Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989
jltagtsiiÞIafrtfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónssön.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Skýr stefna
sjálfstæðismanna
ingflokkur sjálfstæðis-
manna hefur samþykkt yfir-
lýsingu um fijálslynda og
víðsýna umbótastefnu í atvinnu-
málum. í stuttu máli má segja,
að í henni sé mælt fyrir um allt
önnur tök á stjórn efnahags- og
atvinnumála en þau sem ríkis-
stjórn Stejngríms Hermannsson-
ar beitir. í inngangi yfirlýsingar-
innar segir einnig: „Það eykur á
efnahagsvanda þjóðarinnar að
núverandi ríkisstjórn hefur farið
á vit fortíðarinnar við lausn hans
og beitt ráðum sem hvarvetna
eru á undanhaldi. Af þeim sökum
hefur samdrátturinn bæði orðið
meiri og verður langvinnari en
ella.“
Úrræði ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar hafa
einkum falist í því að auka af-
skipti stjómmálamanna og auka
hlut ríkisins eða sjóða á þess
vegum í atvinnulífinu. í yfirlýs-
ingu sjálfstæðismanna kenna
þeir þessa stefnu við þjóðnýtingu
og minna á að slík stefna hafi
hvarvetna leitt til stöðnunar og
versnandi lífskjara almennings.
Skipbrot þjóðnýtingar og ríkis-
forsjár blasir best við í ríkjunum
í Austur-Evrópu, þar sem at-
vinnufyrirtæki eru komin á von-
arvöl og almenningur býr við
skort.
Hinni almennu stefnumörkun
sinni lýsa sjálfstæðismenn með
þessum orðum: „Hornsteinn
þessarar atvinnustefnu er að
endurvekja fijálslyndi og víðsýni
við stjórn atvinnumála og gefa
atvinnulífinu kost á því að standa
á eigin fótum. Við slík skilyrði
eru bestar forsendur til umbóta
og árangurs hjá öllu því vinnu-
fúsa fólki sem starfar hjá íslensk-
um fyrirtækjum. í hagnaði
traustra fyrirtækja felst vonin
um aukinn kaupmátt og betri
lífskjör."
Eftir þessa almennu stefnu-
yfirlýsingu er drepið á ýmis at-
riði og því lýst, hvernig að þeim
verði staðið í framkvæmd. Gengi
krónunnar á að ráðast af efna-
hagslegum forsendum en ekki
vera háð geðþótta stjórnmála-
manna. Gjaldeyrisviðskipti verða
gefin fijáls í áföngum. Eiginfjár-
myndun í atvinnulífinu á að örva
og losa fyrirtæki á þann veg af
skuldaklafanum. Eignaskattar
vinstri stjórnarinnar verða afn-
umdir. Opinberir millifærslusjóð-
ir verða einnig afnumdir. Starf-
semi Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn-
aðarins verði hætt. Fulltrúi ríkis-
stjórnarinnar verði ekki lengur
oddamaður við fiskverðsákvarð-
anir. Ný vinnubrögð verða tekin
upp við fjárlagagerð. Ríkisbönk-
um verði breytt í hlutafélög og
síðan seldir í áföngum. Ríkis-
ábyrgð á starfsemi Fiskveiða-
sjóðs, Iðnlánasjóðs og Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins verð-
ur afnumin.
Hér hefur verið stiklað á stóru.
Allt ber hins vegar að sama
brunni. Hlut ríkisins á að minnka
og draga úr beinum afskiptum
stjórnmálamanna en skapa al-
menn skilyrði í anda fijálsræðis.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
hefur með þessum hætti hafizt
handa um að móta skýra stefnu
út úr þeim ógöngum, sem af
núverandi stjórnarstefnu leiða.
Því frumkvæði þarf að fylgja
eftir með skýrri stefnumörkun í
málefnum sjávarútvegs og land-
búnaðar. Takist Sjálfstæðis-
flokknum að skapa samstöðu um
nýja stefnu í þeim veigamiklu
málaflokkum er miklum áfanga
náð.
Furðulegir
stjórnar-
hættir
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra viðurkenn-
ir réttmæti þeirrar gagnrýni
Ólafs G. Einarssonar, formanns
þingflokks sjálfstæðismanna, að
það sé lögbrot að skipa ráðherra
án ráðuneytis í ríkisstjórn ís-
lands, það samrýmist ekki lögun-
um um Stjórnarráð íslands. Á
hinn bóginn lætur forsætisráð-
herra eins og það sé ekki mikill
vandi að greiða úr þvi, hann
muni bara gefa út bráðabirgða-
lög og breyta stjórnarráðslögun-
um en í sömu andrá lætur hann
orð falla um að ekki sé unnt að
koma á fót umhverfisráðuneyti
með bráðabirgðalögum.
Þessi málflutningur forsætis-
ráðherra er fyrir neðan allar hell-
ur og ber þess vott, að hann líti
á valdið til að gefa út bráða-
birgðalög eins og einhvers konar
pólitískt leikfang. Þjóð og þingi
er nóg boðið vegna þess hvernig
ráðherrar hafa farið með valdið
til aukafjárveitinga og nú er
rætt um að þrengja þær venjur
sem skapast hafa í því efni. Full
ástæða sýnist einnig til þess fyr-
ir þingmenn að þrengja heimild-
ina til útgáfu bráðabirgðalaga,
ef það á nú að nota hana til
þess að troða Borgaraflokknum
í ríkisstjórn. Ber brýna nauðsyn
til þess að einhver þingmanna
hans verði ráðherra án ráðuneyt-
is?
Staða og steíiia í íslenskum landbúnaði
Halldór Gunnarsson:
Hollusta
íslenskra
matvæla,
uppstokkun
verðlagskerf-
isins og sátt
við neytendur
eru átaksatriði
„Þegar spurt er um það,“ svaraði
séra Halldór Gunnarsson í Holti,
„hvort ég telji mögulegt að við
munum standa frammi fyrir því
innan tíðar að leyfður verði inn-
flutningur á landbúnaðarafurðum
hlýtur svar mitt að helgast af því
að ég er nýkominn úr ferð erlendis
frá og eftir að hafa lifað þá reynslu
að hafa verið með magapínu allan
tímann. Það er staðreynd að við
íslendingar getum nær hvergi er-
lendis drukkið vatn og'Evrópulönd-
in í austri og vestri eru að beijast
fyrir tilvist landbúnaðar á allt öðr-
um forsendum en við íslendingar.
Þeir eru að berjast við mengunina,
súra regnið, beijast við ólöglega
hormónanotkun af því að bændur
eru neyddir til þess með lægra vöru-
verði að fá meira kaup með þessu
móti. Þegar ég lít á vanda land-
búnaðarins erlendis þá eru okkar
vandamál hér heima svo miklu auð-
leysanlegri.
í fyrsta lagi þurfum við að láta
neytendur vita um hollustu mat-
væla hérlendis í samanburði við
erlendis og hve stórkostlegt það er
að geta neytt þessarar heilbrigðu
fæðu.
í öðru lagi verðum við bændur
að horfast í augu við uppstokkun á
verðlagskerfi landbúnaðarins sem
kann ef til vill að valda sárindum
og erfiðleikum hjá sláturleyfishöf-
um og smásöluverslun. Við verðum
að koma á ódýrari meðhöndlum
vörunnar í átt til þess sem tíðkast
erlendis hjá nágrannaþjóðum okk-
ar. Það er ekki hokkur leið að við-
halda sláturleyfishöfum í dag. Þeir
stefna í 200 kr. sláturkostnað á
kíló í haust þegar þessi kostnaður
er í kringum 20-30 krónur erlendis.
. Tífalt hærra verð hér heima en er-
lendis er óframbærilegt. Þegar svo
er komið er nauðsynlegt að koma
upp litlum einingum í slátrun með
lágmarks kostnaði og umsvifum í
yfirbyggingu þar sem vanir menn
geta haft vinnu nær allt árið og
öllum búfjártegundum er slátrað
eins nálægt eftirspurn og kostur
er, einnig dilkum. Það myndi þýða
að bændur yrðu að gelda hrútlömb
og hafa á fóðrum, en í staðinn
myndu bændur fá hluta af vaxta-
kostnaði og geymslukostnaði sem
ríkið greiðir í dag, nálægt 700 millj-
ón krónur á ári. Til þess að halda
verðlaginu niðri verðum við að fá
sjóðagjöldin sem nema um 4 millj-
örðum króna þegar allt er talið og
greiða þau til fyrsta stigs fram-
leiðslunnar. Þetta þýðir að við verð-
um að breyta öllu sjóðakerfinu og
fyrirkomulagi þess, en með því
móti væri hægt að lækka verð til
neytenda um 20% vegna þess að
öll margfeldisáhrif sjóðagjalds,
söluskatts og fleiri þátta, myndu
lækka.
í þriðja lagi miðað við að okkur
takist með þessari uppstokkun að
ná sáttum við neytendur, þá þurfum
við einnig að ná sáttum um það að
byggja landið. Við slíka uppstokkun
verður auðvitað að tryggja það að
bændur njóti atvinnuleysisréttinda.
Grundvallaratriði að
lækka vöruverðið
Grundvallaratriðið í þessu er það
að lækka vöruverðið og þegar við
höfum lækkað það myndi verða
girt fyrir þann mikla innflutning
sem á sér stað í dag á innfluttum
landbúnaðarafurðum, niðursoðnum
og í formi tilbúinna rétta og dýra-
fóðri, en vissulega skerðir þessi inn-
flutningur möguleika bænda til
sjálfstæðrar afkomu.
Það kerfi sem við búum við er
búið að ganga sér til húðar, eií það
er ekkert' einfalt mál að aðlaga of
mikla framleiðslu að innanlands-
markaði. í Bandaríkjunum og
Kanada, til dæmis, er framleiðslu
stjórnað á ósveigjanlegan hátt með
tveimur valkostum. Annars vegar
framleiðslukvóta líkt og við höfum
í dag, sem er útilokað að láta ná
til sumra búgreina en ekki allra,
eða hins vegar talning búfjár og
mæling lands sem gefur bóndanum
a.m.k. það frelsi að hann fái að
njóta góðra skepna og góðrar rækt-
unar. Framleiðslukvótinn hegnir
þeim sem framleiða mikið, en það
gengur ekki gagnvart þeim bænd-
um sem búa við mikla fijósemi og
verða gráhærðir af að byggja upp
af því að það er of hagkvæmt en
er háð þröskuldum. Við verðum að
byggja upp það kerfi að bændur
og neytendur fái að njóta útsjónar-
semi, starfsorku og hæfileika.“
Þórólfur Sveinsson:
Misskilningnr
ef menn halda
að
landbúnaðar-
kerfið sé
einkamál
bænda
„Skilin á milli vinnsluþátta í land-
búnaði verða sífellt erfiðari vegna
þeirra möguleika sem tæknin býður
upp á í fullvinnslu afurða,“ sagði
Þórólfur Sveinsson bóndi á Feiju-
bakka í Borgarfirði í samtali við
Morgunblaðið, „en varðandi áróður
fyrir innflutningi landbúnaðarvara
er ég að sjálfsögðu andvígur honum
í því formi sem ýmsir tala um, það
er fijálsum innflutningi. Það ber
margt til, ekki síst byggðasjónar-
mið, því landbúnaðarframleiðslan
er beint og óbeint undirstaðan und-
ir byggð í dreifðum byggðum lands-
ins og landbúnaðarframleiðsla er-
lendra þjóða er meira og minna
niðurgreidd. Sjálfsagt má lengi
gera betur í að ná niður yöruverði
sem er nauðsyn og má til dæmis
benda á niðurfellingu matarskatts-
ins. Það er alveg ljóst að land-
búnaðarkerfið má ekki að mínu
mati, vera heilagt, gagnrýni og
umræða er eðlileg, en mesti skaðinn
í þessari umræðu til dæmis af völd-
um Jónasar Kristjánssonar um ára-
bil eru gróflegar og harkalegar ár-
ásir á landbúnaðinn sem hefur leitt
til þess, því miður, að talsmenn
bænda hafa hneigst til þess að veija
allt sem um er rætt í kerfi land-
búnaðarins og oft hefur lítið orðið
úr málefnalegri umræðu. Það þarf
að nást sátt um það að það sé eðli-
legur þáttur í íslensku þjóðfélagi
að framleiddar séu landbúnaðar-
furðir fyrir þjóðfélagsþegnana al-
veg eins og það á að vera eðlilegt
að leita til íslenskra iðnaðarmanna
um vinnuafl á þeirra vettvangi.
Þetta er auðvitað pólitísk og stéttar-
leg spurning, en ég tel það mesta
misskilning ef menn halda að land-
búnaðarkerfið sé einkamál bænda.
Það er þjóðfélagsleg spurning á
hveijum tíma hvaða áherslu við
leggjum á það að dreifa framleiðsl-
unni um landið og það er nokkuð
ljóst að ef við tökum mið af aldri,
bústærð og tekjumöguleikum, þá
munu þau störf sem skapast í land-
búnaði í náinni framtíð ekki duga
til þess að halda öllum byggðum í
landinu í byggð. Kúabændum hefur
fækkað úr 3.600 í 1.800 á 20 árum
og á að líkindum eftir að fækka
um nokkur hundruð á næstu árum.
Þetta er þróun sem ekki verður
stöðvuð. Litlu einingarnar í mjólk-
urframleiðslunni gefa ekki tekju-
lega möguleika á endurnýjun. Búin
með gömlu ijósin, um það bil 30
þúsund lítra framleiðslu, 8-12 kúa
fjós, eiga erfitt með endurnýjun.
Mjólkurframleiðslan er einnig
dæmigerð aðalstarfsgrein og leyfir
ekki annað, öndvert við sauðfé sem
auðvelt er að hafa sem aukastarf.
Offramleiðsla er auðvitað dulið at-
vinnuleysi, en þá er það spurningin
um það hvort menn sitja við sama
borð þjóðfélagslega. Gjaldþrota
bóndi missir allt, iðnaðarmaður get-
ur flutt sig um set, en bóndinn
ekki á sama hátt. Hagkvæmnin
skiptir miklu máli í þessari þróun.
Þegar framleiðslumagnið er sett
fast þá breytir það miklu, því leiðin
sem menn fóru til þess að auka
tekjur sínar var aukin framleiðsla.
Það skiptir því gífurlega miklu
máli hve margar framleiðslueining-
arnar eru á hveija krónu og hveija
vinnustund. Kerfið hefur hins vegar
dregið úr framleiðslu margra,
bremsað marga af sem voru og eru
íull rök til þess að framleiða meira.
Ég skal ekki segja um hvort hægt
er að framleiða vöruna fyrir lægra
verð, en tækninýjungar breyta
framleiðslukostnaði vérulega. Fé-
lagsbú eru sterk þegar allt leikur í
lyndi, en þar geta skjótt skipast
veður í lofti og ég tel það grundvall-
aratriði að fjölskyldubúið haldi
áfram að hafa möguleika og að það
fái að nýta sína möguleika. Það
mun gerast að sjálfu sér á næstu
árum í mjólkurframleiðslunni þar
sem réttur þeirra sem hætta gengur
til þeirra sem hafa fjárfestinguna,
en sauðfjárbúskapurinn er ekki
kominn í jafnvægi og það er spurn-
ing hvort og hvenær við náum því
marki. Ég vil þó vekja athygli á
því að allar alhæfingar í landbúnaði
eru hættulegar, því það er svo
margt sem spilar inn í, sérstaklega
með tilliti til þess að landbúnaðurinn
er safn margra og ólíkra greina.
Ég ætla að á næstu tveimur til
þremur árum verði mikill órói í
kringum landbúnaðargeirann, at-
vinnuleysi og órói sem hlýtur að
skapast vegna EFTA og Evrópu og
óvissu sem ríkir um það hvað sam-
einuð Evrópa er. Það er að mörgu
að hyggja. Smásöluverslunina vant-
ar að eigin sögn nokkur hundruð
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDÁGUR 1. SEPTEMBER 1989
21
TEXTI: ARNI JOHNSEN
- SEINNIGREIN—____
í blaðinu í gær birtist grein
um landbúnaðarmál og samtöl við tvo menn, sem tengjast landbúnaði.
Hér á eftir fara samtöl við fjóra til viðbótar.
milljónir til þess að þeirra þáttur
gangi upp, en ég tel að þetta béndi
til þess að öll sú fjárfesting sem
gerð hefur verið borgi sig ekki með
þessu móti, það er að segja ef vöru-
verðið á að borga ijárfestinguna.
Markmiðið er að framleiða vöru sem
neytandinn hefur þörf fyrir og vill
kaupa. Neytandinn er eins konar
útgangspunktur í þessu öllu saman
og taka þarf fullt tillit til, þvi þörf
neytandans er forsendan fyrir fram-
leiðslunni."
Sigurgeir Þorgeirsson:
íslensk
bændastétt á
að vera háreist
stétt,
launalega
„Það er ljóst að kvótakerfi er í
sjálfu sér mjög óhagstætt og stuðl-
ar að óhagkvæmni í búrekstri. Þess
vegna hlýtur það að vera grundvall-
arsjónarmið að reyna að losna út
úr slíkri stýringu," sagði Sigurgeir
Þorgeirsson búfjárfræðingur. „Hins
vegar er ljóst að við búum við kvóta
á meðan þessi búvörusamningur er,
eða til ársins 1992. Á undanförnum
árum hefur allt miðast við það að
eyða offramleiðslunni, en minna
hefur verið hugað að hagkvæmni í
búrekstri. í sauðfjárframleiðslunni
hef ég mestar áhyggjur af því að
hreinlega sé verið að verðleggja
sauðfjárafurðir út af markaðnum,
en þar kemur hvort tveggja til,
verð til bænda og ekki síður milli-
liðakostnaðurinn. Á 9 ára tímabili
hefur verðið til bænda fyrir lamba-
kjöt 14,5-faldast, slátur- og heild-
sölukostnaður 26,4-faldast og með-
alsmásöluverð samkvæmt verð-
könnunum hefur 17,7-faldast.
Verðlagsbreytingin á framfærsluv-
ísitölu hefur að sjálfsögðu marg-
faldast, en þetta sýnir svart á hvítu
hvernig hlutfallið hefur breyst og
bóndinn situr eftir, en mesta aukn-
ingin er í slátur- og milliliðakostn-
aði. Meðan sauðfjárræktin býr við
stífan kvóta en önnur kjötfram-
leiðsla er óháð kvóta, þá verður
verðþróun á lambakjöti mjög óhag-
stæð. Við höfum borðað mun meira
af lambakjöti en nálægar þjóðir og
með auknum ferðalögum og breytt-
um lífsháttum helst þetta ekki og
þvi er það meginmál að halda verð-
inu niðri. Sauðfjárræktin hér á landi
stendur þróunarlega mun framar
en alifugla- og svínarækt borið
saman við nágrannalöndin. Síðar-
nefndu greinarnar geta því vænst
mun meiri þróunar í framleiðslu og
þá um leið verðlækkunar á næstu
árum. Það er því algjör forsenda
fyrir framtíð sauðijárræktarinnar
að hún geti þróast til hagkvæmari
rekstrareininga og hagkvæmnis-
sjónarmiðið ætti algjörlega að sitja
í fyrirrúmi við stefnumörkun.
Hagkvæmnin í fyrirrúmi
við stefiiumörkun
Ef menn vilja fara hina leiðina,
tryggja alla byggð og halda sem
flestum í þeim störfum sem nú eru,
þá er það göfug hugsun út af fyrir
sig, en þýðir einfaldlega of háan
framleiðslukostnað með miklu meiri
samdrætti og minni neyslu og hruni
í greininni. Það sem skiptir máli
ef hugsað er til enda er það að
lífvænleg bú fái að dafna, en hin
fari út úr framleiðslu á ásættanleg-
an hátt. Það gengur ekki nema að
takmörkuðu leyti að framleiða á
stöðum sem ekki eru hagkvæmir,
ef menn vilja tryggja byggð á
slíkum stöðum verður að gera það
með beinum styrkjum. Hins vegar
tel ég að ýmis afskekt byggðarlög
geti vel staðist samkeppni þrátt
fyrir þessa kerfisbreytingu, en allt
verður þetta auðveldara viðureignar
þegar framleiðslan er komnin í jafn-
vægi fyrir markaðinn. Margt er
duiarfullt í dæminu. Það er til dæm-
is heimska stjórnvalda að velta
birgðum sem þau eru búin að taka
verðábyrgð á, á undan sér og hlaða
upp kostnaði í stað þess að losa sig
við birgðirnar um hæl. Vaxtakostn-
aður á birgðum í maí sl. reiknaðist
vera kominn upp I 60 kr. á kíló frá
því sl. haust og að auki kemur
geymslukostnaður til.
Þegar spurt er um niðurgreiðsl-
urnar þá verður það að viðurkenn-
ast að betra væri að vera laus við
þær, en upphaf niðurgreiðslna er
ekki upphaflega styrkur til bænda,
heldur til þess að bæta kjör launa-
fólks. Niðurgreiðslur eru hins vegar
óvinsælar og það hlýtur að vera
stefnumið að losna út úr niður-
greiðslum. Það er hins vegar hæg-
ara sagt en gert. Ég tel mikilvægt
að halda matvælakostnaði niðri og
þannig geta niðurgreiðslurnar verið
réttlætanlegar, en afstaða sam-
keppnisaðila sem búa ekki við nið-
urgreiðslur á sinni framleiðslu, er
mjög skiljanleg. Öll svona misvísun
þar sem menn sitja ekki við sama
borð er hættuleg alveg eins og
ágreiningsefnin milli landsbyggðar-
innar og Reykjavíkursvæðisins er
mjög hættuleg. Það er svo mörgu
slegið fram sem ekki er hugsað til
enda. Fijáls innflutningur land-
búnaðarafurða segja menn, en mál-
ið er bara ekki svo einfalt. Ég er
algjörlega andsnúinn því eins og
mál standa í dag að leyfa innflutn-
ing á kjöti og mjólkurafurðum. Það
er markmið út af fyrir sig að fram-
leiða sem mest sjálfur af sínum
matvælum miðað við einhveija vit-
ræna forsendu. Viðbrögð bænda-
stéttarinnar við þessari gagnrýni
eiga að vera þau að mótuð sé stefna
\ sem fyrst og fremst miðar að því
að skila sem Ijölbreyttustum og
ódýrustum matvælum til þjóðarinn-
ar. íslensk bændastétt á að geta
verið háreist stétt launalega, en það
er engri stétt hollt að búa við of
mikla opinbera vernd eins og verið
hefur hérlendis undanfarin 40-50
ár í landbúnaði og reyndar öðrum
greinum einnig. Það þarf tvímæla-
laust uppskurð á landbúnaðarkerf-
ið. Kvótakerfið stenst ekki til lengd-
ar og það er óréttlátt og líklega
ósanngjarnara en markaðslögmál-
in. Margir hafa fengið kvóta um-
fram aðra án raka og kvótakerfinu
fylgir óhagkvæmni þar sem verið
er að búa til hærra verð en þörf
krefur. Það er hins vegar ekki fram-
kvæmanlegt í stöðunni að Ieggja
kvótakerfið niður í einni svipan með
einu pennastriki. Þessi aðgerð þarf
aðlögun, sérstaklega á meðan fram-
leiðslugetan er mun meiri en mark-
aðurinn tekur við. Aðalatriðið er
að bindá menn ekki niður í óhag-
kvæmum einingum, framleiðendum
verður að fækka eða að þeir taki
upp hliðarstarfsemi sem er að
mörgu leyti eðlilegt í sauðljárbú-
skap eftir möguleikum og stað-
háttum. í dreifðum byggðum með
miklu og góðu haglendi er fýsilegt
að reka stór bú, en annars staðar
smá bú með öðrum búskap eða
annarri atvinnustarfsemi."
Haukur Halldórsson:
Imynd
landbúnaðar-
ins á að
byggjast á
góðri vöru á
góðu verði
„Hver þúsund tonn í framleiðslu
kindakjöts í landinu þýða 250 árs-
verk,“ sagði Haukur Halldórsson
bóndi og formaður Stéttarsam-
bands bænda í upphafi máls síns,
„og það er einmitt mikilvægasti
þátturinn í landbúnaðinum, staða
þess fólks sem byggir afkomu sína
á atvinnugreininni. Þjóðfélagslega
er þetta grundvallaratriðið þegar
fjallað er um vanda landbúnaðar-
ins. Það er oft vitnað í niðurgreiðsl-
ur og að þær séu af hinu illa, en
almennt hafa niðurgreiðslur oft
komið til sem vísitölubætur. Að því
leyti hefur það komið bændum vel.
Vörur þeirra hafa verið auðseljan-
legri en ella. Þegar niðurgreiðsluin
var hætt á sínum tíma var árs-
framleiðslan 11 þúsund tonn, eða
um 50 kg á mann í landinu, en
hefur farið niður í um 30 kg og
það er auðvelt að sjá samræmi
■ þarna á milli. Það er mismunandi
teygni í vörum í sölu. Verðið virðist
ekki skipta miklu máli í mjólkur-
sölu. Fólk kaupir mjólkina sína. Þá
virðist það ekki skipta miklu máli
þótt sáralitlar niðurgreiðslur séu á
rjóma. Hann selst jafnt og þétt og
hefur heldur aukist. En við höfum
talið að það væri í anda launajöfn-
unarstefnu að ákveðnar frumþarfir
standi til boða sem ódýrastar. Hjá
Bretum er til dæmis enginn sölu-
skattur á helstu matvælum, en hjá
okkur hafa kjarasamningar spilað
inn í þetta. Ég fagnaði því þegar
það kom ákveðið fram hjá forustu-
mönnu launþegasamtaka ekki alls
fyrir löngu að meta niðurgreiðslur
sem meiri launajöfnun heldur en
prósentuhækkun launa. En niður-
greiðslan verður þá að vera þannig
að hún skili sér til neytenda. Bænd-
ur og neytendur eiga það sameigin-
legt að keppa að lægra búvöru-
verði. Rekstrarvara hefur verið
lækkuð með niðurgreiðslum og rætt
er um hvort ekki eigi að taka ýmis
gjöld af framleiðsluþáttum, til
dæmis aðflutningsgjöld til þess að
skapa betri samkeppnisgrundvöll.
Það hefur ýmislegt verið gert en
margt má gera betur. Það má einn-
ig huga að ýmsum breytingum.
Niðurgreiðslur mætti greiða beint
til framleiðenda og miða til dæmis
við framleiðsluna. Ríkisvaldið gæti
einnig með tilliti til sambands
byggðastefnu og landbúnaðar
greitt mismunandi beint til bóndans
ef stjórnvöld vilja framkalla munst-
urbreytingu I landinu til þess ,að
efla eða draga úr sauðljárrækt, en
slíkt er pólitísk ákvörðun. Niður-
greiðslur eiga á vissan hátt rétt á
sér, en það ætti að nota þær meira
markvisst í framtíðinni. Sífelldar
breytingar í niðurgreiðslum skapa
óvissu og því þyrftu þær að vera
markvissari ef þær á annað borð
eiga að vera.
Bændur hafa óskað eftir kvóta -
af illri nauðsyn, en kvótakerfið er
fyrst og fremst til þess að ná niður
offramleiðslunni. Þegar. jafnvægi
er komið á ætti að vera hægt að
gefa miklu meira svigrúm og
minnka kerfið og láta byggðir og
möguleika þeirra njóta sín betur.
Að fengnu jafnvægi í framleiðslu
og á markaði mætti jafnvel afnema
fullvirðisrétt og kvótakerfi á
ákveðnum svæðum. Fullyirðisrétt-
urinn var aflagður í Svíþjóð með
árs fyrirvara og hefur skapað svig-
rúm til þess að treysta jafnvægi í
mjólkurframleiðslu. Ég sé þó ekki
að við ættum að leggja niður á
næstu árum þá kosti sem eru í full-
virðisréttarkerfínu. í heild má segja
að við þurfum að fá betri og jákvæð-
ari umfjöilun um vanda landbúnað-
arins. Það er ljóst að við verðum
að draga meira úr sauðíjárrækt,
en það þýðir ekki að drepa alla
jafnt, við verðum að stöðva og finna
farveg fyrir eðlilega þróun með til-
liti til hagkvæmni og þar hefur
hver grein sína sérstöðu, mjólkur-
framleiðslan, sauðíjárræktin og
aðrar greinar landbúnaðarins. Til
þess að styrkja stöðu landbúnaðar-
ins í heild þarf að auka skilning
milli neytenda og framleiðenda um
mikilvægi landbúnaðarins. Land-
búnaðurinn þarf að fá betri ímynd
í augum neytenda heldur en hann
hefur í dag, ímynd sem byggist á
góðri vöru á góðu verði.
Landbúnaðinn á að miða
við landgæði og
markaðsaðstæður
Það hefur átt sér stað veruleg
hagræðing hjá mjólkurframleiðend-
um. Menn hafa sparað aðföng og
við höfum minnkað framleiðsluna
úr 125 milljónum lítra í 100 milljón-
ir lítra, en tekjur hafa ekki lækkað
um 25% og í sumum tilvikum juk-
ust tekjur. Við þurfum að breyta
og bæta í íslenskum landbúnaði
með ákveðinni hagræðingu, nýta
eigið fé ög opinbert sem best, haga
allri umgengni við landið á sem
bestan hátt og miða landbúnaðinn
við landgæði og markaðsaðstæður.
Það þarf að stuðla að framleiðslu
þar sem hún er hagkvæm. Það er
ekkert samhengi á milli stærðar og
hagkvæmni í vinnslustöðvum, en
það er samræmi milli framleiðslu
og fjárfestingar.
Umtalsverðra breytinga
að vænta
Það er að mörgu að hyggja. Ef
bændur eru sammála um að reka
eitthvað sameiginlega er það gert
með sjóðum, til dæmis framleiðslu-
gjaldi til þess að kosta starfsemi
búnaðarsamtakanna. Bændur hafa
verið sammála um að jafna aðstöðu-
mun á byggingartíma varðandi
vexti í fjárfestingum, en um þessar
mundir á sér stað heildar endur-
skoðun á öllum sjóðágjöldum og það
er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir því hvaða millifærslu menn
eru með í höndunum. Ég vænti
umtalsverðra breytinga eftir þá
endurskoðun.“