Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 35
eeer HaaMaTqae,
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í
I MJtM ŒaAjavrjoaoM
SUNNUDAGUR17,-SEPTEMBER-1989
Þau giftu sig
Ásta Lára Sigurðardóttir og
Björn Leví Viðarsson, Rvk.
Berglind Ágústsdóttir og
Hjálmar Hjálmarsson, Rvk.
Harpa Rúnarsdóttir og Eng-
ilbert Sigurðsson, Hafnarfirði
Jóhanna Þóra Jónsdóttir og
Haraldur Ólafsson, Kópavogi
Margrét Benediktsdóttir og
Guðmundur Guðbjörnsson,
Hafnarfirði
BRÚÐHJÓN VIKUNNAR
„Brúðkaupið var
alveg eins o g mig
hafði dreymt um“
Brúðhjón vikunnar eru þau Vil-
borg Huld Helgadóttir og
Gunnar Bachmann Hreinsson. Hún
er 21 árs gömul en hann 25 ára
og þau eru búin að vera saman í
þrjú og hálft ár.
Fyrir ári síðan varð Vilborg stúd-
ent frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð og þann dag trúlofuðu
þau sig. Síðasta vor fluttu þau til
Þýskalands en þar verða þau við
háskólanám næstu árin.
„Okkur langaði til að reyna eitt-
hvað nýtt og okkur leist vel á að
fara til Þýskalands til að læra,“
sagði Gunnar. „Vilborg ætlar í
lyfjafræði en ég í verkfræði. Við
þurftum að fara út í vor til að ná
góðum tökum á þýskunni en út-
lendingar sem ætla í háskólanám
verða fyrst að taka inntökupróf til
að sanna kunnáttu sína í málinu."
Borgin sem Vilborg og Gunnar búa
í heitir Braunschweig og er
skammt frá Hanover. „Við fundum
góða íbúð sem við leigjum," sagði
Viiborg „en það kom okkur á óvart
að það var ekkert á gólfunum,
engin eldhúsinnrétting og ekki einu
sinni eldhúsvaskur. Það er ætlast
til þess að leigjendurnir útvegi
þessa hluti sjálfir og þegar þeir
flytja þá taka þeir innréttinguna
með sér.“
Búist þið við að verða iengi úti?
„Verkfræðinámið tekur sex ár,
svo við verðum alla vega svo lengi.
Því fannst okkur núna vera rétti
tíminn til að gifta sig,“ sagði Gunn-
ar. Hjónavígslan var í Dómkirkj-
unni annan september og það var
sr. Hjaiti Guðmundsson sem gaf
þau saman. í kirkjunni voru leikin
iétt lög um ástina á flautu og org-
el. Tvíburabræður Vilborgar voru
brúðarsveinar og lítil frænka var
brúðarmey. „Ég lét sauma kjólinn
í Þýskalandi," sagði Vilborg. „Það
var svolítið erfitt að fela hann fyr-
ir Gunnari en það tókst þó. Hann
sá hann ekkert fyrr en í kirkjunni.
Veðrið var ekki sem best á brúð-
kaupsdaginn, það var rok og tals-
verð rigning en maður lét það ekk-
ert á sig fá. Við fengum æðislegan
bíl tii að aka í eftir vígsluna. Það
var 1929 árgerð af Ford fólksbíl.
Hann var mjög fallegur, mosa-
grænn og skreyttur með gylltum
slaufum. Við ókum rúnt í bænum
áður en við fórum í veisluna sem
var haldin á Holiday Inn hótelinu."
í veislunni voru um 120 manns
og á kaffihlaðborðinu stóð brúðar-
tertan, skreytt marsipani og á sjö
hæðum. Hún var á nokkurs konar
tröppum sem lágu í sveig. Um
kvöldið fór svo nánasta fjölskyldan
saman út að borða á Grillinu.
„Eftir það hittust vinir okkar í
litlum sal á Holiday Inn hótelinu
og þar var dansað til klukkan tvö
um nóttina. Við gistum á brúðar-
svítunni en þegar við komum þang-
að sáum við að baðherbergið var
allt fullt af blöðrum svo það var
varla hægt að fara þar inn,“ sagði
Vilborg. „Þetta höfðu vinkonur
mínar gert og þær höfðu líka stráð
hrísgijónum í hjónarúmið. Okkur
fannst þetta bara skemmtilegt og
í heild var þessi dagur alveg
ógleymanlegur. Við vorum mjög
ánægð með allt og brúðkaupið var
alveg eins og mig hafði dreymt um
þegar ég var lítil stelpa.“
Morgunblaðið/Siguröur Jónsson
í árlegri bæjakeppni í fijálsum íþróttum taka yngri aldursflokkar
eingöngu þátt og er hún liður í unglinga- og barnastarfi ungmennafé-
laganna á þessum stöðum.
VIÐURKENNING
Stjórnar
keppni dreka-
báta í Malmö
Bæjarstjórnin í Malmö í Svíþjóð
heiðraði nýverið íslending sem
búsettur er þar fyrir framlag hans
til bæjarmála. íslendingurinn heitir
Kristján Gíslason og er formaður
róðraklúbbsins í borginni. Róðra-
klúbburinn stendur fyrir kappsigling-
um á svonefndum drekabátum á
Malmöhátíð sem haldin er ár hvert.
Drekabátakeppnin nýtur mikilla vin-
sælda á hátíðinni.
„Þetta byijaði allt fyrir fimm árum,“
sagði Kristján Gíslasson í samtali við
Morgunblaðið. „Bæjarstjórninni þótti
bæjarlífið heldur dauflegt og ákveðið
var að halda svokallaða Malmöhátíð
til að lífga uppá bæjarbraginn. Um
svipað leyti kynntist ég drekabátun-
um sem upprunnir eru í Singapore.
Róðraklúbburinn festi kaup á nokkr-
um bátum og árið eftir var haldin
fyrsta drekabátakeppnin á Malmö-
hátíð."
í drekabátakeppninni keppa fyrir-
tæki og stofnanir í Malmö. „Fyrir-
komulag keppninnar er með þeim
hætti að fyrirtæki skora hvert á ann-
að. Sjónvarpið skorar á útvarpið,
dagblað skorar á annað dagblað og
stjórnmálaflokkur á annan stjórn-
málaflokk," segir Kristján. „Það liðið
sem vinnur keppir við vinningslið úr
öðrum riðli. Þannig gengur keppnin
koll af kolli þangað til úrslit eru feng-
in. Auk þess að keppa í hraðsiglingu
er keppt um skemmtilegasta liðs-
búninginn. Þess má geta að keppend-
urnir fá ekki að æfa sig fyrir keppn-
ina og er áralag keppenda oft ansi
skrautlegt. í fyrstu drekabátakeppn-.
inni kepptu 16 fyrirtæki. I ár voru
Kristján Gíslason á flaggskipi
drekabátanna. Eins og sjá má
heitir það Island.
fyrirtækin 294 og keppendur yfir
7000.“ En það er fleira til skemmt-
unar á hátíðinni en drekabáta-
keppni.„Hátíðin hefst með krabba-
veislu þar sem bæjarbúar reyna að
ár hvert að slá heimsmetið í krabba-
áti. í ár voru borðaðir 87.000 krabb-
ar. Dagana á eftir er ýmislegt til
skemmtunar. Listamenn skemmta á
pöllum sem komið er fyrir víðsvegar
um borgina og á ráðhústorginu mat-
reiða innflytjendur rétti frá heima-
slóðum sínum. Síðasta dag hátíðar-
innar stendur róðraklúbburinn svo
fyrir bátalest á síkjunum. Hátíðinni
lýkur með meiriháttar flugeldasýn-
ingu.“
Kristján og fjölskylda hans hefur
búið í Malmö í tuttugu ár. Þau hafa
ekki í hyggju að flytjast til íslands
en Kristján segist samt alltaf verða
íslendingur.
BURSTAGERÐIN HF.,
Einkaumboð Smiðsbuð 10,
á íslandi: Garðabæ,
Símar 41630/41930
og sanddreifarar fyrir stórar vélar v
ÍÞRÓTTIR
Bæjakeppni í
frjálsíþróttum
jr
Arleg bæjakeppni í frjálsum
íþróttum fór nýlega fram milli
Stykkishólms og Selfoss. í keppni
þessari taka eingöngu þátt yngri ald-
ursflokkar og er hún liður í ungl-
inga- og barnastarfi ungmennafélag-
anna á þessum stöðum.
Mikil keppnis- og þátttökugleði
var meðal þátttakenda og í þeim
hópi voru efnilegir íþróttamenn og
konur. Rúmlega 100 keppendur tóku
þátt í þessari bæjakeppni sem var
jöfn og skenimtileg. Að þessu sinni
sigruðu Snæfellingar frá Stykkis-
hólmi. Meðfylgjandi mynd var tekin
í lok keppninnar á Selfossvelli. Á
eftir var að venju öllum boðið í grill-
veislu og svo var dansað fram eftir
kvöldi.
Skrifstofutæknin
opnar þér nýjar
leiðir
Að loknu 3-4 mánaða námi kannt þú á tölvur,
hefur vald á viðskiptaensku, bókfærslu, stjórn-
un og öðrum viðskiptagreinum og hefur auk
þess rifjað upp ýmislegt í íslensku.
Morgun-, eftirmiðdags- eða kvöldtímar. Innrit-
un er þegar hafin. Mjög hagstæð greiðslukjör.
Hringdu í síma 687590 og
fáðu nánari upplýsingar.
Tölvufræðslan
■
— Sig. Jóns.