Morgunblaðið - 17.09.1989, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJÓNVARP
1 SHCJMSI AlfTI |
SUNNUDAGÚR 17. SEPTEMBER 1989
VATNSDÆLUR
MIKIÐ ÚRVAL-GOTT VERÐ
ASETA HF.
Ármúla 17a • Símar: 83940 - 686521
VETRARGEYMSLA
Hjolhysi, tjaldvagnar, kerrur o.fl.
Vantar þig geymslu fyrir hjólhýsi, tjaldvagn,
kerru, bíl eða þessháttar í vetur?
í Vatnaskógi eru Skóg;
pláss fyrir slíka hluti.
Upplýsingar f
síma 17536
kl. 10.00-17.00.
BÍLASTÆÐASJÖÐUR
REYKJAVÍKUR
Nokkur „mánaðarkortsstæði" laus í KOLA-
PORTI og á BAKKASTÆÐI.
Gjaldið er 4.000 kr. í Kolaporti og 3.000 kr.
á Bakkastæði.
Gatnamálastjóri.
KFUM með gott
rmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^
j Multiplan
Fjölbreytt námskeið í notkun hins öfluga
töflureiknis Multiplan.
I Leiðbeinandi: Gísli Friðgeirsson
Tími: 21., 22., 28. og 29. sept. kl. 13-17
dBase 111 +
Gagnlegt og vandað námskeið í forritunar-
máli gagnasafnskerfisins dBase m+.
Leiðbeinandi: Jón Eysteinsson
Tími: 19., 21., 26. og 28. sept. kl. 13-17
byrjenda-
námskeið
Skemmtilegt námskeið, upplagt fyrir þá sem
eru að byrja að fást við tölvur.
Leiðbeinandi: Stefán Magnússon
Tími: 19., 21., 26. og 28. sept. kl. 20-23
BSRB, ASÍ og VR styðja félaga sína til þátttöku í
námskeiðunum.
Innritun er í síma 687590.
L
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, sími 687590
J
UTVARP
Vatnadísin Rusalka.
Stöð 2=
Rusalka
■■■■ Ópera mánaðarins á Stöð 2 er að þessu sinni Rusalka eft-
~\ A 25 'r Antonin Dvorak, sem flutt af English National Opera.
11 Óperan, sem byggð er á ævintýrum eftir Foque og Hans
Christian Andersen, segir frá vatnadís (rusalka á tékknesku) sem
þráir að verða mennsk þar sem hún verður ástfangin af prinsi. Rus-
alka leitar til nornar sem gerir hana mennska og prinsinn tekur
hana með sér til hallar sinnar þar sem hann hyggst giftast henni.
Hann verður þó leiður á Rusölku, þar sem ein afleiðing álaganna er
að hún getur ekki talað, og rekur hana frá sér. Það færir honum
þó ekki minni óhamingju en henni og hann leitar Rusölku uppi. Hún
varar hann við því að þar sem hann hafi rekið hana á brott sé koss
hennar honum banvænn. Hann grátbiður hana um að veita sér fró
og hún lætur undan; kyssir hann og hann deyr. Eftir situr Rusalka,
laus undan álögunum en minningin um svikin eitra líf hennar.
RÍKISÚTVARPIÐ
FM 92,4/93,5
7.45 Útvarp Reykjavík, góðan dag.
7.50 Morgunandakt. Séra Baldur Vil-
helmsson í Vatnsfirði við Djúp flytur ritn-
ingarorð og bæn.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.15 Veðurfregnir. Tónlist.
8.30 Á sunnudagsmorgni með Pétri Pét-
urssyni lækm. Bernharður Guðmundsson
ræðir við hann um guðspjall dagsins,
Lúkas 14, 1.-11.
9.00 Fréttir.
9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni
- Hugleiðing fyrir orgel um sálmalagið
„Sjá morgunstjarnan blikar blíð" ettir
Heinrich Reimann. Rudolf Walter leikur á
orgel kirkjunnar i Amorsbach.
- Flautukonsert í D-dúr op. 283 eftir
Carl Reinecke. Auréle Nicolet leikur á
flautu með Gewandhaus-hljómsveitinni í
Leipzig; Kurt Mazur stjórnar.
- Fantasía og fúga um nafnið BACH
eftir Franz Liszt. Karl Richter leikur á org-
el.
(Af hljómplötum og -bandi.)
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Sitthvað af sagnaskemmtun mið-
alda. Sjöundi þáttur. Lesari: Bergljót Krist-
jánsdóttir. Umsjón: Sverrir Tómasson.
11.00 Messa í Háteigskirkju. Prestur: Séra
Arngrímur Jónsson.
12.10 Dagskrá.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.20 Martin Andersen Nexö og Pelli sigur-
vegari. Umsjón: Keld Gall Jörgensen.
14.20 Magnús Einarsson.
15.10 í góðu tómi með Hönnu G. Sigurðar-
dóttur.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 „Með múrskeið að vopni". Fylgst
með fornleifauppgreftri í Viðey á Kolla-
firði. Umsjón: Steinunn Harðardóttir.
(Einnig útvarpað næsta þríðjudag kl.
15.03.)
17.00 Tónleikar á sunnudagssíðdegi.
- Klarinettukvintett í B-dúr op. 34 eftir
Carl Maria von Weþer. Nash kvintettinn
leikur.
- Sellókonsert nr. 1 op. 107 eftir Dmitri
Sjostakovits. Lynn Harrell leikur á selló
með Consertgebouw-hljómsveitinni í
Amsterdam; Bernard Haitink stjórnar. (Af
hljómdiskum.)
18.00 Kyrrstæð lægð. Guðmundur Einars-
son rabbar við hlustendur.
18.20 Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Tilkynningar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.31 Ábætir
Maurioe Chevalier, Lördagspigerne, Auto
Towners-kvartettinn og Four Rascals-
kvartettinn syngja lög úr ýmsum áttum.
(Af hljómdiski.)
21.00 Sagan; „Búrið" eftir Olgu Guðrúnu
Árnadóttur. Höfundur les (9).
20.30 íslensk tónlist.
- Pourquoi pas?" kantata fyrir sópran,
karlarödd og hljómsveit eftir Skúla Hall-
dórsson. Sigríður Gröndal og Karlakór
Reykjavíkur syngja með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Páll P. Pálsson stjórnar.
- „Dimmalimm kóngsdóttir", bali-
ettsvíta nr. 1 eftir Skúla Halidórsson. Sin-
fóníuhljómsveit (slands leikur, Páll P.
Pálsson stjórnar.
- „Dimmalimm" eftir Atla Heimi Sveins-
son. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur á
píanó. (Af hljómböndum og -plötu.)
21.10 Kviksjá. Umsjón: Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson. (Endur-
tekinn þáttur frá fimmtudegi.)
21.30 Útvarpssagan: „Vörnin" eftir Vladimir
Nabokov. Illugi Jökulsson les þýðingu
sína (13).
22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. Dagskrá morg-
undagsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni
Jónsson. (Einnig útvarpað á miðvikudag
kl. 14.05.)
23.00 Mynd af orðkera — Guðbergur
Bergsson. Friðrik Rafnsson ræðir við rit-
höfundinn um skáldskap hans og skoð-
anir.
24.00 Fréttir.
00.10 Sígild tónlist í helgarlok
- „Eitt lítið næturljóð" eftir Amadeus
Mozart. St. Martin-in-the-Fields hljóm-
sveitin leikur; Neville Mariner stjórnar.
- Fiðlukonsert í e-moll eftir Felix Mend-
elssohn. Anne Sophie Mutter leikur á
fiðlu með Fílharmoníusveitinni i Berlín;
Herbert von Karajan stjórnar.
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
RÁS2
FM 90,1
8.10 Áfram ísland.
9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari
Gests. Sígild dægurlög
11.00 Úrval. Úrdægurmálaútvarpivikunnar
á Rás 2. Umsjón: Sverrir Gauti Diego.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Tónlist. Auglýsingar.
13.00 Eric Clapton og tónlist hans. Um-
sjón: Skúli Helgason (Einnig útvarpað
aðfaranótt föstudags að loknum fréttum
kl. 2.00.)
14.00 í sólskinsskapi. Áslaug Dóra Eyjólfs-
dóttir.
16.05 Slægur fer gaur með gígju. Þriðji
þáttur af sex um Bob Dylan. Umsjón:
Magnús Þór Jónsson. (Einnig útvarpað
aðfaranótt fimmtudags að loknum frétt-
um kl. 2.00.)
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir
saman lög úr ýmsum áttum. (Frá Akur-
eyri.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.31 Áfram Island. Dægurlög með
islenskum flytjendum.
20.30Í fjósinu. Bandarísk sveitatónlist.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Á elleftu stundu. Anna Björk Birgis-
dóttir.
1.00 Næturútvarp á báðum rásurn til
morguns.
IMÆTURÚTVARPIÐ
1.00 „Blítt og létt . . Gyða Dröfn
Tryggvadóttir. (Einnig útvarpað í bítið kl.
6.01.)
2.00 Fréttir.
2.05 Djassþáttur. Jón Múli Árnason. (End-
urtekinn frá miðvikudagskvöldi á Rás 1.)
3.00 Næturnótur.
Rás 1:
Nex0 og Pelle
sigurvegari
■■^B Á dagskrá Rásar 1 í dag
i Q 20 er þátturinn Martin And-
lð ersen Nexo og Pelle sig-
urvegari. I þættinum verður rakinn
æviferill rithöfundarins Martin
Andersen Nexo (1869—1954) í stór-
um dráttum og fjallað um nokkur
verka hans. Einkum verður sagan
um Pelle sigurvegara tekin fyrir,
en sú saga og framhald hennar,
Morten hin Rode og Den fortabte
Generation, er að_ mörgu leyti sjálfs-
ævisaga Nexo. Á næstunni verður
frumsýnd hér á landi kvikmynd sem
danski kvikmyndaleikstjórinn Bille
August gerði eftir bók Nexo um Pelle sigurvegara. Mynd þessi hlaut
Óskarsveðlaun sem besta erlenda kvikmyndin í Bandaríkjunum árið
1988. í verkum sínum lýsir Nexo kjörum verkamanna um aldamótin
og upphafi skipulagðar verkalýðshreyfingar. Bækur hans hafa verið
þýddar á fleiri tungumál en bækur nokkurs annars dansks rithöfund-
ar. Ein þekktasta skáldsaga hans, Ditta mannsbarn, kom út á íslensku
1948—1949 í þýðingu Einars Braga og var endurútgefin fyrir fáum
árum og æfiminningar hans voru gefnar út í fjórum bindum 1948
til 1951 og einnig endurútgefnar fyrir nokkru. Björn Franzson þýddi
æfisöguna. Keld Gall Jorgensen tók þáttinn saman, Halídóra Jóns-
dóttir þýddi og lesarar eru Árni Blandon, María Ellingsen og Sigurð-
ur Skúlason.
Martin Andersen Nexn
SKÚLAFÓLK - SKÖLAFÓLK!
Hefur þú hugleitt hve mikið námsárangur þinn mundi
batna, ef þér tækist að þrefalda lestrarhraðann og
auka eftirtekt við námsbókalestur?
Á níu ára starfstíma skólans hafa nemendur að jafn-
aði meir en þrefaldað lestrarhraða sinn í öllu lesefni,
jafnt námsbókum sem fagurbókmenntum.
Viljir þú auka afkösti þín í námi, skaltu skrá þig strax
á næsta námskeið sem hefst þriðjudaginn 19. sept-
ember nk.
Skráning alla daga í síma 641091 og 641099.
HRAOLESTRARSXÓUNN