Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 24
24 MORCTJNBLAÐIÐ FÖSTUDAGLIR 1. SEPTEMBER 108P RÚVAK: Útsendingar nást nú á Norðurlandi vestra ÚTSENDINGAR svæðisútvarps frá Ríkisútvarpinu á Akureyri nást í dag, 1. september á Norðurlandi vestra og stækkar þá talsvert sá hópur manna sem á þess kost að hlýða á útsendingar þess. Um 35 þúsund manns ná nú útsendingunni. Sent er út á dreifikerfí Rásar tvö, frá kl. 8.10 til 8.30 á morgnana og síðdegis frá kl. 18.03 til 19.00. í stað sendinga frá Rás tvö fá hlustendur á Norðurlandi nú að hlýða á Útvarp Norðurland. Forráðamenn Ríkisútvai’psins arinnar á landsbyggðinni. Starf- semin hefur aukist jafnt og þétt og á árinu 1987 voru sendar út um 500 klukkustundir af efni frá deildinni inn á landsrásirnar og útsendingar svæðisútvarpsins voru um_400 sama ár. Á Norðurlandi vestra hafa menn óskað eftir að heyra útsendingar svæðisútvarpsins og á Fjórðungs- þingi Norðleridinga árið 1987 var skorað á yfirstjórn Ríkisútvarpsins að koma útsendingum þess sem fyrst til alls Norðurlands. Við þess- um óskum er nú verið að bregðast og er ætlunin að stórefla frétta- flutning frá þessu svæði. - Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir til að sinna efnisöflun á Norðurlandi vestra, María Björk Ingvadóttir á Sauðárkróki og Kristján Bjömsson í Víðigerði í Húnavatnssýslu, auk fréttaritara sem þar starfa. Tveir starfsmenn eru á fréttastofunni á Akureyri og einnig starfa þar tveir starfsmenn við dagskrárgerð. kynntu sveitarstjórnarmönnum og stjórnarmönnum í Fjórðungssam- bandi Norðlendinga málið á fundi í gær og lýstu þeir almennt yfir fögnuði vegna þeirrar aukningar á þjónustu sem útvarpið mun nú veita. Norðurlandsútvarpið næst frá Þingeyjarsýslum í austri og að Hólmavík í vestri. Enn eru nokkur svæði sem ekki ná útsendingum útvarpsins, en þau eru á Norðaust- urlandi, frá Kópaskeri og að Langanesi. Á fundinum í gær kom fram að þetta svæði ætti að ná útsendingum eftir næstu áramót. Deild Ríkisútvarpsins á Akur- eyri var formlega stofnuð árið 1982 og var fyrsta útibú stofnun- Sjóstanga- veiðimót hefst í dag HIÐ árlega sjóstangaveiðimót Sjóstangaveiðifélags Akureyrar hefst í dag, 1. september. Róið verður frá Dalvík og verður fiskað til kl. 15.00 í dag og á morgun verða menn að, frá kl. 7 til kl. 14.00. Verðlaunaafhending fer fram í Sjallanum annað kvöld. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vantar krakka í Krakkabúð Kátir krakkar í Krakkabúð á Grenivík. í efri röð frá vinstri, Solveig, Alma Kristín, Alma, Bjarni, Sigríður og Auður. Að framan eru Hörður og Tara. Það vantar ekki spýtur og ekki sög á Krakkabúð, en það sem kannski vantar einna helst á þennan ágætlega vel búna leikskóla eru börn! Krakkabúð er til húsa í gamalli verslun sem eitt sinn þjónaði staðnum og dregur nafii sitt af henni. Þar er rúm fyrir alls 28 börn, eða 14 fyrir hádegi og jafiimörg eftir hádegi. Nú eru einungis 10 börn í leikskólanum svo starfsmenn vildu endilega hvetja Grenvíkinga til að leggja sitt af mörkum þannig að leikskólinn fylltist. Linda og Heildverslun Tómasar Steingrímssonar: Sameining til að skjóta styrk- ari stoðum undir reksturinn LSS leikur á Akureyri Hljómsveitin LSS heldur tón- leika í aðalsal Samkomuhússins á Akureyri annað kvöld, laugardags- kvöldið 2. september og hefjast þeir kl. 20.00. Á tónleikunum mun hljómsveitin leika þó nokkur lau- flétt lög, eins og segir í fréttatil- kynningu. Viðræður við fleiri aðila í gangi um hugsanlega aðild að fyrirtækinu TVÖ gömul og gróin fyrirtæki á Akureyri munu væntanlega sam- eina krafta sína innan skamms. Það er Súkkulaðiverksmiðjan Linda og Heildverslun Tómasar Steingrímssonar sem ætla að taka höndum saman til að skjóta styrkari stoðum undir rekstur- inn, eins og Sigurður Arnórsson framkvæmdasljóri Lindu orðaði það. Viðræður eru i gangi við tvo aðila á Akureyri varðandi hugs- anlegt samstarf og einnig hefúr verið rætt við aðila í Reykjavík um aðild að hinu nýja sameinaða fyrirtæki. Súkkulaðiverksmiðjan Linda var stofnuð árið 1948 og þar starfa nú á milli 20 og 30 manns, en 7 til 8 hjá Heildverslun Tómasar Steingr- Leðuriðjan Tera á Grenivík: Konur hafa sýnt starf- seminni mikinn áhuga - segir Sigríður Sverrisdóttir framkvæmdastjóri LEÐURIÐJAN Tera hf. á Grenivík heldur upp á tveggja ára af- mæli sitt í nóvembermánuði, en starfsemin hófst í nóvember árið 1987. Á þeim tíma hefúr starfsemin aukist jafnt og þétt og eru starfsmenn nú fjórir, allir í háliú starfi. Það var að frumkvæði Grýtu- bakkahrepps og Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sem Tera var sett á stofu og eru þessir aðilar stærstu hluthafar í fyrirtækinu. Tera er með aðstöðu í gamla barnaskólanum og segja starfsmenn andann einstaklega góðan, þó húsnæðið sé ekki rúmt. Sigríður Sverrisdóttir fram- an lager af fötum,“ segir Sigríður. kvæmdastjóri Leðuriðjunnar Teru sagði að byijað hefði verið smátt, í fyrstu hefði áherslan verið lögð á beltagerð og hertar veggskreyting- ar, sem síðan þróaðist í gerð taskna af ýmsu tagi og frá síðustu áramót- um hófu þær Terukonur að sauma fatnað eftir máli. „Við saumum eingöngu eftir máli, því við höfum ekki aðstöðu til að liggja með stór- Reksturinn hefur gengið ágæt- lega fram að þessu og næg verk- efni hafa verið fyrir hendi. Einkum hafa framleiðsluvörur Teru verið seldar á Eyjafjarðarsvæðinu og í Suður-Þingeyjarsýslu. Oftast er sá háttur hafður á að vörur eru seldar beint úr verksmiðjunni, en einn dag í viku koma þær stöllur akandi frá Grenivík tii Akureyrar með fullan bíl af leðurvörum og setja upp í versluninni 'Pálínu í Sunnuhlíð. Leðrið til vinnslunnar er keypt í Skinnadeild Sambandsins á Akur- eyri, en rúskinnið frá aðila í Reykjavík. Sigríður segir að allir þeir sem samskipti eru höfð við varðandi kaup og sölu á fram- leiðsluvörum fyrirtækisins hafi reynst sérlega liðlegir og verið boðnir og búnir að aðstoða eftir föngum. „Það hefur einnig reynst okkur mikils virði hversu konur á svæðinu hafa stutt okkur og sýnt þessu mikinn áhuga. Það hefur gefið okkur heilmikinn kraft og aukið bjartsýni á framhaldið," seg- ir Sigríður. ímssonar sem stofnuð var árið 1936. Á milli fyrirtækjanna tveggja hafa um langa hríð verði mikil sam- skipti og segir Sigurður að beinast hafi legið við að ræða við þessa aðila í kjölfar vangaveltna um framtíð fyrirtækisins, eftir lát stofnandans Eyþórs H. Tómasson-. ar. Starfsemi sameinaðs fyrirtækis verður undir einu þaki í húsakynn- um Lindu og er ætlunin að selja húsnæði Heildverslunarinnar við Furuvelli, en þar er um að ræða 660 fermetra hús. Leifur Tómasson framkvæmdastjóri segir að með sameiningunni verði aukið hagræði og stóraukin sparnaður varðandi rekstrarkostnað. Ekki er gert ráð fyrir að starfs- fólki fækki við sameininguna, því fyrirhugað er að sækja fram á markaði, einkum heima fyrir á Norðurlandi, en einnig er í undir- búningi sókn inn á stórmarkaði Reykjavíkursvæðisins og er nú ver- ið að hanna þar til gerðar „stór- markaðsumbúðir,“ þ.e. nokkur stykki höfð saman í pakka. Hjá Lindu eru nú framleiddar um 30 vörutegundir og verður þeim fækk- að eitthvað, en Heildverslun Tómas- ar Steingrímssonar hefur umboð fyrir fjölmargar vörutegundir, mat- og hreinlætisvöru auk sælgætis. Rætt hefur verið við tvo aðila á Akureyri um hugsanlegt samstarf og einnig hefur verið rætt við aðila í Reykjavík. Enn liggur ekki fyrir hvernig það samstarf yrði, en hugs- anlegt er að þessir aðilar setji hluta- fé í fyrirtækið og gerist eignar- aðilar þess. „Það sem við erum að hugsa um er eitt stórt og sterkt þjónustu- og dreifingarfyrirtæki þar sem menn geta nálgast flestar þær vörur sem þá,vantar,“ sagði Sigurður. Samheiji hf. kaupir togarann Arinbjörn SAMHERJI hf. á Akureyri hefúr keypt togarann Arinbjörn RE-54 af útgerðarfyrirtækinu Sæfínni hf. í Reykjavík. Skipið kom til hafn- ar á Akureyri í gær. Arinbjörn var smíðaður í Skipa- smíðastöðinni í Garðabæ árið 1978 og er frystitogari. Að sögn Kristj- áns Vilhelmssonar útgerðarstjóra Samheija mun skipið halda á veið- ar innan skamms. Arinbjörn er á sóknarmarki. í vor festi Samheiji kaup á Álftafellinu, sem nú heitir Hjalt- eyrin. Auk þess á Samheiji togar- ana Akureyrina, Margréti og Odd- eyrina sem þeir eiga með fleiri aðilum. Þá á útgerðin einnig togar- ann Þorstein sem bundinn hefur verið við bryggju á Akureyri frá því hann lenti í hafís í fyrravetur og Má, áður Þorlák Helga frá Si- glufirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.