Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 26
m MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21j SBP'TEMBER 198» . Morgunblaðið/Rúnar Þór „Fallegasti stafn á Akureyri," sögðu þeir Sverrir Hermannsson og Kristján Pétursson sem vinna við stafn hússins númer 86 við Hafiiarstræti, en hann er allur útskorinn. Hafiiarstræti 86: Fallegasti stafii á Akureyri — segir Sverrir Hermannsson húsasmiður sem vinnur að endurbótum á staftii hússins EITT af aldamótahúsum Akur- eyrarbæjar er í andlitslyftingu hjá Sverri Hermannssyni og Kristjáni Péturssyni, en þeir vinna nú við suðurstafn hússins númer 86 við Hafnarstræti. „Við stefnum að því að klára stafninn í haust og þá verður þetta fallegasti stafn á Akur- eyri,“ sagði Sverrir. Þetta er þriðja haustið sem Sverrir vinnur við stafn hússins og er ætlunin að Ijúka verkinu nú á haustdögum. Húsið var byggt árið 1902 og þar var lengi til húsa verslun sem Magnús frá Grund flutti í bæinn, en nú eru þar íbúðir á þremur hæðum. Það er að beiðni íbúanna sem unnið er að endurbótum hússins. Þeir Sverrir og Kristján sögðu að töluvert mikið verk væri við stafninn, en í hann fara fleiri þúsund stykki af sérsmíðuðum hlutum, stórum og smáum, Stafn- inn er allur útskorin. Auk þess að vinna við „fallegasta stafn á Akureyri", eru þeir félagar með um tuttugu hús í takinu, bæði í bænum og í nágrenni hans. Sverr- ir segist lengi hafa verið einn í viðhaldi gamalla húsa, en nú sæki smiðir í auknum mæli eftir slíkri vinnu. „Menn hafa miklu meiri áhuga á þessu núna en þeir höfðu hér áður fyrr,“ sagði Sverrir. „Það virðist vera almenn vakning í þessa átt og nú hefur Húsfriðun- arsjóður komið til skjalanna sem stuðlar að því að menn fara frek- ar að laga hús sín.“ Bæj arstj órn Akureyrar: Kjaradeila starfsmanna Krossaness óvænt inn í umræður bæjarstjórnar Á FUNDI bæjarstjórnar í fyrra- dag flutti Úlfhildur Rögnvalds- dóttir (B) tillögu um að kjara- samninganefnd Akureyrarbæjar gengi til samninga við verkalýðs- félagið Einingu fyrir hönd starfs- manna verksmiðjunnar. Eftir að starfsmönnum var sagt upp störf- um vegna endurskipulagningar hafa komið upp deilur á milli stjórnar verksmiðjunnar og Verkalýðsfélagsins Einingar vegna nýrra samninga. Úlfhildur taldi gagnrýnivert að trúnaðar- maður skyldi ekki endurráðinn og að starfsmönnum hafi verið boðinn samningur hliðstæður þeim sem gildir fyrir starfsmenn Istess hf., en það þýddi að starfs- menn Krossanesverksmiðjunnar þyrftu að skipta um stéttarfélag og ganga í Iðju. Yfirmenn Krossanesverksmiðj- unnar hafa vísað málinu til VSÍ. * Iðunn Agústsdóttir sýnir í blómaskálanum Vín IÐUNN Ágústsdóttir opnar málverkasýningu í blómaská- lanum Vín við Hrafnagil annað kvöld, fostudagskvöld kl. 20.00. Á sýningunni verða 28 pastel- myndir, allar unnar á þessu ári. Sýningin, sem er sölusýning, verð- ur opin á oþnunartíma skálans frá 13-22 daglega til 1. október næst- komandi. Iðunn dvaldi í Austurríki um tíma í sumar þar sem hún tók þátt í náms- og kynningardögum í þorpinu Hitzendorf. Þar var lögð áhersla á fijálslega tjáningu á umhverfinu og fólk sem þátt tók í vinnudögunum hvatt til að tjá sig opið og frjáist varðandi ýmis- legt í umhverfinu. Vinnudagarnir stóðu í hálfan mánuð og lauk með samsýningu. Hópurinn gerði einn- - ig stórt veggmálverk sem afhjúp- að var með viðhöfn. Morgunblaðið/mnar Þór Iðunn Ágústsdóttir opnar málverkasýningu í blómaskálanuin Víi> Úlfhildur sagði að þau vinnubrögð sem viðhöfð hefðu verið í kjaradeilu starfsmanna Krossanesverksmiðj- unnar væru ekki eðlileg hjá bæjar- fyrirtæki og taldi að kjarasamn- inganefnd Akureyrarbæjar ætti að láta málið til sín taka. Flutti hún tillögu um að nefndin gengi til samninga við Einingu fyrir hönd verksmiðjunnar. Tillögunni var vísað til bæjarráðs til umijöllunar. Sigfús Jónsson bæjarstjóri og formaður stjórnar Krossanesverk- smiðjunnar sagðist ekki vera undir það búinn að ræða málið á fundi bæjarstjórnar, þar sem það hefði komið mjög óvænt upp á. Hann tjáði bæjarfulltrúum þó að þau kjör sem mönnum hefði verið boðin eftir end- urráðninguna hefðu verið betri en ber kjarasamningur við Einingu, en aftur verri en sá samningur að við- bættum aukasporslum sem starfs- menn fengu áður en til uppsagna kom. Björn Jósep Arnviðarson (D) taldi að umræður um málefni Krossanes- verksmiðjunnar á fundinum hefðu' verið á mörkum þess að rúmast. innan fundarskapa bæjarstjórnar án þess að leitað væri afbrigða. Björn Jósep sem er formaður kjara- nefndar sagði að forráðamenn beggja deiluaðila teldu að sam- komulag í deilunni væri í sjónmáii. Meira um að fólk skuldi dagvist- argjöld en áður MUN meira er um það nú en áður að fólk skuldi dagvistargjöld til lengri eða skemmri tíma. Sigríður M. Jóhannsdóttir dagvistarfulltrúi Akureyrarbæjar sagði að undanfarið hefði gengið nokkuð erfíðlega að fá greiðslur á réttum tíma og sagði að þar skipti mestu máli bág- ur efnahagur heimilanna. Sigríður sagði að áður hefði ekki verið mikið um að fólk drægi að greiða dagvistargjöldin, þá ævinlega hefði eitthvað verið um slík. Þetta væri hins vegar meira áberandi nú. Hún sagði mismunandi milli dag- heimila hversu skuldir væru miklar og væri það einnig rokkandi milli mánaða. Sigríður sagði að um þó nokkuð háa upphæð væri að ræða í útistand- andi skuldum, en vildi ekki segja nákvæmlega fyrir um hversu há sú upphæð væri. Hún sagði að dæmi væru um að fólk skuldaði allt að þtjá til fjóra mánuði, en það væri þó ekki algengt. „Þetta er eflaust dæmi um síversn- andi hag heimilanna. En ég tel að einnig skipti máli í þessu sambandi, að við tökum ekki vexti og þess vegna geymi fólk heldur að greiða hjá okkur en þar sem háir vextir hlaðast upp sé ekki greitt á réttum tíma,“ sagði Sigríður. Hún bætti við að til þess gæti komið að segja þyrfti fólki upp plássi vegna þessa. „Það hefur verið rætt og það var í gildi regla þar sem segir að ef fólk borgaði ekki gjaldið innan.mánaðar mætti segja plássi þess upp, en það hefur ekki reynt á þessa reglu enn.“ Bruninn hjá UA: Eldsupptök enn ókunn en allar hugsanlegar skýringar kannaðar ELDSUPPTÖK bruna sem varð hjá Útgerðarfélagi - Akur- eyringa voru enn ókunn, eftir að sérfræðingar og rannsóknar- lögregla höfðu kannað málið í gær. Eftir hádegið í gær kvikn- aði eldur I útihúsi á vegum Út- gerðarfélagsins. Slökkvilið var ekki kallað út, en starfsmenn réðu niðurlögum hans fljótlega. Menn frá rannsóknarlögreglu, brunamálastofnun, sérfræðingar á sviði rafmagnsmála og efnafræð- ingur ásamt slökkviliðsstjóra unnu að rannsókn eldsupptakanna í gær. Tómas Búi Böðvarsson slökkvilisstjóri sagði að engin sjá- anleg eldsupptök hafi komið í ljós, en menn hefðu skoðað alla hugs- anlega möguleika. „Það er horft á allt, rafmagn, sjálfsíkveikju, eða hvort kveikt hafi verið í af manna- völdum, óviljandi og yfirleitt allt sem kemur til greina. En það er ekkert komið á hreint í þeim efn- um,“ sagði Tómas Búi. Hann sagði að augu manna hefðu í fyrstu beinst að rafmagn- sköplum undir gólfinu á þeim stað þar sem mesti bruninn var, en. engin ummerki sæust á þeim. Aðspurður um hvort grunur léki á að um íkveikju væri að ræða sagði hann að það væri eitt af því sem væri skoðað, sérstaklega eftir að ekkert fannst að rafmagnsköplun- um. Varðandi eldvarnarhurðina sem opnaðist í brunanum sagði Tómas að talið væri að rafmagnskaplar undir hurðinni hafi getað leitt sam- an þannig að hurðin opnaðist. Vilhelm Þorsteinsson fram- ' kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa sagði að mun betur hefði farið en á horfðist. Þær fisk- birgðir sem voru í frystigeymslum virtust hafa sloppið án skemmda, að sögn Vilhelms, en í frysti- geymslum voru um 1200 tonn af fullunninni vöru á verðmæti um 170-80 milijónir króna. Skemmdir urðu á húsakynnum Útgerðarfé- lagsins, mikið magn umbúða brann til kaldra kola svo og einnig pallar, bretti og fleiri tæki, en lyft- ara sem var í geymsiunni var bjargað út. Ekki var búið að meta tjónið í heild í gær. Vinnsla hófst á ný í gærmorgun og sagði Vil- helm að næsta skref yrði að gera við skemmdir á húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.