Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989
7
Nýtt út-
gerðar-
félag
Höfn. —7
STOFNFUNDUR útgerðarfélags
um rekstur togarans Oturs HF 16
var haldinn á Höfti, þriðjudags-
kvöldið 29. ágúst.
Otur var keyptur af Sjólastöðinni
í Hafnarfirði snemma í þessum mán-
uði og var kaupverð 243 milljónir
króna.
Otur er 451 lesta skip, smíðaður
á Spáni 1974. Hann mun halda til
veiða um miðjan næsta mánuð og
er síðan væntanlegur í nýja heima-
höfn undir mánaðamótin septem-
ber-október. Skipstjóri verður Sæ-
mundur Gíslason á Höfn.
Um 100 fyrirtæki og einstaklingar
hafa skráð sig fyrir hlutafé í hinu
nýja félagi en hlutafé er 90 milljónir
króna. Stærstu hluthafar eru Kaup-
félag Austur-Skaftfellinga með 35
milljón króna hlut.
Bæjarsjóður Höfn leggur til 30
milljónir og verkalýðsfélagið Jökull
10 milljónir. Stjórn hins nýja félags
skipa Hermann Hansson kaupfélags-
stjóri, Gunnar Ásgeirsson, útgerðar-
maður, Guðjón Þorbjörnsson fram-
kvæmdastjóri og bæjarfúlltrúi, Eirík-
ur Jónsson, bæjarfulltrúi og Guðný
Böðvarsdóttir.
Varastjórn skipa Ingólfur Ás-
grímsson, Haukur Þorvaldsson og
Birnir Bjarnason. í samþykktum fé-
lagsins er gert ráð fyrir að togarinn
landi allt að 80% afla á Höfn en
kvóti skipsins er 1.744 tonn af þorski.
- JGG
Biskupstungur:
Sumarbústað-
ur brann til
kaldra kola
MIKIÐ tjón varð er nýlegur sum-
arbústaður í landi Efri-Reykja í
Biskupstungum brann til kaldra
kola á þriðjudagsmorgun. Enginn
var i bústaðinum þegar eldsins
varð vart og hafði ekki verið dval-
ið þar í um það bil hálfan mánuð
en þegar fólk í nálægum bústað
vaknaði stóðu eldtungur út um
glugga.
Slökkvilið sveitarinnar kom fljótt
á staðinn með vatn á bíl og náði
fljótt tökum á eldinum. Hins vegar
varð slökkviliðið vatnslaust og meðan
sótt var meira vatn blossaði eldurinn
upp að nýju og breytti húsinu í rjúk-
andi rústir þar sem ekkert er heillegt
nema undirstöður hússins.
Rannsóknarlögreglan á Selfossi
vinnur að málinu í samvinu við Raf-
magnseftirlitið. Að sögn Hergeirs
Kristgeirssonar lögreglufulltrúa eru
eldsupptök óljós en ekkert hefur
komið fram sem bendir til að eldur-
inn hafi komið upp af mannavöldum.
*
Ovissa um
framtíð Iðnó
FRAMTÍÐ Iðnó er enn óráðin að
sögn Jóns Árnasonar fram-
kvæmdastjóra Alþýðuhússins
Iðnó. Þessa dagana hefúr AI-
þýðuleikhúsið fengið inni með
' æfingar sínar en enginn leigu-
samningur hefúr verið undirrit-
aður.
Að sögn Jóns er allt í óvissu með
framtíð hússins. Nefnd sú er Birgir
ísl. Gunnarsson þáverandi mennta-
málaráðherra skipaði til að fjalla
um framtíð þess hefur ekki komist
að neinni niðurstöðu. Húsið er til
sölu og munu leigusamningar ef
það verður leigt taka mið af því.
....hefst í dagkl. 13.00
ÓTRÚLEGT
VERÐ
‘P'Utt&afái.
STEINAR BOMBEY NAFNLAUSA BÚÐIN
Hljómplötur - kassettur Barnafatnaður Efni allskonar
KARNABÆR - BOGARY - GARBÓ THEÓDÓRA
Tískufatnaður Herrafatnaóur Kventískufatnaður
HUMMEL SKÆÐI KRINGLUNNI MÆRA
Sportvörur alls konar Skófatnaður Snyrtivörur - skartgripir
SAMBANDIÐ EFRAIM PARTY
Fatnaður ó alla fjölskylduna Skófatnaður Tískuvörur
FELL 1 BLÓMALIST KÁRI
Blóm og gjafavörur Sængurfatnaður o.fl.
Fjöldi fyrirtœkja — gífurlegt vöruúrval
STORUTSÖLUMARKAb