Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989
29
Ingimundur Bjarna-
son - Minningarorð
Fæddur 27. nóvember 1919
Dáinn 25. ágiíst 1989
Það voru fámæltir ferðafélagar
sem héldu áfram för sinni um
Svíþjóð eftir að hafa fengið fréttina
um svo skyndilegt fráfall Ingimund-
ar Bjarnasonar. Þar er fallinn mik-
ill vinur fjölskyldunnar og á það
jafnt við um yngsta sem elsta með-
lim hennar. Hann hafði náð svo
hjörtum okkar að við leyfðum okkur
fljótt að telja hann til eins besta
vinar okkar. Erfitt er að vera svo
langt í burtu á slíkri stundu sem
nú, en við munum ná að fylgja Ingi-
mundi til grafar heima á Islandi.
Ingimundur fæddist 27. nóvem-
ber 1919 að Miðdal í Kjós og uppal-
inn í Kjós og á Kjalarnesi. Um
ættir og uppruna Ingimundar ætl-
urn við að láta öðrum eftir að skrifa.
Kjósin og umhverfi hennar varð
okkur óþijótandi umræðuefni og
þar áttum _ við öll sameiginlegt
áhugamál. Ósjaidan var lítið í bók-
ina „Kjósarmenn", þegar umræða
stóð um íbúa Kjósarinnar fyrr og
síðar. Ingimundur var alla tíð mjög
vakandi fyrir mönnum og málefnum
þeim sem voru að gerast á líðandi
stundu. Hann var mikill vinur vina
sinna og átti mjög auðvelt með að
kalla það besta fram í hveijum
manni. Sá eiginleiki hans varð okk-
ur öllum eftirtektarverður og feng-
um við hans notið í ríkum mæli.
Ingimundur var giftur Guðrúnu
Guðlaugsdóttur (Dúnu) og heimili
þeirra hefur staðið inni í Blesugróf
um árabil. Þangað hefur.alltaf ver-
ið gott að koma og þaðan hefur
maður ávallt farið ríkari í sálu sinni.
Samverustundirnar urðu aldrei of
margar. Vinskapur og samheldni
þeirra Ingimundar og Dúnu var
mikil. Þau hafa lifað lífinu lifandi.
Það sem annað skorti bætti hitt
upp. Erfitt er að hugsa sér annað
þeirra án þess að hitt komi upp í
hugann.
Minningarnar um Ingimund og
samskipti okkar við hann hrannast
nú upp. Hann hafði ferðast vítt og
breitt um ísland og var sem hafsjór
fróðleiks um það. Bæði hafði hann
komið víða og eins gert sér far um
að kynnast mönnum og málefnum
viðkomandi staða. Ingimundur
hafði gaman af að spila á spil. Þeg-
ar hann hafði góð spil á hendi þá
var hann í essinu sínu. Hann var
glöggur á hinar færustu leiðir til
þess að standa hinar ýmsu sagnir
og hafði gaman af að ræða það
eftir að spilinu var lokið. Þannig
gat maður upplifað sömu stundirnar
með honum aftur og aftur. Spila-
kvöldin á heimilum okkar verða
okkur ógleymanleg. Veiðiferðirnar
sem við fórum með þeim hjónum
standa upp úr minningunum og þar
var Ingimundur á heimavelli. Alltaf
var Ingimundur þá með hugann við
það að allir ferðafélagarnir (stórir
sem smáir) fengju notið ferðarinn-
ar. Krakkarnir hafa oft minnst
þessara ferða og þá með sérstöku
bliki í auga. Þannig voru samskipti
okkar við Ingimund.
Allar smalamennskurnar í Mið-
dal, bæði rúnings og að hausti,
voru Ingimundi mikið áhugamál.
Oft fór hann þar efstur í ijallinu
og á seinni árum leitaði hann alltaf
frétta hvernig hefði gengið, hveijir
hefðu farið og hvert hafi verið far-
ið miðað við kennileiti. Það var svo
gaman að segja honum frá þessu
öllu því hann hafði svo mikinn
áhuga fyrir því.
Endalaust væri hægt að rifja upp
og minnast okkar samskipta við
Ingimund. Nú er komið að leiðarlok-
um og hugur okkar er heima hjá
Dúnu, börnum þeirra og afkomend-
um öllum. Enginn okkar er tilbúinn
slíku áfalli sem dauðinn er og sorg-
in er mikil.
Megi þið öll öðlast styrk til að
standast þessa erfiðleika. Ingi-
mundi viljum við þakka allt og allt.
Megi hann hvíla í friði.
Gunnar og Sigga
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Haöiarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
smÁctuglýsingar
Wélagsúf
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 oq 19533.
Helgarferðir 1 .-3. sept.:
Óvissuferð
Nú liggur leiðin að hluta um
áður ókannaðar slóðir. Gist í
svefnpokaplássi.
Þórsmörk
Gönguferðir við allra hæfi. Frá-
bær gistiaðstaða í Skagfjörðs-
skála/Langadal.
Landmannalaugar -
Eldgjá.
Á laugardegi er ekið til Eldgjár
og gengið að Ófærufossi. Gist i
sæluhúsi Ferðafélagsins i Land-
mannalaugum.
Brottför í ferðirnar er kl. 20.00
föstudag.
Ferðafélag íslands.
M Útivist
Helgarferðir 1 .-3. sept.
1. Þórsmörk - Emstrur. Boðið
verður upp á göngu frá Emstrum
í Þórsmörk (ca. 7 klst.) á laugar-
deginum. Gist í Básum. Farar-
stjóri Egill Pétursson.
2. Þórsmörk Gist I Útivistarskál-
unum Básum. Gönguferðir um
Mörkina. Fararstjóri Ingibjörg S.
Ásgeirsdóttir.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, simar 14606 og 23732.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
TAPAÐ - FUNDIÐ
Týndurhestur
Rauðstjörnóttur hestur, merktur
FB-36 og frostmerktur, týndist.
Sást í Grafningnum 2. ágúst.
Upplýsingar í simum 34345,
44873 eða 672166 Fákur.
NIKI Cross eourlinnanhússkór
Stærð 36-47
NIKE Adversary, innanhússkór
Stærð 36-47
NIKIAir Trainer, alhiiðaskór
Karlastærðir 38-48
Kvennastærðir 34-42
NIKB Air Pegasus, hlaupaskór
Karlastærðir 38-48
Kvennastærðir 34-42
NIKI Front eourt, körfuboltaskór
Stærð 18-26 kr. 2.200,00
27-31 kr. 2.990,00
Stærð 32-38 kr. 3.700,00
Stærð 39-49 kr. 5.175,00 ^ ^
NIKE Court foree low, leðurskór
Stærð 31-37 kr. 3.420,00
Stærð 38-45 kr. 3.900,00 Verð frá
\'
Verðfrá
2.1
NIKI, íþróttagallar
Barna og fullorðins
REHABAND, hitahlífar,
með og ón stuðpúða
Verðfrá
SPAIDING, körfuboltar
Verð frá
.050 1.285
Póstsendum samdægurs
FRÍSPOKT
LAUGAVEGI 6 SÍMI 623811