Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1989, Blaðsíða 16
16 MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1989 Kvótamissir Patreksflarðar HRAÐFRYSTIHÚS Patreksfjarðar varð gjaldþrota 31. júlí sl. en frystihús fyrirtækisins hefiir verið lokað síðan í lok síðasta árs. Togarar frystihússins, Sigurey og Þrymur, voru síðan seldir á uppboði á mánudag. Sigurey var slegin Stálskipum í Haftiarfírði og Þrym- ur var sleginn Byggðastofiiun. Þar með hafa þrír togarar verið seldir frá Patreksfirði á nokkrum mánuðum því fyrr í sumar var togarinn Patrekur sleginn Fiskveiðasjóði. Þýðir þetta að 75% af kvóta vertíðarbáta á Patreksfírði hefúr verið seldur burt af staðnum. Morgunblaðið ræddi við nokkra bæjarbúa um stöðuna og hvernig þeir mætu framtíð PatreksQarðar. „Það eru mikil sár- indi í mönnum hér“ Við höfnina voru skipveijar á Brimnesi að gera að netum. Jóhann- es Héðinsson, skipstjóri, sagði við- búið að þetta myndi auka fólks- flótta. Fólk myndi fara frá Patreks- firði ef ekkert yrði að gert. „Frysti- húsið hefur verið stopp í bráðum ár og það hefur haft mjög niður- drepandi áhrif. Fólk sem hefur kom- ið hingað og ætlað að setjast hér að er hætt við.“ Hann sagði þeim á Brimnesinu ganga vel, þeir væru með um 200 tonna þorskkvóta en væru líka bara fjórir. Voru þeir skipveijar á því að þegar kvótakerf- ið var sett á hefði kvótinn átt að vera bundinn við landshlutana. Það væri mjög slæmt þegar útgerðar- menn hefðu þetta í sínum höndum og gætu selt atvinnuna úr plássinu. Eftir að átta okkur „Þetta lítur mjög illa út,“ sagði Lára Gunnarsdóttir, er starfar hjá saltfiskvinnslu Odda hf. „Það eina sem gæti bjargað okkur er líklega að við fengjum ný skip.“ Lára sagði vera deyfð yfir öllu og fólksflótta löngu byijaðan. „Við hér hjá Odda erum búin að missa Patrek og það hefur haft mikil áhrif. Helmingur aflans er farinn. Þetta þýðir minni vinnu fyrir okkur. Ég veit ekki hvernig þetta fer allt saman. Þetta er svo nýkomið upp að ég held að fólk sé ekki enn búið að átta sig almennilega á því hvað sé að ger- ast.“ Gefúmst ekki upp Karl Magnússon, starfsmaður saltfiskvinnslunnar Straumness, var að skera gellur frá þegar blaða- mann bar að. „Ef engin breyting verður á stefnir allt í óefni,“ sagði Karl. „Það eru örugglega 100 manns búnir að missa atvinnuna, útlitið er því mjög dökkt. Ég held að fólk sé ekki fyllilega búið að átta sig á því hversu alvariegt ástandið er. Nokkrir munu fara úr plássinu hugsa ég en þýðir nokkuð að gefast upp? Eg held að þetta muni frekar þjappa fólki sarnan." Vandann taldi hann að miklu leyti mega rekja til fiskveiðistefn- unnar. „Það er alltaf talað um það þegar menn reka sig svona á að kvótinn verði að koma í héraðið en ekki vera bundinn skipum. Þá hefði enginn keypt Sigurey.“ Þurfúm skip Bjarni Þorsteinsson, verkstjóri hjá Patrekshreppi, taidi kvótann einnig vera skýringuna á því hvern- ig komið væri. Að hans mati ætti ekki að vera hægt að selja kvótann úr byggðalaginu með skipunum heldur ætti hann að vera bundinn við hvern stað. „Það er hræðilegt þegar svona gerist og heimamenn fá engu ráðið.“ Sagði hann það hafa bjargað miklu að litlu saltfiskverkanirnar Gjaldþrot Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hefúr haft víðtækar afleið- ingar fyrir Patreksfirðinga. Frystihúsið hefiir verið lokað frá því á síðasta ári og á mánudag voru togararnir Sigurey og Þrymur seldir á uppboði. bátarnir kæmust ekki á sjó. „Mjög átakanlegt dæmi í þessu máli öllu er skipveijarnir og fjölskyldur þeirra. Þeir hafa ekki tryggingu fyrir neinu að gera. Það eru allir bæjarbúar með sömu hugsun í þessu máli: Við þurfum skip og frystihúsið þarf að opna.“ Bjarni sagðist ekki geta kennt neinum sérstökum um þetta ástand, þetta hefði verið að þróast smám saman í gegnum árin. Fiskveiði- stefnan ætti þó mikla sök. „Við vilj- um breyta kvótakerfinu og helst leggja það niður alveg. En þrátt fyrir allt held ég að engum detti í hug að flýja staðinn. Þetta eru gullmið sem við höfum hér fyrir utan.“ Krakkarnir iðjulausir í kaffistofunni í vinnuskúr Pat- rekshrepps sátu þeir Páll Janus, Míkael Þorsteinsson og Sigutjón Bæringsson. „Það er voðalegt að missa þessi skip og að frystihúsinu skuli hafa verið lokað. Krakkarnir hafa ekki fengið neina vinnu í sum- ar og gengið um bæinn iðjulaus.“ Voru þeir á því að fyrir löngu hefði mátt vera búið að ráða úr þessum málum öllum ef farið hefði verið í það strax. „Það eru sárindi í fólki. Við erum búin að missa þijá báta í sumar. Það tekur menn líka sárt að hægt skuli vera að selja óveidd- an fisk. Eru fiskimiðin ekki þjóðar- eign?“ Spáðu þeir félagamir því að eftir um hálfan mánuð þegar trill- urnar hættu yrði algjört atvinnu- leysi. hefðu tekið bátafiskinn í sumar. Það hefði verið nokkur atvinna í kringum þær. Ástandið yrði þó slæmt þegar tæki að hausta og litlu Umræður á Matborg; Fáum of lítið fyrir fiskinn MATBORG heitir kaffistofa við höfnina á Patreksfirði þar sem bæjar- og þjóðmálin eru rædd af miklum móð alla daga vikunnar. Hittast þar sjómenn jafht sem aðrir íbúar bæjarins og skiptast á skoðunum. Aðspurðir sögðust sjómennimir hafa gaman af að spjalla og þeim í landi fannst þeir komast í betri tengsl við það sem væri að gerast með því að hitta sjómennina. „Það bætir mannlífið á staðnum að tala hreint út um hlutina," sagði einn kaflfigesta. Eins og gefúr að skilja hefúr kvótamissirinn og afleiðingar hans verið aðalumræðuefiiið þessa vikuna. Blaðamaður Morgunblaðsins fékk sér kaffi á Matborg í gær- morgun. f | Smábátar í höfninni á Patreksfirði. Þeir hafa að'miklu leyti séð salt- fiskvinnslunni í bænum fyrir hráefni í sumar. Leif Halldórsson, eða Leif á Bensa eins og hann er kallaður eftir bátn- um sínum, sagði ástandið vera grát- legt ef horft væri á smábátaflotann. Flestir hefðu þessir menn varið 30 bestu árum ævi sinnar á stóru bátun- um en fengið sér minni bát þegar þeir fóru að eldast. „Allt þetta sum- ar höfum við barist í suðvesturbrælu og fáum svo á okkur tíu daga stopp um verslunarmannahelgina. Þetta reyndust vera tíu bestu dagar sum- arsins og fengu þeir sem máttu róa 18-20 tonn. Það bætist svo við að hér er einungis borgað Landssam- bandsverð og við fáum varla kja- rauppbót þótt ísað sé í kör og við alltaf með mjög góðan fisk. Við fáum allt of lítið fyrir fiskinn. Menn eiga varla til hnífs og skeiðar. Verðlag hefur hækkað um 180% á meðan við fáum fimm króna hækkun á fis- kverði! Það er ljót saga hvemig far- ið er með þessa smábáta. Við þræl- um okkur út og svo er okkur haldið á núllinu með höftum og bönnum." Burt með kvótakerfið Það er farið að færast íjör í um- ræðurnar á Matborg og er umræðu- efnið að sjálfsögðu atvinnuástandið á Patreksfirði: „Það eru allir að hugsa um að fara tii Reykjavíkur. Það verður að koma frystihúsinu í gang, okkur vantar bara báta.“ „Ef fólk fer suður getur það ekki selt eignir sínar. Tap hverrar fjölskyldu verður margar milljónir króna.“ „Fasteignamat hér féll um 60% af brunabótamati á mánudag.“ „Ef ekkert gerist verða menn að fara. Menn verða að vinna ef þeir hafa fyrir fjölskyldu að sjá.“ „Það vantar störf fynr um 45 sjómenn hér og það er sagt að eitt svona starf skapi þijú til fjögur önnur í kring.“ „Það er spuming hvort það sé stefna stjórnvalda að halda frystihúsinu lokuðu. Það eigi bara að leggja það niður.“ „Auðvitað er vont að fá fólk til að vinna í frystingunni þegar það horfir upp á að hægt er að fá meiri pening við að sitja og svara í síma og segja að einhver sé ekki við. Hafið þið nokkurn tímann séð fólk á biðlista til að fá vinnu í frysti- húsi. Símastúlkur eru með sama kaup og vertíðarsjómenn fá fyrir 10-20 stunda vinnudag." Flestir virðast kaffigestir sam- mála um að kvótakerfið sé bölvaldur Patreksfjarðar: „Kvótakerfið verður að léggja niður. Fiskurinn er að verða að erfðagóssi hjá einhveiju útgerðarfólki." „Frystitogarar eru að kaupa afla á sama verði og við fáum fyrir fiskinn hér.“ „Kvótakerf- ið tekur ekkert tillit til sérstöðu okk- ar sem þorskveiðisvæðis." „Við höf- um alltaf verið í þorski, við höfum hvorki síld né humar." „Mér sýnist þessi vandræði bátanna öll hafa byij- að með kvótanum. Bakarar og alls konar kallar fóru að smíða plastbáta sem sumir voru jafnvel eins og hveitibrauð í laginu.“ „Kvótakerfið býður upp á gífurlega spillingu. Ef menn fá ruslhal þá henda þeir því bara. Það kemur miklu meiri fiskur upp úr sjó en tölur segja til um.“ Heimamenn mönnuðu togara og frystihúsið Gísli Ólafsson, verktaki á Patreks- firði, er einnig situr í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var einn af þeim sem létu mest að sér kveða í umræðunum á Matborginni. Hann sagði að þegar frystihúsið hætti rekstri hefði það verið vegna þess að ekki hefði fengist fyrirgreiðsla til að greiða laun, rafmagn og annað þess háttar. Eina ráðið hefði verið að gera skipin út til að reyna að bjarga því sem bjargað varð og missa ekki sjómennina af svæðinu. „Skipin höfðu ávallt landað öllum sínum afla hér. Landanir annars staðar hófust þegar frystihúsinu var lokað. Það er ekkert annað fyrirtæki hér á Patreksfirði sem gæti tekið við öllum afianum. Saltfiskvinnsl- urnar geta ekki tekið togarafísk til vinnslu. Þær hafa til dæmis ekki tæki til að vinna steinbít og hefur hann undanfarið verið seldur til Bíldudals frekar en í gáma til úftl- utnings." Gísli sagði að Patreksfirð- ingum hefði verið lofað, m.a. af fcr- sætisráðherra, að fyrirtækið yrði ekki sett í gjaldþrot. Patreksfirðing- ar hefðu snemma bent á að hætta væri á að skipin yrðu seld öðrum á uppboði ef Hraðfrystihúsið yrði gjaldþrota. „Okkur var sagt að við mættum bóka það að við héldum skipunum." Fullyrðingar um að Patreksfirð- ingar hefðu ekki sjálfir mannað skip og frystihús sagði hann vera mjög alvarlegar. 80% af vinnuaflinu i frystihúsinu hefði verið búsett á Patreksfirði. „Það á þó við hér eins og á öðrum stöðum að útlent vinnu- afl hefur verið fengið vegna þeirrar þenslu sem verið hefur á undanförn- um árum. Vegna aðgerðaleysis stjórnmálamanna hefur þessi at- vinnugrein ekki getað keppt um vinr.uafl. Það er líka eðlilegt að fólk sem á kost á annarri vinnu en hjá fyrirtæki sem hefur verið undir hamrinum í langan tíma taki þann kost.“ Hvað togarana varðaði sagði hann Sigurey alltaf alfarið hafa ver- ið mannaða Patreksfírðingum og Þrymur að mestu alla tíð. Gísli sagðist vera á móti kvóta- kerfinu og ekki skilja hvernig stjórn- málaflokkar sem kenndu sig við frelsi gætu samþykkt það. „Ef kvótafyrirkomulagið sem nú er við lýði gæti aftur á móti brugðist við svona vandamálum eins og á Pat- ’ reksfirði þá væri það ekki alvont." Forsætis- ráðherra: Eðlilegt að gjaldfella STEINGRÍMUR Hermanns- son, forsætisráðherra, segist telja það fullkomlega eðlilegt, að Byggðastofiiun gjaldfelli áhvílandi lán á togaranuni Sigurey við sölu hans frá Pat- reksfirði til Hafnarfjarðar. Hlutverk Byggðastofúunar sé að koma í veg fyrir byggða- röskun, en ekki að lána til sigl- inga með fisk til útlanda. „Byggðastofnun hefur það meginverkefni að stuðla að því, að ekki verði byggðaröskun í landinu og lán hennar hafa verið veitt til þess að viðhalda eðlilegu byggðajafnvægi," sagði forsæt- isráðherra í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að þama væri algerlega um ákvörðun Byggða- stofnunar að ræða, en hins veg- ar hefði hann óskað eftir því að leitað yrði allra leiða til að sem minnst röskun yrði vegna vand- ræðanna á Patreksfirði. Stofn- unin hefði ákveðið að verða við beiðninni með þessum hætti og hann teldi þessa ráðstöfun full- komlega eðlilega í ljósi þess hvert verksvið hennar væri. Hún hefði hins vegar ekki það hlut- verk, að veita lán til siglinga með fisk til útlanda. Bæjarráð Hafnarfjarðar fagn- aði einróma á fundi sínum í gær kaupum Stálskipa á Sigurey. Jafnframt er harmað að opin- berir aðilar leggi stein í götu þess að útgerð í Hafnarfirði sé efld í kjölfar ýmissa áfalla sem fiskvinnsla og útgerð í bænum hafi orðið fyrir að undanfömu með sölu skipa og kvóta. Skorar bæjarráð á Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra og aðra þingmenn Reykjaneskjör- dæmis að beijast fyrir eflingu útgerðar og fiskvinnslu í Hafn- arfirði. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.