Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 16
MOIÍGUNKLAM!) SCK.NUDAGUR 17. SRFTEMBER 1989'
S4MBÖND
BJARfiA SAMBANDl
Fréttaskýring eftir Agnesi Bragadóttur
ÞÓTT Landsbanki íslands hafí fest kaup á hlut Sambandsins i Sam-
vinnubankanum, fyrir verð sem margir vilja halda fram að sé allt
of hátt, þá má til sanns vegar færa að hér sé aðeins um fyrsta skref-
ið að ræða, í stórfefldum björgunaraðgerðum til handa Sambandinu.
Allgóð samstaða ríkir meðal sfjórnvalda og ráðamanna Landsbank-
ans um að það sé þjóðhagsleg nauðsyn að bjarga Sambandinu, þótt
samstaðan sé ekki algjör og ýmsir maldi í móinn. Einhverjir ráða-
menn Seðlabanka íslands eru líklega sama sinnis, þó að afstaða
þeirra til þess með hvaða hætti Seðlabankinn eigi að koma Samband-
inu til bjargar sé ekki með öllu ljós. Steingrimur Hermannsson, for-
sætisráðherra segist vissulega líta á þessi kaup Landsbankans á
Samvinnubankanum sem lið í björgunaraðgerðum til handa Samband-
inu. „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hvaða afleiðingar það
hefði úti í þjóðfélaginu, ef Sambandið yrði gjaldþrota," segir forsæt-
isráðherra. „Það myndi teygja anga sína alveg gífúrlega langt inn
í þjóðfélagið og ég fæ ekki séð hvernig væri hægt að Iáta Hambros
Bank og aðra erlenda banka tapa sínum innistæðum hjá Samband-
inu,“ segir Steingrímur.
Heildarskuldir Sam-
bandsins nema um níu
milljörðum króna. Citi-
bank hefur sagt upp
láni til Sambandsins að
upphæð þijár milljónir
dollara, (185 milljónir
króna) og Hambros-
bankinn í Lundúnum, sem hefur
lánað Sambandinu um 9 milljónir
sterlingspunda (900 milljónir
króna) er orðinn órólegur vegna
greiðslustöðu Sambandsins og tap-
reksturs. Slíkt mun einnig vera
staðreynd um annan stóran lána-
drottin Sambandsins erlendis,
Scandinavian Bank.
Aðdragandi þess að Landsbank-
inn festi kaup á hlut Sambandsins
í Samvinnubankanum er orðinn all-
langur, eftir því sem næst verður
komist, en Sambandið skuldar nú
í Landsbankanum um 1,9 milljarða
króna og hefur skuldin aukist um
100 milljónir króna frá því í febrúar
sl. Hin umdeildu kaup Landsbank-
ans á Samvinnubankanum, aðdrag-
andi þeirra, þáttur Sverris Her-
mannssonar Landsbankastjóra, og
annarra Landsbankastjóra, skulda-
staða Sambandsins og fleira verða
rakin hér á eftir.
Guðjón reifaði fyrstur
hugmyndina um sölu
Samvinnubankans
Guðjón B. Olafsson, forstjóri
Sambandsins reifaði hugmyndina
að sölu á hlut SÍS í Samvinnubank-
anum á stjórnarfundi Sambandsins
sl. haust og fékk heimiid stjórnar-
innar til að kanna málið. Hann
kynnti ríkisstjórninni þessar hug-
myndir og í framhaldi af því, í nóv-
emberbyijun í fyrra. nánar tiltekið
7. nóvember, kom Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra að máli
við bankastjóra Landsbankans og
reifaði þá hugmynd að bankinn
keypti hlut SIS í Samvinnubankan-
um. Þá var staðan sú að Valur
Arnþórsson, þáverandi stjórnar-
formaður Sambandsins var þess
fremur fýsandi að Landsbankinn
keypti Samvinnubankann áður en
hann hyrfí frá Samvinnuhreyfing-
unni að Landsbankanum. Málið lá
svo niðri um hríð, en í marsmánuði
sl. ritaði Guðjón bankastjóm Lands-
-bankans bréf, þar sem 52% hlutur
Sambandsins í Samvinnubankanum
var boðinn falur fyrir 950 milljónir
króna, sem jafngildir því að allur
bankinn hefði kostað um 1890 millj-
ónir króna. Stefán Svavarsson tók
að sér fyrir Landsbanka íslands að
gera úttekt á Samvinnubankanum
og raunvirði bréfa Sambandsins í
Samvinnubankanum. Niðurstaða
Stefáns varð sú, samkvæmt heim-
ildum Morgunbiaðsins, að raunvirði
Samvinnubankans í heild væri um
1,3 milljarðar króna. Endanlegt mat
þeirra Landsbankamanna á Sam-
vinnubankanum hækkaði þó um
100 milljónir króna, þar sem bank-
inn ákvað sl. vor að opna útibú
Landsbankans í Hafnarfirði og
Keflavík og var kostnaður við það
áætlaður 100 milljónir króna. Þar
sem Samvinnubankinn hefur rekið
útibú á báðum þessum stöðum, fær
Landsbankinn þau til sinna afnota
með Samvinnubankakaupunum og
metur til 100 milljóna króna.
Landsbankinn bauð 700
milljónir í maí
Niðurstaða Landsbankans sl. vor
varð því sú að bankinn bauð Sam-
bandinu í maílok 700 milljónir
króna fyrir hlut þess í Samvinnu-
bankanum, sem jafngilti um 1350
milljónum króna fyrir allan bank-
ann. Þegar þetta tilboð var gert
höfðu þeir Björgvin Vilmundarson
og Sverrir Hermannsson, Lands-
bankastjórar ígrundað vel hversu
mikils virði bankinn væri. Jafnframt
höfðu þeir fylgst náið með aðdrag-
anda að sölu Utvegsbankans. Heim-
ildir Morgunblaðsins herma að
Landsbankamenn hafi talið að Út-
vegsbankinn væri um 2,5 milljarða
króna virði, og töldu þeir því að Jón
Sigurðsson bankamálaráðherra
hefði gefið um einn milljarð með
Útvegsbankanum við söluna. Sverr-
ir Hermannsson hefur reyndar ekki
legið á þessari skoðun sinni frá því
að bankinn var seldur, hvorki í
ræðu né riti, við takmarkaðar undir-
tektir bankamálaráðherrans.
Sambandsmönnum fannst 700
milljón króna boðið rýrt og þæfing-
ar hófust sem stóðu með hléum í
allt sumar. Samkomulag tókst svo
að lokum um það 1. september sl.
að Landsbankinn greiði Samband-
inu 828 milljónir fyrir 52% hlut
þess í Samvinnubankanum, sem
jafngildir því að bankinn í heild
verði seldur á 1.590 milljónir króna.
Þeir Sverrir og Björgvin höfðu lengi
miðað við að heildarverðið yrði ekki
hærra en 1,5 milljarðar, en neðar
fengust Sambandsmenn ekki.
Sverrir fylgir ekki alltaf
„etikettunum“
Sverrir, sem ekki þykir alltaf
fara troðnar slóðir eða halda sig
við lögmál hefðarinnar hefur hlotið
ómælda gagnrýni og ámæli fyrir
það með hvaða hætti hann gekk frá
samkomulagsdrögum við Sam-
bandsmenn um kaup Landsbankans
á Samvinnubankanum. Sverrir var
einn Landsbankastjóra í bænum
þegar samkomulagið var undirritað,
og þar mun engin tilviljun hafa
ráðið. Valur var í útlöndum og
Björgvin í sumarbústað sínum,
norður í Eyjafirði. Talið er að Sverr-
ir hafi talið það afskaplega nauð-
synlegt að ganga frá þessum kaup-
um á meðan að kollegi hans, Valur
Arnþórsson væri erlendis. Haft er
fyrir satt að Valur hefði gert allt
sem í hans valdi stæði til þess að
hindra það að af slíkum viðskiptum
gæti orðið. Þar er sögð ráða ferð-
inni taumlaus andúð hans á for-
stjóra Sambandsins, Guðjóni B. Ól-
afssyni og er hann sagður vilja
ganga svo langt að knésetja Sam-
bandið í heild sinni til þess að mega
sjá Guðjón á hnjánum. Valur er
með öllu ófús að tjá sig um sinn
hug til málsins.
Þeir sém veija samningsgerð
Sverris, segja að hann hafi orðið
að láta kylfu ráða kasti, þótt starfs-
aðferðir hans gagnvart sambanka-
stjórum og bankaráðsmönnunum
Lúðvík Jósefssyni og Eyjólfi K. Sig-
uijónssyni hafi alls ekki samræmst
góðum og gildum samstarfshefðum.
Þetta mun Sverrir raunar hafa við-
urkennt sjálfur, en hafa sagt eitt-
hvað í þá veru að nauðsyn hafi
brotið lög.
Lúðvík aftur á móti segist hafa
það að leiðarljósi í gagnrýni sinni
á þetta samkomulag að Samvinnu-
bankinn sé með þessu verði keyptur
á slíku yfirverði að það hijóti að
hefta frekari sameiningu banka á
íslandi. Benda hann og fleiri á hvað
sparisjóðir landsmanna muni kosta
í heild, þegar Samvinnubankinn
einn leggi á sig hálfan annan millj-
arð króna í sölu, en sé að nafnvirði
hálfs milljarðs króna virði. Spari-
sjóðirnir muni í Ijósi þessarar sölu
geta verðlagt sig á einhveija millj-
arða, þannig að ólíklegt sé að um
sameiningu sparisjóðanna og ein-
hverra banka verði að ræða á næst-
unni.
Kemur Seðlabankinn til
bjargar?
Sverrir mun hafa verið búinn að
tryggja sér að hann hefði stuðning
meirihluta bankaráðs Landsbank-
ans við þessi kaup. Jafnframt hafði
hann, ásamt þeim Val Arnþórssyni
og Björgvin Vilmundarsyni átt við-
ræður við Seðlabankastjórana dr.
Jóhannes Nordal, Geir Hallgríms-
son og Tómas Arnason. Þeir ræddu
þar möguleika á því að 1,6 millj-
arðs króna skuld Sambandsins í
Samvinnubankanum flyttist í Seðla-
bankann og frystist þar. Engin lof-
orð munu hafa verið gefin, en rætt
hefur verið um að skuldin geymist
í Seðlabankanum og SÍS byiji ekki
að greiða hana niður fyrr en eftir
fimm ár og Ijúki greiðslum á tíu
árum. í samtölum mínum við Seðla-
bankastjóra vegna þessa máls kom
fram að ekkert hefur verið ákveðið
í þessum efnum og að Seðlabankinn
þurfi að fá gögn í hendur frá Lands-
bankanum, Sambandinu og Sam-
vinnubankanum áður en nokkuð
verði ákveðið. Málið sé á algjöru
byijunarstigi og engar samninga-
viðræður hafi farið fram milli
Landsbanka og Seðlabanka um það
hvort um aðstoð Seðlabanka geti
orðið að ræða eða með hvaða hætti
hún geti orðið. Dr. Jóhannes Nor-
dal Seðlabankastjóri segir að það
komi ekki til greina að aðstoð Seðla-
bankans verði með þeim hætti sem
rætt er um hér að ofan. Fyrir slíku
séu engar lagalegar forsendur.
Seðlabankastjórar telja að málið sé
á algjöru byijunarstigi og því sé
með öllu ótímabært að vera með
vangaveltur um það hver hugsanleg
fyrirgreiðsla Seðlabankans geti orð-
ið.
Þeir sem lítt eru hrifnir af sam-
komulagi þeirra Sverris og Guðjóns
benda á að Landsbankinn verði
ábyrgur fyrir skuld SIS í Seðla-
bankanum og hann muni þurfa að
taka að láni um 1,6 milljarða króna
í Seðlabankanum, til þess að brúa
bilið þar til SÍS hefur afborganir
sínar af láninu. Um þetta hefur
ekki verið rætt formlega, né það
hvaða kjör skuli vera á slíku láni.
Benda þeir jafnframt á að Seðla-
bankinn hafi hingað til ekki getað
hlaupið undir bagga með öðrum
bönkum, nema til þess að leysa úr
bráðabirgpavanda þeirra. Ekkert
heimili Seðlabankanum að lána með
þessum hætti 1,6 milljarð til jafn-
langs tíma og fimmtán ára.
Lúðvík og Sverrir rifust í
fímm tíma, eins og um
framboðsfund væri að ræða
Á bankaráðsfundinum síðastlið-
inn sunnudag, sem stóð í fimm
klukkustundir, þar sem allt fór í
háaloft á milli þeirra Sverris og
Lúðvíks, var tillaga bankastjóranna
þriggja um kaup Landsbankans á
Samvinnubankanum svo samþykkt.
Til snarpra orðaskipta kom á milli
þeirra Lúðvíks og Sverris, sam-
kvæmt mínum heimildum. Sverrir
orðaði það þannig að Samband
íslenkra samvinnufélaga rambaði á
gjaldþrotsbarmi og rhálið stæði um
það hvort hægt væri að koma Sam-
bandinu á fæturna aftur. Sverrir
sagði skýrt og skorinort, þegar
Lúðvík og Eyjólfur höfðu farið fram
á það að málinu yrði frestað, þar
til frekari gagnaöflun hefði farið
fram, að ef málið yrði ekki afgreitt
með þeim hætti sem hann legði til,
þá myndi hann afskrifa málið, og
kaup Landsbanka á Samvinnu-
banka yrðu ekki aftur á döfinni.
Það þótti tíðindum sæta að allir
þrír bankastjórarnir skyldu flytja
þessa tillögu, þar sem ekki var búist
við því að Valur viidi standa að
henni. Heimildir Morgunblaðsins
herma að Valur hafi einfaldlega
ekki átt annarra kosta völ, þar sem
hann hafi vitað að frá kaupunum
yrði gengið, með eða án hans sam-
þykkis. Auk þess hafi Valur orðið
að láta persónulega óvild sína í
garð Guðjóns víkja, þar sem þetta
samkomulag hafi svo augljóslega
verið Sambandinu, því fyrirtæki
sem hann um ianga hríð veitti for-
mennsku, hagstætt. Valur mun
ekki hafa sagt aukatekið orð á
fundinum og yfirgefið fundarher-
bergið í fundarlok án þess að tjá
sig um málið.
Lúðvík Jósefsson, bankaráðs-
maður í Landsbankanum hefur
haldið því fram að skuldir Sam-
bandsins við Landsbankann væru
um 2,6 milljarðar króna. Þessu
hafna þeir sem standa að kaupum
Landsbankans á Samvinnubankan-
um og benda á að inni í dæminu
sem Lúðvík hafi tíundað séu póstar
eins og flýtilánafyrirgreiðsla til Ice-
land Seafood til skamms tíma,
vegna slæmrar stöðu frystihúsanna
í landinu, að upphæð 362 milljónir
króna. Þessi fyrirgreiðsla er til þess
að hraða afurðasölu frystihúsanna.
Aukin heldur hafi Lúðvík reiknað
inn 309 milljónir króna í formi við-
skiptavíxkj sem sé Ijarri Iagi að
segja að SIS skuldi, þar sem þetta
séu útistandandi skuldir sem SÍS
eigi inni hjá ýmsum skuldunautum
sínum. Loks hafi hann reiknað með
lánum til Iðnaðardeildar Sambands-
ins, sem eftir sameininguna sé
hlutafélag í eigu samvinnuhreyfing-
arinnar og ríkisins, og skuldir þess
því Sambandinu óviðkomandi. Þetta
staðfestir löggiltur endurskoðandi
Sambandsins, Geir Geirsson í yfir-
lýsingu sinni frá því í fyrradag. Því
sé rangt að halda því fram að skuld
Sambandsins í Landsbankanum sé
2,6 milljarðar króna. Hún sé 1.912
milljónir króna í dag. Landsbanka-
menn segjast fullkomlega halda ró
sinni, ‘hvað varðar skuldastöðu
Sambandsins við Landsbankann,
því þeir hafi öruggar tryggingar í
eigum Sambandsins að upphæð 2,5
milljarða króna. Þetta sé Lúðvík
fullkunnugt um og því tali hann
gegn betri vitund í þessu máli.
A síðastliðnu ári greiddi Sam-
bandið um 500 milljónir króna í
vaxta- og þóknunargjöld til Lands-
bankans. Þetta eni tekjur sem
bankinn vill ógjarnan missa. Jafn-
framt því sem hann vill firra sig
miklu tjóni, sem hann yrði óhjá-
kvæmilega fyrir, yrði Sambandið
gjaldþrota. Því sé það í raun veij-
andi að greiða eins og 200 milljón-
um meira fyrir bankann, en sé raun-
virði hans.
KEA skuldar 1,4 milljarða
í Landsbankanum
Sambandið er síður en svo eitt
stórskuldugra fyrirtækja við Lands-
bankann. Ekki svo ijarskylt Sam-
bandinu er Kaupfélag Eyfirðinga,
Akureyri (KEA), en það fyrirtæki
skuldar hvorki meira né minna en
tæplega 1,5 milljarða króna í
Landsbankanum. KEA er komið svo
að fótum fram í skuldum sínum við
Landsbankann að hverri krónu af
inneign fyrirtækisins er nú skulda-
jafnað. Yfirdráttur KEA í Lands-
bankanum er samtals um 400 millj-
ónir króna nú, en KEA hefur að
jafnaði verið með um 350 milljóna
króna yfirdrátt undanfarin ár. Þess-
ar skuldir KEA og yfirdráttur eru
ekki í vanskilum í Landsbankanum,
ekki frekar en skuldir Sambandsins.
Styrinn um kaup Landsbankans
á Samvinnubankanum stendur ekki
um kaupin sjálf, heldur um vinnu-
brögð og verðið sem bankinn ætlar
að greiða fyrir hlut SÍS í Sam-