Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1989, Blaðsíða 40
40 MORQVNqLAPIff FLMMTUPAGUK 21. SEPTEMHKR 1989 nmnm® Þessi dómari er búinn að Hann er einfari... ákveða úrslitin ... HÖGNI HREKKVÍSI , pETTA BfZ KAST SBM PBIR GL0VA1A ALPRE'l ! " Þessir hringdu . . . verði endursýndur. í þessum þætti vöru þau Ragnheiður Brynjólfs- dóttir og Númi og var þátturinn alveg sérstaklega góður.“ „Blue Danmark“ Gunna hringdi: „Eg fór að safna bollum og diskum sem heita Blue Danmark og eru framleiddir í Englandi. Skyndilega hvarf þetta úr búðum og virðist enginn vita hvort eða hvenær það kemur aftur. Er ekki einhver sem getur gefið upplýs- ingar um málið? Einhver hefur flutt þetta inn. Er þessum inn- flutningi hætt?“ Köttur Fimm mánaða gamall fress- köttur fór að heiman frá sér að Vesturgötu 30 fyrir nokkru. Hann er brún- og svartbröndóttur með svartar loppur og trýni, og út frá sitthvoru auga eru svartar rákir. Þeir sem geta gefið einhveijar upplýsingar um ferðir hans eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 18871 hjá Rósu eða 625233 hjá Hrannari. Seðlaveski Ljósbrúnt seðlaveski með ök- uskírteini o. fl. tapaðist í Álfta- mýri eða Kringlunni sl. föstudag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Jónínu í síma 33802. Hringur Giftingarhringur með lauf- blaðamynstri tapaðist fyrir utan Duushús eða A. Hansen í Hafnar- firði. í hringinn er greypt „Þín Kristín". Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 54603. Hjólreiðafólk útundan J.M. hringdi: „Oft er talað um að allt of mikið sé af bílum og horfi það til vandræða hversu umferðin sé orð- in þung og bílastæðin fá. Þeir sem byggt hafa upp gatnakerfið hafa hins vegar næstum alveg gleymt reiðhjólinu sem er hinn hag- kvæmasti farkostur og brennir engu nema fitu. Davíð Oddsson tók sig til og fór allra sinna ferða í hjólastól fyrir nokkru og var það lofsvert framtak. Hann ætti að prófa að hjóla hér í borginni s.s. eina dagstund því þá kæmist hann að raun um hversu lítið hefur verið gert fyrir hjólreiðafólk. Ef fleiri hjóluðu myndi draga út umferðarþunganum og ekki þyrfti að vetja meira fé til að gera bíla- stæði. Það er líka mun hollara að hjóla og reyna á sig heldur en að fara allra sinna ferða í bifreið. “ Bráðskemmtilegur þáttur Kona hringdi: „Eg mæli fyrir munn okkar átta í saumaklúbbnum Anna Stína og óskum við þess að hinn bráð- skemmtilegi þáttur Fólkið í landinu sem sýndur var 30. apríl Allar aðstæður fyrir hendi Til Velvakanda. Fyrir nokkru birtist pisfill í Vel- vakanda þar sem amast er við fisk- eldisfyrirtæki sem Áburðarverk- smiðjan hyggst setja á stofn. Verk- smiðjan á fjórar skemmur sem lítið hafa verið notaðar undanfarin ár og l’ékk Össur Skarphéðinsson að- stöðu fyrir fiskeldi í einni þeirra á vegum verksmiðjunnar. Eg hef heyrt að til standi að stækka fisk- eldið og nýta til þess eina skemmu til viðbótar. Verksmiðjan hefur mik- ið af umframorku sem hagkvæmt er að nota við fiskeldið. Ég sé ekk- ert athugavert við að verksmiðjan nýti sér þesa möguleika og starf- ræki fiskeldi, því þarna eru allar aðstæður fyrir hendi og stofnkostn- aður ekki mikill. Að undanförnu hefur verksmiðjan verið að segja upp starfsfólki vegna tæknivæðing- ar en í fiskeldinu skapast störf þannig að þetta er góð lausn fyrir starfsmennina líka. Ekki veit ég hvað höfundi fyrrgreinds pistils gengur til en hann þorir ekki að skrifa undir nafni og veit sjálfsagt lítið um málin sem hann er að ger- ast dómari í. Árni J. Jóhannsson Yíkverji skrifar Víkveiji frétti um daginn af ungri stúlku, sem lenti í klónum á kerfinu. Hún var að koma frá Lund- únum úr verzlunarferð og hafði með- al annars keypt sér skylmingasverð, þar sem hún æfir skylmingar með Skylmingafélagi Reykjavíkur. Hún fór í græna hliðið í tollinum enda eru skylmingasverð ekki tollskyld frekar en aðrar íþróttavönir. Einhver sumai’maðurinn í tollinum benti á plastpoka sem hnátan hafði meðferðis og spurði hvað þetta væri. „Sverð,“ svaraði stúlkan og tollverð- irnir mku upp til handa og fóta og gerðu gripinn upptækan. Skylminga- konan reyndi að benda þeim á að skylmingasverð væri algerlega bit- laust og með gúmmíhnúð á endanum, svona álíka hættulegt og veiðistöng eða kústskaft. Á það var ekki hlust- að. Þetta var sverð og því afhent lögreglustjóranum í Tteykjavík. Þar gat stúlkan leyst það út gegn uppá- skrift frá Skylmingafélaginu, sem sannaði að hún æfði skylmingar. Víkveiji þorir ekki að kaupa sér fótboita í útlöndum framar, af ótta við að þurfa að sanna það í tollinum að hann æfí knattspymu. xxx Víkvetji þurfti á dögunum að kaupa rúllutertubrauð, sem eitt út af fyrir sig er ekki í frásögur færandi. En sem plastið var tekið utan af brauðinu rak Víkvetji augun í heitið „Plain-brauðterta". Við lestur textans á plastinu ícom í ljós, að fram- leiðandinn, Ragnarsbakarí í Keflavík, kallar eina framleiðslutegund sína „plain" og lýsir henni sem án bragð- efnis. Víkvetja finnst þetta enska orð smekkleysa á íslenzkri framleiðslu og vonar, að eigendur Ragnars- bakarís breyti þessu strax. Fyrst Víkvetji slær þessar nótur hér lýsir hann ánægju sinni með það, að Reykjavíkurborg skuli strax hafa efnt tþ samkeppni um íslenzkt nafn á húsnæði það, sem borgin keypti af Ólafi Laufdal og hann rak veitingahúsið „Broadway" í. XXX Víkvetji las í Landsbyggðinni á dögunum, að uppfínning sjó- manns á Neskaupstað myndi á næst- unni skapa 45 manns atvinnu, en ekki hér á landi, heldur í Svíþjóð. Gunnlaugur Sigurðsson, sjómaður í Neskaupstað, fann upp beitingavél, sem hann nefndi Létti. Sonur hans og tengdasonur hófu framleiðslu í vélsmiðju á Egilsstöðum, en gátu hvergi annað eftirspurn. Umsóknir um íjármagn til framleiðslunnar hlutu dræmar undiitektir eða engar, allavega fékkst ekkeit fé. Það var svo foiTáðamaður sænsks fyrirtækis, sem komst á snoðir um vélina og bauðst til að taka að sér framleiðsl- una. Framleiðsla er nú hafin í Svíþjóð og koma fyrstu vélarnar hingað til lands! Þetta er ekki eina dæmi þess, að íslenzkur uppfinningamaður hafi orð- ið að leita til útlanda til að koma hugmynd sinni í framleiðslu. Víkvetja finnst eitt slíkt dæmi vera einu of mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.