Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLADIÐ FÖSXUDAGUK 1. SIÍFTEMBER 1989 Texti og myndir: Steingrímur Sigurgeirsson Jón Magnússon framkvæmdasljóri Odda: , - V erðum að fa kvota JÓN Magnússon, framkvænidastjóri Odda, sem missti togarann Pat- rek á uppboði fyrr í sumar, segir að fyrir Patreksfirðinga sé einung- is um eitt að ræða. Þeir verði að fá 4.000-5.000 tonna kvóta i ein- liverju formi. Brátt kæmi sá tími er smábátarnir gætu ekki siglt lengur og ef ekki fengist kvóti yrði ástandið á Patreksfírði hryllilegt í vetur. „Það eru hreinar línur með það, að þetta þýðir hrun fyrir sveitarfé- lagið,“ sagði Jón. „Eignir fólksins sem býr hérna verða 'verðlitlar. Það fólk sem kannski vildi fara burt kemst ekki því það þyrfti þá að skilja allar eignir sínar eftir. Hvað mig varðar þá hefur maður staðið í þessum bardaga megnið af ævinni og telur sér skylt að gera það áfram sem maður getur. Á svona stundum er öllum skylt að standa saman og berjast fyrir því að það verði sem blómlegast og best mannlíf hér á staðnum.“ Jón sagði augljósa ástæðu fyrir því, hvernig komið væri, vera að það fyrirtæki sem verið hefði hið stærsta á Patreksfirði og gefið mesta atvinnu, Hraðfrystihús Pat- reksfjarðar, hefði aldrei komist raunverulegu á fæturna frá því það var stofnað. Forsagan væri sú að fyrir nokkrum áratugum hefði verið starfrækt mjög sterkt fyrirtæki á Patreksfirði, Kaldbakur, sem hefði þurft að hætta starfsemi sinni í lok sjöunda áratugarins. Þá hefði Hrað- frystihús Patreksfjarðar tekið við og í raun verið rekið sem atvinnu- bótafyrirtæki í byijun. Þegar frysti- hús fyrirtækisins gekk úr sér hefði verið farið í að byggja nýtt frysti- hús sem hefði bæði verið of stórt og tekið of langan tíma að byggja. Við þetta bættist hin mikla verð- bólga og menn hefðu aldrei komist út úr þessum vanda. „Fyrirtækið gat aldrei gert neitt myndarlega, það vantaði alltaf rekstrarfé. Þegar aðstæður eru síðan eins og þær hafa verið síðustu ár, þ.e.a.s. að ekkert fyrirtæki í fiskvinnslu stend- ur í raun undir sér heldur verður að ganga á eigið fé, þá var Hrað- frystihús Patreksfjarðar dauða- dæmt. Það sjáum við fyrir okkur í dag. Þetta er löng saga með ára- tuga aðdraganda." Að mati Jóns væri ekki nóg fyrir Patreksfirðinga að fá nýtt skip. Aðalatriðið væri að tryggt yrði að þeir peningar fengjust fyrir vöruna sem kostaði að afla hennar. Það þýddi að breyta þyrfti fyrirkomulagi gengismálanna. Ekki væri hægt að búa áfram við a^ verðbólgan æddi áfram en gengið tæki ekkert mið af henni. „Við erum ekki að biðja um neinar gjafir eða að seilast í vasa almennings eins og stundum er haldið fram. Undirstöðuatvinnu- veg er ekki hægt að styrkja. Hvern- ig er hægt að láta þakskeggið styðja við grunninn?" Jón hefur sjálfur lent í miklum vandræðum vegna þróunar verð- lagsmála hér á landi. Hann hafði um árabil gert út á gömlum bátum og var arftaki þeirra Patrekur. Pat- rekur átti upphaflega að kosta 17 m.kr. en þegar búið var að byggja hann var sú upphæð komin upp í 45 m.kr. Ári síðar kostaði Patrekur 90 m.kr. „Það er verið að tala um að við útgerðarmenn eigum að vera ábyrgir gerða okkar. En berum við ábyrgð á þessari vitleysu?" Fisk- veiðasjóður keypti Patrek á uppboði fyrr í sumar og er búist við að hann verði seldur á næstunni. „Við viljum ekkert frekar en eignast hann aft- ur. Þessir gömlu bátar sem ég gerði út í fimmtán ár lögðu inn sitt fram- lag í Fiskveiðasjóð og ég á þar inni fé. Það eru stjórnvöld sem hafa komið þessu á þennan veg. Þau hafa ekki valdið sínu hlutverki.“ Oddi, fyrirtæki Jóns, er eitt af þeim fyrirtækjum sem haldið hafa uppi vinnu á Patreksfirði og tekið við fiski af bátunum eftir að frysti- húsinu var lokað í fyrra. Jón taldi þó að grunninn að atvinnurekstrin- Jón Magnússon um vantaði ef ekki'væri frystihús. Frysting og söltun yrðu að haldast í hendur. „Þessi fyrirtæki, þó þau auki við rekstur sinn, geta ekki skapað þá veltu sem sveitarfélagið þarf. Það verður að opna fiystihús- ið.“ Nú fer að líða að því að smábát- arnir komast ekki á sjó og sagði Jón ástandið í vetur verða hryllilegt ef ekki fengist kvóti. Sjálfur hefur hann verið með bát bundinn við bryggju síðan í sumar vegna kvóta- leysis. „Bátaútgerð hér á Vestfjörð- um lenti illa út úr kvótanum,- Vest- firðingar hafa alltaf veitt þorsk og lítið annað. I mörgum öðrum lands- hlutum er þorskurinn hins vegar einungis lítill hluti af aflanum. Þeir sem hafa síldina hafa sumir fengið að tvö- eða þrefalda kvótann sinn en samt fengið áð halda þorskinum. Við fáum hins vegar ekki að veiða síld og þorskafli okkar er skorinn niður. Fyrir okkur Patreksfirðinga held ég að sé einungis um eitt að ræða. Við verðum að fá 4.000-5.000 tonna kvóta í einhverri mynd.“ Reynir Finnbogason stjórnarformaður Stapa: Ætlum að kaupa skip REYNIR Finnbogason, framkvænidastjóri saltfiskvinnslunnar Vest- urvers, er sljórnarformaður Stapa, fyrirtækisins sem stofnað var til að reyna að halda Sigurey og Þrym á Patreksfirði. Hann segir að þó að það hafi ekki tekist séu aðstandendur Stapa staðráðnir í að kaupa skip. Hefúr hann trú á að Stapar geti orðið sterkt fyrirtæki. Reynir sagði að gera mætti ráð fyrir að bein áhrif af því að missa togarana yrðu þau að um hundrað manns misstu atvinnuna, 40 í kring- um skipin og um 60 í frystihúsinu. Ef gert væri ráð fyrir að bak við hvern vinnandi mann stæðu þrír væri þarna verið að tala um 300 manns sem misstu tekjur sínar. Það væri um þriðjungur íbúa Patreks- hrepps. Reynir sagði að þegar væri farið að bera á fólksflótta frá Patreks- firði. Það væri helst eldra fólkið sem ætti skuldlaust húsnæði sem ætlaði sér að vera áfram en margt af yngra fólkinu væri þegar farið. „Það sem ég tel helst vera til ráða er að ná sem mestu af kvótanum, helst öll- um, til baka, í hvaða formi sem það kynni að vera.“ Reynir er stjórnarformáður hlutafélagsins Stapa sem stofnað var í ágústbyijun í þeim tilgangi að halda skipunum á staðnum. Aðdragandann að stofnun Stapa sagði hann hafa verið að þegar ljóst var að Hraðfrystihús Patreksijarðar ,væri orðið gjaldþrota hefði hrepps- nefndin boðað til fundar til að at- huga möguleikann á samstarfi um kaup á skipunum sem væru að fara. Um það náðist samstaða og fyrir- tækið Stapar hf. var stofnað af Odda hf., Vestra hf., Bjargi hf., Straumnesi hf., Vesturveri hf. og Patrekshreppi. „Við töldum okkur eiga möguleika eins og aðrir að hreppa þessi skip,“ sagði Reynir. „Það kom hins vegar í ljós að fjár- sterkur aðili blandaði sér i leikinn sem við réðum ekki við.“ Reynir sagði að nú yrði gengið til viðræðna við Byggðastofnun um hugsanleg kaup á Þrym, en Byggðastofnun var slegið það skip á mánudag á 150 m.kr. „Það er alveg ljóst að við hjá Stöpum höld- um okkar striki og stefnum að því að kaupa skip. Hver árangurinn verður verður hins vegar að koma í ljós síðar. Ég held að Patreks- fjörður eigi aldrei eftir að verða annað en útgerðarstaður. Við liggj- um mjög vel við miðum, eigum góða höfn og öll aðstaða i landi er mjög góð.“ Staðan varðandi nánustu framtíð væri hins vegar mjög óljós og vildi Reynir lítið tjá sig um hana. Ef Patreksfirðingar næðu hins vegar aftur þessum 5.500 tonnum sem Reynir Finnbogason, þeir hefðu misst væri ekki hægt að segja neitt annað en að framtíð- in væri mjög björt. „Ég hef trú á að Stapar geti orðið mjög sterkt fyrirtæki, því tengjast allir aðilar hér í útgerð og fiskvinnslu ásamt hreppnum og staða þess er mjög góð.“ Þrjú rútuóhöpp á skömmum tíma: Virðist sem tímasprengj- ur séu í rútuflotanum - segir Jón Baldur Þorbjörnsson hjá Bifreiðaskoðuninni BIFREIÐASKOÐUN íslands hf hefúr borist beiðni frá Páli Björnssyni sýslumanni Skaftfellinga, þess efhis að rannsókn fari fram á hóp- ferðabílnum sem hlekktist á við rætur Skálafellsjökuls í fyrradag. Sér- fræðingur frá Bifreiðaskoðuninni fer í dag austur til þess að koma bílnum niður af fjallinu. „Svo virðist ar sé fullt af tímasprengjum," sagði stjóri í tæknideild Bifreiðaskoðunar Hann segir ríka ástæðu til að kanna hvað valdið hafi óhappinu og ljóst af aðstæðum að mildi var að ekki fór verr. Mjög bratt er upp að Skálafellsjökli og á fjórða hundr- að metra fall niður frá veginum þar sem hæst er og brattast. Sérfræðingur frá Bifreiðaskoð- uninni fer austur í dag til vettvangs- rannsóknar, að beiðni sýslumanns Skaftfellinga. Bíllinn er enn á slys- stað og verður ekki hreyfður fyrr en skoðunarmaðurinn er kominn á staðinn og hefur gert ráðstafanir til að flytja rútuna niður af fjallinu til áframhaldandi nákvæmrar skoð- unar. Rannsókn Bifreiðaskoðunar beinist einkum að hemlakerfi bílsins. Grunur leikur á að hemlarn- ir hafi ekki verið í lagi og því verið treyst á að gíra niður til að hafa stjórn á hraða Bílsins. Þriðja rútuóhappið á sex vikum Ohappið við Skálafellsjökul er hið þriðja í röð rútuóhappa á skömmum tíma. 17. júlí valt rúta með 28 manns út af veginum á Möðrudals- öræfum og rann 40 metra niður gilskorning og 21. ágúst kviknaði í lítilli rútu á Fljótsheiði. Engin slys urðu á mönnum en bíllinn er ónýtur. Slysið á Möðrudalsöræfum varð með þeim hætti að hemlar rútunnar gáfu sig, hún valt út af veginum og rann um 40 metra niður gil- skorning. Einn farþeganna skarst illa í andliti en aðrir sluppu lítið eða ekkert meiddir. Rútan, sem kviknaði í á Fljóts- heiði á leið frá Mývatni til Akur- eyrar 21. ágúst, er ónýt eftir brun- ann. Farþegana í henni sakaði ekki en bílstjórinn fékk væga reykeitrun. Ekki er vitað hvers vegna kviknaði í rútunni en Jón Baldur Þorbjörns- son, bílaverkfræðingur hjá Bifreiða- skoðun íslands, telur að vél bílsins hafi ofhitnað þegar hann fór upp erfiða brekku og við það hafi kvikn- sem innanum í rútuflotanum okk- Jón Baldur Þorbjörnsson deildar- í samtali við Morgunblaðið. að í hljóðeinangrunarmottum sem eru innan á vélarhlíf. Erfióur vegur við Skálafellsjökul Vegur sá er rútan var á leið um við Skálafellsjökul er mjög erfiður yfirferðar. Hann er ruddur með jarðýtu á vorin og eru víða stórir steinar meðfram slóðanum. 250—300 metrum neðan við staðinn þar sem rútan stöðvaðist er djúpt jökullón og langt er í næstu brekku upp á við sem hægt hefði verið að stöðva rútuna í. Allt í kringum veg- inn ei' melur og er halli sums stað- ar töluverður. Bílstjórinn var settur í spelkur og fiuttur til skoðunar í heilsu- gæslustöðina á Höfn þar sem í ljós kom að hann var mikið marinn en óbrotinn. Tveii' farþegar, írskur maður og bandarísk kona, voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á Borgarspítálann. írinn fékk að fara heim eftir skoðun en konan er fótbrotin og er enn á spítaia. ’FINNDU ORKUNA ! Áhrifin eru kraftaverki líkust: „EXTRA CELL POWER“ frá LANCAST. er sannkallaður lifgjafi fyrir þreytta húð. HYGEA, Laugavegi 35 & Austurstræti 16 - NANA, Völvufelli 15 & Lóuhólum 2-6 - Snyrtistgfan MANDX, Laugavegi 15 - Snyrtistofan PALMA, Einarsnesi 34 - SERÍNA, Kringlunni - Snyrtistofa Sigríðar Guðjóns, Eiðistorgi 15 - ANNETTA, Keflavík - SELFOSSAPÓTEK, Selfossi - AMARÓ, Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.