Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 213. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grænland; Argasta klám á skjánum Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Starfsmönnum grænlenska sjónvarpsins í Nuuk urðu á leið mistök á dögunum þegar verið var að sýna fræðshi- mynd frá Jamaica. Var mynd- in á tveimur spólum en er síðari hlutinn átti að hefjast birtust ekki á skjánum pálma- tré á suðrænni sólarströnd, heldur hið argasta klám. Grænlenskir sjónvarpsáhorf- endur hafa verið beðnir afsök- unar á þessu atviki, þótt ekki sé vitað til, að neinar kvartanir hafi frá þeim borist, og hljóð- varpsstjórinn hefur krafið sjón- varpsstjórann um skriflega greinargerð vegna málsins. Hann hefur svo aftur skammað undirmenn sína og bannað þeim að koma með áhugamálin sín í vinnuna. Reuter Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Japans, vísaði Thatcher sjálfur til sætis þegar hún kom til fúndar við hann í gestahúsi stjórnarinnar. Fór vel á með þeim þótt Thatcher hafi ekki verið myrk í máli um þann sið Japana að njóta viðskiptafrelsis á mörkuðum annarra þjóða en loka sinn eigin af með múrum. Margaret Thatcher í Tókýó: Varar Japani við markaðshömlum Tókýó. Reuter, Daily Telegraph. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær á fúndi með frammámönnum í japönsku viðskiptalífi, að an.iaðhvort yrði Japansmarkaður opnaður fyrir erlendum framleiðsluvörum eða Japanir ættu á hættu reiði annarra þjóða og gagnráðstafanir. Margaret Thatcher hefur verið boðið að ávarpa Æðstaráðið í væntanlegri Sovétríkjaför hennar á næsta ári. Thatcher, sem er í fjögurra daga heimsókn í Japan, átti í gær fund með Toshiki Kaifu forsætisráð- herra og segja breskir embættis- menn, að vel hafi farið á með þeim og ekki komið til árekstra þrátt fyrir yfirlýsingar hennar á fundin- um með kaupsýslumönnunum. Þar sagði hún, að frjáls við- skipti landa í milli hefðu gert Jap- an að efnahagslegu stói-veldi og því væri það vaxandi gremjuefni, Mikilvægar hreinsanir í sovéska kommúnistaflokknum: Gorbatsjov víkur andstæðing- um sínum úr stíómmálaráðinu Moskvu. Reuter. HELSTU andstæðingum Míkhaíls Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, hefúr verið vikið úr stjórnmálaráði kommúnistaflokksins. Var það ákveðið á fundi miðstjórnarinnar í gær og eru þessar breytingar tald- ar með þeim mikilvægustu síðan Gorbatsjov komst til valda fyrir hálfu fimmta ári. Alls var fimm mönnum vikið burt en þeir tveir helstu, Víktor Tsjebríkov, fyrrum yfirmaður KGB, sovésku leyniþjónustunnar, og Vladímír Stsjerbítskíj, formaður úkraínska kommúnistaflokksins, voru síðustu skjólstæðingar Leoníds heitins Brezhnevs meðal valdamanna í Kreml og kunnir fyrir andstöðu við umbótastefnu Gorbatsjovs. Skýrði Moskvusjónvarpið frá þessu í gær- kvöld og einnig því, að Vladímír Kijútskov, núverandi yfirmaður KGB og stuðningsmaður Gorbatsjovs, og Júríj Masljúkov, yfirmaður Gosplan, áætlunarnefndar ríkisins, hefðu ein- róina verið samþykktir sem nýir fé- lagar í stjórnmálaráðinu. Auk þeirra Grikkland: Papandreou ákærður fyrir símahleranir Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikklands, verður dreginn fyrir rétt, sakaður um ólöglegar símahleranir á átta ára valdatíma sínum og sósíalistaflokksins. Var það samþykkt á gríska þinginu í gær. Tsjebríkovs og Stsjerbítskíj var Víktor Níkonov landbúnaðarráðherra látinn víkja og tveir menn aðrir, sem ekki höfðu atkvæðisrétt. Eru það þeir Júríj Solovjov, fyrrum flokks- formaður í Leníngrad, og Níkolaj Talyzín, fyrrum yfirmaður Gosplan. Erlendir stjórnmálaskýrendur segja, að líklega séu þessar breyting- ar þær mikilvægustu síðan Gorb- atsjov tók.við en í ræðu á fundi mið- stjórnarinnar í fyrradag kvaðst hann ætla að koma „hugmyndaríkasta fólkinu, einörðum umbótasinnum", fyrir í mikilvægustu embættum flokksins. í ræðu í gær sagði hann, að flokkurinn mætti ekki „gefast upp fyrir þeim, sem vilja skilja hann eftir í fortíðinni, og ekki þeim, sem taka ævintýramennsku fram yfir raun- veruleg, stjórnmál". Þakkaði Gorb- atsjov þeim, sem vikið var burt, fyr- ir „áralanga setu og gott starf“ og segja fréttaskýrendur vafalítið, að þeir Tsjebríkov og Stsjerbítskíj hafi fallið undir fyrri liðinn. að Japanir skyldu takmarka að- gang útlendrar vöru að sinum eig- in markaði. Sagði Thatcher, að Japanir yrðu meðal annars að afnema viðskipta- hömlur, draga úr niðurgreiðslum til bænda og auka frelsi í flugsam- göngum og fjármálaþjónustu. ■ Kvað hún annars hættu á, að verndarstefnunni yxi fiskur um hrygg með alvarlegum afleiðing- um fyrir alþjóðleg viðskipti. Sagði Thatcher, að það væri mótsagnakennt, að Japanir, sem væru allra manna duglegastir við að selja sína vöru erlendis, skyldu koma í veg fyrir innflutning land- búnaðarafurða og margra annarra vörutegunda. Margai'et Thatcher kom við í Moskvu á leið til Japans og átt þá meðal annars viðræður við Jevgeníj Prímakov, forseta Æðstaráðsins. Bauð hann Thatch- er að ávarpa þingið í fyrirhugaðri heimsókn hennar í Sovétríkjunum í júní á næsta ári og verða til þess fyrst vestrænna þjóðarleið- toga. Pólland og Ungverjaland: Mikil efiiahagsaðstoð? Washington, Bonn. Reuter. Utanríkismálanefúd bandarísku öldungadeildarinnar samþykkti í gær 1,3 milljarða dollara efnahagsaðstoð við Pólland og Ungverjaland til að greiða fyrir lýðræðislegum umbótum í löndunum. Er um að ræða miklu hærri upphæð en ríkisstjórnin hefur beðið um. færi, sem má ekki ganga okkur úr greipum,“ en Raymond Seitz, aðstoð- arutanríkisráðherra, gagnrýndi sam- þykktina og sagði, að betra væri að stíga minna skref nú til að tryggt væri, að féð kæmi að notum. Old- ungadeildin hefur nú fengið tillögur nefndarinnar til umfjöllunar. Sjá „Stjórn Mazowieckis vill...“ á bls. 20. Demókratar hafa harðlega gagn- rýnt George Bush forseta fyrir að biðja aðeins um 219 milljónir dollara í aðstoð við Pólveija og Ungveija og lögðu til í utanríkismálanefndinni, að hún yrði 1,3 milljarðar. Var það samþykkt með 10 atkvæðum gegn einu. Alan Cranston, talsmaður demókrata, sagði, að um væri að ræða „kapphlaup við tímann, tæki- Þingmenn sósíalistaflokksins gengu burt áður en til atkvæða- greiðslu kom, en tillagan um að svipta Papandreou þinghelgi og draga fyrir rétt var samþykkt með .167 atkvæðum íhaldsmanna og kominúnista, sem eru saman í stjórn. Gríska þingið er skipað 300 mönn- um. Papandreou er fyrsti forsætis- ráðherra borgaralegrar ríkisstjórnar í Grikklandi, sem ákæt'ður verður fyrir afbrot í starfi, en viðbrögð hans við samþykkt þingsins voru að gefa út yfirlýsingu þar sem hann sakaði stjórnarflokkana um að vilja eyðileggja sósíalistaflokkinn. Sérstakur dómstóll verður skipað- ur í málinu innan hálfs mánaðar og verður Papandreou því að gera hvorttveggja, að svara til saka frammi fyrir honum og heyja bar- áttu vegna kosninga í Grikklandi 5. nóvember nk. Núverandi stjórn íhaldsmanna og kommúnista var mynduð til þess eins að rannsaka valdaferil sósíalistaflokksins og draga ráðherra hans og aðra frammámenn til ábyrgðar á alls kyns fjármálamisferli og öðrum hneykslismálum. Reuter Dýrkeypt nautakjöt Svissneski slátrarinn Willi Ziircher og Babette, kona hans, geta sagt með sanni, að mánudagur sé til mæðu, að minnsta kosti mánudag- urinn 18. september. Naut- ið, sem átti innan stundar að liggja kyrrt og fallega skorið í kæliborðinu, lét nefnilega í ljós álit sitt á þeirri framtíð með því að taka til í búðinni. Er áætl- að, að það kosti þau hjónin rúmlega 1,2 milljónir ísl. kr. að afturkalla breyting- arnar, sem nautið gekkst fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.