Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 29
,29- MORGUNBLAÐll) FLMMTi;i)AGl:J{ 21. SEPTKMBER 11)89 SVIPMYNPIR UR BORGINNI/ólafur ormssqn Engin tölva? Þá er komið haust, sá árstimi þegar sumir álíta að rómantíkin sé alls ráðandi, ekki síður en á vorin. Ungir elskendur og raunar á öllum aldri eru sjálfsagt að setja upp hringana þessa dagana. Útihátíðir liðnar, sumarhátíðir, útilegur og ferðalög og svo taka gullsmiðir við og hanna hlutina, þá ofast hring- ana, eyrnalokkana eða armböndin. Ég gekk um Hljómskálagarðinn einn mánudagsmorgun seint í ágústmánuði. Þar sátu tvö ung- menni á bekk við styttu þjóðskálds- ins Jónasar Hallgrímssonar og spáðu í framtíðina. Hann á að giska um tvítugt, hún eitthvað yngri, sautján, átján ára. Þau drukku kók úi' plastboxum og átu prins póló, súkkulaðikex, líklega hádegismat- urinn þann daginn. Áhyggjulaus ungmenni, ekki farin að fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða bíl, einungis heyrt getið um lánskjaravísitöluna sem víti til varnaðar ungu fólki sem einhvern tímann vill verða fjár- hagslega sjálfstætt, víxill og skuldabréf lítt spennandi, kannski af þeirri kynslóð íslendinga sem ætlar nú loks að fara að spara og leggja fyrir inn á kjörbók, tromp- reikning eða hvað það heitir nú allt saman. Hann var í svartri leður- blússu og ljósbláum gallabuxum, hún í ljósgulri skyrtu og dökkbláum gallabuxum og þarna voru fuglarn- ir ekki langt undan, endur, þrestir og tilhugalíf einnig þar á dagskrá. Pilturinn tók yfir um axlir stúlkunn- ar. Ég settist á grasbalann ekki langt undan, við þann reit í mið- borg Reykjavíkur þar sem maður er í hvað nánustu snertingu við náttúruna. Það var léttskýjað og sólin sýndi sig af og til. Handan sælureitsins, Hljómskálagarðsins, um Sóleyjargötuna var töluverð umferð bíla, þar var annar heimur.. „Manstu þegar ég hitti þig í Húna- veri í sumar?“ spurði pilturinn. „Já, og þú varst æðislegur, svo kaldur og svalur, meiriháttar. Áttu ennþá tjaldið?" „Nei.“ „Hvað varð af því?“ spurði stúlk- an. „Æ, ég ákvað að brenna tjaldið, svefnpokann og allt draslið, daginn sem við fórum í bæinn.“ „Af hveiju? Svo faliegt tjald og svefnpokinn alveg æðislegur, við gátum svo auðveldlega legið bæði í pokanum.“ „Lúlli, brenndi sinn poka og sitt tjald og ég ákvað þá að taka þátt í fjörinu. Hvað er einn svefnpoki og eitt tjald á milli vina?“ spurði pilturinn. „Mér finnst þetta nú ekkert snið- ugt,“ sagði stúlkan og bar allt í einu naglalakk úr túpu á neglur hægri handar. „Ekkert sniðugt? Hafðirðu kannski hugsað þér framtíðarheim- ili okkar í þessu tjaldi? Og kannski svefnpokann sem hjónarúmið?“ spurði pilturinn og lá nú með höfuð- ið í kjöltu stúlkunnar. „Nei, kannski ekki,“ svaraði stúlkan, ósköp hlédræg og eins og feimin. „Nú, hvað ertu þá að kvarta. Skaffa ég ekki á við þrjá milljóna- mæringa? Hef á annað hundrað þúsund á mánuði. Og eiginlega ekkert af því gefið upp til skatts. Og með þessu áframhaldi verðum við komin í einbýlishús á Arnarnes- inu eftir þijú, fjögur ár. Ég er eng- inn venjulegur hafnarverkamaður eða smali á sveitabæ í óbyggðum." „Nei. Þú ert tónlistarmaður, poppsöngvari og verður bráðum heimsfrægur," svaraði stúlkan og strauk piltinum um vangann. „Og gáðu að því að þú lýkur menntaskólanámi eftir tvö, þijú ár og ætlar í framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Þá verð ég kominn með gras af seðlum og við getum búið í einbýlishúsi á Manhattan á meðan þú lýkur við að ganga frá doktors- ritgerðinni," sagði pilturinn og kveikti í smávindli. Ég stóð upp af grasbalanum og rölti áleiðis niður í miðborgina. Á gangstétt við Reykjavíkurapótek, Pósthússtrætismegin, sá ég hvar Flosi Ólafsson, leikari, og Úlfur Hjörvar, rithöfundur, spjölluðu saman og sjálfsagt um landsins gagn og nauðsynjar, báðir sællegir og sólbrúnir og húmorinn greinilega ekki langt undan. Ég gekk yfir í fornbókaverslun Braga í Hafnarstræti þar sem laun- þegar úr flestum starfsstéttum hóp- ast saman, t.d. á haustin, og spá í þjóðmálin. Þar leit inn maður í þjón- ustu hins opinbera sem ekki vill láta nafns síns getið. Kunnur Reyk- víkingur sem hefur jafnvel betra yfirlit yfir dægurmálin en þeir hjá Seðlabankanum sem allt þykjast vita. Viðstaddir þrír karlmenn og ein kona, öll á miðjum aldri fyrir utan kaupmanninn, Braga, sem veit deili á Reykvíkingum frá því í vöggu og fram undir nírætt og var tíðrætt um stjórnleysið hjá Steingrími og félögum og maðurinn hjá hinu opinbera taldi augljósan muninn á stjórn ríkisins annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Hvarvetna framfarir í borginni. Ég hef verið í sumarleyfi síðan í maí og svei mér þá maður ratar varla lengur um borgina. Skúlagat- an allt frá Ingólfsstræti og að Bar- ónsstíg að verða ein samfelld byggð. Og svo ráðhúsið, nú eða Borgarleikhúsið, þessi stórglæsi- lega bygging tilbúin að heita, eða framkvæmdirnar -í Öskjuhlíðinni. Nei, það er sama hvar maður fer um þessa borg, það er stórhugur sem einkennir stjórn hennar," sagði maðurinn hjá hinu opinbera, tók bók úr hillu í fornbókaversluninni og fletti um stund. Og í búðinni var annar maður sem tók undir ummæli mannsins hjá hinu opinbera, kvað þó enn fastara að orði og sagði nú svo komið hvergi fyndust kommúnistar nema í Rúmeníu, Búlgaríu, Norð- ur-Kóreu, Kúbu og í stjórnarráðinu við Lækjartorg. Tölvur bánist í tal. „Og þú ert enn með ritvél frá því á stríðsárunum, Bragi,“ spurði maðurinn hjá hinu opinbera. „Já. Það verður nú ekki lengi úr því sem komið er,“ svaraði Bragi af sinni alkunnu hógværð. „Og hvað með þig, Ólafur? Engin tölva? Þú skrifar þó ekki aliar grein- arnar þínar með oddhvössum biý- anti?“ „0, nei. Ég vélrita mínar greinar á ósköp venjulega ritvél frá Skrif- stofuvélum,“ svaraði ég. „Hjá stofnuninni höfum við tölvuvætt alla starfsemina í sam- ræmi við nýja tíma,“ sagði maður- inn hjá hinu opinbera. Svo gekk hann um bókarekkana og leit á einstaka bók, og áður en hann kvaddi og hélt út í Hafnar- strætið sagði hann: „Ég hef verið framsóknarmaður síðan í barn- æsku. Alltaf kosið flokkinn. Nú er ég búinn að fá nóg. Davíð Oddsson er minn maður. Ég þoli ekki lengur þessa lágkúru sem einkennir ríkis- stjórnina, framtaksleysið, úrræða- leysið." Við útidyrahurðina mætti hann ungri blómarós. Þau tóku tal saman og síðan leiddust þau út á Hafnar- strætið, og allt í einu komið glaða- sólskin í miðborginni... ísafjörður Sjálfstæðiskvennafélag ísafjarðar heldur almennan félagsfund í Sjálfstæðishúsinu (safirði, 2. hæð, laugardaginn 23. septemb- er nk. kl. 14.00. Cagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Sólveig Pétursdóttir, varaþingmaður, ræðir stjórnmálaviðhorfið. Konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Austurland - FUS Óðinn Aðalfundur FUS Óðinns, félags ungra sjálfstæðismanna á Austur- landi, verður haldinn í Hótel Valaskjálf, fimmtudaginn 21. sept. kl. 21.00. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Gestur á fundinum verður Garðar Rúnar Sigurgeirsson, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjördæmi. Stjórnin. Vestmannaeyjar Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vest- mannaeyjum heldur fund á Hótel Þórs- hamri, fimmtudaginn 21. september kl. 21.00. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæð- isflokksins. 2. Önnur mál. Gestur fundarins verður Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. ______________________________ Stjórn fulltrúaráðsins. Egilsstaðir - Fljótsdalshérað Almennur félagsfundur í sjálfstæðisfélagi Fljótsdalshéraðs verður haldinn i Samkvæmispáfanum, Fellabæ, mánudaginn 25. september kl. 21.00. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa á landsfund. 2. Framtíð fulltrúaráðs. _ .. . 3. Önnur mál. Stiornm. Ólafsvík - Ólafsvík Aðalfundur Aðalfundur sjálfstæðisfélags Ólafsvíkur og nágrennis verður haldinn sunnudaginn 24. september kl. 20.30 í Mettubúð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 3. Bæjarmálin. 4. Önnur mál. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mæta á fundinn. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. ____________________ Stjórnin. Sjálfstæðismenn á ísafirði Fundur verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu, fimmtudaginn 21. sept. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins í október nk. 2. Önnur mál. Nýjir félagar velkomnir. Stjórnin. I.O.O.F. 11 = 1719218’/a I.O.O.F. 5 = 1712198'h = □ St:.St:. 59899217 VII Gþ. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Barnagospel - æfing á morgun kl. 18.00. Öll börn eru velkomin. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld, fimmtudag, 21. september. Verið öll velkomin. Fjölmennið. Seltjarnarneskirkja Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ungt fólk með hlutverk aðstoðar. Þorvaldur Halldórsson stjórnar tónlistinni. Sóknarnefnd. Skyggnifýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnar- firði, fimmtudaginn 21. september kl. 20.30. Mætið tímanlega. Mið- ar seldir við innganginn. Hugefli Kynningarfyrirlestur um nám- skeið í hugarþjálfun verður haid- inn i Bolholti 4 nk. föstudag, 22. september, kl. 19.00. Leiðbein- andi er Garöar Garðarsson NLP pract. Allir velkomnir. fíunhjólp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þribúðum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Samhjálparvinir gefa vitnis- burði mánaðarins og kór þeirra syngur. Allir velkomnir. Samhjálp. Við lærum að dansa Dansnámskeið hefst föstudag- inn 22. september. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni, símar 24950 og 10490. AGLOW- kristileg samtök kvenna Fundur verður i Menningarmið- stööinni í Gerðubergi mánudag- inn 25. september nk. kl. 20.00 tii 22.00 og hefst með kaffiveit- ingum sem kosta 250,00 kr. Mari Lornér, sænsk kona búsett í Noregi mun vitna um lækningu sem Drottinn veitti henni á bein- krabbameini. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allar konur velkomnar. Hreinsunar- og málningardagur veröur á skiðasvæði félagsins sunnudaginn 24/9 kl. 13.00. Allir félagar eru hvattir til að mæta. Boðið verður uppá veit- ingar. Stjórnin. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533 22.-24. sept.: Landmanna laugar-Jökulgil Ekið frá Landmannalaugum inn Jökulgil sem er fremur grunnur dalur og liggur upp undir Torfa- jökul til suðausturs frá Land- mannalaugum. Jökulgil er rómað fyrir litfegurð fjalla sem að þvi liggja. Ekið meðfram eftir árfar- vegi Jökulgilskvislar. Einstakt tækifæri til þess að skoða þetta litskrúðuga landsvæöi. Gist í sæluhúsi F.í. í Landmannalaugum. 22.-24. sept.: Þórsmörk - haustlitir Góð hvild frá amstri hversdags- ins er helgardvöl hjá Ferðafélagi íslands í Þórsmörk. Gróðurinn er hvergi fallegri en í Þórsmörk á haustin. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00, föstudag. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. UJj Útivist Helgarferð 22.-24. sept. Haustlita- og grillveisluferð í Þórsmörk. Góð gistiaðstaða i Útivistarskál- unum Básum. Ágæt tjaldstæði. Fjölbreyttar gönguferðir. Grill- veisla og kvöldvaka með óvænt- um uppákomum. Pantið tíman- laga i vinsælustu ferð haustsins. Pantanir óskast staðfestar i síðasta lagi fimmtudag 21 .sept. Uppl. og farm. á skrifstofunni, Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. • Sjáumst!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.