Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
197. tbl. 77. árg.
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
50 ár frá upphafí síðari heimsstyrjaldar:
- segir í ályktun sem öldungadeild
pólska þingsins hefur sent frá sér
Vársjá. Reuter.
í ÁLYKTUN, sem öldungadeild pólska þingsins sendi frá sér í
tilefhi af því, að 50 ár eru liðin frá innrásinni í Pólland, og upp-
hafi síðari heimsstyrjaldar, eru stríðsárin sögð „skelfilegasta tíma-
bil í sögu þjóðar vorrar“ ög í fyrsta sinn er skuldinni ekki aðeins
skellt á Hitler og nasista, heldur einnig á Stalín og Sovétmenn.
í ályktuninni segir, að Þjóðverj-
ar, sem réðust inn í Pólland 1.
september 1939, og Sovétmenn,
sem réðust á landið 17 dögum
síðar, hafi lagt á ráðin um „að
uppræta pólska ríkið og hneppa
þjóðina í þrældóm . .. ekki í fyrsta
sinn í sögu okkar“. í þrælabúðum
Sovétmanna og nasista hafi verið
stunduð „skipuleg útrýming“ þar
sem margir þeirra sex milljóna
Pólveija, sem týndu lífi í stríðinu,
mættu örlögum sínum. í ályktun-
inni segir samt, að Þjóðveijar beri
meiri siðferðiiega ábyrgð á styij-
öldinni.
Moldavíska gerð að ríkismáli:
herra Póilands, í gær og sagði,
að kominn væri tími til varanlegra
sátta með þjóðunum. Richard von
Weizsácker, forseti Vestur-Þýska-
lands, lýsti því líka yfir á mánu-
dag, að Bonnstjórnin ætti engar
landakröfur á hendur Pólveijum.
I ályktun pólsku öldungadeild-
arinnar sagði einnig, að Pólland
væri nú loksins að losna undan
„alræði“ kommúnismans, sem
þröngvað var upp á þjóðina þegar
sovéski herinn lagði landið undir
sig 1944.
Reuter
í dag eru liðin 50 ár frá upphafi síðari heimsstyijaldar en hún hófst
með innrás Þjóðveija í Pólland og 17 dögum síðar lögðu Sovétmenn
austurhéruð landsins undir sig. Þessa mesta hildarleiks mannkyns-
sögunnar er nú minnst í þeirri von, að hann endurtaki sig aldrei
aftur. Jakov Klenstein heitir þessi orðum prýddi öldungur en hann
st.endur fyrir framan minnismerki, sem reist var í Varsjá til minning-
ar um trúbræður hans, gyðingana, sem féllu í baráttunni við her-
námslið nasista.
Hitler og Stalín
hófu styrjöldina
Noregur:
Mesta atvinnu-
leysi frá styrj-
aldarlokum
Osló. Reuter.
UM 90.000 manns eru nú atvinnu-
lausir í Noregi og hefúr atvinnu-
ástand þar ekki verið verra frá
lokum síðari heimsstyrjaldar,
samkvæmt upplýsingum norska
atvinnumálaráðsins sem birtar
voru í gær.
Fram kom að 4,1% vinnufærra
manna eru atvinnulausir en i lok
júlí var sú tala 3,9%.
Norðmenn ganga til kosninga 11.
september næstkomandi. Verka-
mannaflokkurinn, sem fer með völd
í landinu og er spáð miklu fylgistapi
í kosningunum, hefur heitið því að
halda uppi fullri atvinnu.
Ríkisstjórn landsins hefur varið
sem nemur 66 milljörðum ísl. króna
á þessu ári til endur- og framhalds-
menntunar og starfsþjálfunar fyrir
atvinnulausa.
Gro Harlem Brundtland forsætis-
ráðherra hefur sagt að ekki verði
vikið af samdráttarstefnu stjórn-
valda. Hagfræðingar segja að hún
hafi bjargað norskum efnahag úr
djúpum öldudal með þeim afleiðing-
um þó að mörg þúsund manns hafá
misst vinnu sína.
Innrásarinnar í Pólland og upp-
hafs síðari heimsstyijaldar er
minnst með ýmsum hætti þar og
víðar um lönd en pólska öldunga-
deildin minnir á, að enn eigi Pól-
veijar og Þjóðveijar eftir að semja
fulla sátt sín í milli. Stafar það
ekki síst af yfirlýsingum sumra
hægrisinnaðra stjórnmálamanna í
Vestur-Þýskalandi um að landa-
mærin frá 1937 gildi enn vegna
þess, að ekki hafa verið gerðir
friðarsamningar milli ríkjanna.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, hringdi hins vegar í
Tadeusz Mazowiecki, forsætisráð-
Um 100.000 rússneskir verka-
menn mótmæla með verkíbllum
Moskvu. Reuter.
ÞING Sovétlýðveldisins Moldavíu
samþykkti í gær lög sem gera
moldavísku að ríkismáli í lýðveld-
inu. Um 100.000 rússneskir verka-
menn lögðu niður störf í mótmæla-
skyni. Frumvarpið breyttist þó í
meðföi-um þingsins og sættust
þingfúlltrúar, að loknu þriggja
daga þrefí, á málamiðlun sem
kveður á um að í daglegum sam-
skiptum manna á meðal verði
töluð rússneska. Ljóst þykir að
þessi leið hafi verið valin til að
friða stjórnvöld í Moskvu, sem
óttast þjóðernisvakningu í lýð-
veldinu í líkingu við það sem átt
hefúr sér stað í Eystrasáltslýð-
veldunum.
Júrí Plugaro, talsmaður samtaka
þjóðernissinna í Moldavíu, Alþýðu-
fylkingarinnar, sagði að samtökin
væru ekki ánægð með málamiðlun
þingsins. Sagði hann að samtökin
myndu beita sér fyrir því að upphaf-
legt frumvarp, sem kvað á um að
moldavíska yrði eina opinbera tungu-
málið í lýðveldinu, yrði samþykkt
óbreytt.
„Ég skil þessi nýju lög á þann veg
að nú séu ríkismálin tvö,“ sagði Plug-
aro. Hann sagði að framvegis yrði
talað bæði á moldavísku og rússn-
esku á þinginu og að opinber skjöl
yrðu rituð á báðum tungumálunum.
„Málamiðlun þingsins nægir okkur
ekki, við munum halda verkfalli okk-
ar áfram,“ sagði Dmítrí Kondr-
atovítsj, talsmaður verkfallsnefndar
rússneskra innflytjenda í lýðveldinu.
Samkvæmt nýju lögunum verður
tekið upp latneskt letur í stað kýr-
illísks, sem sovésk stjórnvöld inn-
leiddu þegar Moldavía varð sovéskt
lýðveldi 1940.
Sovéska sjónvarpið greindi frá því
að stjórnvöld i Moskvu hygðust grípa
til nýrra aðgerða til að kveða niður
átök Azera og Armena sem blossað
hafa upp að nýju um yfirráð í hérað-
inu Nagorno-Karabak. Nikolaj
Sljunkov og Viktor Tsjebrikov, sem
sæti eiga í stjórnmálaráði sovéska
kommúnistaflokksins, áttu fund með
fulltrúum Armena og Azera í Moskvu
í gær. Samkomulag varð um að leysa
bæri deilumálið „á lýðræðislegan
hátt og í samræmi við stjórnarskrá
Sovétríkjanna". Ekki var nánar
greint frá viðræðunum.
Sjónvarpið skýrði einnig frá því
að þingfulltrúar í Eistlandi hefðu
sent Míkhail Gorbatsjov Sovétforseta
símskeyti og gagmýnt árásir Sovét-
stjórnarinnar á „and-sovéska öfga-
stefnu" í Eystrasaltsríkjunum. Þing-
fulltrúarnir kváðust óttast að Sovét-
stjórnin hygðist senda herlið inn í
Eystrasaltslöndin.
Reuter
Bandarískir hernaðarráð-
gjafar til Kólumbíu
Fjórir menn slösuðust í sprengingu í gær í Medellin-borg, heimkynn-
um eiturlyfjasala í Kólumbíu. Þetta var átjánda sprengjutilræðið frá
því að Virgilio Barco, forseti landsins, lýsti yfir stríði á hendur eitur-
lyfjasölum 18. ágúst sl. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytis-
ins sagði í gær að á inilli 50 og 100 hernaðarráðgjafar yrðu sendir
kólumbískum stjórnvöldum til aðstoðar í stríði þeirra gegn eiturlyfja-
sölunum.
Sjá ennfremur: „Útgöngubann sett í Medeilin..." á bls. 18.
Austurríkismenn kreíja Austur-
Þjóðveija ekki um vegabréMritun
Vín, Austur-Berlín. Reuter.
AUSTURRISK stjórnvöld ætla að nema úr gildi reglugerð sem kveð-
ur á um að Austur-Þjóðverjar þurfi að írainvísa vegabréfsáritun til
að komast inn í landið. Talsmaður austurríska utanríkisráðuneytis-
ins sagði að reglugerðarbreytingin tæki að öllum líkindum gildi um
hclgina. Talsmaður austurríska ríkisjárnbrautafélagsins sagði að
hafinn væri undirbúningur að því að flytja mörghundruð flóttamenn
frá Austurríki til flóttamannabúða í Vestur-Þýskalandi.
Vestur-þýskir embættismenn
hafa sagt að 220.000 Austur-
Þjóðveijar séu nú í sumarleyfi í
Ungveijalandi. Flestir eiga þeir að
snúa aftur til vinnu í heimalandi
sínu eftir helgi og hafa getgátur
verið uppi um að fjöldaflótti bresti
á fyrir þau tímamörk.
„Austurrísk lög kveða á um að
í neyðartilvikum megi hleypa fólki
inn í landið án vegabréfsáritunar
og án þess að mikil skriffinnska
sé því fylgjandi," sagði talsmaður
austurríska utanríkisráðuneytisins
við fréttamann Reuters-fréttastof-
unnar.
Ungversk stjórnvöld hafa ekki
sent flóttamenn gegn vilja þeirra
til Austur-Þýskalands, en í gildi er
samningur milli ríkisstjórna land-
anna sem felur í sér að Ungveijum
er óheimilt að leyfa austur-þýskum
þegnurtj að fara til Vesturlanda.
Guyla Horn, utanríkisráðherra
Ungveijalands, fór í skyndiheim-
sókn til Austur-Þýskalands í gær
þar sem hann átti viðræður við
þarlenda ráðamenn um flótta-
mannavandamálið.