Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐll) FQSTUDAGUR 1. SEFI'EMBER 1S>89 23 Hörður * Agústsson í Nýhöfn HÖRÐUR ÁGÚSTSSON opnar sýningu í listasalunum Nýhöfn í Haftiarstræti 2. september, kl. 14-16. Á sýningnnni eru teikn- ingar unnar á árunum 1947-49. Aðalsteinn Ingólfsson iistfræð- ingur segir meðal annars svo í sýn- ingarskrá: „í þeim dráttmyndum frá Parísarárunum 1947-49, sem Hörður hefur fallist á að sýna hér í Nýhöfn, er ekki einasta að finna ríkan skilning á mannlegu eðli og veruleika holdsins, heldur einnig djúptækan skilning á vægi sér- hverrar línu sem dregin er og því rými sem hún afmarkar eða kveik- ir til lífs. Hið ósagða er jafngilt því sem sagt er.“ Hörður Ágústsson listmálari. Hörður stundaði nám við Mynd- iista- og handíðaskóla íslands að afloknu stúdentsprófi og var þar í tvö ár. Strax eftir stríð fór hann utan til náms og dvaldist lengst af í París en auk þess í Kaupmanna- höfn, London og á Ítalíu. í París varð Hörður fyrir miklum áhrifum þeirra hræringa sem þar áttu sér stað á árunum eftir stríð. Hann sneri aftur til íslands 1952. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá 14-18. Henni lýkur 13. september. Leiðrétting í frétt um dægurlagahátíð á Broad- way í blaðinu í gær var mishermt að texti lagsins „Vertu ekki að plata mig“, væri eftir Jón Sigurðs- son. Bæði lag og texti er eftir Björgvin Halldórsson. Er hann beð- inn velvirðingar á þessum mistök- um. Júpíters á Borg HLJÓMSVEITIN Júpíter heldur tónleika á Hótel Borg í kvöld. í sveitinni eru 13 manns sem spila á ýmis hljóðfæri, lúðra, orgel, bassa, slagverk o.fl. Efnisskráin inniheldur flestar þær tónlistarstefnur sem tónlistar- unnandinn getur látið sig dreyma um s.s. rokk, sömbur, cha-cha-cha og klassík. Tónleikamir hefjast klukkan 22.30 og þeim lýkur 00.45, en eft- ir það er almennt ball til 03. Sverrir Storm- sker stoftiar hljómsveit SVERRIR Stormsker hefúr stofiiað hljómsveitina „Storm- sveitin“. Nú um helgina ætlar Stormsveit- in að leika í veitingahúsinu Firðin- um í Hafnarfirði. Verður það í fyrsta sinn sem að þeir spila opin- berlega. Hafa þeir æft dagskrá sem er sambland af frumsömdu efni og gömlum slögurum. Síðasta sýning Light Nights SÝNINGAR Ferðaleikhússins á Light Nights eru í Tjarnarbíói við Tjörnina í Reykjavík. Sýning- arkvöld eru fjögur á viku, á fimmtudags- föstudags- laugar- dags- og sunnudagskvöldum. Sýningarnar hefjíist klukkan 21 og þeim lýkur klukkan 23. Síðasta sýning verður 3. septem- ber nk. sunnudag, sem verður jafiiframt 44. sýningin á leikár- inu. Light Nights-sýningamar em sérstaklega færðar upp til skemmt- unar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku, að undan- skildum þjóðlagatextum og kveðn- um lausavísum. Meðal efnis má nefna; þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er atriði úr Egilssögu sviðsett. Sýningaratriði em 24 alls og þau eru ýmist leikin eða sýnd með fjöl- myndatækni (audio visual). Leik- sviðsmyndir em af baðstofu um aldamótin og af víkingaskála. Fyr- ir ofan leiksviðsmyndirnar er stórt sýningartjald þar sem 300 skyggn- ur em sýndar í samræmi við við- komandi atriði. Stærsta hlutverkið í sýningunni er hlutverk sögumanns, sem leikið er af Kristínu G. Magnúss. Ferðaleikhúsið starfar einnig undir nafninu „The Summer Theatre", Stofnendur og eigendur eru Halldór Snorrason, Kristín G. Magnúss og Magnús S. Halldórs- son. Leiðrétting við ft-étt um Baulu Undirritaður óskar þess að leiðrétt verði tvennt sem fram kom í frásögn af Baulu hf. á við- skiptasíðu Morgunblaðsins í gær. í fyrsta lagi er rangt að Mjólk- ursamsalan í Reykjavík hafi hætt sölu óunninnar mjólkur til Baulu og því verði Baulumenn að leita fanga annars staðar. Hið rétta er að Baulu hefur aldrei staðið til boða að kaupa óunna mjólk af MS, en hins vegar vill MS selja Baulu gerilsneydda og fitusprengda mjólk nér eftir sem hingað til í því magni sem Baula óskar eftir. Baulumenn hins vegar vilja ekki sætta sig við að þurfa að kaupa mjólkina þannig unna og þar með borga MS kostn- að við vinnslu sem kemur Baulu að engu gagni. 1 öðru lagi er fyrirsögnin, að Baula sé ekki í stakk búin að flytja, alveg út í hött og rangt að hafa hana eftir mér. Hið rétta er að Baula hyggst hefja mjólkurvið- skipti beint við bændur og kemur þá einkum tvennt til greina. Að flytja jógúrtverksmiðjuna þangað sem mjólkin er og er Hella þá mjög inni í myndinni, eða þá að flytja mjólkina suður í Hafnarfjörð þar sem verksmiðjan er. í viðtali við viðskiptasíðu Morg- unblaðsins sagði ég að flutningur til Hellu kostaði peninga og Baulu- menn vildu ekki fjármagna þann kostnað með lánum heldur með nýju hlutafé. Hafi þótt eðlilegt að leita til Byggðastofnunar um kaup á því hlutafé vegna þeirra byggða- sjónarmiða sem lægju að baki þeim mikla áhuga sem væri á Hellu fyr- ir því að fyrirtækið flytjist þangað. Ef Byggðastofnun hafnar þessu erindi minnka verulega líkurnar á því að Baula flytji að Hellu, en eins og fyrr segir er út í hött að tala um að Baula sé ekki í stakk búin að flytja. Þórður Ásgeirsson Gulum pall- bíl stolið Rannsóknarlögreglan í Hafii- arfirði lýsir eftir gulum Peugeot pallbíl árgerð 1971, sem stolið var í bænum síðastliðinn þriðju- dag. Sárafáir bílar þessarar tegundar eru nú hér í umferð og eru þeir sem gætu búið yfir upplýsingum um málið beðnir að láta lögregluna vita. íslenskir bókaútgef- endur sýna í Svíþjóð Á NORRÆNU menningarhátíð- inni „Bok och Bibliotek ’89“, sem haldin verður nú í byrjun septem- ber (7. til 10.) í Gautaborg, mun Bókasamband íslands standa fyrir kynningu á bókaútgáfu nokkurra íslenskra forlaga. Bókasamband Islands var stofhað árið 1986 og þar eiga aðild: Bókavarðafélag Islands, Félag bókagerðarmanna, Félag íslenskra bókaútgefenda, Félag íslenskra bókaverslana, Fé- lag íslenskra prentiðnaðarins, Hagþenkir, sem er félag höfunda fræðirita og kennslugagna, Rit- höfundasamband íslands og Sam- tök gagnrýnenda. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk- ir útgefendur verða með sýningarbás á „Bok och Bibliotek", bóka- og menningarþinginu sem nú er haldið fimmta árið í röð, en þátttakendum og gestum hefur farið fjölgandi með hvetju ári. „Eg var að fá lista yfir sýningar- aðila, þeir eru örugglega yfir þúsund í ár,“ sagði Anna Einarsdóttir hjá Máli og menningu, sem var í óða önn að undirbúa utanlandsferðina fyrir hönd Bókasambands íslands, en hún er formaður þeirrar nefndar, sem kosin var sl. vetur, til að sjá um fram- kvæmdina fyrir þeirra hönd og fylgja sýningunni úr hlaði. Með henni í nefndinni eru Þórdís Þorvaldsdóttir yfirbókavörður Borgarbókasafns og Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og varaformaður rithöfundasam- bandsins. Anna og Þórdís hafa sótt „Bok och Bibliotek“, undanfarin ár og munu þær hlúa að íslensku sýn- ingunni hið ytra. Anna sagði markmiðið vera að kynna íslenskar bækur á Norður- löndum, íslenska höfunda og menn- ingu okkar, og kvað þetta áhuga- verðan vettvang ekki síst vegna þess áð sýningin er sótt af fulltrúum allra bókasafna í Svíþjóð og flestra stærri bókasafna hinna Norðurlandanna. Upphafsmenn og forráðamenn sýn- ingarinnar, Bertil Falck og Conny Jacobsen, hafa lagt áherslu á kynn- ingu milli Norðurlandaþjóðanna og auglýst sérstaklega eitt land í senn. I ar er það Danmörk en í fyrra var það Finnland. „Mér fannst Finnarnir standa mjög vel að í sinni kynningu, þeir gerðu góða hluti þarna og örugglega milli fjörutíu og fimmtíu rithöfundar, finnskir, sem kynntu verk sín á ýms- an hátt, auk útgefanda og annarra sem tóku þátt í sýningunni. Það er stefnt að því að fá íslendinga með, þannig að næsta ár verði sérstaklega lögð áhersla á íslenskar bókmenntir. Bertil Falck og Conny Jacobsen munu koma hingað til landsins seinna í haust til skrafs og ráðagerða um þau mál. En þetta er svona eins konar forkynning hjá okkur núna. Það er dýrt að taka þátt í þessu, þetta er einkaframtak, en við fengum tilboð sem við gátum ekki hafnað. Og ég vil endilega taka það fram að Flugleiðir styðja okkur ómetan- lega með því að flytja bækurnar og allt efni sem við þurfum að flytja með okkur.“ Anna hrósaði einnig samvinnunni við Norræna húsið, sem verður með sýningarbás við hliðina á báso Bókasambandsins og kvað Lars Áke Engblom forstjóra Norr- Anna Einarsdóttir æna hússins hafa sýnt mikinn áhuga hvað varðar þátttöku íslendinga. Þeir aðilar sem sýna á vegum Bóka- Morgunblaðinu hefúr borist eft- irfarandi athugasemd frá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, bæjarritara á Isafirði: Hr. ritstjóri. í Morgunblaðinu í gær er fjallað um stöðu nokkurra sveitarfélaga og m.a. ísafjarðar. Um ísafjörð segir: „Dæmi um offj- árfestingu hjá tiltölulega stóru og tekjuháu bæjarfélagi, fjármagns- kostnaður er gífurlegur." Það verður að ætla, að blaða- manni hjá jafnvirtu blaði og Morgun- blaðinu sé uppálagt að afla víðtækra upplýsinga áður en slíkur dómur er upp kveðinn. Að taka ísafjörð út úr, einn kaupstaða, og auglýsa hann upp sem dæmi um offjárfestingu, verður að teljast afar óréttlátt svo ekki sé meira sagt. Gefið er í skyn að dómurinn um ísafjörð byggist á upplýsingum frá Byggðastofnun og Sambandi ísl. sveitarfélaga, en samkvæmt við- tölum mínum við Kristófer Olívers- son hjá Byggðastofnun og Magnús Guðjónsson hjá Sambandi ísl. sveit- arfélaga, hafa þeir ekki gefið tilefni til slíkrar fullyrðingar. Það er jafn- framt (jóst, að blaðamaðurinn hefur ekki leitað til neins af forráðamönn- um ísafjarðarkaupstaðar til að afla sér upplýsinga eða skýringa, það kom fram i símtali undirritaðs við blaðamanninn í dag. sambands íslands eru: Almenna Bókafélagið, Forlagið, Iðunn, Inn- kaupasamband bóksala, Mál og menning, Lögberg, Svart á hvítu og Prentsmiðjan Oddi. Menntamálaráðherra Svavar Gestsson er meðal væntanlegra gesta A bókmenntaþingsins, sem haldið er í tengslum við sýninguna og mun halda þar fyrirlestur og auk þess kynna fund fimm norrænna höfunda laugardaginn 9. september, en meðal þeirra er Einar Kárason rithöfundur, sem á nýútkomin verk í sænskri þýðingu, útgefnum hjá Bonniers. Á sama fundi koma fram Rosa Liksom frá Finníandi, Kristing Lugn frá Svíþjóð, Dea Trier Mörk frá Dan- mörku og verðlaunaskáld Norður- landaráðsins í ár Dag Solstad frá Noregi. Loks má geta þess að úrslit nor- rænu leikritasamkeppninnar sem auglýst var í lok síðasta árs, verða opinberuð á þessari menningarhátíð. Um stöðu ísafjarðar í samfélagi íslendinga mætti fara mörgum orð- um eins og um stöðu landsbyggðar- innar almennt á síðustu tímum. Það verður þó varla gert hér í stuttri athugasemd. Hitt er ljóst, að ísa- fjarðarkaupstaður hefur haft mörg járn í eldinum, enda verður hann að standa á eigin fótum og nýtur ekki nálægðar við önnur og öflugri sveit- arfélög svo sem mörg önnur. Til slíkra mismunandi aðstæðna er lítið tekið, þegar ríkisvaldið ætlar sveitar- félögunum tekjustofna. Á þessu þyrfti vissulega að verða breyting. Það væri þörf á því að gera saman- burð á tekjurnöguleikum sveitarfé- laga annars vegar og útgjaldaþörf- inni hins vegar m.a. með tilliti til landfræðilegrar stöðu, en hér er víst komið út fyrir efni athugasemdarinn- ar. Með þökk fyrir birtinguna. ísafirði 28. ágúst 1989 Magn'ús Reynir Guðmundsson bæjarritari Aths. ritstj.: Morgunblaðinu þykir einungis ástæða til að upplýsa að umsögn þessi var borin undir þann heimildar- mann, sem nafngreindur er í um- ræddri grein. Hann gerði eina at- hugasemd og var textanum breytt í samræmi við það. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 31. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðai- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 62,00 52,00 58,36 7,883 460.016 Ýsa 120,00 50,00 108,68 3,530 383.605 Karfi 37,00 21,00 30,51 25,925 791.014 Ufsi 35,00 20,00 34,92 15,676 547,437 Steinbítur 30,00 30,00 0,00 0,386 11.580 Langa 32,00 20,00 31,21 1,316 41.052 Lúða 275,00 70,00 195,30 1,076 210.171 Gellur 250,00 250,00 250,00 0,015 3.750 Kinnar 94,00 84,00 87,83 0,066 5.797 Samtals 43,88 56,040 2.458.944 Selt var aðallega úr Víði HF. i dag verður selt úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 62,00 36,00 58,40 15,275 892.135 Ýsa 114,00 65,00 88,31 12,850 1.134.707 Karfi 35,00 32,00 32,95 0,676 22.271 Ufsi 30,00 30,00 30,00 1,317 39.510 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,150 7.500 Langa 35,00 35,00 35,00 0,115 4.025 Blálanga 35,00 35,00 35,00 0,090 3.150 Lúða 205,00 45,00 168,67 0,293 49.420 Skarkoli 40,00 40,00 40,00 0,870 34.800 Samtals 69,06 31,686 2.188.268 Selt var frá Síldarvinnslunni, úr Freyju og bátum. í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr neta- og færabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 94,50 51,50 58,57 8,443 494.471 Ýsa 85,00 70,00 78,60 1,700 133.624 Karfi 37,50 33,00 36,19 0,202 7,310 Ufsi 32,00 30,50 31,85 2,052 65.364 Steinbítur 45,50 40,50 42,70 0,125 5.338 Langa 32,50 30,50 32,02 0,198 6.339 Blálanga 33,00 31,50 32,79 0,303 9.935 Lúða 210,00 70,00 203,70 0,119 24.240 Skarkoli 35,00 29,00 29,41 0,356 10.472 Keila 23,00 20,00 20,33 0,225 4,575 Skötuselur 315,00 315,00 315,00 0,008 2.520 Lax 225,00 225,00 225,00 0,025 6.375 Samtals 55,97 13,771 770.818 Selt var úr Eldeyjar-Boða GK, Bjarna KE og Hópsnesi GK. I dag verða meðal annars seld 16 tonn af ýsu 2,5 tonn af karfa, 3 tonn af ufsa og 2 tonn af steinbít úr Gnúpi GK. Athugasemd frá bæjar- ritaranum á Isafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.