðhald byggðar um landið.
Hann sagði einnig að til athugunar
yrði að koma að þeir sem rétt ættu
á elilífeyri og tekjutryggingu hefðu
ekki sama rétt og aðrir á þeirri
tekjutryggingu sem felst í búvöru-
samningi, og tilfærsla á fullvirðis-
rétti yrði að vera heimil með leigu
og/eða úthlutun búnaðarsambanda
eftir líkum reglum og settar hafa
verið í mjólkurframleiðslu. Þá sagði
Haukur að þeirri hugmynd hefði
einnig verið hreyft, að á svæðum
þar sem veruleg gróðureyðing ætti
sér stað yrði bændum gefinn kostur
á launuðum störfum við upp-
græðslu lands gegn afsali eða leigu
fullvirðisréttar um tiltekinn fjölda
á>'a.
Aðgerðir til að
auðvelda aðlögun
Til þess að auðvelda aðlögun ein-
staklinga að þeim framleiðslusam-
drætti sem óhjákvæmilega væri
framundan í sauðfjárframleiðslunni
sagði Haukur að þeim hugmyndum
hefði verið hreyft, að heimilt yrði
að flýta töku ellilauna eða tekju-
tryggingar til 65 ára aldurs ef við-
komandi hætti búrekstri, og Lífeyr-
issjóður bænda fengi stuðning til
þ'ess að flýta lífeyrisgreiðslum til
þeirra sjóðfélaga sem notfærðu sér
slíka heimild. Þá yrði Ieitað leiða
til að afskrifa eða frysta lán vegna
bygginga sem teknar yrðu varan-
lega eða tímabundið úr notkun.
Fasteignaskattar og eignarskattar
yrðu felldir niður eða endurgreiddir
af útihúsum sem féllu úr notkun
að hluta eða öllu leyti vegna stjórn-
unaraðgerða, og Jarðasjóður fengi
stóraukið fé til að kaupa jarðir sem
yrðu illseljanlegar á almennum
markaði vegna stjórnunaraðgerða,
og milda á þann hátt óhjákvæmileg-
an samdrátt.
Haukur Halldórsson sagði í ræðu
sinni, að eitt af undirstöðuatriðum
þess að bændur gætu gert búvöru-
samning á þeim nótum sem að ofan
greinir væri að Framleiðnisjóður
fengi áfram til loka væntanlegs
samningstíma fjárrnagn, sem næmi
sama hlutfalli af heildarverðmæti
búvöruframleiðslunnar og hann
hefur nú til ráðstöfunar.
Svanhvít Egilsdóttir
Nemendatónleik-
ar í Hafnarborg
UNDANFARNAR tvær vikur
hefur staðið yfir í Reykjavík
söngnámskeið á vegum Svan-
hvítar Egilsdóttur prófessors.
Námskeiðinu lýkur með tónleik-
um i Hafnarborg við Strandgötu
32 í Hafnarfirði í dag, fóstudag-
inn 1. september kl. 20:30.
Á tónleikunum munu nemendur
er þátt tóku í námskeiðinu koma
fram. Undirleikari er Adrian de
Wit en hann sá jafnframt um undir-
leik á námskeiðinu.
Svanhvít hefur starfað í rúm 30
ár sem kennari í Vínarborg og hafa
nemendur hennar komið víða að
meðal annars frá íslandi. Þetta mun
vera í fimmta sinn sem hún heldur
námskeið hér á landi.
(Úr fréttatilkynningu.)
Ljósmyndasýning í
Norræna húsinu
SÝNING í anddyri Norræna hússins á Ijósmyndum sem Nanna Bisp
Buchert hefur tekið verður opnuð í dag, laugardaginn 2. september,
klukkan 14.
Á sýningunni eru 28 myndir sem
skiptast í ljórar myndraðir, flestar í
svart/hvítu og teknar hér á landi.
Nanna er fæddd í Kaupmannahöfn
árið 1937 en var búsett á íslandi um
árabil og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1957.
Hún stundaði nám í fornleifafræði
við Háskólann í Kaupmannahöfn, en
fór að fást við ljósmyndun á öndverð-
um áttunda áratugnum, einkum fyrir
tímarit, en auk þess hefur hún unnið
að gerð Ijósmynda þar sem persónu-
leg og listræn sjónarmið hafa setið í
fyrirrúmi.
Hún hefur tekið þátt í flölmörgum
sýningum í Danmörku og var valin
til þess að taka þátt í farandsýning-
unni „Frozen Image“/Scandinavia
Today“.
Þá hefur hún haldið nokkrar einka-
sýningar m.a. í Klausturhólum í
Reykjavík fyrir nokkrum árum.
Sýningin í Norræna húsinu stendur
fram til 24. september og er opin
daglega klukkan 9-19, nema sunnu-
daga klukkan 12-19.