Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 11
rm
ALVÖRU FJALLAHJÓL
ENGIN VENJULEG HJ
Gerö af bandarísku hugviti
og japanskri tæknisnilld = Muddy Fox
Alvöru fjallahjól!
- 20 ára ábyrgó -
Einkaumboó á íslandi
§Sérverslun í
meira en 60 ár
Stofnsett 1925
. „ Reidhjólaverslunin
ORNiNNi
Spítalastíg 8 við Óðinstorg símar 14661 26888|
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989
Hölimdur cr apótekari í
Hafnarfírði.
Hann erformaður
Krahbameinsféiags ísiands.
Lionsfólk afhendir Land-
spítalanum ómsjátæki
til leitar að krabbameini í eggjastokkum
Lionshreyfingin afiienti nýlega Kvennadeild Landspítalans óm-
skoðunartæki til eignar frá lionsmönnum og lionessum á íslandi.
Fjölumdæmisráð Lionshreyfingarinnar hrinti af stað söfiiun fyrir
þessu tæki á sl. ári en tækið kostar hátt á þriðju milljón. Söfnunin
var gerð í minningu Ástu Guðjónsdóttur sem lést af völdum krabba-
meins á síðasta ári. Eftirlifandi eiginmaður Ástu er Björn Guðmunds-
son, kunnur lionsmaður og fyrrverandi sljómarmaður í alþjóðastjórn
Lions. Það var fyrir atbeina Bjöms ásamt Qölumdæmisráðsins sem
söfiiunin fór af stað og afhenti Bjöm, Gunnlaugi Snædal yfirlækni
tækið fyrir hönd Lionshreyfingarinnar á íslandi.
Það voru margir sem lögðu hönd
á plóginn við söfnun á fénu til kaupa
á ómskoðunartækinu. Alþjóðlegur
hjálparsjóður Lions (LCIF) lagði
fram stærsta skerfinn eða helming
upphæðarinnar. Þetta er í annað
skipti sem alþjóðlegi hjálparsjóður-
inn leggur fram fé til líknarmála á
íslandi, í fyrra skiptið kom ijár-
framlag til hjálpar eftir gosið í
Vestmannaeyjum. Úr minningar-
sjóði Ástu Guðjónsdóttur var lögð
Sýrður rjómi
frá Baulu
Baula hf. í Hafnarfirði, sem til
þessa hefur sérhæft sig í framleiðslu
og sölu á jógúrt, er þessa dagana að
senda nýja vöru á rharkað. Hér er
um að ræða sýrðan ijóma, 18%. Sýrði
rjóminn frá Baulu er í 150 g dósum
en hingað til hefur minnsta fáanleg
eining verið í 200 g.
Baula hf. er þessa dagana að
senda frá sér nýja vöm, sýrðan
rjóma í 150 g dósum.
Frá afhendingu ómskoðunartækisins. Bjöm Guðmundsson afhendir
Gunnlaugi Snædal lækni tækið. Aðrir á myndinni eru Daníel Þórar-
insson fjölunulæmisstjóri Lins á íslandi og Reynir Tómas Geirsson
læknir á kvennadeild Landspítalans.
fram upphæð til kaupa á tækinu möguleika til stærri hópskoðunar
og síðan var safnað á meðal lions- kvenna í leit að eggjastokkakrabba-
og lionessuklúbba um allt-land við meini og bætir það úr brýnni þörf
góðar undirtektir. að sögn lækna, segir í frétt frá
Ómskoðunartækið gefur aukna Lions.
Merkjasala
Krabbameins-
félags íslands
eftirAlmar Grímsson
Um þessa helgi efnir Krabba-
meinsfélag íslands til merkjasölu
um land allt. Sumum þykir ef til
vil að verið sé að bera í bakkafullan
lækinn með enn einni fjársöfnun-
inni, en að mati okkar sem störfum
í krabbameinsfélaginu er full þörf
á slíku átaki sem hefur þann sér-
staka tilgang að efla starf aðildarfé-
laga Krabbameinsfélags íslands um
land allt og þar með starfsemi
stuðningshópanna.
Þessir hópar eru 5 talsins og
þeir eru Samhjálp kvenna, Stóma-
samtök ísiands, Ný rödd, Samhjálp
foreldra og Styrkur. Þeir hafa verið
stofnaðir til að sinna sérstaklega
félagslegri þjónustu við þá, sem
hafa orðið fyrir barðinu á krabba-
meini.
Krabbameinsfélag íslands hefur
allt frá upphafi beitt sér fyrir ýms-
um verkefnum á sviði krabbameins-
rannsókna og forvamarstarfs, en á
síðari misserum hefur minni áhersla
verið lög á félagsstarfið.
Núverandi stjórn félagsins hefur
áhuga á að efla það starf og hefur
í þeim tilgangi ráðið félagsmálafull-
trúa í hlutastarf.
Aðildarfélög Krabbameinsfélags
íslands eru 29, flest eru þau svæða-
félög, en síðustu ár hafa verið stofn-
aði áðurnefndir fímm stuðnings-
hópar krabbameinssjúklinga. Eg
tel, að gildi hins félagslega þáttar
hefi verið vanmetið í baráttunni við
krabbamein.
Breytt viðhorf til krabbameins
að undanförnu er ótvírætt til góðs,
umræðan hefur verið opnari og það
verður því ekki eins þungbært að
fást við andlegar og félagslegar
hliðar þess áfalls sem sjúkdóms-
greiningin vissulega'er.
Með öflugum stuðningi við
merkjasölu Krabbameinsfélags ís-
lands geta landsmenn því lagt sitt
af mörkum í baráttíinni við krabba-
mein,
Almar Grímsson