Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FOSTIJDAGUR i. SKPTEMBER Í989 Eftirlit með lyflaávísunum eftir Ólaf Ólafsson Undanfarið hefur nokkur um- ræða orðið um lyfjagjafir lækna hérlendis og af því tilefni er þessi grein skrifuð. Landlæknisembættið hefur eft- irlit með lyfjaávísun lækna með aðstoð Lyfjaeftirlits ríkisins. Eftirritunarskyld lyf Eftirritunarskyld, ávanabind- andi lyf, þ.e. örvandi, róandi, sterk verkjalyf og svefnlyf, eru skráð reglulega og eftirlit því auðvelt. Á árunum fyrir 1970 og allt til 1976 var neysla þessara lyfja hér á landi veruleg. Gripið var til að- gerða _sem drógu mjög úr neysl- unni. í heild hefur sala þessara lyfja minnkað um 70% eftir 1976 (sjá mynd I). Neysla amfetamíns var mikil, samkvæmt talningu var a.m.k. 2.500 manns ávísað árlega þessum lyfjum á tímabilinu 1974-75. Nú fá 60-70 manns þessi lyf árlega. Samfara þessari minnk- un hefur smygl á amfetamíni auk- ist verulega. s Róandi lyf, sveftilyf og geðlyf Neysla vægra róandi lyfja og svefnlyfja var óneitanlega tölúverð á árunum kringum 1970 og fram til 1975. Margir höfðu mikla trú á þessum lyfjum, bæði lærðir og leikir, enda voru þessi lyf mikið auglýst og lengi vel talin hættu- laus. Þessi lyf, ásamt með öðrum geðlyfjum, voru talin stuðla að því að sjúkrahúsvistun geðsjúkra styttist og færri þurftu á sjúkra- húsvist að halda. í Bandaríkjunum var t.d. talið að áður en þessi lyf komu á mark- „Öll umræða um neyslu ávanabindandi lyfla er af hinu góða en ekki má draga athyglina frá neyslu fíkniefiia og áfengis sem er mun stærra vandamál í þjóð- félagi okkar.“ að hafi 80% geðsjúkra og geð- veilla dvalist á sjúkrastofnunum, en um 20% utan þeirra. Nú hefur dæmið snúist við þ.e. 20% geð- sjúkra og geðsveilla dveljast á sjúkrastofnunum, en 80% utan þeirra. Svipuð þróun virðist hafa orðið á íslandi. Með sameiginlegum aðgerðum Landlæknisembættisins og Lyfj a- eftirlitsins og í samvinnu við lækna minnkaði notkun vægra róandi lyfja og svefnlyíja um 40-45% á árunum eftir 1976, (sjá mynd II). Nokkur aukning varð á árunum 1985-86, en síðan hefur dregið úr notkun þeirra. Samfara aukinni þekkingu á þessum lyfjum sem meðal annars leiddi í ljós vissa ávanahættu og aukaverkanir hefur trú manna minnkað á gildi þeirra. Allflestir yngri lækna ávísa þessum lyfjum lítið, en ennþá virðast ýmsir meðal eldri lækna hafa nokkra trú á þeim og þeir sinna frekar eldri sjúklingum sem hafa ánetjast ró- andi lyfjum og svefnlyfjum. Eftirlit með þessum lyfjum er mun erfiðara í verki en eftirlit með eftirritunarskyldum lyfjum, því fjármagn til stöðugrar skrán- 'ingar á þeim hefur ekki fengist þrátt fyrir margar tilraunir emb- ættisins. Þeir sem stjórna íjármálum hafa yfirleitt daufheyrst við tillög- um embættisins um úrbætur á þessu sviði. Landlæknisembættið er því háð góðvilja ýmissa aðila s.s. sjkúkrasamlaga og síðast en ekki síst íjárveitinganefndar til þess að íjármagna efirlitið. Síðustu árin hafa þó verið gerðar árlegar kannanir á íjölda neytenda sem fá þessi lyf í verulegu magni þ.e. yfir 24 dagskammt a'dag. Hlutfallslegur fjöldi einstakl- inga með meira en 24-3 dag- skammta á dag af svefn- og ró- andi lyfjum á Reykjavíkursvæðinu 1988 er eins og hér segir: Aldur 20-39 ára 0,1% 40-59 ára 1,0% 60áraogeldri 0,9% 20áraogeldri 0,6% Við athugun á þessum hóp kem- ur í ljós að margir þessara eih- staklinga eru mjögveikt fólk bæði á líkama og sál. Ýmsir eiga við áfengisvandamál að stríða þó þeir hafi margsinnis farið í áfengis- meðferð. Því miður læknast ekki allir sem fara í meðferð. Aðrir eiga við sállíkamleg vandamál og mikla streitu að stríða sem ekki læknast þrátt fyrir löng viðtöl og sálfræði- lega aðstoð. Það er mikið áhyggju- efni að streita fer vaxandi meðal fólks líkt og í öðrum „iðnvæddum velferðarríkjum“. Það er einnig athyglisvert að íslendingar neyta lyíja gegn þunglyndi mest allra Norðurlandabúa. Þunglyndislyf eru ekki ávanabindandi. Vissulega leysa lyfin ekki öll vandamál en þegar í flest skjól er fokið og eft- ir stendur nakinn kvíðinn og kvöl- in verður oft fátt til varnar. Það getur verið verra að kvíða en þjást. Ekki er því að leyna að í þessum hópi er fólk sem hefur orðið háð lyljum fyrr á tímum, þegar margir álitu að lyf leystu allan vanda. Helst er hætt við of- neyslu lyija í þessum hópi og að læknar ávísi þeim einstaklingum „of miklu“. Öll mál er b’erast emb- ættinu um fijálslegar ávísanavenj- Núlist að austan _______Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur orðið heilmikil breyting á listaháskólum á und- anförnum áratugum og í senn til góðs sem ills. Hið góða er, að þeir eru opn- ari og gefa meiri möguleika til fijálsrar listsköpunar, en hið lak- ara verður að teljast, að frelsið vill vera misnotað til áróðurs fyrir sértrúarstefnur í nafni nú- lista. En það er ótvírætt af hinu góða að ný viðhorf til náms inn- an íhaldssamra stofnana fyrir austan tjald skulu hafa rutt sér rúms, en enginn skyldi þó van- meta handverkið í listinni né hið beina samband við efniviðinn, sem eru atriði, sem vonandi verð- ur alltaf hægt að læra innan veggja listaskóla. í Lejpzig í Austur-Þýskalandi hefur það gerst, að ný viðhorf hafa rutt sér rúms undir handleiðslu Hart- wigs Ebersbach prófessors við listaháskólann þar í borg. Meðal nemenda úr svonefndri tilraunadeild Ebersbachs, sem vakið hafa á sér athygli, má nefna Michael Kunert, sem sýnir íslandsmyndir í FÍM-salnum fram til 5. september. Listamaðurinn kynntist vestr- inu fyrst af sjón og raun í júní fyrir tveim árum. er hann kom til íslands í sambandi við hina stóru alþjóðlegu sýningu Grap- hica Atlantica að Kjarvalsstöð- um. Áhrifin af viðkynningunni af íslandi voru yfirþyrmandi og vikudvöl hans hér olli þáttaskil- um I lífi hans og list, „upplifun hans og tjáningu á birtu, rými og inntaki í málverkinu". Kuhnert virðist hafa málað þessar myndir samkvæmt bein- um hughrifum af landinu, ljós- mögnun þess og veðrabrigðum. Kemur það ágætlega fram í myndum hans, þar sem hann tjá- ir bæði mikla birtu dagsins sem djúpa skugga kvöldsins, — bjarta daga sem þungbúna. Mydnirnar eru að mestu óhlut- læg, ljóðræn hughrif, en með beinni og sterkri skírskotun til staðbundinna lifana. Litirnir eru þægilegir í viðkynningu og er auðséð að hann hefur lært hér til verka, því að samsetningar þeirra eru yfirvegaðar og hnit- miðaðar. Myndstíllinn er hin umbúðalausa tjáning áhrifa, þar sem skynrænar kenndir eru magnaðar upp á hástig. Til að koma þessum hughrifum frá sér notar listamaðurinn akrylliti á pappír, sem hann vinnur svo of- aní með litkrít. Útkoman er mjög þekkileg þótt vinnubrögðin séu næsta kunn hér í vestrinu, má allt eins vera að Michael Kuhnert eigi dijúgt erindi á þennan vettvang. Eg komst í minna samband við grafíkina á neðri hæðinni, sem hefur svip af hreinni til- raunastarfsemi með efniviðinn. Það má með öllu samanlögðu teljast forvitnilegt að fá tæki- færi til að kynnast fulltrúa nýrra viðhorfa frá Austur-Þýskalandi augliti til auglitis og því ættu þeir sem vilja teljast upplýstir ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Eitt verka Michael Kuhnert sem sýnir ísjandsmyndir í FÍM-salnum. Lokatónleikar Hundadaga ’89 __________Tónlist______________ JónÁsgeirsson Lokatónleikarnir á listahátíðinni Hundadagar ’89 voru haldnir í ís- lensku óperunni á síðustu stundum Höfuðdags og flutt tónverk eftir Boulez, Satie, Schubert, Þorkel Sig- urbjörnsson og Geraro Grisey. Trú- lega hafa tónhöfundar nútímatónlijt- ar ritað meira um fagurfræði en starfsbræður þeirra á öðrum tímum enda var endurskoðun á því hvað teldist fallegt og áhrifaríkt, undir- staða þeirra nýjunga í vinnubrögð- um, sem tónskáld stefndu gegn hefð- bundnum vinnuaðferðum. Vegna þess að tónlist er í eðli sínu óhlut- stæð, höfðu menn á löngum tíma grundvallað vinnu sína á tónfræði- legri rökfræði, sem með tímanum var svo notuð sem fagurfræðileg viðmið- un. Schönberg og Hindemith settu fram nýjar vinnukenningar en Bart- ók og Stravinsky notfærðu sér hin nýju viðhorf til tónskipunar án þess þó að setja fram einhveijar kenning- ar í vinnutækni. Margar vinnuút- færslur urðu til að hljóðið varð merki- legur tilraunavettvangur. Þeir sem þar hafa borið hæst eru Messiaen og nemendur hans, Boulez og Stock- hausen. Fyrirbærin styrk, tónhæð og hraða þarf ekki, samkvæmt kenningum þeirra, að hafa kaflaskipti, bundin í tónstef eða háttbundið hljóðfall og vegna breytinga á hljóðumhverfi manna hafa mat og tilfinning fyrir hljóðgerðum og þar með fagurfræði hljóðsins breyst mikið. Fyrsta verkið á tónleikunum var Derive eftir Boules. Það er, eins og stendur í efnisskrá, „einfalt, stutt og ljúft“ og er ekki af því það nýj- ungabragð, sem þessi „óþekktarorm- ur“ franskrar tónlistar var fyrrum þekktur fyrir. Verkið var mjög vel flutt undir stjórn Pascal Verrot. Ann- að verkið á efnisskránni, „Þijú lítil verk"fyrir stertimenni", er eftir Satie. Hann var ekki minni „óþekktarorm- ur“ en Boulez og gerði grín að alvar- legum tónleikagestum, rómantískri tilfinningasemi og yfirlætislegu háttalagi manna, sem ekki kom nógu greinilega fram í flutningnum. Sinfónía nr. 3, eftir Schubert er falleg tónsmíð og var höfundurinn aðeins 18 ára er hann samdi verkið, á tímabilinu frá 24. maí til 9. júlí (1815), sem er óvenju langur timi hja' Schubert, því yfirleitt vann hanr verk sín í einni lotu og á undra- skömmum tíma. Hákon Leifsson, sem stundar nám í hljómsveitar- stjórn, leiddi verkið, sem því miður var ekki vel flutt og á köflum nokk- uð flausturslega. Flautukonsert eftir Þorkel Sigur- björnsson var fluttur af Manuelu Wiesler og var sá flutningur há- punktur tónleikanna. Fyrsti þáttur verksins er byggður að mestu á litlu stefbroti, sem tók á sig margvíslegar myndir, bæði hljóðfallslega og í hljóð- færaaútfærslu, og þrátt fyrir að nokkuð þreytandi geti verið að heyra sífellt sama stefið, var útfærsla þes_s á köflum skemmtileg og litrik. Á móti þessari tematísku vinnu í hljóm- sveitinni var flautueinleikurinn eins og kontrapunktískt mótvægi, sem Manuela útfærði með glæsibrag. I síðasta „kaflanum" brá höfundurinn fyrir sér smá gamansemi sem lyfti verkinu upp. Hljómsveitin lék vel undir stjórn Verrot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.