Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 19
M.ORGIJNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989
19
Adamson með tvo ljónsunga.
George Adamson jarðsettur:
Grænland:
Fjárlagaftoim-
varpið tilbúið
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgnnblaösins.
GRÆNLENSKA landstjómin hef-
ur lagt fram fjárlagafrumvarpið
fyrir árið 1990 og eru niðurstöðu-
tölur þess 3,3 milljarðar danskra
króna (um 26,4 milljarðar isl. kr.)
Frumvarpið verður tekið til með-
ferðar á landsþinginu, sem hefst
29. september.
Af fjárlagaupphæðinni eru 2,3
milljarðar dkr. vegna rekstrarút-
gjalda. Einn milljarður dkr. fer til
framkvæmda, þar af 180 millj. til
íbúðarbygginga og 90 millj. til raf-
stöðvarbyggingar fyrir Jakobshöfn.
Rekstrarútgjöldin samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu eru skorin niður um
100 millj. dkr. frá því í fyrra og
gert ráð fyrir 230 millj. tekjuafgangi.
Lífgjafí ljónanna féll
fyrir hendi veiðiþjófa
^ New York Tnnes.
Á MORGUN verður borinn til grafar í Kenýa náttúruverndarmaðurinn
George Adamson en liann og tveir aðstoðarmanna hans voru myrtir
fyrir tæpum hálfúm mánuði skammt frá búðum hans í norðausturhluta
landsins. Adafnson og fyrrum kona hans, Joy Adamson, urðu á sinum
tíma heimskunn fyrir bækurnar Borin frjáls og Frjálst líf en í þeim
sögðu þau frá Ijónunum, moðurh
slepptu síðan úti í náttúrunni.
Adamson, sem var 83 ára að aldri,
var fæddur á Indlandi af írsku og
ensku foreldri en 1924 settist hann
að í Kenýa þar sem hann ætlaði að
hafa ofan af fyrir sér með gull-
grefti, tryggingastarfsemi, land-
búnaði og veiðum. 1938 venti hann
sínu kvæði í kross og fór að vinna
fyrir náttúruverndarstofnun ríkisins
í Kenýa. Á sjöunda áratugnum urðu
þau hjónin fræg fyrir bækurnar, sem
ungpim, sem þau olu upp og
fyrr eru nefndar, en 1971 skildu þau
að borði og sæng. Joy bjó áfram í
Kenýa en 1980 féll hún fyrir morð-
ingjahendi. Var þar að verki fyrrum
starfsmaður hennar, sem hún hafði
rekið fyrir þjófnað.
Talið er að morðingjar Adamsons
séu' Sómalíumenn af ættfiokki Shifta
en þeir koma oft yfir landamærin til
Kenýa og eru alræmdir veiðiþjófar.
Gúlag-eyjaklasinn loks
birtur í Sovétríkjunum
New York Times.
FYRIR fímmtán árum var rithöfundurinn Alexander Solzhenítsyn rek-
inn frá Sovétríkjunum og bækur hans voru bannaðar þar í landi. Síðan
hefúr mikið vatn runnið til sjávar og það er til marks um breytingarn-
ar, að nú hefur sovéska bókmenntatímaritið Novíj Mír birt fyrstu kafl-
ana í bók Solzhenítsyns, Gúlag-eyjaklasanum, frásagnir af sovéska
fangabúðanetinu og grimmdaræði Stalínstímans.
Hér er um mikinn bókmenntavið- ei Zalygín, ritstjóra Novíj Mír. í
burð að ræða enda má segja, að nú meira en ár hefur hann staðið í stappi
sé frægasti, sovéski útlaginn kominn
heim í vissum skilningi. Hlutar af
smærri verkum Solzhenítsyns hafa
að vísu verið birtir í Sovétríkjunum
á síðustu árum en rithöfundurinn
hefur alltaf krafist þess, að Gúlagið
verði birt fyrst.
Útgáfan er mikill sigur fyrir Serg-
við embættismenn kommúnista-
flokksins, sem augljóslega eru ekkert
yfir sig hrifnir af þessu verki Solz-
henítsyns og kannski ekki að undra.
Með Gúlaginu kveður Solzhenítsyn
upp þann dóm, að hörmungar Sovét-
manna séu að kenna Lenín og hug-
myndafræði hans.
Sækjast þeir einkum eftir fílabeini,
nashyrningshornum og ljóna- og hlé-
barðaskinni. Til að bjarga þessum
dýrategundum frá útrýmingu hafa
stjórnvöld skorið upp herör gegn
veiðiþjófunum og orðið vel ágengt.
Það hefur hins vegar valdið því, að
þjófarnir hafa lagt fyrir sig aðra
glæpi og er þess skemmst að minn-
ast, að í sumar voru þrír ferðamenn
skotnir til bana í einum þjóðgarðin-
um. Samt sem áður eiga villidýrin
mest á hættu og segja kunningjar
Adamsons, að Ijónin, sem hann hefur
alið upp og sleppt, einu ljónin á því
svæði, séu mörg fallin fyrir byssukúl-
um veiðiþjófa.
Alexander Solzhenítsyn
MASTER ♦
PL-4 VÖKVAVMDA
PULLMASTER PL-4 er afkastamikil tveggja
tonna vökvavinda, meö jafnan vinduhraða í
báöar áttir. Knúin vökvadrifnum gírmótor.
Sjálfvirkar diskabremsur og öryggisbremsa.
Innbyggö vökvakæling gegn ofhitun viö mikið
álag. Allir snúningsfletir aflokaðir og vinna í
olíubaöi. Kúlu og keflalegur á öllum
snúningsflötum tryggja langa og áfallalausa
notkun meö lágmarks bilanatíöni. Varahluta- og
viðgerðarþjónusta.
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar.
PULLMASTER
- rökréttur kostur.
LASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
TVÖFALDUR
1.VINMNGUR
á laugardag
handa þér, ef þú hittir
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekki
vanta í þetta sinn!
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
Bladid sem þú vaknar vió!
V|Sfi/OVNI3WVS