Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 17
17 ,M,QRGUI]JBLAÐIÐ F1M>1TUPAUU^ 21. SEPTEMBER 1989 30 ára afinæli Gilwell- þjálfunar skáta á Islandi eftir Björgvin Magnússon Nú í septembermánuði 1989 eru 30 ár liðin frá stofnun Gilwell- skólans á íslandi en nafnið dregur hann af óðalinu Gilwell Park í út- jaðri Lundúna, þar sem komið var á miðstöð foringjaþjálfunar skáta árið 1919. Stofnandi skátahreyfing- arinnar, Robert Baden-Powell, kenndi sig við Gilwell er hann var gerður að lávarði og halda skátar um allan heim nafni þessu í virðing- arskyni við hann. Gillwell-þjálfunin er einn þeirra þátta sem tengir skáta úr ólíkum heimshornum. Skátahreyfingin leggur mikla áherslu á uppeldismál og býr við býsna flókið kerfi leið- beinenda. Þetta kallar á viðamikla þjálfun skátaforingja sem sniðin er að aldri þeirra og viðfangsefnum. Gilwell-þjálfunin, sem feiur í sér að skátar ljúki viðamiklum nám- skeiðum og starfi að sérstökum verkefnum um eins árs skeið, er lokaþáttur foringjaþjálfunar skáta. Þjálfunin á Gilwell-námskeiðum hefur reynst uppspretta og aflvaki skátahreyfingarinnar þar hafa nýj- ar hugmyndir vaknað og skátafor- ingjar víðs vegar af landinu miðlað af þekkingu sinni. Leiðbeinendur á Gilwell-námskeiðum hafa verið frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finn- landi og Bandaríkjunum. Alþjóðlegt samstarf skátahreyfingarinnar hef- ur birst hvað gleggst í Gilwell- þjálfuninni og í henni hefur hreyf- ingin öðlast endurnýjun og fylgst með tímanum. Margar nýjungar í kennsluháttum sem fram hafa kom- ið á Gilwell-námskeiðum hafa verið teknar upp í skólum hérlendis sem erlendis og sérfræðingar í fremstu röð hafa lagt námskeiðum til efni og hugmyndir. Hér á landi hefur miðstöð for- ingjaþjálfunar skáta verið að Úlf- ljótsvatni og þar hafa flest Gilwell- námskeiða verið haldin. Skátafor- ingjar úr öllum landshlutum haf sótt námskeið þessi og lokið þjálfun Gilwell-skáta. Þeir sem ljúka þjálf- un þessari gerast um leið félagar í 1. Gilwell-sveitinni sem er alþjóðleg og heldur jafnan einn fund árlega. er venja að kalla íslenska Gilwell- skáta til endurfunda að hausti og verða þeir að þessu sinni á Úlfljóts- vatni laugardaginn 23. september. Það verður dijúgur hópur skáta sem kemur saman til að rifja upp góðar minningar og eiga stund með góð- um félögum og hitta skáta sem sóttu síðasta Gilwell-námskeið sem fór fram í ágústmánuði. Dagskrá hefst með samkomu í Úlfljótsvatni kl. 18.00. Höfimdur er skólastjóri Gilwell-skólans Úlfljótsvatni. WordPerfect Hnitmiðað og vandað námskeið í notkun ritvinnsluforritsins WordPerfect (Orðsnilld). Leiðbeinandi: Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur Tími: 26/9, 28/9, 3/10 og 5/10 kl. 13 - 17 PC byrjenda- námskeið Skemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir þá sem eru að byrja að fást við tölvur. Leiðbeinandi: Stefán Magnússon. Tími: 26/9, 28/9, 3/10 og 5/10 kl. 20 - 23 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, sími 687590 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Mikið úrval af CRASH úlpum og göllum. Skrautlegir tvískiptir gallar á 2- 7 óra Úlpur með hettu á 8-14 ára Úlpukápur á 6-14 ára kr. 4.395.- kr. 3.970,- á aðeins 4.420,- BARNAFATAVERSLUN Glæsibæ s. 33830 Hamraborg s. 45288 Sendum í póstkröfu i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.