Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989 + Faðir okkar, AÐALSTEINN HALLDÓRSSON frá Litlu Skógum, fv. deildarstjóri við Tollgæsluna í Reykjavík, áður til heimilis í Bólstaðarhlið 30, andaðist í Héraðshælinu, Blönduósi, 30. ágúst. Erla Aðalsteinsdóttir, Áslaug Aðalsteinsdóttir, Brynhildur Aðalsteinsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMUNDUR BJARNASON, Blesugróf 4, lést að kveldi 25. ágúst í Borgarspítalanum. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. september kl. 13.30. Blóm vin- samlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Borgarspítalann. Guðrún Guðlaugsdóttir, Ólöf Bára Ingimundardóttir, Guðiaugur Ingimundarson, Sigríður Þ. Sigurmundsdóttir, Inga Ingimundardóttir, Þórarinn Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær konan mín, móðir, stjúpdóttir, tengdamóðir og amma, ANNA DÚFA STORR, sem lést á Englandi 27. ágúst, verður jarðsungin frá Landakots- kirkju þriðjudaginn 5. september kl. 15.00. Brendan Egan, Elín Pitt Nielsen, David L. C. Pitt, Snjólaug Swift, Peter Pitt, Svava Storr, börn og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, SVEINN GÍSLASON flugstjóri, sem lést 22. ágúst, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju í Mýrdal laugardaginn 2. september kl. 15.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.00 sama dag. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Maria Luise Gíslason, Hildur Sveinsdóttir, Einar Sveinsson, Astrid Sveinsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Guðlaug Gísladóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, systur, ömmu og langömmu', SALVARAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Þvergötu 4, ísafirði. Guðmundur Finnbogason, Valdis Jónsdóttir, Björn Finnbogason, Kristján Finnbogason María Sonja Hjálmarsdóttir, Arndis Finnbogadóttir, Guðmundur Ólason, Damel Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR FRÍMANN rithöfundar. Valgerður Frímann, Karl Jörundsson, Gunnhildur Frímann, Sverrir Gunnlaugsson, Hrefna Frfmann, Þorsteinn Jökuil Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, BJARNA VALS SVEINBJÖRNSSONAR fv. brunavarðar, Holtsgötu 10, Reykjavík. Bergljót Sigurðardóttir, synir, tengdadætur, systur og barnabörn. Minning: Marta Þ. Geirs- dóttir, fv. gjaldkeri Fædd 11. mars 1914 Dáin 27. ágrist 1989 Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Þessar ljóðlínur komu upp í huga minn, þegar ég frétti af andláti Mörtu frænku minnar. Síðustu dag- ar Mörtu voru bjartir og fagrir síðsumardagar, dagar þar sem tært loft, sólskin og gustur lék í lofti. Mér finnst þetta lýsa henni Mörtu svo vel. Alltaf fannst mér svo bjart og fagurt kringum hana, og glæsi- leikinn gustaði af henni. Síðastliðið vor er hún átti af- mæli þráttuðum við smástund, því ég hélt því frarri að annaðhvort væri hún 65 eða 70 ára, en hún hélt nú ekki, enda gat hún oft ver- ið ákveðin, og auðvitað vissi hún betur, því hún var jú 75 ára, það var eins hún yngdist með árunum. Mörtu man ég fyrst eftir þegar ég var lítil stúlka, en við bjuggum þá nærri hvor annarri. Það var ævintýri líkast að heimsækja hana og langömmu, sem hún hélt alla tíð heimili með. Marta var margsigld og átti ýmsa muni sem ekki sáust annarstaðar. Þar á meðal voru stór- ir tréhestar frá Svíþjóð og allskonar minjagripir, sem gaman var fyrir litla fingur að handleika, og heyra sögur af. Púða einn átti Marta líka, sem hún hafði saumað er hún var á húsmæðraskóla í Svíþjóð, ásamt Jóhönnu frænku sinni. Púði þessi þótti mér hið mesta listaverk, oft sat ég og velti því fyrir mér hvaða saumaspor væru notuð hér og þar í púðanum. Svörin sem ég fékk frá Mörtu voru skjót og greið, eins og hennar var von og vísa. Heimsókn- ir til þessara mæðgna voru ákaflega skemmtilegar, og yfir ijúkandi pönnukökum fannst Mörtu gaman að spila fyrir okkur krakkana á gítarinn sinn „Ég langömmu á sem að létt er í lund“, þá var sungið hátt og hlegið, því þetta voru sko orð að sönnu. Oft kom góð saga með og hefur ýmislegt verið brallað í gamla daga, eftir þvi sem þær sögðu. Marta vann úti alla tíð, fyrst við verslunarstörf, en frá 1948 þar til hún fór á eftirlaun var hún gjald- keri hjá Siglingamálastofnun ríkis- ins. Eftir að Marta fór á eftirlaun hóf hún að sinna ýmsu, sem ekki hafði áður gefist tími til, spilaði brids, starfaði fyrir kvennadeild Rauða krossins, og það sem mér fannst mjög merkilegt, keypti sér píanó og fór í spilatíma. Svo hélt hún konsert fyrir okkur í jólaboðum. Þetta framtak fannst mér lýsa henni vel, hún var svo jákvæð, og opin fyrir því sem hægt var að gera. Marta er nú farin í þá ferð sem okkar bíður allra. Mér fannst hún myndi sigra líka í þetta skiptið, því hún hefur áður glímt hart við þann sjúkdóm, sem lagði hana að velli nú. Góður Guð blessi hana um ókomna tíð, og kærar þakkir fyrir að hafa fengið að vera henni sam- ferða, hún var okkur öllum ákaflega sérstök og kær frænka. Systkinum og öðrum ástvinum votta ég samúð mína og bið Guð að gefa ykkur styrk um ókomna tíð. Kær kveðja frá okkur systkin- unum. í dag felldu blómin blöðin sín, og húmið kom óvænt inn til mín. Ég helt þó að enn væri sumar og sólskin. Og nú kom haustið! Á kné ég kraup. Að köldum veggnum ég höfði draup og kyssi blómin sem bliknuð lágu. (Tómas Guðmundsson) - Björg Ólafsdóttir Þann 27. ágúst sl. andaðist Marta frænka mín á Vífilstaðaspít- ala. Þó svo að ég hafi vitað frá upphafi veikinda hennar hvert stefndi, þá kom andlát hennar mér að vissu leyti á óvart. Ástæða þess er sú að við það að umgangast jafn lífsglaða og bjartsýna manneskju og hana Mörtu þá getur rnaður ekki annað en hrifist með. Mér hefur verið tíðhugsað síðustu daga um það hversu afstætt hugtak ald- ur er. Marta virtist nefnilega vera á öllum og engum aldri. Eina stund- ina var hún ömmusystir mín, aðra ein besta og nánasta vinkona móður minnar og þá þriðju góður félagi okkar ungu frændsystkina hennar. Frá því ég man fyrst eftir mér, þá hélt Marta heimili með móður sinni, þar til langamma féll frá 1978. Mikill samgangur var á milli heimila okkar og tengdist ég því eðlilega þeim mæðgum svo og ömmu minni sterkum böndum. Var það mér mikill lærdómur að fá þarna að kynnast lífi þriggja kyn- slóða og mun ég ætíð búa að þeirri reynslu. Tegar ég var bam þá leit heimsmyndin þannig út að pabbar unnu úti og mömmur heima. Líf Mörtu var að mörgu leyti ólíkt þessu. Hún vann áratugum saman við mjög góðan orðstýr hjá Sigl- ingamálastofnun, auk þess að hugsa af einstakri alúð og natni um langömmu, síðaast á Háteigs- vegi 26 þar sem Marta bjó til dauða- dags. I barnæsku minni átti Marta um nokkurra ára skeið íbúð í stórri blokk við Hátún og í hvert sinn sem keyrt var þar framhjá þá varð mér að orði, „Jiarna er blokkin hennar Mörtu“. Eg held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir að hún átti íbúð þarna og sennilega talið hana eiga alla blokkina, enda ekki fund- ist það ósennilegt hjá þessari kraftmiklu konu. Síðan þegar ég fór að komast til vits og ára, þá komst ég að því hversu djúp og innileg vinátta var á milli móður minnar og Mörtu. Það samband var miklu frekar eins og gerist hjá æskuvinkonum heldur en það að önnur væri móðursystir hinnar. Svo liðu árin og ég komst á tán- ingsaldur og síðar opnaðist veröld fullorðinna fyrir manni. Mótþróaár- in gengu yfir með sínum súrsætu sigrum og ósigrum. Enn á ný sýndi Marta þá á sér nýja hlið er hún gerðist félagi okkar frændsystkin- anna sem vorum á þessum aldri. Hún tók á margan hátt opnum örm- um því nýja sem bar fyrir í lífinu og ætíð á sinn vinalega og bros- milda hátt. Hún hélt fjöldskylduboð fyrir okkur unga fólkið, fór sjálf að læra á píanó og ferðaðist marg- oft erlendis svo fátt eitt sé talið til. Fijálslyndi hennar og áhugasemi held ég að hafi slegið niörgu ungu fólki við og tel ég að við mættum öll draga lærdóm af þessu hvernig bregðast skal við þegar árin færast yfír. Þegar sá vágestur sem nú hefur lagt hana að velli barði að dyrum, þá gekk Marta full atorku til bar- áttu við hann með bros og bjart- sýni að vopni. Slíkt hafði hún gert áður og þá haft sigur. En enginn má sköpum renna og þegar leiðir + Þökkum innilega alla samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, HJARTAR ÞORKELSSONAR netagerðarmeistara, Heiðarvegi 6, Guð blessi ykkur öll. Keflavík. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhann Hjartarson, Hjördis Hjartardóttir. + Einlægar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug og heiðruðu minningu JÓNS Ö. BÁRÐARSONAR forstjóra, Blikanesi 1, Garðabæ. er lést 10. ágúst sl. Salóme M. Guðmundsdóttir, Örn Bárður Jónsson, Bjarnfríður Jóhannsdóttir, Friðrik Ragnar Jónsson, Kesara Margrét Jónsson, Grétar Guðmundur Steinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamöður og ö'mmu, HELGU HALLDÓRU STEFÁNSDÓTTUR, Hvammsgerði 4, áður Hjaltabakka, A-Hún. Jón Þórarinsson, Þorvaldur Stefán Jónsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Sigriður Hrefna Jónsdóttir, Þóra Þuri'ður Jónsdóttir, Finnbogi Guðmundsson, Hildur Hansína Jónsdóttir, Sigri'ður Baldursdóttir, Ingvi Þór Guðjónsson og barnabörn. LOKAÐ Siglingamálastofnun ríkisins, aðalskrifstofa verð- ur lokuð í dag 1. september frá kl. 14.00 vegna útfarar MÖRTU Þ. GEIRSDÓTTUR, fyrrv. féhirðis. Siglingamálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.