Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 31
*mr msmvmz i nwoftrmm
' RTORGUNBLAÐIÐ" 'FÖSTUDAGUR 1. GEPTUMBER 1989
31
skilja nú, þá er það okkar sem eft-
ir erum að taka upp brosið hennar
og bjartsýni, því að á engan hátt
verður minning hennar betur héiðr-
uð. r
Að leiðarlokum þökkum við fjöl-
skyldan 'henni fyrir alla vínáttuna
og samverustundirnar. Við óskum
henni góðrar ferðar til þess staðar
sem bíður okkar allra. Hafi hún
þökk fyrir allt og fari í Guðs friði/
Sigurður Asgeir Kristinsson
Elskuleg ömmusystir okkar er
nú látin. Tvívegis hafði hún sigrað
manninn með ljáinn, en í þriðja sinn
fékk hann vilja sínum framgengt.
Hún vissi að hveiju stefndi en hélt
bæði lífsþróttinum og voninni fram
á síðustu stund — og gleðinni.
Marta var engri lík. Hún var
okkur systkinunum mjög kær, enda
bjó hún yfir mikilli hlýju og kær-
leika. Hún hafði kímnigáfuna í lagi
og jafnvel á erfiðustu stundum i
lífi sínu átti hún það til að slá
mann út af laginu fneð hnyttnum
athugasemdum. Alla ævi gerði hún
sér far um að hjálpa öðrum og létta
þeim byrðina. Það lýsir eigingirni
okkar hve sárt við söknum hennar.
Marta fæddist á Kanastöðum í
Landeyjum þann 11. mars 1914 og
var hún næstyngst fimm systkina.
Börnin misstu ung föður sinn, Geir
Isleifsson, sem lést á fermingardag
Guðrúnar, ömmu okkar, um vorið
1923. Langamma, Guðrún Tómas-
dóttir flutti með börnin fimm út í
Vestmannaeyjar ári síðar og þar
byggði hún sér myndarlegt hús sem
hún kenndi við bæinn í Landeyjum.
Elst barnanna var Sigríður, hús-
freyja í Reykjavík, gift Sigurði
Gunnarssyni. Þau eru bæði látin.
Guðrún, sem lést í september í
fyrra, var gift Gunnlaugi Loftssyni,
kaupmanni sem einnig er látinn.
Eldri bróðirinn, Tómas, verslunar-
maður i Vestmannaeyjum er kvænt-
ur Dagnýju Ingimundardóttur og
yngri bröðirinn Geir, rafvirki í
Reykjavík, er kvæntur Bryndísi
Jónsdóttur, deildarstjóra í dóms-
málaráðunéytinu.
Æskuárunum eyddi Marta í
Vestmannaeyjum, en hún hélt svo
til Reykjavíkur árið 1938. Móðir
hennar fluttist til Reykjavíkur 1946
og bjuggu þær mæðgur saman um
árabil. Marta vann í verslun og á
skrifstofu Liverpools í níu ár, en
árið 1947 fór hún til Svíþjóðar þar
sem hún dvaldi í eitt ár við nám
og störf. Þegar heim var komið á
ný tók hún til starfa hjá Siglinga-
málastofnun, þar sem hún vann sem
gjaldkeri allt til ársins 1982.
Með langa starfsævi að baki var
erfitt fyrir Mörtu að setjast í helgan
stein og tók hún þá til við að láta
gamla drauma rætast. Hún fór oft
utan hin síðari ár og lét ekki tungu-
málaerfiðleika aftra sér í þeim efn-
um. Marta var ætíð mjög ljóðelsk
og hafði gaman af hljóðfæraleik og
söng. Hún hafði á sínum yngri árum
lært undirstöðuatriðin í orgelleik
hjá móðursystur sinni, Ingibjörgu
Tómasdóttur, kaupkonu í Eyjum.
Þegar hún hætti að vinna langaði
hana að fríska upp á þessa kunn-
áttu. Hún tvínónaði ekki við hlut-
ina, heldur festi kaup á píanói og
tók svo upp símann til að panta sér
kennslu. Stúlka sem svaraði í
símann í tónlistarskólanum spurði
þá hvort hún hefði lært áður og
átti bágt með að skella ekki upp
úr þegar svarið kom: „Jú eitthvað
smávegis fyrir rúmum 60 árum.“
Áhugamálin voru ýmis en þó
hafði Marta líklega mest gaman af
þvi að spila með vinkonum sínum,
sem reglulega komu saraan við
spiiaborðið. Oftar en ekki gleymdu
þær sér við iðjuna og það kom fyr-
ir að Marta væri lítið sofin daginn
eftir spilakvöldin.
Marta þótti á meðal fríðustu
kvenna á sínum yngri, árum og
kvenkostur góður. Hún giftist þó
aldrei og það þótti okkur systkinun-
um verst að eitthvert barn skyldi
ekki fá að eignast hana fyrir móð-
ur. Hún átti svo mikið að gefa.
Veikindi reyndu mjög á þraut-
seigju þessarar konu, sem var stað-
ráðin í því að láta þau ekki fella
sig. Það tókst í tvígang og hún stóð
upp úr þeim veikindum eins og
ekkert hefði í skorist. Að lokum
kom þó að því að hún fékk ekki
lengur ráðið ferðinni, þrátt fyrir
hetjulegían bardaga. Hún dvaldi
síðustu mánuðina á Vífilsstöðum
og var henni tíðrætt um þá um-
hyggju og hlýju sem læknar og
hjúkrunarfólkið þar sýndu henni.
Þegar við heiinsóttum hana síðast-
liðinn sunnudag var hún hin bratt-
asta og sló á létta strengi þegar
við kvöddumst. Klukkustund síðar
var hún öll.
Minningin um þéssa konu verður
varðveitt í hjörtum allra þeirra sem
áttu þess kost að kynnast henni.
Mörtu gleymum við aldrei. Hún var
alveg einstök.
Helga Guðrún, Gunnlaugur,
Friðþjófúr og Olafúr
Marta Þ. Geirsdóttir fyrrverandi
gjaldkeri hjá Skipaskoðun ríkisins,
síðar Siglingamálastofnun ríkisins,
lést á Vífilsstöðum 27. ágúst. Hún
fæddist á Kanastöðum í Landeyjum
11. mars 1914, en ólst upp í Vest-
mannaeyjum.
Engin kynni hafði ég haft af
Mörtu fyrr en í maímánuði árið
1954, þegar ég tók við starfi skipa-
skoðunarstjóra og skipaskráningar-
stjóra. Þá hafði Marta fáum árum
áður tekið við starfi gjaldkera hjá
Skipaskoðun ríkisins og Skipa-
skráningarstofu ríkisins, sem þá
voru tvær stofnanir, hvor undir sínu
ráðuneyti, en undir sama forstöðu-
manni. Á skrifstofu stofnananna í
Hamarshúsinu í Reykjavík voru þá
starfandi 5 karlmenn og svo Marta,
sem gegndi störfum gjaldkera, en
var auk þess ritari og annaðist
símavörslu. Marta gegndi þannig
ábyrgðarmiklu starfi og átti
annríkt. M.a. vélritaði hún öll mæli-
bréf og skráningarskjöl allra
íslenskra skipa, sem er mikið ná-
kvæmnisverk þar sem engu má
skeika með tölulegar upplýsingar
*um stærðir skipanna. Strax við
fyrstu kynni mín af Mörtu varð
mér ljóst/að vart væri til samvisku-
samari og ábyrgari starfsmaður en
hún. Þrátt fyrir erilsaman vinnudag
mátti treysta því, að nákvæmni
hennar í starfi brigðist ekki.
Auk gjaldkerastarfa sá Marta
einnig um allt bókhald stofnunar-
innar í áraraðir. Það var löngu áður
en tölvur komu við sögu og öll störf
gjaldkera og bókhald allt því hand-
unnið. Mér er sérstaklega minnis-
stætt eitt atvik, sem lýsir vel ná-
kvæmni og samviskusemi Mörtu.
Dag nokkurn kom maður í stofnun-
ina frá Ríkisendurskoðun, til að
kanna hvort allt væri í lagi í bók-
haldi og fjárvörslu hjá stofnunni.
Hann leit yfir bókhaldið, sem allt
reyndist eins og best varð á kosið.
Að lokum kom hann að peninga-
kassanum og tæmdi hann og taldi
upp þá peninga, sem þar voru og
bar saman við bókhaldið. Kom þá
í ljós að honum taldist svo til að
eina krónu vantaði í peningakass-
ann við samanburð við sjóðsreikn-
ing. Marta var hin rólegasta og bað
hann um að gá betur. Við þá leit
kom í ljós einn krónupeningur und-
ir pappírum neðst í kassanum.
Eftir því sem verkefni og umsvif
stofnunarinnar færðust í aukana,
m.a. vegna aukins skipastóls og
skipasmíða, þróunar öryggismála
sjófarenda, vörnum gegn mengun
sjávar og alþjóðasamstarfs, Qölgaði
starfsmönnum stofnunarinnar, sem
síðar var gerð formlega að einni
stofnun undit' einu ráðuneyti og
nefnd Siglingamálastofnun ríkisins.
En þótt starfsmönnum við skrif-
stofustörfin fjölgaði, þá gegndi
Marta áfram því ábyrgðarmikla
hlutverki, sem fólst í bókhaldi og
gjaldkerastörfum. Þau störf annað-
ist hún eins og hagsýn húsmóðir,
sem reyndi að nýta sem best tak-
mörkuð fjárráð stofnunarinnar.
En Marta var fleiri góðum kost-
um búin, en að vera traustur og
samviskusamur starfsmaður. Ilún
var ávallt létt í lund, vingjarnleg
og átti gott með að starfa með
öðrum. Alltaf var hún boðin og
búin að veita aðstoð, þegar eitthvað
bjátaði á hjá kunningjum. Marta
bjó um árabil með móður sinni,
Guðrúnu Tómasdóttur í íbúð hennar
í Reykjavík, þar til móðir hennar
dó. Állan þann tíma annaðist Marta
móður sína af alúð og kostgæfni.
Eftir andlát hennar kom Marta sér
vel fyrir í eigin íbúð á Háteigsvegi
26.
Marta hætti störfum hjá Sigl-
ingamálastofnun ríkisins árið 1982
vegna aldurs. Hún hefði getað hætt
störfum fyrr, því að starfsaldur
hennar var orðinn nægjanlegur
langur til að hún gæti notið fullra
eftirlauna. Marta var hins vegar svo
starfsöm og hafði bundist starfi
sínu og samstarfsmönnum svo
traustum böndum, að hún hikaði
lengi vel við að segja skilið við
ævistarf sitt. Eftir að hún hætti
störfum naut hún þess að ferðast
víða um lönd og njóta hvíldar. En
alltaf var henni ánægja í að hitta
gömlu starfsfélagana og njóta sam-
vista þeirra, bæði með heimsóknum
á sinn gamla vinnustað og í
skernmtiferðum starfsmanna.
Ég vil að lokum þakka Mörtu
Þ. Geirsdóttur fyrir áratuga
ánægjulegt samstarf, en ekki síður
vil ég þakka innilega ómetanlega
persónulega tryggð hennar og vin-
áttu í garð okkar hjóna. Þegar við
þui-ftum bæði að skreppa til útlanda
tók hún og móðir hennar fúslega
að sér að dvelja á heimili okkar og
gæta þess í ijarveru okkar.
Blessuð sé minning þessarar
mætu konu.
Eftirlifandi bræðrum Mörtu og
ijölskyldum þeirra svo og öðrum
ættingjum færi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hjálmar R. Bárðarson
Guðjón I. Eiríks-
- Kveðjuorð
son
Fæddur 12. desember 1902
Dáinn 22. ágúst 1989
Nú er hann langafi dáinn. Lang-
afi sem alltaf var svo góður við
okkur og okkur þótti svo vænt um.
Að leiðarlokum viljum við þakka
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
veru hans og félagsskapar. Og ekki
síst í sumar, þegar við bjuggum hjá
honum. Alltaf hafði þann tíma til
að tala við okkur, eða lána okkur
hitt og þetta, eða þá stinga upp í
okkur smá munngæti. Svona var
langafi. Alltaf svo góður við okkur
börnin.
Með þessum sálmi viljum við
minnast langafa okkar.
Guð blessi minningu hans.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Atli, Stella Rún og Hafsteinn Dan.
Kallið er komið
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
í dag kveðjum við afa og lang-
afa, Guðjón I. Eiríksson. Kynni
okkar hófust þegar ég giftist dótt-
ursyni hans, Ómari Sigurðssyni.
Ég fann strax hvað' Guðjón var hlý-
legur, góður og gott að leita til
hans. Enn uxu þessi kynni þegar
við bjuggum í húsinu hjá honum.
Það var ómetanlegt fýrir okkur og
er ég honum þakklát fyrir það. Þá
komu mannkostir hans best í ljós.
Guðjón var mjög barngóður og
umhyggjusamur um sína fjölskyldu
og vildi ávallt öllum vel. Hann var
þolinmóður og natinn við son okk-
ar, Orra, þegar hann kenndi honum
að skrifa nafnið sitt, mjög ungum.
Hann gaf krökkunum tíma og oft
var hlaupið upp á loft til langafa.
Minningarnar eru dýrmætur fjár-
sjóður fyrir barnabörnin.
Ég minnist margra góðra stunda
er við sátum við eldhúsborðið og
spjölluðum um alla heima og geima.
Guðjón var gestrisinn og bakaði
gjarnan pönnukökur af myndar-
skap ef hann átti von á gestum.
Guðjón hafði átt við hjartasjúk-
dóm að stríða, en var nokkuð hress
nú síðasta misserið. Á þessari
kveðjustund er mér þakklæti efst í
huga til Guðjóns fyrir hans ljúfa
viðmót.
„Far þú í friði,
friður pðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
F.h. okkar Omars og Orra,
Arna Sigurbjörg Karlsdóttir.
Minning-:
Magnús Jochums
sonf rennismiður
Fæddur 19. október 1913
Dáinn 21. ágúst 1989
Magnús Jochumsson rennismiður
hefur lokið göngu sinni hér meðal
okkar samferðamanna. Hann hefur
verið starfssamur maður um ævina
og sjaldan fallið verk úr hendi. Mun
hann raunar hafa verið með hamar
í hendi, þegar hann hneig að velli.
Kynni okkar höfðu staðið í pokkra
áratugi og alltaf verið góð. í minn-
ingunni stendur hann mér fyrir
hugskotssjónum sem hinn trausti
verkmaður, sem bæði var hagur á
járn og orð. Það mun naumast hafa
verið tilviljun, að lífsstarf hans var
við smíðar, en alveg eins hefði það
þó getað orðið við skrifborð, því að
Magnús Jochumsson var einkar vel
máli farinn.
Magnús Jochumsson var fæddur
í Reykjavík, á ættir að rekja á Kjal-
arnes. Faðir hans var Jochum Þórð-
arson skipstjóri frá Móum á Kjalar-
nesi, bróðir Björns Þórðarsonar,
fyn-verandi forsætisráðherra. Þjóð-
skáldið Matthías Jochumsson var
því ömmubróðir Magnúsar. Móðir
Magnúsar var Diljá Tómasdóttir.
Ættir hennar liggja einnig um Kjal-
arnes og Hvalfjarðarströnd, og var
hún afkomandi Hallgríms Péturs-
sonar sálmaskálds og konu hans,
Guðríðar Símonardóttur.
Okkur mannanna börnum er út-
deilt margs konar og misjafnt hlut-
skipti í hérvist okkar á jörðu. Magn-
ús missti föður sinn kornungur. í
fátækt sinni varð móðirin því að
koma sumum börnum sínum fyrir
í vist hjá öðru fólki. í hlut litla snáð-
ans kom að vera ekið á sleða aust-
ur yfir fanni þakin Ljöll til að alast
upp í Auðholti í Ölfusi. Alvaran
varð því snemma þáttu’r í lífi hans
og skapgerð. í framgöngu var hann
yfirleitt alvörugefinn og virðulegur
— raunar sérstakt prúðmenni, sem
gat hagað vel orðum sínum og ver-
ið glettinn.
Þá er Magnús Jochumsson hafði
numið iðn sína, rennismíðina, settist
hann að um nokkurra ára skeið
norður í landi á Dalvík, þar sem
hann rak slipp og gerði við skip og
skipsvélar. Þar í sveitinni fyrir of-
an, þaðan sem svo margt frægra
íslendinga er komið, að Syðri-
Grund í Svarfaðardal, fann hann
konu sína, Júlíu Jónsdóttur, fallega
og dugmikla konu, sem eignaðist
með honum sex börn. Þau fimm
þeirra, sem upp hafa komizt, hafa
reynzt nýtir þjóðfélagsþegnar. Júlía
lifir mann sinn, en þau fluttust síðan
suður og settust að í Hveragerði,
þar sem þau hafaátt heimili síðan.
Starf sitt hefur Magnús þó orðið
að inna af höndum á ýmsum öðrum
stöðum, lengst af þar sem virkjun-
arframkvæmdir liafa staðið yfir,
svo sem við Sogsfossa og Búrfell.
Hann hefur því alla tið verið eins
konar lærður farandverkamaður,
sem komið hefur heim um helgar
til að vera með fjölskyldu sinni. Á
vinnustað var hapn ávallt vinsæll
af félögum sakir prúðmennsku
sinnar, en frístundum sínum sýnist
mér hann öðru fremur hafa varið
til lestrar góðra bóka.
Heimili þeirra Júlíu og Magnúsar
í Hveragerði hefur í gegnum árin
verið vinsæll áfangastaður barna
og barnabarna og tengdafólks. Öll-
um hefur þótt gott að koma í Kletta-
hlíðina til Júlíu og Magnúsar og
þiggja þar hlýlegar móttökur, kaffi
og aðrar góðgerðir ásamt brosi og
skennntilegum orðaskiptum. Og
það er huggun harmi gegn, að þótt
Magnús sé farinn, er þó vissulega
Júlía áfram í Klettahljðinni; svo að
það verðut' áfram hlýtt í bænum.
Á þftsari stundu viðskilnaðarins
votta ég konu Magnúsar og börnum
mína innilegustu samúð. Blessuð
sé minning hans.
Sigurður Gizurarson