Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 4
4
MORGtJNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEFl'EMBER 1989
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
„Leitað verði samstarfs
um lækkun búvöruverðs“
Hvanneyri, frá Halli Þorsteinssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
Á AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda, sem hófst á Hvanneyri í
gær, sagði Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambandsins að hann
áliti að Stéttarsambandið ætti að leita eftir samstarfi við aðila vinnu-
markaðarins, ASÍ og BSRB, svo og ríkisvaldið um könnun á því á
hvern hátt mætti lækka verð búvara með langtímamarkmið í huga,
og aðlaga landbúnaðinn á þann hátt breyttum viðhorfum í markaðsmál-
um innanlands og erlendis. Haukur sagði að gera þyrfti úttekt á núver-
andi kerfi niðurgreiðslna og útflutningsbóta með tiiliti til þess hvort
hagkvæmt væri að greiða niður vöruverð á frumstigi framleiðslu, eða
taka upp beinar greiðslur til bænda. Þá sagði hann að flýta þyrfti
nauðsynlegum aðgerðum til þess að hagræða skipulagi sláturhúsa og
mjólkurbúa, og fela ætti Byggðastoftiun að aðstoða við atvinnuupp-
byggingu á stöðum þar sem vinnslustöðvar yrðu lagðar niður.
í ræðu ginni fjallaði Haukur meðal
annars um framkvæmd búvörusamn-
inganna, og sagði að framkvæmd
þeirra hefði tekist í öllum aðalatrið-
um nema hvað varðaði sölu kinda-
kjöts innanlands, en með aðgerðum
sínum í niðurgreiðslumálum og með
álagningu söluskatts hefðu stjóm-
völd sjálf raskað þeim forsendum
sem söluáætlun búvörusamninga
byggðist á.
Haukur sagði að ein af skýringum
þess hversu hátt verð sauðfjárafurða
VEÐUR
væri í dag, væri að stjórnvöld hefðu
rekið byggðastefnu sína í gegnum
sauðfjárræktina. Úr því yrði að draga
að stuðningur stjómvalda við viðhald
byggðar um landið yrði fjármagnað-
ur í gegnum kaup neytenda á sauð-
fjárafurðum, og í því sambandi kæmi
til álita að taka upp beinar greiðslur
til bænda, sem líaga mætti mismun-
andi eftir landshlutum, bústærð og
öðmm aðstæðum. Með því móti yrði
byggðastefnan mun markvissari í
framkvæmd, og unnt yrði að beina
stuðningnum til þeirra sem raun-
verulega þyrftu hans með, en slíkar
greiðslur myndu auk þess stuðla að
lækkun vöraverðs á öllum stigum og
bæta samkeppnisaðstöðu kindakjöts
á markaðnum.
Varðandi mjólkurframleiðsluna
sagði Haukur að eitt brýnasta verk-
efnið væri að ná niður framleiðslu-
kostnaði og auka hagkvæmni bú-
anna. Einnig væri brýnt að auka
hagkvæmni vinnslunar, og óhjá-
kvæmilegt væri að vinnslustöðvum
yrði fækkað. Hann sagði það stinga
nokkuð í augu að á sama tíma og
mjólkurframleiðendur hefðu þurft að
þrengja verulega áð sér, þá hefði
hlutur vinnslunnar sem hlutfalls af
óniðurgreiddu heildsöluverði mjólkur
hækkað úr 19,6% árið 1980 i 23,8%
á síðasta ári, en samkvæmt sömu
viðmiðun hefði hlutur grandvallar-
verðs til bóndans á sama tíma lækk-
að úr 75,3% í 68,5%.
Sjá einnig bls. 10.
VEÐURHORFUR íDAG, 1. SEPTEMBER
YFIRLIT í GÆR: Um 400 km norðaustur af Langanesi er 982ja
mb lægð á leið norðaustur, en iægðardrag meðfram suðurströnd-
inni þokast suðaustur. Veður fer kólnandi.
SPÁ: Norð- og norðvestlæg átt og skýjað á Norðausturiandi en
annars léttskýjað. Hiti 5-14 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðaustanátt. Rigning eða
súid á Suður- og Vesturlandi, en viðast þurrt á Norður- og Austur-
landi. Hiti 8-16 stig. Hiýjast norðaustanlands.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt um land allt, skúrir vestan-
lands, en þurrt og léttir til austanlands. Hiti 9-17 stig, hlýjast norð-
austanlands.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veöur
Akureyri 6 skýjaö
Reykjavík 7 rigning
Bergen 16 hálfskýjaö
Helsinki 16 skýjað
Kaupmannah. 18 skýjað
Narssarssuaq 6 skýjaö
Nuuk 3 rign. og súld
Ósló 14 rígning
Stokkhólmur 19 téttskýjað
Þórshöfn 11 skúr á sfö. klst.
Algarve 25 léttskýjað
Amsterdam 17 þokumóða
Barcelona 24 skýjað
Berlín 19 léttskýjað
Chicago 17 heiðskírt
Feneyjar 22 léttskýjað
Frankfurt 21 léttskýjað
Glasgow 16 skúr á sið. klst.
Hamborg 'skýjað
Las Palmas 26 skýjað
London 18 skýjað
Los Angeles 16 heiðskírt
Lúxemborg 19 skýjað
Madríd 27 léttskýjað
Malaga vantar
Mallorca 30 léttskýjað
Montreal 14 léttskýjað
New York 20 heiðskírt
Orlando 26 skýjað
París 22 alskýjað
Róm 25 léttskýjað
Vín 19 hálfskýjað
Washington 21 heiðskírt
Winnipeg vantar
Morgunblaðið/RAX
Frá aðalfúndi Stéttarsambands bænda á Hvanneyri í gær.
Steingrímur J. Sigfússon:
Tilboðum um kaup eða
leigu fullvirðisréttar hætt
STEINGRÍMUR J. Sigfússon landbúnaðarráðherra sagði í ræðu sem
hann hélt á aðalfúndi Stéttarsambands bænda í gær, að sá gríðarlegi
munur, sem nú væri á sölu kindakjöts á innanlandsmarkaði og úthlutuð-
um fúllvirðisrétti til bænda, væri tvímælalaust. stærsta vandamál sem
nokkur grein íslensks landbúnaðar stæði frammi fyrir. Hann kynnti á
fúndinum nokkrar tillögur varðandi stefhumörkun og undirbúning að
nýjum grundvelli búvöruframleiðslunnar, meðal annars um að almenn-
um tilboðum um kaup eða leigu á fúllvirðisrétti yrði hætt, en við tækju
sérstakar aðgerðir á grundvelli markmiða um aðlögun og svæðaskipt-
ingu framleiðslunnar.
Samkvæmt þeim tillögum sem
landbúnaðarráðherra kynnti er gert
ráð fyrir sérstöku svæðaskipulagi
búvöruframleiðslu og vinnslu búvara,
sem byggi á bestu samræmingu land-
nýtingarsjónarmiða, hagræðingu í
framleiðslu, vinnslu og dreifingu
búvara og markmiðum stjórnvalda í
byggðamáium. Svæðaskipulag þetta
ásamt búrekstrarskilyrðum á jörðum
yrði síðan haft til hliðsjónar við
framtíðarstjórnun framleiðslunnar.
Steingrímur sagði að efla þyrfti
Jarðakaupasjóð í því skyni að kaupa
jarðir sauðfjárbænda, sem láta vilja
af þeim búskap og selja jarðir sínar,
og ekki búa á „ríkjandi“ sauðfjár-
ræktarsvæðum. Sjóðurinn yrði sam-
einaður Jarðeignum ríkisins og fengi
til sín allar tekjur af þeim. Þessum
tekjum yrði heimilt að ráðstafa til
að aðstoða þá sauðfjárbændur, sem
láta vildu af þeim búskap, með úreld-
ingu mannvirkja sem tengjast beint
sauðfjárræktinni á viðkomandi jörð
og ekki nýtast til nýrra viðfangs-
efna. Þetta yrði gert í þeim tilvikum
sem viðkomandi bændur óski ekki
eftir að selja jarðir sínar þrátt fyrir
að þeir láti af sauðfjárbúskap. Sam-
kvæmt tillögu ráðherra yrði í þessu
skyni þegar veitt aukaíjárveiting
með það að markmiði að hefja strax
aðgerðir, en síðan yrði á fjárlögum
næstu tvö ár sérstök fjárveiting
tengd þessum verkefnum jarðeigna
og jarðasjóðs. Bændum sem láta
vildu af mjólkurframleiðslu yrði auð-
veldað það á sambærilegan hátt með
úreldingu mannvirkja. Framleiðslu-
réttur í mjólk sem þannig losnaði
yrði eingöngu nýttur af mjólkurfram-
leiðendum á ríkjandi mjólkurfram-
leiðslusvæðum, sem afsaíi sér fram-
leiðslurétti í sauðfé á móti.
Steingrímur J. Sigfússon sagði í
ræðu sinni að viðræður ríkisvaldsins
og bænda um nýjan grundvöll bú-
vöraframleiðslu ættu að miðast við
að samningar færist úr magnsamn-
ingi yfir í markaðstengdan grund-
völl, þannig að gerður yrði ramma-
samningur til nokkurs tíma sem feli
í sér innbyggða aðlögun að breyttum
markaðsaðstæðum. Þá yrði núver-
andi tilhögun framleiðslustjórnunar
með framreikningi fullvirðisréttar frá
tilteknum viðmiðunarárum tekin til
gagngerrar endurskoðunar samhliða
viðræðum, með það að markmiði að
framvegis taki framleiðslustjórnun
einnig mið af búskaparskilyrðum,
falli að markmiðum um hagræðingu
á grundvelli svæðaskipulags og leiði
til meiri jafnaðar í afkomu bænda.
Þá sagði hann jafnframt að stefna
bæri áð endanlegri niðurstöðu í yfir-
standandi viðræðu ríkisvaldsins og
bænda á fyrstu mánuðum næsta árs,
en niðurstöður vegna aðgerða á yfir-
standandi hausti þyrftu að liggja
fyrir eigi síðar en 20. september.
Síefán Ólafsson veit-
ingamaður látinn
STEFÁN Ólafsson veitingamað-
ur, Einimel 1 í Reykjavík, lést í
fyrradag, 57 ára gamall. Hann
var á leið úr veiðiferð ásamt
sonum sínum, er hann varð
bráðkvaddur.
Stefán var Vestfirðingur, fæddur
á Þingeyri 28. október 1931. Hann
gerðist ungur sjómaður og hóf síðar
nám í Matreiðslu- og veitingaskól-
anum í Reykjavík. Þaðan braut-
skráðist hann 1952.
Hann tók að sér rekstur tveggja
mötuneyta í stórum frystihúsum:
ísbiminum á Seltjamarnesí og
Kirkjusandi. Jafnframt vann hann
að stofnun Múlakaffís við Hallarm-
úla sem tók til starfa 1962. Þegar
Hús verslunarinnar var opnað hóf
hann þar rekstur Veitingahallarinn-
ar og Hallargarðsins. Stefán var
um árabil í stjórn Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda.
Eiginkona Stefáns er Jóhanna
R. Jóhannesdóttir. Lifir hún mann
Stefán Ólafsson.
sinn ásamt þremur börnum þeirra.
Öll starfa þau við fyrirtæki fjöl-
skyldunnar.